Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Réttarstaða aldraðra og fatlaðra verði bætt LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að bæta réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sólarhrings- stofnunum og vistheimilum fyrir aldraða og fatlaða. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Ásta B. Þor- steinsdóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa breytingar á lögum um almannatryggingar þannig að þeir sem dveljist langdvölum eða eigi heimili sitt á hjúkrunar- eða dvalarheimilum, vistheimilum eða sólarhringsstofnunum, sökum öldr- unar eða fötlunar, njóti sömu rétt- inda hvað varðar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hjálpartæki og aðra fyrirgreiðslu og þeir sem búa utan umræddra ALÞINGI stofnana. Lagt er til að niðurstöður og nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir Alþingi fyrir árs- lok 1998. Misstu réttinn I greinargerð segir að þegar aldr- aðir eða fatíaðir fari til að dveljast langdvölum á fyrrgreindum stofnun- um missi þeir réttinn til beínna bóta- greiðslna úr almannatryggingakerf- inu en fái eingöngu greiddan mánað- arlegan vasapening sem nú sé um 11.000 krónur. „Þetta fyrirkomulag sviptii' fólk sjálfstæði og sjálfsvirð- ingu og réttinum til að ráða fjármál- um sínum sjálft. í því felst ákveðin forræðishyggja sem samræmist illa jafnræðisreglu og mannréttindasjón- armiðum, sviptir fólk fjárræði og er lítilsvirðandi." Hugsunin að baki tillögunnar er því, samkvæmt greinargerð, að íbú- ar umræddra stofnana og heimila fái greiddan elli- eða örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. „Þeir greiði síðan til heimilisins vegna eðlilegs framfærslukostnaðar, svo sem fyrir fæði, húsaleigu o.fl. á sama hátt og aðrir," segir í greinar- gerð. Breytingar á lögum um fangelsi og fangavist DOMSMÁLARAÐHERRA, Þor- steinn Pálsson, hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist. Er frumvarpið að meginstefnu samið í Fangelsis- málastofnun að tilhlutan dóms- málaráðherra. Megjnefni frumvarpsins er þrí- þætt. í fyrsta lagi er lagt til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið sjái um og beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum, en Fangelsismálastofn- un sér nú um að slík þjónusta sé veitt. í öðru lagi eru lagðar til breytingar á lögunum sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar þess að gæsluvarðhaldsfangelsið við Síðu- múla var lagt niður, en gæsluvarð- haldsfangar eru nú vistaðir í af- plánunarfangelsum. í þriðja lagi er lagt til að ákvæði laga um sam- félagsþjónustu verði felld inn í lög- in um fangelsi og fangavist auk þess sem lagðar eru til nokkrar efnisbreytingar á þeim ákvæðum. Lagt er til að frumvarpið öðlist gildi 1. janúar 1998, en þá falla lög um samfélagsþjónustu úr gildi. Alþingi Stutt Blóðbankaþjónusta FJÖLDI virkra blóðgjafa hér á landi er nálægt 8-9.000. Þetta jafngildir því að u.þ.b. 5-6% þeirra einstaklinga sem eru á aldri blóðgjafa gefi blóð og að um 3,5% þjóðarinnar séu virkir blóðgjafar. Þetta hlut- fall er ekki ýkja frábrugðið því sem gerist víða erlendis, en þó lægra en meðal margra ann- arra þjóða. Þessar upplýsingar koma fram í þingsályktunartillögu sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi um blóðbankaþjón- ustu við þjóðarvá. Er með til- lögunni lagt til að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráð- herra að skipa nefnd sem hafi það verkefni að koma með til- lögur um það hvernig öryggi blóðbankaþjónustu skuli tryggt við þjóðarvá og hópslys, til dæmis flugslys. Siv Frið- leifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks, er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, en meðflutningsmenn eru fulltrú- ar allra þingflokka á Alþingi. í greinargerð segir að engar skýrar reglur séu til um nauð- synlegar f orsendur þess að öryggi blóðbankaþjónustu verði tryggt við þjóðarvá og hópslys. Hins vegar sé brýnt að settar verði lágmarksreglur þar að lútandi þar sem mikils magns blóðhluta geti orðið þörf á skömmum tíma við þjóð- arvá. Því sé mikilvægt, samkvæmt greinargerð, að annars vegar sétíl áætlað lágmark blóðhluta á íslandi og hins vegar að hægt sé að kalla inn fjölda blóðgjafa á skömmum tíma. „ Jafnframt þarf að vera þann- ig búið að blóðbankaþjón- ustunni að hún geti starfað óhindrað við slíkar aðstæður," segir m.a. í greinargerð. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks vilja efla sparnað EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um eflingu sparnaðar og aukna hlutdeild almennings í atvinnurekstri. Með- flutningsmenn eru Tómas Ingi Olrich, Pétur H. Blöndal og Einar Oddur Kristjánsson, þingmenn Sjálf- stæðisflokks. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa Iagasetningu er hafi það að markmiði að efla sparnað í þjóðfé- laginu, auðvelda almenningi að eign- ast hlut í atvinnurekstri og tryggja þannig dreifða eignaraðild í atvinnu- lífinu. „í því skyni verði starfsfólki fyrirtækja, sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði eða hafa verið einka- vædd, boðið að stofna sérstaka sparn- aðarreikninga með hæstu ávöxtun, sem bundnir verði til þriggja til sjö ára, hjá viðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis," sagði Einar. „Reikningarnir verði á nafni starfs- manna og verði föst fjárhæð af laun- um þeirra lögð inn á þá. Að loknum umsömdum binditíma eigi starfsmað- urinn rétt á að nýta sér það fé sem safnast hefur til þess að kaupa hluta- bréf í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá á því gengi sem var á hlutabréfum þess þegar sparnaðartímabilið hófst. Kjósi hann hins vegar að verja fénu til annarra nota verði honum það frjálst," sagði hann ennfremur. Hugmyndin fengin frá Bretlandi Einar tók fram að með tillögunni væri ekki verið að leggja til lög- þvingaðan sparnað heldur eingöngu að búa til þann lagalega ramma sem nauðsynlegur kynni að vera til þess að hægt verði að stofna til sparnað- arforma eins og þess sem verið væri að vekja máls á. Sagði Einar ennfremur að hugmyndin að þessu sparnaðarformi væri féngin frá Bretlandi þar sem hún hefði verið nýtt á undanförnum árum og gefist vel. Meðal annars hefði þessi leið verið farin hjá þeim fjölmörgu fyrir- tækjum sem hefðu verið einkavædd á ótal sviðum og leitt til þess að þátttaka almennings og eignaraðild í fyrirtækjunum væri mjög almenn. Einar sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að þessi sparnaðarleið ætti við hér á landi og að hún gæti orðið til gagns fyrir efnahagslífið, atvinnu- lífið og lífskjörin í landinu. Sagði hann að þátttaka almennings í at- vinnulífinu með þessum hætti væri ein leið til að færa góðærið til fólks- ins í formi arðgreiðslna. Hér væri verið að leggja til að gefa öllum al- menningi í landinu, ekki síst starfs- fólki fyrirtækjanna, kost á því að njóta þess þegar vel gengi í atvinnu- lífinu, ekki bara með því að fá kaup og kjör á almennum markaði. Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, gagnrýndi ýmis atriði þingsályktunartillögunnar og sagði hana ekki til þess fallna að auka sparnað. Þá vildi Ágúst meina að með tillög- unni væri verið að leggja til skyldu- sparnað. Vísaði hann til þess að í tillögunni væri iagt til að þeir sparn- aðarreikningar, sem ætti að bjóða starfsmönnum að stofna, væru bundnir til þriggja til sjö ára hjá við- skiptabanka viðkomandi fyrirtækis. Tómas Ingi Olrich, einn af flutn- ingsmönnum þingsályktunartillög- unnar, tók fram að ekki væri verið að setja á laggirnar neinn skyldu- sparnað heldur bjóða upp á sparnað- arleið. Þarna væri um valkost að ræða en ekki skyldu til að spara. Fjármálaráðherra um skattleysismörk Fólk með tekjur undir skattleysismörkum Hópar 1994 1995 1996 Einhleypir karlar 16.563 16.838 15.458 Einhleypar konur 16.180 16.465 15.556 Einstæðir foreldrar: Karlar 55 54 50 Konur 1.899 1.781 1.761 Kvæntir karlar 6.107 6.300 5.466 Giftar konur 26.799 25.768 24.041 Karlar samtals: 22.725 23.192 20.974 Konur samtals: 44.878 44.014 41.358 ALLS: 67.603 67.206 62.332 Þar af 67 ára og eldri: Karlar 3.438 3.909 7.538 3.202 6.934 Konur 7.110 ALLS: 10.548 11.447 10.136 Yfir 60.000 und- ir mörkunum SAMTALS 67.603 einstaklingar voru með tekjur undir skattleysis- mörkum árið 1994. Samtals 67.206 einstaklingar voru með tekjur undir skattleysismörkum árið 1995 og samtals 62.332 einstaklingar árið 1996, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns þingflokks jafnaðarmanna. Þá kemur fram í svarinu að á árinu 1994 hafi 10.548 einstakl- ingar 67 ára eða eldri verið með tekjur undir skattleysismörkum, en tveimur árum síðar hafi 10.136 einstaklingar verið í þessum hópi. Þá voru tæplega tvö þúsund ein- stæðir foreldrar með tekjur undir skattleysismörkum á árinu 1994 en örlítið færri voru í þessum hópi árið 1996. Skógarbær og heilbrigðisráðuneytið Morgunblaðið/Ásdís Samstarfssamningur undirritaður UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Hjúkrunarheimilisins Skógar- bæjar og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Þjón- usta hjúkrunarheimilisins er miðuð við að þar dvelji aldraðir einstaklingar sem þurfa sólar- hringsþjónustu, en jafnframt er gert ráð fyrir ákveðnum fjölda af yngra fólki sem þarfnast slíkrar þjónustu. Þau sem undir- rituðu samninginn voru Hrefna Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri Skógarbæjar, Þór Hall- dórsson stjórnarformaður, Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Engin opinber sam- skipti við Tævan UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að niðurstaða nýafstað- inna viðræðna við utanríkisráðuneyti Kína sé sú að ríkin séu sammála um að byggja samskipti sín á sam- eiginlegri yfirlýsingu um stjórnmála- tengsl frá árinu 1971. Þar segir meðal annars að ísland viðurkenni eitt og óskipt Kína og að ríkisstjórnin í Peking _sé eina löglega ríkisstjórn landsins. í fréttatilkynn- ingunni segir að af þessu leiði að ísland muni ekki eiga opinber sam- skipti við Tævan. Þar segir þó einnig að Kínverjar hafí ítrekað þá stefnu sína að þeir hafí ekkert á móti sam- skiptum einkaaðila á íslandi og Tæv- an á sviði ferðamála og viðskipta. I yfirlýsingunni frá 1971 er kveð- ið á um gagnkvæma viðurkenningu og stjórnmálasamband á grundvelli virðingar á gagnkvæmu fullveldi, landamærafriðhelgi, afskiptaleysi af innanríkismálum hvors annars, jafn- rétti og gagnkvæmum hag. Orðrétt segir þar: „Kínverska ríkisstjórnin lýsir yfir því á ný, að Tævan sé óaðskiljanlegur hluti landsvæðis Al- þýðulýðyeldisins Kína, og er ríkis- stjórn íslands sú yfirlýsing kín- versku ríkisstjórnarinnar kunn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.