Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 26.11.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTB Islandsbanki með um 825 milljóna hagnað HAGNAÐUR íslandsbanka hf. og dótturfélaga nam samtals 825 milljónum fyrstu níu mánuði árs- ins, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri bankans. Petta er um 69% aukning hagnaðar frá því á sama tíma í fyrra þegar hann nam 487 milljónum. Allt árið 1996 var 642 milljóna hagnaður hjá bankan- um. Gengi hlutabréfa í íslands- banka hækkaði í viðskiptum á Verðbréfaþingi eftir að þessar töl- ur lágu fyrir. Gengi bréfanna við lokun markaðarins var 3,29 og hafði hækkað um 3,8% frá því um morguninn. Fram kemur í frétt frá íslands- banka að gott árferði í efnahags- málum þjóðarinnar og aukin um- svif samhliða aðhaldi í rekstri hafi stuðlað að góðri afkomu bankans Gengi hluta- bréfa hækkaði um tæp 4% það sem af er árinu. Á þessari stundu séu ekki miklar breytingar fyrirsjáanlegar, Sveiflur í mark- aðsvöxtum og verðbólgu hafi hins vegar mikil áhrif á afkomu íslands- bankasveitarinnar og gengishagn- aður af verðbréfum getur snúist í gengistap. Þetta, ásamt fleiri ytri skilyrðum, geti valdið sveiflum í af- komu. Þá kemur fram að umsvifin juk- ust mikið á tímabilinu, en heildar- fjármagn jókst um 12,4 milljarða eða 18% milli ára. Tekjur jukust um 546 milljónir milli ára, en rekstrarkostnaður mun minna eða um 207 milljónir. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi, en þar er talinn hagnaður af gjaldeyr- isviðskiptum og veltuverðbréfum í eigu bankans, varð 173 milljónum eða 67% meiri það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Hreinar rekstrartekjur jukust um 16% frá sama tímabili í fyrra. Óbreytt framlag í afskriftarreikning Onnur rekstargjöld námu alls 2.643 milljónum og höfðu hækkað um 207 milljónir frá sama tíma í fyrra eða um 9%. Hlutfall kostnað- ar af heildarfjármagni lækkaði hins vegar úr 4,6% í 4,3%. Framlag í afskriftarreikning út- lána er áætlað miðað við fyrstu 6 ISLANDSBANKI ) Úr milliuppgjöri 1997 Rekstrarreikningur Mkrónair 1/1-30/9 1/1-30/9 1997 1996 Breyting Vaxtatekjur Vaxtagjöld Hreinar vaxtatekjur Aðrar rekstrartekjur Hreinar rekstrartekjur Önnur rekstrargjöld Framlag í afskr.reikning útlána Hagnaður fyrir skatta Skattar_______________________ Hagnaður tímabilsins 6.023 3.635 2.388 1.667 4.055 2.643 567 845 ___20 825 5.280 3.129 2.151 1.358 3.509 2.435 562 512 ___25 487 +14% +16% +11% +23% +16% +8% +1% +65% -20% +69% mánuði ársins og er nánast óbreytt frá síðasta ári, nemur nú 567 millj- ónum á móti 562 milljónum í fyrra. I hlutfalli af heildarfjármagni lækkar framlagið úr 1,1% í 0,9%. Nánari upplýsingar úr milliupp- gjöri bankans er að finna á með- fylgjandi yfirliti. Iðnlánasjóður bætti afkomu sína verulega fyrstu níu mánuðina Hagnaðurinn nam um 475 milljónum <É k IÐNLÁNASJÓÐUR ÚR MILLIUPPGJÖRI 1997 Janúar ■ september Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Vaxtatekjur 1.150 1.132 +1,6% Vaxtaoiöld 768 784 -2,1% Hreinar vaxtatekjur 382 347 +10,0% Aðrar rekstrartekjur 288 258 +11.8% Hreinar rekstrartekjur 671 605 +10,8% Önnur rekstrargjöld 172 161 +6,9% Framlag í afskriftareikning (tekjur)/gjöid (11) 115 -109,4% Skattar 34 29 +16,0% Hagnaður tímabilsins 475 300 +58,2% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/9 '97 1 Eignir: \ Sjóður og bankainnstæður Útlán Markaðsverðbréf og eingnarhluti í fél. Aðrar eignir 426 17.627 1.505 135 Samtais eignir 19.692 1 Skulilir on einiö té: 1 Lántaka 15.291 Aðrar skuldir 277 Eigið fé 4.125 • Skuldir og eigið fé samtals 19.692 --------------;------------ i Atvinnuástandið I 3,3% atvinnu- leysi í október HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs fyrstu níu mánuðina á þessu ári var um 475 milljónir króna, en var um 300 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hefur hagnaðurinn því aukist um tæplega 60% á milli ára. Ávöxtun eiginfjár á þessu tímabili var 13,3%, eða 17,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í Iðnlánasjóð- stíðindum sem nú eru að koma út í síðasta sinn, en um næstu áramót lýkur 62 ára sögu Iðnlánasjóðs. Sjóðurinn verður þá iagður niður og eignir hans færast til Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins. I fréttaþréfinu segir að góð af- koma sjóðsins stafi af auknum um- svifum og góðri ávöxtun markaðs- bréfa. Þá hafi rekstrarkostnaður Iðnlánasjóðs ekki aukist þrátt fyrir vaxandi starfsemi. Nam hlutfall rekstrarkostnaðar af heildarfjár- magni 0,56%. Eigið fé Iðnlánasjóðs er nú 4.125 milljónir og hefur hækkað um 665 milljónir frá 30. september 1996. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum er 24,9%, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8%. Á afskriftarreikningi útlána er nú 701 milljón, eða um 3,7% af út- lánum og veittum ábyrgðum, sem er sama hlutfall og í sex mánaða milliuppgjöri. Heildarvanskil viðskiptamanna einungis 1,5% Heildarútlán til viðskiptamanna námu tæpum 18 milljörðum króna í septemberiok og höfðu aukist um 2.577 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Samtals nema ný útlán rúm- lega 3 milljörðum það sem af er ár- inu, en voru alit árið í fyrra 2,6 Fjárfestar athugið Nú býðst tækifæri til að fjárfesta í nýjum upplýsingamiðli. Mjög góður ávöxtunarmöguleiki. Hringið í síma 587 0155 og hlustið á skilaboð á simsvara. Allar nánari upplýsingar verða fúslega veittar í framhaldi af því. milljarðar. Þá hafa útlán vöruþró- unar- og markaðsdeildar vaxið verulega, eða um 53% á milli ára. Samtals námu útlán deildarinnar 454 milljónum í lok september. Heildareignir Iðnlánasjóðs voru í lok september 19.692 milljónir og höfðu vaxið um 2.563 milljónir frá því á sama tíma í fyrra. Bætt starfsskilyrði Iðnlánasjóðs koma fram í því að heildarvanskil við- skiptamanna eru aðeins 1,5% og hafa ekki verið lægri í annan tíma. Ábyrgðir tryggingadeildar voru að fjárhæð 570 milljónir í lok sept- emþer og höfðu aukist um 354 milljónir á einu^ári. Aukninguna má rekja til þess að deildin hefur nú heimild til að tryggja verká- byrgðir innlendra aðila vegna framkvæmda sem eru útboðs- skyldar á Evrópska efnahags- svæðinu. Iðnlánasjóður hefur á þessu ári boðið eignarleigu til sinna við- skiptavina og gert nokkra slíka samninga. Tveir kostir voru mögulegir í stöðunni Bragi Hannesson forstjóri Iðn- lánasjóðs segir í viðtali við frétta- bréfið að tveir kostir hafi að sínu mati verið í stöðunni varðandi framtíð atvinnuvegasjóðanna. „Annar var sá að breyta þeim í hlutafélög sem síðan hefðu runnið inn í bankana, hinn kosturinn var leiðin sem farin var, að setj'a á stofn Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins og Nýsköpunarsjóð. Sjálfur var ég mjög fylgjandi þeirri leið, því að hún býður upp á möguleika til að útvega atvinnulífinu ódýrt fjármagn. Fjárfestingarbankinn þarf ekki að kljást við sama vandamál og bankar hérlendis og erlendis standa frammi fyrir; alltof mörg útibú, allt of margt starfsfólk og< þar af leiðandi allt of mikið hús- næði. Þetta er bönkunum enn þyngra í skauti en ella vegna þess að ótal aðilar eru farnir að veita þá þjónustu sem bankar stóðu einir að. Til dæmis eru bæði tryggingafé- lög og verslunarkeðjur farnar að lána peninga. Þess utan er fólk í vaxandi mæli búið að taka tæknina í sína þjónustu og farið að reka sína bankaþjónustu gegnum tölv- una heima hjá sér.“ Bragi telur hinar öru breytingar á fjármagnsmarkaðnum á nýliðn- um árum aðeins vera að byrja að koma í Ijós. „Það er bara tíma- spursmál hvenær við sjáum fleiri bankasamruna hér á landi. Eg hygg að hér muni verða þrír stórir bankar, að Fjárfestingarbankanum meðtöldum.“ Þá segist Bragi telja heppilegra að lífeyrissjóðirnir verði sterkir eignaraðilar Fjárfestingarbankans fremur en stærstu fyrirtæki lands- ins. „Vafalítið munu bankar og sparisjóðir leitast við að ná tökum þarna, en ég held að það yrði af- leitt fyrir samkeppnina,“ segir hann. Veltuaukning hjá Sæplasti en enginn hagnaður SÆPLAST hf. seldi vörur fyrir ríf- lega 340 milljónir króna fyrstu tíu mánuði ársins eða um 3% hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra. Hefur staðan að þessu leyti því batnað síðustu mánuði, en á fyrri helmingi ársins varð salan um 12% minni en í fyrra. Ekki er gert ráð fyrir að hagnað- ur verði af rekstrinum á þessu ári, að því er kemur fram í nýju frétta- bréfi Sæplasts hf. Um 9 milljóna tap varð af rekstri Sæplasts fyrstu sex mánuðina. Meginástæðan fyrir slakri afkomu er mikill kostnaður við flutning hverfisteypudeildar í nýtt húsnæði. Bjartari horfur í rekstri á næsta ári Hins vegar eru horfur taldar góðar hvað varðar fyrri hluta árs- ins 1998 og gerðir hafa verið sölu- samningar sem ná fram á fyrstu mánuði ársins. Segist Kristján Að- alsteinsson framkvæmdastjóri vera bjartsýnn á framhaldið í sam- tali við fréttabréfið. Hlutabréf í Sæplasti lækkuðu í verði um 4,8% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi í gær. SKRÁÐUM atvinnuleysingjum fjölgaði í heild að meðaltali um 5,5% frá septembermánuði til októ- ber en fækkaði hins vegar um 11,4% frá október í fyrra. í október var atvinnuleysi 3,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráð atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Búast má' við því að atvinnuleysi verði meira á landinu í nóvember og geti orðið á bilinu 3,3-3,6%. Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti yfir atvinnuástand frá Vinnumálastofnun. Þá kemur fram að skráð atvinnuleysi er nú minna en í október í fyrra á öllum at- vinnusvæðum nema á Norðurlandi vestra og Suðurlandi. Atvinnuleysisdögum fjölgaði um 5 þúsund f október voru skráðir tæplega 95 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu og hafði þeim fjölgað um liðlega fimm þúsund frá mánuðin- um á undan en fækkað um rúmlega 12 þúsund frá októbermánuði 1996. Mannafli á vinnumarkaði í október er áætlaður 134.372 manns. Mun meira atvinnuleysi meðal kvenna Skráðir atvinnuleysisdagar í október síðastliðnum jafngilda því að 4.380 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuð- ■ | inum. Þar af eru 1.528 karlar og 2.852 konur. Þessar tölur jafngilda ■ 3,3% af áætluðum mánnafla á I vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar eða 2% hjá körlum og 5% hjá konum. Að meðaltali eru um 226 fleiri skráðir atvinnulausir en í síðasta mánuði en um 566 færri en í október í fyrra. Síðasta virkan dag októbermánaðar voru 4.816 manns á atvinnuleysisskrá á . landinu öllu en það eru um 239 fleiri en í lok septembermánaðar. Að meðaltali eru um 70% at- I vinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og 30% á landsbyggðinni. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.