Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ fNtofPttnbUfaito STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BUSETUSKILYRÐI - BYGGÐAÞRÓUN BÚSETA í landinu hefur gjörbreytzt á 20. öldinni. Um aldamótin síðustu bjuggu þrír af hverjum fjórum íslendingum í strjálbýli. Nú um stundir búa níu af hverj- um tíu í þéttbýli og sex af hverjum tíu á höfuðborgarsvæð- inu. Helmingur landsmanna bjó á höfuðborgarsvæðinu þegar árið 1960 en nálægt 60% um síðastliðin áramót. Spár standa og til þess að íbúum á landsbyggðinni fækki enn um 6% á næstu tíu árum en fjölgi á hinn bóginn um 16% á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Stefán Ólafsson, prófessor, hefur unnið skýrslu fyrir Byggðastofnun um orsakir og eðli íbúaþróunar hér á landi, sem kynnt var á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins síðastliðinn laugardag. Skýrslan og rannsókn- ir, sem hún byggir á, spegla þá staðreynd, að búsetuskil- yrði ráði mestu um byggðaþróun í landinu. íbúar höfuð- borgarsvæðisins, þar sem fjölgunin er mest, eru ánægð- astir með búsetuskilyrði sín. Ibúar Vestfjarða, þar sem fækkunin er mest, óánægðastir. Fram kemur og í könnun- inni að beint samband er á milli stærðar þéttbýlis og ánægju með búsetuskilyrði. Sameining sveitarfélaga í stærri og sterkari þjónustuheildir eru því rökrétt við- brögð til að verja byggð í landinu. Sama máli gegnir um styrkingu byggðakjarna í einstökum landshlutum. Myndun þéttbýlis og fólksstreymi af landsbyggð til stærri borga er ekki séríslenzkt fyrirbrigði. Búsetubreyt- ing af þessu tagi tengist gjörbreyttum atvinnu- og þjóð- lífsháttum á Vesturlöndum. Hún fór á hinn bóginn síðar af stað hér en í grannríkjum og gengur hraðar fyrir sig. Spá um íbúaþróun á næstu tíu árum bendir til þess að íbúum tiltekinna landshluta eigi enn eftir að fækka umtalsvert. Byggðastefna, sem fylgt hefur verið hér síðustu ára- tugi og styrkja átti byggð í landinu öllu, hefur augljós- lega ekki skilað tilætluðum árangri. Meðal annars þess vegna horfa sveitarstjórnarmenn nú til stærri og sterk- ari sveitarfélaga, stærri og sterkari byggðakjarna, sem betur yrðu í stakk búnir til skapa þau búsetuskilyrði er mestu ráða um búsetuval og byggðaþróun. Það kemur heim og saman við þá könnun, sem hér hefur verið vitn- að til, en hún leiðir í ljós sem fyrr segir að beint sam- band er á milli stærðar þéttbýlis og ánægju íbúa með búsetuskilyrði. AFREKSMAÐUR Á SKÍÐUM AFREK Kristins Björnssonar frá Ólafsfirði, þar sem hann keppti við alla beztu svigmenn heims í Park City í Utah í Bandaríkjunum um helgina er einstætt í einstaklingsíþróttum. Aldrei hefur íslendingur náð svo langt í skíðaíþrótt. Kristinn varð í öðru sæti á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi síðastliðinn laugardag, og sigraði alla keppinauta sína, nema Austurríkismann- inn Thomas Stangassinger, sem varð í fyrsta sæti. Kristinn var 49. i rásröðinni á mótinu í Utah og hefur það aldrei gerst fyrr, á heimsbikarmóti í svigi, að maður með svo hátt rásnúmer komist á verðlaunapall. Afrekið kemur honum til góða með því, að á næsta móti verður hann ræstur fyrr og rennir sér því við betri aðstæður en í fyrri ferðinni á laugardag. Allir beztu afreksmenn heims á skíðum tóku þátt í heimsbikarmótinu í Utah, þar sem á mótinu er ekki um neinn landskvóta að ræða. Þar voru því t.d. allir beztu skíðamenn Austurríkis, Noregs og annarra stórvelda í skíðaíþróttinni. Mótið var því ólíkt Ólympíu- og heims- meistaramótum, þar sem þátttaka er takmörkuð við fjölda þátttakenda frá hverju landi. Afrek Kristins er því sýnu mikilvægara vegna styrkleika mótsins. Með árangri sínum hefur Kristinn Björnsson skipað sér á bekk með afreksmönnum á borð við Vilhjálm Einars- son, sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikun- um í Melbourne í Ástralíu 1956, og Bjarna Friðriksson- ar, sem hlaut bronzverðlaun í júdó á Olympíuleikunum í Los Angeles 1984. ÞAÐ HEFUR verið sagt um Mannréttindadómstólinn í Strassborg að hann sé að verða eins konar stjórn- lagadómstóll sameinaðrar Evrópu. Það má til sanns vegar færa að mikil- vægi dómstólsins hefur aldrei verið meira en nú og fylgst er með hverjum nýjum dómi af spenningi um alla álf- una. Dómstóllinn er jafnframt á tíma- mótum. Vegna mikils málafjölda og þar af leiðandi seinagangs í afgreiðslu kæra hafa verið ákveðnar róttækar breytingar á stofnunum þeim sem hafa eftirlit með sáttmálanum. Mann- réttindanefndin og dómstóllinn verða sameinuð og tekur nýja stofnunin til starfa 1. nóvember 1998. Sívaxandi málafjöldi Evrópuráðssamningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis tók gildi árið 1953. Fyrstu áratugina komu tiltölulega fá mál til úrlausnar hjá eftirlitsstofnunum Evrópuráðsins. Fram til ársins 1985 höfðu skráðar kærur hjá mannréttindanefndinni um langt árabil verið að jafnaði 400-600 á ári. En þá hljóp mikill vöxtur í kærufjöldann, hann hefur aukist ár frá ári og árið 1996 voru skráðar kærur hvorki fleiri né færri en 4.758. Flest þeirra mála sem koma til kasta mannréttindanefndarinnar fá endan- lega úrlausn þar og er meirihlutanum reyndar vísað frá. Fá mál fara alla leið til Mannréttindadómstólsins. Þannig voru ekki kveðnir upp nema 72 dómar árið 1996 sem er þó mjög mikil aukning frá því sem var fyrstu áratugina. Ástæðurnar fyrir auknu álagi á stofnanirnar í Strassborg eru meðal annars fjölgun aðildarríkja og aukin vitund almennings og lögmanna um tilvist eftirlitsstofnananna í Strass- borg og kærumöguleika. En óhjá- kvæmileg afleiðing þessa hefur reynst sú að meðferð mála í Strassborg hef- ur dregist úr hömlu. Þau mál sem nú er verið að dæma hjá Mannréttinda- dómstólnum voru að jafnaði kærð fyrir rúmlega fímm árum. Svo langur biðtími er kaldhæðnislegur í ljósi þess að dómstóllinn er iðulega að dæma ríki brotleg fyrir slíkt hið sama þ.e.a.s. drátt á málsmeðferð sem brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmál- ans. Ekki má heldur gleyma því að áður en menn leita til Strassborgar verða þeir að hafa tæmt innlend rétt- arúrræði, sem kallað er, sem einatt tekur mörg ár. Ekki er fyrirsjáanlegt að málafjöldinn dvíni því á skömmum tíma hefur aðildarríkjum Evrópuráðs- ins fjölgað í 40 þótt reyndar hafi þau ekki öll gerst aðilar að Mannréttinda- sáttmálanum enn. Helstu breytingar Það var því talið tímabært að freista þess að gera breytingar á eftirlitsstofn- unum með Mannréttindas áttmálanum til þess að geta betur tekist á við auk- inn málafjölda. Meginbreytingin sam- kvæmt svokölluðum viðaukasamningi 11 er sú að mannréttindanefndin og dómstóllinn verða sameinuð í einn dómstól. Fyrir vikið verður sá tvíverkn- aður úr sögunni sem óhjákvæmilega fylgdi því að bæði nefndin og dómstóll- inn þyrftu að fjalla um mál. Dómarar verða í föstu starfí en ekki í hluta- starfi eins og verið hefur. Kjörtímabil dómaranna verður sex ár en var níu áður. Kveðið er á um sjötíu ára há- marksaldur. Hlutverk ráðherranefndar Evrópuráðsins breytist. Hún mun ekki lengur hafa neitt ákvörðunarvald vegna kærumála á grundvelli sáttmál- ans heldur eingöngu sjá um að fram- fylgja úrlausnum dómstólsins. Flestir eru sammála um að breyt- ingar hafí verið nauðsynlegar en sum atriði þykja þó hæpin. Má þar helst nefna að gert er ráð fyrir ------------ innra málskoti, þ.e.a.s. að í undantekningartilvikum muni dómur 7 manna deild- ar verða endurskoðaður af 17 manna deild. Þegar svo háttar munu tveir dómarar af sjö sitja áfram í dómnum, þ.e. dómari frá við- komandi ríki og forseti deildarinnar. Þessir munu því taka þátt í að endur- skoða dóm sem þeir sjálfir kváðu upp! Slíkt mun eiga sér fá fordæmi hvort sem leitað er á alþjóðavettvangi eða í innanlandsrétti. En formælendur segja að þetta fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt til að ná sátt um breyt- ingarnar. Annað umhugsunarvert atriði er það hvernig það eigi að geta gengið Dómstól tímamóti Miklar breytingar eru í vændum á skipulagi eft Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadóm indanefndin verða sameinuð í eina nýja stofnun.' ari og einfaldari afgreiðsla mála. Að sögn Páls Þ á miklu að nýja dómstólnum takist að viðhalda tre og alls almennings í sameinaðri og frjáls AÐSETUR Mannréttindadómstólsins í Strassbi upp að vera með fjörutíu manna dóm- stól? Níu dómarar eru í Hæstarétti Bandaríkjanna, hefði hann getað gegnt sama hlutverki ef þar hefðu verið fjörutíu dómarar? Hvernig á að viðhalda samfellu og einingu í starf- semi svo fjölmenns dómstóls og tryggja gæði dómsúrlausna? Val á dómurum Nú þegar öll samningsríkin hafa fullgilt viðaukasamning 11 og einung- is ellefu mánuðir eru til stefnu áður en nýr sameinaður dómstóll tekur til starfa er að mörgu að hyggja. Þing Evrópuráðsins mun kjósa nýju dómarana í janúar næstkom- andi, einn tilnefndan af hverju aðild- arríki. Því hefur verið spáð að 2A til 3A af dómurum í nýja dómstólnum verði óreyndir í þeim skilningi að þeir hafi hvorki setið í núverandi Mannréttindadómstól né mannrétt- indanefnd. Ástæðan er sú að margir af þeim sem sitja þar nú eru komnir hátt á sjötugsaldur að minnsta kosti og því ekki líklegt að þeir gefi kost á sér áfram né að þing Evrópuráðsins kjósi þá til áframhaldandi setu enda verður hámarksaldur dómara 70 ár. Þetta skapar auðvitað hættu á að brot komi í dómaframkvæmdina og samfella verði ekki milli gömlu stofn- --------------- ananna og nýja dómstóls- Stjórnlaga- ins. dómur samein- N°kkur umræða hefur venð um það á vettvangi ráðsins hvernig standa eigi að valinu og hvort breyta eigi út frá venjum í því efni. Nú þeg- ar allir dómararnir eru valdir á einu bretti og vegna vaxandi mikilvægis Mannréttindasáttmálans og hinna erf- iðu verkefna sem bíða er sérlega mik- ilvægt að hinir vönduðustu menn velj- ist til starfans. Jafnframt heyrast raddir um að rétta verði hlut kvenna en þær hafa verið sjaldséðar í alþjóða- dómstólum. Reglur mæla fyrir um að hvert ríki leggur fram lista með þrem- ur nöfnum og hefur skapast sú venja að listinn er í forgangsröð. Nú hyggst aðrar Evrópu þingið láta meira til sín taka við valið á dómurunum en verið hefur og hefur í því sambandi verið bent á fyrirkomu- lagið í Bandaríkjunum þar sem öld- ungadeildin tekur dómaraefni á beinið áður en kosið er. Meðal þess sem lík- legt má telja að dómaraefni yrðu spurð um er þátttaka í stjórnmálum og tungumálakunnátta. Flest ríkin hafa nú skilað inn tilnefn- ingum. Eins og fram hefur komið er Gaukur Jörundsson umboðsmaður Al- þingis sem jafnframt á sæti í mannrétt- indanefnd Evrópu í fyrsta sætj á ís- lenska listanum. Þannig leggja íslend- ingar sitt af mörkum til þess að sam- fella nái að skapast í störfum eftirlits- stofnana Evrópuráðsins á þessum mik- ilvægu tímamótum auk þess sem það er óumdeilt að við íslendingar höfum ekki hæfari mönnum á að skipa. Hvernig á að skipta dómurum í deildir? Þótt markmiðið með viðaukasamn- ingi 11 hafi verið að einfalda málsmeð- ferð í Strassborg verður ekki sagt að nýja skipuritið sé auðskiljanlegt. Dóm- stóllinn verður deildaskiptur þannig að það er alls ekki svo að allir dómar- arnir taki þátt í afgreiðslu eins og sama málsins. í hverri deild verða sjö dómarar. Hins vegar munu þriggja manna nefndir ákveða hvort kærur eru tækar til efnismeðferðar. Og þegar um mikilvæg mál er að ræða kemur til kasta stóru deildar (grand chamber) þar sem verða 17 dómarar. Fræðimenn hafa mikið velt því fyr- ir sér hvernig réttast sé að skipta dómurunum í deildir en dómstóllinn mun sjálfur setja reglur þar að lút- andi. Beinist athyglin þá að sjö manna deildunum því þar mun hitinn og þunginn af dómarastarfinu fara fram. Þýskur fræðimaður, Jochen A. Frow- ein, hefur stungið upp á því að deild- irnar verði sérhæfðar þannig að ein fjalli um tjáningarfrelsismál, önnur um 6. gr. sáttmálans o.s.frv. Sú til- laga hefur þó hlotið heldur dræmar undirtektir. Er bent á að iðulega varði ai ui ai fj st al ui ai d( ui í fr g< Þ< ai »8 ki ít fl; ni rí la sl n; ai d< þ- öl á t< a þ d ti n u K h Þ k t! a h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.