Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 68
 Óskiptir milljónavinningar vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sperrur reistar yfir skautasvell ÓÐUM er að koma mynd á yfír- byg'ginguna yfir skautasvellinu í Laugardal. Nú er verið að setja saman límtrésburðarvirki fyrir þakið og kvaðst Reynir Ragn- arsson, formaður Iþróttabanda- lags Reykjavikur, hafa trú á því að lokið yrði við að reisa allar sperrur í næstu viku og þá yrði hafíst handa við að klæða þakið. Tilbúið 25. febrúar Reynir sagði að hér yrði um að ræða fullkomið hús með stál- klæðningu á veggjum. Gert væri ráð fyrir því að verktaki skilaði húsinu fullfrágengnu 25. febrú- ar. Litlar breytingar verða gerð- ar á skautasvellinu sjálfu, en þó verða battar með fram því tekn- ir í gegn og klæddir hertu ör- yggisgleri. Svellið er 60 metrar á lengd og 30 metrar á breidd og uppfyllir því kröfur um lög- lega ísknattleiksvelli. Samningsumboð fyrir Kyoto-ráðstefnuna frágengið í meginatriðum Utblástur fiskiskipa á hverja aflaeiningu minnki RÁÐHERRAR rikisstjórnarinnar hafa í meginat- riðum gengið frá samningsumboði íslenzku sendi- nefndarinnar á ráðstefnu aðildarríkja loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Kyoto í Japan í næstu viku. I umboðinu felst meðal ann- ars að ísland vill fá að reisa nýja stóriðju, sem not- ar endurnýjanlega orkugjafa, þótt hún auki út- blástur gróðurhúsalofttegunda. Þá mun Island leggja sérstaka áherzlu á að binding koltvísýrings með skógrækt og landgræðslu verði metin til frá- dráttar við útreikning útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda. Loks vill ísland fá svigrúm til að auka út- blástur frá fiskiskipaflotanum vegna hugsanlegrar sóknar í nýja stofna eða á ný mið, en er reiðubúið til að lækka útblástur á hverja aflaeiningu. Ríkisstjómin ákvað fyrir stuttu að fela um- hverfisráðherra, Halldóri Asgrímssyni utanríkis- ráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra að ganga frá samningsumboðinu. Þeir þrír, ásamt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra, hafa fundað um mál- ið undanfarna daga. Guðmundur Bjarnason sagði í samtali við Morg- unblaðið að umboðið væri frágengið í megindrátt- um. Að sögn Guðmundar verður í umboðinu lögð áherzla á sömu atriði og voru í því samningsum- boði, sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst 1995. Þar á meðal er að væntanleg bókun við loftslags- samninginn takmarki ekki svigrúm ríkja til að nota endurnýjanlegar orkulindir til að knýja stóriðju og að aðgerðir til að auka gróður verði metnar jafngildar aðgerðum til að draga úr út- blæstri. Umhverfisráðherra segir að jafnframt muni samningamenn leita eftir því að í sjávarútvegi verði þau útblástursmörk, sem Island skuldbindur sig til að hlíta, bundin við sérhverja aflaeiningu. „Það er kannski hart að reyna að vera með undan- þágur á öllum sviðum, en við erum auðvitað mjög háðir sjávarútvegi og höfum sagt að við getum haldið okkur við eða reynt að draga úr losun okkar miðað við óbreytta sókn eða óbreytt aflamagn. Ef sótt er á nýja fiskistofna eða afli eykst myndum við hins vegar vilja leita eftir því sjónarmiði að skuldbindingin væri bundin við aflamagn eða afla- einingu," segir Guðmundur. Ekki hægt að skrifa undir flatan niðurskurð Aðspurður hvað af þessum kröfum Islands verði að nást fram til að íslenzk stjómvöld verði reiðu- búin að skrifa undir Kyoto-bókunina segir Guð- mundur: „Við erum sammála um það, ríkisstjórn- in, að við verðum að meta það þegar við sjáum bet- ur hver niðurstaðan kann að verða.“ Hann segir að á Kyoto-ráðstefnunni sé liklegt að málin verði að skýrast allt fram á síðustu stundu. Þá verði ekki skrifað undir bókunina í Kyoto, heldur muni gefast ákveðinn frestur til að meta bókunina. „Eg hef talið afar mikilvægt að við verðum með og um það er ríkisstjómin sammála í heild. En ef niðurstaðan yrði flatur niðurskurður, án þess að tekið yrði tillit til sérstakra aðstæðna, þá er það eitthvað sem ég tel að við getum ekki skrifað und- ir,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Kristinn Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um auðlindagjald -Forsendan er gjald á allar auðlindir KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði í gærkvöldi að yrði auðlindagjald lagt á allar auðlindir yrði auðlindin í sjónum ekki undan- skilin, en forsendan væri sú að um -3%rði að ræða fullkomna jafnræðis- reglu. Kristján vísaði til skýrslu Verslun- arráðs, sem kynnt var í gær, þar sem niðurstaðan var sú að álagning auð- lindagjalds á sjávarútveg væri ekki tímabær nú en kæmi hins vegar til greina í framtíðinni ef umframhagn- aður næði að myndast í greininni. „Staðan í dag er þannig að ekki er grundvöllur til þess að leggja á auð- Fyrst þarf að jafna rekstrartap og eiginfjárstöðu fyrirtækja lindagjald með hliðsjón af afkomunni og það er bæði staðfest af Þjóðhags- stofnun og í þessari skýrslu, sem Verslunarráð lét gera,“ sagði Krist- ján. „Þegar við væmm búnir að jafna upp gömul rekstrartöp, jafna eiginfjárstöðuna miðað við aðra at- vinnuvegi og lögð yrði á auðlinda- gjaldsnýting með jafnræðisreglu á allar auðlindir kæmi það að minni hyggju til greina. En arðurinn af greininni yrði þá að vera kominn upp fyrir það að standa undir þessu og jafnframt að hægt verði að standa undir eðlilegri endurnýjun á fiski- skipaflotanum, sem þegar er orðinn allt of gamall. Það er ekki hægt í dag.“ Kristján kvaðst með öðrum auð- lindum fyrst og fremst vera að hugsa um fallvötnin og heita vatnið og vildi ekki taka með ferðamannaþjónustu og aðgang að náttúruperlum þessa lands. ■ Gjald ekki/6 Skoðanakönnun Félagsvísindastoínunar D-listinn fengi meirihluta í borgarstjórn SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN R-listans 1994 er nú óákveðið þ.e. myndi endurheimta meirihluta 13% miðað við 7% af kjósendum sinn í borgarstjórn Reykjavíkur yrði gengið til borgarstjórnar- kosninga nú samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar, sem Félags- vísindastofiiun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Af þeim, sem afstöðu taka til fram- boðslistanna tveggja, segist 52,1% ætla að kjósa D-lista Sjálfstæðis- flokksins en 47,9% R-lista Reykja- víkurlistans. Skekkjumörk í könnuninni eru 4,9% og er munurinn á fylgi flokk- anna því ekki tölfræðilega mark- tækur. Ekki er hægt að fullyrða hvor flokkurinn fengi meirihluta út frá þessum tölum, sem þó gefa ákveðna vísbendingu. Meirihluti kvenna kýs R-lista, meirihluti karla D-lista Þegar niðurstöður eru skoðaðar nánar kemur í ljós að R-listinn nýtur meirihlutafylgis í eldri hluta borgarinnar, þ.e. póstnúmerum 101,104, 105 og 107. í nýrri hverf- unum hefur D-listinn hins vegar meirihluta. Þá kemur fram að 61,1% karla hyggst kjósa D-listann en 38,9% R-listann. Þetta snýst við hjá kon- um; af þeim ætla 57% að kjósa R- listann og 43% D-listann. Þegar litið er á hvað menn kusu í síðustu borgarstjórnarkosningum kemur fram að 84% þeirra sem kusu D-listann síðast ætla að kjósa hann aftur en ekki nema 72% þeirra sem kusu R-listann síðast hyggjast greiða honum atkvæði sitt á ný. Hærra hlutfall kjósenda D-listans fyrir fjórum árum. Þá hyggjast 10% R-listakjósenda 1994 kjósa D-listann á næsta ári en 5% kjósenda D-listans í síðustu kosningum ætla nú að kjósa R-list- ann. Ungt fólk, sem ekki hafði kosningarétt í síðustu kosningum, skiptist nokkum veginn jafnt á milli listanna en um 30% þessa hóps segjast óákveðin. 778 manna úrtak á aldrinum 18-80 ára I könnuninni var spurt tveggja spurninga. Fyrst var spurt: „Ef borgarstjómarkosningar væm haldnar á morgun, hvaða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ Segðust menn ekki vita það, var áfram spurt hvaða lista þeir teldu líklegast að þeir myndu kjósa. Eft- ir fyrri spurninguna vora 22,3% óákveðin, en þeim hafði verið fækkað í 12,9% eftir þá síðari. Tæplega 5% neituðu að svara og rúmlega 5% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu eða ógildu at- kvæði. Úrtakið í könnun Félagsvísinda- stofnunar var 778 manns, þar af 578 íbúar Reykjavíkur úr 1.500 manna slembiúrtaki fólks á aldrin- um 18-80 ára um allt land og 200 manns úr sérstöku viðbótarúrtaki meðal Reykvíkinga. Viðtöl voru tekin í síma og er nettósvörun 69,8%, þ.e. þegar dregnir hafa verið frá upphaflegu úrtaki þeir, sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir, sem búa erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.