Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ 4H£f>litfwrí*t'm¥f!l' MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 35 11 á ;um eftirlitsstofnana með iómstóllinn og mannrétt- m. Markmiðið er skjót- Is Þórhallssonar ríður i trausti aðildarríkjanna rjálsri Evrópu. (M^l rassborg. 3 mál fleiri en eina grein sáttmálans r auk þess sem yflr 50% mála snúist um 6. gr., sem varðar rétt til réttlátr- ar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma 9 fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dóm- stóli, þannig að þau yrðu aldrei öll a afgreidd af einni deild. n Flestir virðast hins vegar sammála um nauðsyn þess að blanda í deildirn- i- ar þannig að þess sé gætt að í sömu r deild veljist dómarar frá ólíkum hlut- um Evrópu. Ekki er talið heppilegt að ;- 1 einni deild séu eingöngu dómarar i- frá Norður- Evrópu og í annarri ein- 1- göngu dómarar frá Suður-Evrópu því i- þá sé hætta á að mismunandi viðmið ;- séu að verki. Væntanlega verður einn- :- ig að vera svigrúm fyrir dómara frá ð kæruglöðustu þjóðunum eins og n ítölum, Frökkum og Pólverjum að flakka á milli deilda. Sáttmálinn gerir nefnilega ráð fyrir að dómari frá því ríki sem kært er fyrir brot á sáttmá- lanum taki þátt í málsmeðferð í því (. skyni meðal annars að tryggja að j. nægileg þekking á réttarkerfl viðkom- ð andi lands sé fyrir hendi hjá þeirri i- deild sem kveður upp dóminn. f Tungumál Franska og enska eru hin opinberu tungumál Evrópuráðsins. í allri starf- semi Mannréttindadómstólsins hefur jafnræðis verið gætt milli - þessara tungumála tveggja, öll skjöl mála eru til staðar á báðum tungumálum og túlkar hafa verið við rétt- arhöld og dómarafundi þannig að nægilegt hefur dómararnir skildu annað tungumálið, ensku eða verið að opinbera frönsku. Hjá mannréttindanefndinni hins vegar hef- ur gegnt öðru máli að því leyti að lát- ið er við það sitja að öll skjöl séu annað- hvort á ensku eða frönsku. Hefur þannig verið sparaður mikill þýðingar- kostnaður. Þar eð nýi dómstóllinn mun taka við störfum mannréttindanefnd- arinnar velta menn því nú fyrir sér hvort ekki sé rétt að krefjast þess af verðandi dómurum að þeir skilji bæði ensku og frönsku þótt það nægi að þeir geti tjáð sig á öðru tungumálinu. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvort breytingar verði gagn- vart málsaðilum hvað tungumál snert- ir. Dómar eru kveðnir upp á ensku og frönsku og hefur það verið gagn- rýnt að af hálfu Evrópuráðsins skuli þeir ekki þýddir yfir á móðurmál kæranda. Ennfremur er vert að benda á að kærendur frá flestum aðildarríkj- um hafa getað átt samskipti við mann- réttindanefndina á móðurmáli sínu einfaldlega vegna þess að í föstu starfsliði hennar hafa verið einstakl- ingar frá velflestum málsvæðum. ís- lendingar hafa þó hvorki getað sent inn kærur né málskjöl á íslensku. Mörg erfið verkefni Mörg erfíð verkefni bíða dómstólsins þegar hann tekur til starfa. Augljós- lega verður að hafa undan kærufjöld- anum. Enginn getur sagt fyrir um hver þróun verður í því efni. Ljóst virð- ist þó að dómstóllinn getur aldrei tek- ið að sér að vera áfrýjunardómstóll fyrir alla Evrópu. Hans staður er til hliðar við réttarkerfi þjóðanna en ekki fyrir ofan þau. Hann á að horfa yfir öxl aðildarríkjanna og grípa í taumana þegar aðildarríkin hafa brugðist því hlutverki sínu að vernda grundvallar- réttindi borgaranna og kveða þá upp stefnumarkandi fordæmi sem einnig eru öðrum til leiðsagnar. Það hlýtur því að vera keppikefli að efla vernd grundvallarréttinda í innanlandsrétti þannig að kæra til Strassborgar sé óþörf. Með lögfestingu Mannréttindas áttmálans árið 1994, breytingu á stjórnarskránni 1995, stofnun embætt- is umboðsmanns Alþingis árið 1987 og setningu stjórnsýslulaga árið 1993 stigu íslendingar stór skref íþessa átt. En rétt er að geta þess að íslend- ingar hafa síður en svo ónáðað eftirlits- stofnanirnar í Strassborgu að óþörfu. Til þess hefur verið tekið að frá ís- landi hafa borist fáar kærur en þeim mun þýðingarmeiri. Nú er það ekkert launungarmál að réttarkerfi nýju aðildarríkjanna í austri uppfylla engan veginn kröfur Mannréttindasáttmálans. Margir hafa af því þungar áhyggjur hvaða áhrif þetta kunni að hafa á framtíð dóm- stólsins. Er það framkvæmanlegt að halda til streitu hinum ströngu kröfum Mannréttindasáttmálans gagnvart nýju aðildarríkjunum? Verður dóm- stólinn í anda raunsæis að slaka á kröfunum gagnvart þessum ríkjum, að minnsta kosti á meðan þau eru að tileinka sér aldagamlar hefðir lýð- ræðis- og réttarríkja? Ef það er rétt blasa við tveir kostir og er hvorugur góður. Annaðhvort verður dómstóllinn að viðurkenna lagskiptingu þannig að mestar kröfur séu gerðar til kjarnans, gömlu aðildarríkjanna en minni til ríkja eins og Rússlands. Hinn kostur- inn er sá að dómstóllinn í þágu réttar- einingar slakaði almennt á kröfunum sem þýddi að þýðing sáttmálans fyrir þróaðri réttarríki dvínaði. Síðast en ekki síst þarf nýi dóm- stóllinn að axla mörg mismunandi hlutverk stofnananna sem hann tekur við af. Styrkur gamla dómstólsins hefur verið að kveða upp vel rök- studda dóma sem hafa haft djúpstæð áhrif á stjórnskipunarrétt aðildarríkj- anna og vernd grundvallarréttinda í álfunni. Reyndar er rétt að geta þess að dómstóllinn hefur verið gagnrýnd- ur fyrir mótsagnakennda dóma síð- ustu 3 árin um þess sem hann hefur í mörgum mikilvægum málum klofnað í tvo um það bil jafn stóra hluta, sem veikir fordæmisgildið. Nefndin hefur haft fjölþættara hlutverki að gegna. Hún hefur að sumu leyti innt hálfgerð dómsstörf af hendi (ákvörðun um hvort kæra er tæk til efnismeðferðar, álitsgerð), rannsakað mál, leitað sátta, flutt mál kæ- renda fyrir dómstólnum og gefið þeim sem til hennar leita holl ráð. Það á eftir að koma í ljós hversu vel nýja dómstólnum tekst að axla öll þessi mismunandi hlutverk. Svo dæmi sé tekið fer sáttameðferð þannig fram að nefndin skýrir viðkomandi ríkis- stjórn og kæranda frá því í trúnaði að bráðabirgðaniðurstaða nefndarinn- ar sé sú að um brot á sáttmálanum sé að ræða. Auðvitað væri það óvenju- legt ef fjolskipaður dómstóll færi þessa sömu leið. En eins og einhver sagði þá ættu menn ekki að láta hefð- irnar þvælast fyrir raunhæfri mann- réttindavernd. 203 börn talin hafa mikla þörf fyrir sérstuðning en fá ekki Aukin vitund um kæru- möguieika BÖRN að leik við einn leikskóla borgarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Grípa verður til að- gerða þegar í stað Hátt á sjöunda hundrað leikskólabörn í borginni eru talin vera með svo- kölluð þroskafrávik af einhverju tagi og talið er að rúmlega 200 börn með alvarleg einkenni fái ekki þann sérstuðning sem þau þurfa á að halda, að því er fram kemur í nýút- kominni skýrslu. NEFND á vegum Dagvistar barna sem falið var að skoða sérstuðning við börn á leikskólum borgarinnar lét fara fram könnun á hversu mörg börn í leikskólunum þyrftu á stuðningi að halda vegna svonefndra þroskafrávika, sem geta verið af ýmsum toga. Svör bárust frá 54 leikskólum af 64 og eru niður- stöðurnar birtar í skýrslu sem kynnt var í borgarstjórn í síðustu viku. Skv. svörunum töldust 678 börn vera með þroskafrávik af einhverju tagi á leikskólunum 54 sem flokkuð voru í tvo flokka, væg og alvarleg. „Það voru 345 börn sem tilkynnt var um með væg einkenni af ýmsum toga. Fjöldi þeirra barna sem talin eru hafa alvarleg einkenni eru 203 eða 3,7% barna í leikskóla (miðað er við 5.400 börn í leikskólum). Þeir flokkar þroskafrávika sem koma fjölmennastir út eru málþroskafrávik, félags- og tilfinn- ingaerfiðleikar og ofvirkni. Þetta eru alls 152 börn samanlagt sem til- kynnt eru með alvarleg frávik í ein- hverjum þessara þriggja flokka. Það sem er hvað alvarlegast við þessa útkomu er að fjöldi þeirra barna sem tilkynnt eru með alvarleg einkenni eru 203 börn. Þetta eru börn sem starfsfólk leikskólanna á afar erfítt með að bjóða viðunandi þjónustu við núverandi aðstæður," segir í skýrsl- unni. Við samanburð á milli ára kom- ast skýrsluhöfundar svo að þeirri niðurstöðu að leiða megi líkur að því að 3-3,5% barna með þroskafrá- Könnun á þroskafrávikum í 54 leikskólum ttttfl *™ Væð einkenni Alvarteg einkenni Heildarfj. dvalarst. Fjöldi Hiutfall leikskóla afS4 Ofvirkni 85 42 37 3.076 35 65% Tvítyngi 139 70 21 739 35 65% Málþroskafrávik 171 95 52 1.017,5 46 85% Vægur eða miðlungs misþroski 55 33 14 302,5 25 46% ; Félagsleg tilfelli erfiðleika 181 94 63 1.216 42 78% Samtals 631 334 187 6.351 Önnurfrávik 47 11 16 281 21 39% Samtals, heild 678 345 203 6.632 ,v vik, sem nutu sérstuðnings í leik- skólunum, njóti ekki þess stuðnings lengur eftir þær. breytingar sem gerðar voru á endurgreiðslum menntamálaráðuneytisins til borg- arinnar vegna sérstuðnings við fötl- uð börn árið 1995. Þá bendi niður- stöður til þess að þörf barna fyrir sérstuðning á íslenskum leikskólum sé svipuð og í nágrannalöndum okk- ar eða á bilinu 6-7%. Lítið fyrirbyggjandi eða uppbyggjandi starf „Þetta horfir ekki vel við foreldr- um eða starfsfólki á leikskólunum. Þarna er um að ræða börn með þroskafrávik eins og ofvirkni, mis- þroska og félagslega- og tilfinninga- lega erfiðleika, sem þurfa mikinn stuðning," segir Jóhann Thorodd- sen, yfirsálfræðingur Dagvistar barna, sem sæti átti í nefndinni. „Þegar leikskólar eru í þeirri stöðu sem þeir eru í dag gagnvart þjónustu við þennan hóp barna er ljóst að lítið er hægt að vinna fyrirbyggjandi eða uppbyggj- andi. Væntanlega er hver leikskóli að reyna að bjarga sér eins og hann getur út frá þeim þröngu römmum sem þeim eru sniðnir. Það er hætta á því að málum sé bjargað frá degi til dags og reynt að láta sem flest börn fá einhverja örvun/athygli sem veldur því að öll fá of lítið," segir í skýrslu nefndarinnar. Jóhann bendir á að þetta vanda- mál sé sambærilegt við stöðu mála sV 678 börn eru med einhver þroskafrávik í grunnskólunum þar sem séu allt of fáir stuðningstímar við börn sem þurfa nauðsynlega á sérstuðningi að halda. „Ef um er að ræða of- virkt barn tekur það eðlilega mjög mikinn tíma og það bitnar á öllum hópnum," segir hann. Sé börnum á leikskólum sem hafa mikla þörf fyrir sérstuðning og þjálfun ekki sinnt færist vanda- málið yfir til grunnskólanna en þar eru þau þó ærin fyrir. Að sögn Jó- hanns er talið að 15-20% grunn- skólabarna þurfi á sérstuðningi að halda einhverntíma á leið sinni í gegnum grunnskólann. Borgin komi tíl móts við brýna þörf í nefndinni sátu auk Jóhanns, Jónína Konráðsdóttir leikskólastjóri og Bergljót Guðmundsdóttir frá Félagi ísl. leikskólakenn- ara. „Það er alveg ljóst að borgin verður að koma til móts við þessa brýnu þörf aðallega með tvenn- um hætti, að auka þann stuðning sem kemur beint frá borginni (sk. borgarkvóti) og að styrkja athugunar- og ráðgjafar- þátt fagsviðs Dagvistar barna*. Grípa verður til aðgerða strax á þessu ári og halda svo áfram að taka á vandanum í ákveðnum skref- um þar til þeirri stöðu hefur verið náð að hægt verði að segja að kom- ið sé til móts við sérþarfir barna í leikskólum Reykjavíkur," segir í áskorun höfunda í niðurlagsorðum skýrslunnar. ^*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.