Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ H MINNINGAR EJWAB JOiV JÓNSSON + Einar Jón Jóns- son fæddist í Garðshorni í Arnar- dal, Eyrarhr., N-Is., 28. júní 1923. Hann lést á Landspftalan- um 19. nóvember síð- astliðinn. Faðir Ein- ars var Jón Jóhann Katarínusson, f. 18. júlí 1898 í Fremri- Húsum í' Arnardal, m-^ sjdmaður, bóndi og síðar verkamaður og sjómaður í Reykja- vík. Mððir Einars var Guðjóna Jóhannes- dóttir, f. 8. sept. 1905 í Bolungar- vík, N-Is., húsfreyja í Arnardal, seinna búsett á Isafirði og sfðar ráðskona í Hafnarfirði, d. 31. júlí 1957. Foreldrar Einars skildu. Einar var elstur systkina sinna, þau eru: 1) Guðbjörg Guðlaug Jónsdóttir, f. 15. sept. 1924, d. 14. mars 1989, húsfreyja í Ármúla, Nauteyjarhr., N-ís., maki Krist- ján Jörgen Hannesson, f. 21. jan. 1916, bóndi. 2) Halldóra Jóns- dóttir, f. 1. nóv. 1926, d. 18. maí •*. 1927, 3) Drengur Jónsson, f. 27. okt. 1927, d. 28. okt. 1927. 4) Katrín Sólveig Jónsdöttir, f. 5. nóv. 1929, húsmóðir í Reykjavík, maki Hlöðver Helgason, f, 11. sept. 1927, bifreiðastjóri. 5) Odd- ur Jóhannes Jónsson, f. 26. júlí 1931, bifreiðastjóri í Mosfellsbæ, maki Kristín Ferdínandsdóttir, f. 2. júm' 1942, hárgreiðslumeistari. 6) .lóii Kati Jónsson, f. 13. jan. 1933, d. 29. ágúst 1935, 7) Vil- mundur Jónsson, f. 7. nóv. 1935, 4| sjómaður í Reykjavík, maki Sal- vör Sigríður Georgsdóttir, f. 21. mars 1930, d. 6. júní 1971. 8) Kristín Margrét Jónsdðttir, f. 25. apríl 1937, húsmóðir á Seltjarn- arnesi, maki Börkur Akason, f. Mig langar til að minnast föður míns sem borinn verður til grafar í dag. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og var lífsfylling hans fólgin í því að börnin hans og barnabörn hefðu það sem best. Nú þegar ég er orðin fullorðin og á börn sjálf, hef ég oft hugsað til þess þegar ég var lítil. Pabbi vann á þessum tíma á krana, sem hann átti, niður við Hafnarfjarðarhöfn. Ekki m^taldi hann það eftir sér að labba í hádeginu heim, upp í Kinnar til að gefa okkur systkinunum að borða. Oftar en ekki kom hann við í búð- inni og keypti inn. Þegar hann var búinn að gefa okkur að borða labb- aði hann niður á höfn aftur og var kominn þangað fyrir klukkan eitt. Mér verður oft hugsað til þessa og hve margt yngra fólk mætti taka hann sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Mörg önnur dæmi væri hægt að taka um hve honum var umhugað að okkur börnunum hans liði vel. Alltaf var hann tilbúinn að fórna öllu sínu til að okkur liði vel. Það er oft á tíðum spaugað með það í minni fjölskyldu þegar við erum á j^ferðalögum og ég byrja að minnast Hferðalaganna með foreldrum mínum og systkinum. Sérstaklega er hon- um syni mínum tíðrætt um það þeg- ar ég sagði með dreymnum svip, að alltaf hefði hann pabbi minn hugsað um að okkur yrði ekki kalt á ferða- lögum og lagt það á sig að vakna á nóttunni til að hita upp tjaldið. Þetta breyttist heldur ekki þegar við börnin hans mættum í sumarbú- staðinn til þeirra mömmu með börnin okkar. Þá var afi vís með að 19. júní 1935, fram- kvæmdastjóri. 9) Kat- arínus Jónsson, f. 3. ágúst 1938, vélstjóri í Kópavogi, maki Guðný Kristín Þorleifsdóttir, f. 28. nóv. 1942, d. 28. ágúst 1992, 10) Óli Jón Jónsson, f. 13. sept. 1939, bifreiðasljóri í Reykjavík, maki (skildu) Guðrún Krist- ófersdóttir, f. 13. nóv. 1947. Einar kvæntist 13. maí 1951 Margréti Guðrúnu Kristjáns- dóttur, f. 3. júní 1931, dóttur Krist- jáns Benediktssonar, f. 3. mars 1896, d. 6. ágúst 1974, frá Þor- bergsstöðum í Laxárdal í Dölum, vörubifreiðastjóra í Hafnarfirði, og Þóru Jónsdóttur, f. 25. nóv. 1894, d. 24. mars. 1970, húsmóður frá Hafnarfirði. Einar og Margrét bjuggu lengst af síiiiim búskapar- árum í Köldukinn 21 í Hafnarfirði, síðar Stekkjarhvammi 15. Núna síðasta árið haf a þau búið í Háholti 16 þar í bæ. Börn þeirra eru: 1) Þóra Kristjana, f. 13. okt. 1948, d. 7. júlí 1949. 2) Einar Magnús Ein- arsson, f. 15. okt. 1950, byggingar- tæknifræðingur í Hafnarfirði, maki Þórdís Stefánsdóttir, f. 8. mars 1953, tækniteiknari, börn: Stefán, f. 19. apríl 1975, Elsa Mar- grét f. 3. nóv. 1978, íris Ösp, f. 10. febr. 1973. 3) Sólveig Jóna, f. 5. okt. 1951, verkstjóri í Þorlákshöfn, maki Hallgrímur Sigurðsson, f. 23. júní 1949, fiskverkandi, börn: Mar- grét, 111. febr. 1969, maki Ingvar Jón Gissurarson, f. 18. febr. 1967, börn: Nicolai Gissur, f. 3. ágúst 1989, íris Dögg, f. 18. apríl 1993. Sigurður Einar, f. 27. aprfl 1970, maki Ingibjörg Garðarsdóttir, f. 3. okt. 1972, Sigurrós, f. 24! sept. kynda vel og oft það vel að mörgum þótti nóg um. Oft var glatt á hjalla í stórri fjölskyldu í jólaboðum, af- mælum og sumarbústaðarferðum. Alltaf vildi hann veita vel og passaði alltaf upp á að eitthvað væri við allra hæfi. Barnakarl var hann mik- ill og löðuðust litlu börnin fljótt að afa sínum. Þó svo að pabbi hafi ver- ið orðinn mikið veikur síðustu árin, reyndi hann alltaf að láta lítið á því bera og sérstaklega þegar barna- börnin voru nærri. Alltaf var hann tilbúinn að gefa eitthvað og segja má að orðtakið „sælla er að gefa en þiggja" eigi sérstaklega vel við hann. Þá reyndi hann alltaf að vera hress og kátur á mannamótum þó oft hafi honum ekki liðið vel. Segja má að hugurinn og ákveðnin hafi fleytt honum meira en hálfa leið í veikindum sínum. Alltaf var hann jafn ákveðinn að ná sér upp og koma sér á fætur og jafnvel í vinnu. I fyrstu eftir hvert hjartaáfallið á fætur öðru. Svo eftir að hann fékk blóðtappann og lamað- ist öðrum megin. Þá var hugurinn mikill og á fætur ætlaði hann og það gerði hann. Síðan eftir að hann fór í hjartaskurðinn og stuttu síðar geindist hann með krabbamein í vélinda. Þá eins og endra nær var hann ákveðinn í að komast á fætur og honum tókst það með mikilli hjálp mömmu sem alla tíð studdi hann og hjálpaði honum í veikind- unum. Það var því mikil sorg er hann veiktist alvarlega í haust og þurfti að taka æxli sem var við heila hans. En hann var eins og endra nær ákveðinn í að ná sér á strik. Ég Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. 1976, maki Guðfinnur Harðarson, f. 30. maí 1970. 4) Jón Benedikt, f. 4. mars 1953, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, maki Guðmundína Margrét Hermannsdóttir stuðn- ingsfulltrúi, f. 12. nóv. 1958, börn: Sigríður Ósk, f. 1. aprfl 1975, maki Róbert Magnússon, f. 12. jan. 1973, Einar Kristján, f. 14. aprfl 1979, Margrét Guðrún, f. 7. maí 1981, Hermann Valdemar, f. 5. sept. 1985. 5) Þóra Kristjana, f. 13. nóv. 1955, leikskólakennari í Hafhar- firði, maki Áskell Bjarni Fannberg, f. 11. febr. 1953, rafeindavirki, börn: Unnur Björk, f. 9. okt. 1976, Eyþór Ingi, 15. aprfl 1982, Einar Már, f. 22. okt. 1983. 6) Halldóra Sigríður, f. 11. sept. 1959, ritari í Reykjavík, maki Ingimar Arndal Árnason, f. 2. febr. 1957, sölusrjóri, barn: Rébekka Yrr, f. 20. mars 1995. 7) Sigrún, f. 3. júlí 1961, kennari í Hafnarfirði, maki Gunn- ar Herbertsson, f. 30. maí 1958, vélaverkfræðingur, börn: Hrund, f. 19. jan. 1984, Kári, f. 27. nóv. 1989. Einar ólst upp*í Arnardal og síð- ar á ísaíírði. Einar lauk námi til vélstjóra á Isafirði 1944. Seinna fluttist Einar til Hafnarfjarðar. Hann var vélstjóri á ýmsum bátum 1945-1965. Einar vann eitt ár í veiðarfæradeild Kaupfél. Hafnfirð- inga, þó nokkur ár var hann kranastjóri hjá Hafharfjarðarhöfn. Arið 1974 stofnaði Einar sitt eigið fyrirtæki, E. Jónsson hf., sem leigði út vinnuvélar. Einar var í stjórn Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar, þar af formað- ur í nokkur ár. Sat á Alþýðusam- bandsþingum fyrir félagið og var í samninganefndum um margra ára skeið. Meðal baráttumála Einars var að fá Sjómannadaginn haldinn hátíðlegan í Hafnarfirði, tók Einar um margra ára skeið mjög virkan þátt í hátíðarhöldum dagsins. Ein- ar var heiðraður af Sjómannafé- Iagi Hafnarfjarðar, á degi sjó- mannsins, árið 1993. Utför Einars fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. minnist þess þegar ég kom í heim- sókn til hans upp á spítala, stuttu eftir aðgerðina, hvað það skein úr augum hans að nú ætlaði hann sér hið sama og hann hafði gert áður. Ekki vantaði áhugann en það var eins og líkaminn þyldi ekki meira. Alltaf var hann að hafa áhyggjur af mömmu og það var ekki fyrr en Nonni Ben bróðir minn sannfærði hann um að við systkinin hugsuðum vel um hana og mamma sagði hon- um að hvílast, að hann gat gefið upp andann. Elsku pabbi, við munum hugsa vel um mömmu og minningu þína. Hvíl þú í friði. Sigrún. Það var fyrir réttum þrjátíu árum að ég var að læra til iðnnáms í Vél- smiðju Hafnarfjarðar, ég var að vinna á rennibekk er tveir menn komu inn. Tók ég sérstaklega eftir öðrum manninum. Þegar þessir tveir menn voru farnir út, kom sam- starfsmaður minn til mín og sagði mér að sá sem var í leðurjakkanum væri Einar Jónsson, tilvonandi tengdafaðir minn. Seinna kynntist ég svo Einari og hans eiginkonu, Margréti Kristjánsdóttur. Tóku þau hjónin mér strax eins og ég væri einn af fjölskyldunni og hefur það haldist alla tíð síðan. Einar var mikill öðlingsmaður og ósérhlífinn. Hann var alltaf fljótur til ef einhvern vanhagaði um eitt- hvað. Ég man að Einar var ekki minna stoltur að verða afi en ég að verða pabbi. Og eftir því sem barna- börnin og barnabarnabörnin urðu enn fleiri var Einar enn stoltari. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni. Honum leið best er öll fjölskyldan var saman komin, þá var hann í essinu sínu, smá stríðni við Möggu sína og hló svo að öllu saman og alltaf var hann hrókur alls fagnaðar. Einar hafði mikinn áhuga á að skoða landið og férðast. Seinni árin undi hann sér vel í sumarbú- staðnum, gróðursetti og dyttaði að. Þá hafði hann gaman af að segja frá og ræða ýmis mál svo sem pólitík, frá heimahögunum og sjávarútvegs- mál og ræddum við oft saman og skiptumst á skoðunum. Seinni árin fór heilsan að gefa sig og barðist Einar við það með þrautseigju og dugnaði. Eg man eftir fyrir nokkrum árum á afmælisdegi Einars að hann sagði okkur strákunum að fá okkur í glas, það væri nóg til því þetta væri síð- asti afmælisdagurinn hans, en þá var hann nýstaðinn upp úr miklum veikindum. Við sögðum honum að hann ætti eftir að eiga fleiri afmæl- isdaga, það myndi þrjóskan og dugnaðurinn sjá um. Svo kom að því að sá sem öllu ræður hafði yfirhönd- ina. Sáttur og ánægður með sinn áfanga lést Einar á Landspítalanum 19. nóvember á 75. aldursári. Eg kveð þig með söknuði, Einar minn, og þakka ánægjuleg kynni. Minningin mun alltaf lifa. Þinn tengdasonur, Hallgrímur Sigurðsson. Mig langar að minnast Einars Jónssonar, tengdafóður míns, með örfáum orðum. Með dauða hans er skarð fyrir skildi, því þar fór kraft- mikill og mikilfenglegur maður, sem umfram allt hugsaði vel til og um alla í kringum sig. Einar var mikill fjölskyldumaður, umfram allt hugsaði hann um fjðl- skylduna, eiginkonu sína og börn. Var honum mjög umhugað að sam- band systkinanna og fjölskyldunnar yrði sem nánast. Ef til vill vegna þess að hann upplifði í æsku, að hans eigin fjölskylda sundraðist, og var lengi vel lítið sem ekkert sam- band milli systkinanna. En Einari fannst hann alltaf bera ábyrgð á allri fjölskyldunni, sem faðir og elsti bróðir. Honum var ávallt uppruni sinn og fjölskyldan ofarlega í huga. Seinni árin reyndi hann að auka samband systtóna sinna. Þeir bræð- urnir Einar, Óli, Kati og Oddur áttu oft léttar og góðar stundir í seinni tíð, stundir sem Einar kunni vel að meta. Ég man vel eftir öllu gríninu sem var í gangi hjá þeim bræðrum. Hann hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og skyldmennum sínum. Var hann einn af hvatamönnum þess að gerð yrðu ættartöl yfir ættina. Stóð hann meðal annars fyrir því að haldið var ættarmót niðja Sólveigar og Katarínusar frá Arnardal, þegar Þórdís, ástkær föðursystir hans, varð áttræð. Einari þótti mjög vænt um Sólveigu ömmu sína frá Arnar- dal, sem reyndist honum vel í upp- vextinum. Svo skemmtilega vill til að ég tengist einnig þessari stór- kostlegu konu tilfinningaböndum og hef ég nafn mitt frá henni. En Sól- veig í Arnardal var þekkt fyrir að taka að sér umkomulaus börn, en við vitum að annar háttur var á í þá tíð, þegar fólk þurfti að láta frá sér börn sökum fátæktar eða fjölskyld- ur flosnuðu upp af einhverjum ástæðum, ekki var um að ræða neina aðstoð á vegum hins opinbera, hvorki, ekknabætur, lífeyri, né með- lög. Ingimar afi minn var í fóstri hjá þessari ástríku konu, honum voru kærleiksrík þessi ár sem hann átti hjá henni í Arnardal. Afi minn flutt- ist til Akraness, eins og margir að vestan, hann var mjög handlaginn smiður, byggði hann meðal annars mörg hús á Akranesi, þar á meðal hús er hann nefndi Arnardal, er það hús nú félagsheimilið Arnardalur á Akranesi. Svo sterk eru þessi tengsl fjölskyldu minnar við Arnardal, að eiginkonu minni, Dóru, brá í brún er hún talaði fyrst við móður mína, því skiljanlega hélt hún við fyrstu áheyrn að við værum skyld. Svo við víkjum aftur að ættaráhuga Einars, var honum mjög umhugað að safna upplýsingum um ætt sína, er staðið var að útkomu ættar Guðjónu, ást- kærrar móður hans, Tröllatungu- ættinni, en það eru mikil rit í fjórum bindum. Fyrir mörgum árum komu út bækur Arnardalsættarinnar, sem er stór og mikil ætt. Einar elskaði börn sín, tengda- börn, og umfram allt sín mörgu barnabörn, sem að sama skapi elsk- uðu afa sinn mjög heitt, en Einar átti mjög sérstakt samband við litlu börnin sín sem óðum stækkuðu og urðu fullvaxta. Þegar Einar var upp á sitt besta gerði hann allt sem í sínu valdi stóð til að styrkja börn sín í að stofna fjölskyldur. Mjög margar skemmtilegar og ógleymanlegar stundir átti fjöl- skyldan saman uppi í sumarbústað hjá Einari og Möggu, sem oft og tíðum var þéttskipaður bg allir unnu og léku saman, margar skemmtilegar sögur voru skrifaðar í dagbókina þar. Einnig eru ógleymanlegar þær stundirnar er fjölskyldan var öll saman komin, á jóladag, í matarboð hjá Einari og Möggu á hverju ári og í afmælisveislum Einars og Möggu. Einar leit á þessi tækifæri sem hornstein þess að halda fjölskyld- unni saman. Eg minnist Einars Jónssonar, sem athafnasams, dugmikils og kraftmikils manns, sem lét ekkert aftra sér í að framkvæma það sem honum kom til hugar. Einar var maður sem fór sínar eigin leiðir, var lítið að tala um þær heldur frekar framkvæmdi. Þegar Einar ætlaði sér eitthvað gerði hann það hvað sem óllum veikindum leið. Og þegar Einar var sem veikastur var hann sem ákveðnastur að gera eitthvað, því að aðgerðaleysið var ekki að hans skapi. Er ég kom inn í fjölskylduna var Einar orðinn mikill sjúklingur, en hann fékk sitt fyrsta hjartatilfelli í kringum 1982, um svipað leytiog hann keypti sumarbústað sinn. Átti hann eftir að eiga erfiða og mikla sjúkrasögu og er það kraftaverk að hafa haft hann hjá okkur öll þessi ár. En krafturinn var aðalsmerki hans, hann lét ekkert buga sig. Sem dæmi um það er þegar hann fékk heilablóðfall og lamaðist öðrum megin, hljóp hann um gangana á sjúkrahúsinu með göngugrindina, hann ætlaði sér að ná sér, það skipti sköpum að hann þjálfaði sig sem fyrst, enda náði hann ótrúlegum bata, átti aðeins við slappleika að stríða í annarri hendi. En hann lét það ekki buga sig, né önnur veikindi sem á honum dundu, við gróður- setningu þeirra hundraða plantna sem hann hefur gróðursett ótrauð- ur á sumarbústaðarlóð sinni í Hraunborgum Grímsnesi. í sumar- bústaðnum sem stundum var nefnd- ur „Einarslundur", minnist ég Ein- ars með aðra höndina í fatla keyr- andi hjólbörur með skít til þess að setja í trjábeðin, og gróðursetja eins og 200 plöntur. Stundum var þvi hálfgert neyðarkall í fjölskyld- unni þegar Einar fór af stað, kannski með fulla kerru af skít á leið upp í sumarbústað um miðja nótt þótt hann væri í fullri vinnu. Synir, tengasynir, dætur fóru af stað til aðstoðar því að ekki var eftir neinu að bíða. Einar var farinn af stað í framkvæmdir, en enginn gat stoppað hann, eina sem hægt var að gera var að aðstoða hann sem mest við gætum. Einar sá til þess að fjöl- skyldan væri samhent í að hugsa um viðhald bústaðarins og meðal bestu samverustunda fjölskyldunn- ar eru þegar synir og tengdasynir hjálpuðu Einari að leggja rafmagn í bústaðinn. Síðasta aðgerð Einars í sumarbústaðnum var að skipta um klæðningu á veröndinni, þó svo að hún hefði getað dugað nokkur ár enn, hann vildi einfaldlega hafa hlutina í lagi. Alltaf var gaman að koma í heim- sókn í sumarbústaðinn og spila Yatzi við Einar, oft voru þar margir við spil, börn, barnabörn og tengda- synir. Mun ég sakna þeirra stunda með Einari. Það má segja að Einar hafi lifað fyrir það að koma í sumarbústaðinn, hann hafi haldið honum gangandi. Svo virðist sem Einar hafi fundið á sér að hann væri að fara, því hann minnkaði við sig húsnæðið og seldi sumarbústaðinn með söknuði. Þessi mikli kraftur og dugnaður, en umfram allt var Einar léttur í lund og skemmtilegur, kvartaði aldrei þó á bjátaði og var alltaf fljót- ur að slá á létta stengi. Hann virtist líta á erfiðleika til þess að sigrast á. Ég minnist Einars í fullri vinnu fyrir BM Vallá með Jóni, ástkærum syni sínum á steypudælu þeirra feðga, þrátt fyrir veikindi sín. Hans < 4 i 4 4 4 4 4 4 Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.