Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTB Islandsbanki með um 825 milljóna hagnað HAGNAÐUR Islandsbanka hf. og dótturfélaga nam samtals 825 milljónum fyrstu níu mánuði árs- ins, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri bankans. Þetta er um 69% aukning hagnaðar frá því á sama tíma í fyrra þegar hann nam 487 milljónum. Allt árið 1996 var 642 milljóna hagnaður hjá bankan- um. Gengi hlutabréfa í íslands- banka hækkaði í viðskiptum á Verðbréfaþingi eftir að þessar töl- ur lágu fyrir. Gengi bréfanna við lokun markaðarins var 3,29 og hafði hækkað um 3,8% frá því um morguninn. Fram kemur í frétt frá íslands- banka að gott árferði í efnahags- málum þjóðarinnar og aukin um- svif samhliða aðhaldi í rekstri hafi stuðlað að góðri afkomu bankans Gengi hluta- bréfa hækkaði um tæp 4% það sem af er árinu. Á þessari stundu séu ekki miklar breytingar fyrirsjáanlegar, Sveiflur í mark- aðsvöxtum og verðbólgu hafi hins vegar mikil áhrif á afkomu íslands- bankasveitarinnar og gengishagn- aður af verðbréfum getur snúist í gengistap. Þetta, ásamt fleiri ytri skilyrðum, geti valdið sveiflum í af- komu. Þá kemur fram að umsvifin juk- ust mikið á tímabilinu, en heildar- fjármagn jókst um 12,4 milljarða eða 18% milli ára. Tekjur jukust um 546 milljónir milli ára, en rekstrarkostnaður mun minna eða um 207 milljónir. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi, en þar er talinn hagnaður af gjaldeyr- isviðskiptum og veltuverðbréfum í eigu bankans, varð 173 milljónum eða 67% meiri það sem af er þessu ári en á sama tímabih' í fyrra. Hreinar rekstrartekjur jukust um 16% frá sama tímabili í fyrra. Obreytt framlag í afskriftarreikning Önnur rekstargjöld námu alls 2.643 milljónum og höfðu hækkað um 207 milljónir frá sama tíma í fyrra eða um 9%. Hlutfall kostnað- ar af heildarfjármagni lækkaði hins vegar úr 4,6% í 4,3%. Framlag í afskriftarreikning út- lána er áætlað miðað við fyrstu 6 ISLANDl Úr millíuppgjöri 1997 Rekstrarreikningur MSr IBAI VKI 1/1-30/9 1997 1/1-30/9 1996 Breyting Vaxtatekjur 6.023 5.280 +14% Vaxtagjöld 3.635 3.129 +16% Hreinar vaxtatekjur 2.388 2.151 +11% Aðrar rekstrartekjur 1.667 1.358 +23% Hreinar rekstrartekjur 4.055 3.509 í +16% Onnur rekstrargjöld 2.643 2.435 +8% Framlag í afskr.reikning útlána 567 562 +1% Hagnaður fyrir skatta 845 512 +65% Skattar 20 25 -20% Hagnaður tímabilsins 825 487 j +69% mánuði ársins og er nánast óbreytt frá síðasta ári, nemur nú 567 millj- ónum á móti 562 milljónum í fyrra. I hlutfalli af heildarfjármagni lækkar framlagið úr 1,1% í 0,9%. Nánari upplýsingar úr milliupp- gjöri bankans er að finna á með- fylgjandi yfirliti. Iðnlánasjóður bætti afkomu sína verulega fyrstu níu mánuðina Hagnaðurinn nam um 475 milljónum HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs fyrstu níu mánuðina á þessu ári var um 475 milljónir króna, en var um 300 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hefur hagnaðurinn því aukist um tæplega 60% á milli ára. Ávöxtun eiginfjár á þessu tímabili var 13,3%, eða 17,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í Iðnlánasjóð- stíðindum sem nú eru að koma út í síðasta sinn, en um næstu áramót lýkur 62 ára sögu Iðnlánasjóðs. Sjóðurinn verður þá lagður niður og eignir hans færast til Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. I fréttabréfinu segir að góð af- koma sjóðsins stafi af auknum um- svifum og góðri ávöxtun markaðs- bréfa. Þá hafi rekstrarkostnaður Iðnlánasjóðs ekki aukist þrátt fyrir vaxandi starfsemi. Nam hlutfall rekstrarkostnaðar af heildarfjár- magni 0,56%. Eigið fé Iðnlánasjóðs er nú 4.125 milljónir og hefur hækkað um 665 milljónir frá 30. september 1996. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum er 24,9%, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8%. Á afskriftarreikningi útlána er nú 701 milljón, eða um 3,7% af út- lánum og veittum ábyrgðum, sem er sama hlutfall og í sex mánaða milliuppgjöri. Heildarvanskil viðskiptamanna «inungis 1,5% Heildarútlán til viðskiptamanna námu tæpum 18 milljörðum króna í septemberlok og höfðu aukist um 2.577 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Samtals nema ný útlán rúm- lega 3 milljörðum það sem af er ár- inu, en voru alit árið í fyrra 2,6 Fjárfestar athugið Nú býðst tækifæri til að fjárfesta í nýjum upplýsingamiðli. Mjög góður ávöxtunarmöguleiki. Hringiðísíma 587 0155 og hlustið á skilaboð á símsvara. Allar nánari upplýsingar verða fúslega veittar f framhaldi af því. milljarðar. Þá hafa útlán vöruþró- unar- og markaðsdeildar vaxið verulega, eða um 53% á milli ára. Samtals námu útlán deildarinnar 454 milljónum í lok september. Heildareignir Iðnlánasjóðs voru í lok september 19.692 milljónir og höfðu vaxið um 2.563 milljónir frá því á sama tíma í fyrra. Bætt starfsskilyrði Iðnlánasjóðs koma fram í því að heildarvanskil við- skiptamanna eru aðeins 1,5% og hafa ekki verið lægri í annan tíma. Ábyrgðir tryggingadeildar voru að fjárhæð 570 milljónir í lok sept- ember og höfðu aukist um 354 milljónir á einu^éri. Aukninguna má rekja til þess að deildin hefur nú heimild til að tryggja verká- byrgðir innlendra aðila vegna framkvæmda sem eru útboðs- skyldar á Evrópska efnahags- svæðinu. Iðnlánasjóður hefur á þessu ári boðið eignarleigu til sinna við- skiptavina og gert nokkra slíka samninga. Tveir kostir voru mögulegir í stöðunni Bragi Hannesson forstjóri Iðn- lánasjóðs segir í viðtali við frétta- bréfið að tveir kostir hafi að sínu mati verið í stöðunni varðandi framtíð atvinnuvegasjóðanna. „Annar var sá að breyta þeim í hlutafélög sem síðan hefðu runnið inn í bankana, hinn kosturinn var leiðin sem farin var, að setja á stofn Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins og Nýsköpunarsjóð. Sjálfur var ég mjög fylgjandi þeirri leið, því að hún býður upp á möguleika til að útvega atvinnulífínu ódýrt fjármagn. Fjárfestingarbankinn þarf ekki að kljást við sama vandamál og bankar hérlendis og erlendis standa frammi fyrir; alltof mörg útibú, allt of margt starfsfólk ogi þar af leiðandi allt of mikið hús- næði. Þetta er bönkunum enn þyngra í skauti en ella vegna þess að ótal aðilar eru farnir að veita þá þjónustu sem bankar stóðu einir að. Til dæmis eru bæði tryggingafé- lög og verslunarkeðjur farnar að lána peninga. Þess utan er fólk í vaxandi mæli búið að taka tæknina í sína þjónustu og farið að reka sína bankaþjónustu gegnum tölv- una heima hjá sér." Bragi telur hinar öru breytingar á fjármagnsmarkaðnum á nýliðn- um árum aðeins vera að byrja að koma í ljós. „Það er bara tíma- spursmál hvenær við sjáum fleiri bankasamruna hér á landi. Eg hygg að hér mum' verða þrír stórir bankar, að Fjárfestingarbankanum meðtöldum." Þá segist Bragi telja heppilegra að lífeyrissjóðirnir verði sterkir eignaraðilar Fjárfestingarbankans fremur en stærstu fyrirtæki lands- ins. „Vafalítið munu bankar og sparisjóðir leitast við að ná tökum þarna, en ég held að það yrði af- leitt fyrir samkeppnina," segir hann. í \ IÐNLANASJOÐUR ÚRMILLIUPPGJÖRM997 Janúar - september Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Vaxtatekjur 1.150 768 1.132 784 +1,6% -2,1% Vaxtagjöld Hreinar vaxtatekjur 382 347 258 +10,0% Aðrar rekstrartekiur 288 +11,8% Hreinar rekstrartekjur 671 605 161 +10,8% +6,9% Önnur rekstrargjöld 172 Framlag í afskriftareikning {tekjur)/gjöid (11) 115 -109,4% Skattar 34 29 +16,0% Hagnaður tímabilsins 475 300 +58,2% Efnahagsreikningur m\\jón\r króna 30/9 '97 1 Eignir: | Sjóður og bankainnstæður 426 Utlán Markaðsverðbréf og eingnarhlu Aðrar eignir 17.627 tiífél. 1.505 135 , Samtals eignir 19.692 1 Skuldir oa eig/ð tó: \ Lántaka 15.291 Aðrar skuldir 277 4.125 Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 19.692 Veltuaukning hja Sæplasti en enginn hagnaður SÆPLAST hf. seldi vörur fyrir ríf- lega 340 milljónir króna fyrstu tíu mánuði ársins eða um 3% hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra. Hefur staðan að þessu leyti því batnað síðustu mánuði, en á fyrri helmingi ársins varð salan um 12% minni en í fyrra. Ekki er gert ráð fyrir að hagnað- ur verði af rekstrinum á þessu ári, að því er kemur fram í nýju frétta- bréfi Sæplasts hf. Um 9 milljóna tap varð af rekstri Sæplasts fyrstu sex mánuðina. Meginástæðan fyrir slakri afkomu er mikill kostnaður við flutning hverfisteypudeildar í nýtt húsnæði. Bjartari horfur í rekstri á næsta ári Hins vegar eru horfur taldar góðar hvað varðar fyrri hluta árs- ins 1998 og gerðir hafa verið sölu- samningar sem ná fram á fyrstu mánuði ársins. Segist Kristján Að- alsteinsson í'ramkvæmdastjóri vera bjartsýnn á framhaldið í sam- tali við fréttabréfið. Hlut'abréf í Sæplasti lækkuðu í verði um 4,8% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi í gær. Atvinnuástandið 3,3% atvinnu- leysi í október SKRAÐUM atvinnuleysingjum fjölgaði í heild að meðaltali um 5,5% frá septembermánuði til októ- ber en fækkaði hins vegar um 11,4% frá október í fyrra. í október var atvinnuleysi 3,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráð atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Búast má' við því að atvinnuleysi verði meira á landinu í nóvember og geti orðið á bilinu 3,3-3,6%. Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti yfir atvinnuástand frá Vinnumáíastofnun. Þá kemur fram að skráð atvinnuleysi er nú minna en í október í fyrra á öllum at- vinnusvæðum nema á Norðurlandi vestra og Suðurlandi. Atvinnuleysisdögum fjölgaði um 5 þúsund í október voru skráðir tæplega 95 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu og hafði þeim fjölgað um liðlega fimm þúsund frá mánuðin- um á undan en fækkað um rúmlega 12 þúsund frá októbermánuði 1996. Mannafli á vinnumarkaði í október er áætlaður 134.372 manns. Mun meira atvinnuleysi meðal kvenna Skráðir atvinnuleysisdagar í október síðastliðnum jafngilda því að 4.380 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuð- inum. Þar af eru 1.528 karlar og 2.852 konur. Þessar tölur jafngilda 3,3% af áætluðum mánnafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar eða 2% hjá kórlum og 5% hjá konum. Að meðaltali eru um 226 fleiri skráðir atvinnulausir en í síðasta mánuði en um 566 færri en í október í fyrra. Síðasta virkan dag októbermánaðar voru 4.816 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru um 239 fleiri en í lok septembermánaðar. Að meðaltali eru um 70% at- vinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og 30% á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.