Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yfirheyrslur sáttanefndarinnar vegna máls Winnie Mandela Sögð hafa fyrirskipað manndráp og barsmíðar Jóhannesarborg. Reuters. WINNIE Madikizela-Mandela, fyr- irskipaði fylgdarmönnum sínum að myrða nokkra blökkumenn, síðast árið 1992, að sögn fyrrverandi trún- aðarvinkonu hennar, Xoliswa Fal- ati, sem kom fyrir sannleiks- og sáttanefndina svokölluðu í Suður- Afríku í gær. Falati var í fylgdarliði Winnie Mandela til ársins 1992 og var dæmd í fangelsi fyrir aðild að mannránum og árásum á fjóra unga blökkumenn árið 1989. Hún kvaðst í gær hafa orðið vitni að barsmíðum fylgdarmanna Winnie Mandela á ungum blökkumönnum á heimili hennar og heyrt hana fyrirskipa morðtilræði árið 1992. Falati kvaðst hafa sagt Winnie Mandela í desember 1989 að hvítur prestur hefði misnotað fjóra drengi kynferðislega og einn þeirra, Stompie Seipei, sem var 14 ára, væri uppljóstrari. Fylgdarmenn Winnie Mandela hefðu því rænt drengjunum og refsað þeim fyrir uppljóstranir með barsmíðum á heimili hennar. Seipei dó nokkrum dögum síðar. „Mér var fyrirskipað að syngja til að yfirgnæfa hróp þeirra sem grátbáðu um miskunn. Eftir árás- ina sagði frú Mandela að þeir [fylgdarmenn hennar] yrðu að hreinsa blóðið," sagði Falati. Tók þátt í barsmíðunum Winnie Mandela virtist þreytuleg en brosti nokkrum sinnum þegar hún hlýddi á vitnisburð vinkonunn- Reuters WINNIE Madikizela-Mandela og lögfræðingur hennar hlýða á bæn áður en sannleiks- og sáttanefndin í Suður-Afríku hóf yfir- heyrslur vegna ásakana á hendur henni í gær. ar fyrrverandi, sem sakaði hana m.a. um að líta á sig sem „hálf- guð". Winnie stefnir að því að verða kjörin varaformaður Afríska þjóðarráðsins (ANC) í atkvæða- greiðslu, sem fram fer eftir rúman mánuð, og hún bauð sig fram gegn Jacob Zuma, sem nýtur stuðnings forystumanna stjórnarflokksins. Talið er líklegt að varaformaður Afríska þjóðarráðsins verði vara- forseti Suður-Afríku árið 1999 þegar Nelson Mandela, fyrrverandi eiginmaður Winnie, dregur sig í hlé. Fimm vitni komu fyrir nefndina á mánudag og sökuðu Winnie Mandela um pyntingar og morð á blökkumönnum í Soweto á síðasta áratug. Gabriel Pelo Mekgwe, sem tók þátt í baráttu ANG gegn stjórn hvíta minnihlutans fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar, sagði nefndinni í gær að hann hefði ver- ið á meðal þeirra ungmenna sem sættu barsmíðum fylgdarmanna Winnie Mandela á heimili hennar og hún hefði sjálf greitt honum fyrstu höggin. Viðskiptaráðherra Nýfundnalands Vill aukin við- skipti við Island „TILGANGURINN með heimsókn minni hingað er að reyna að hvetja til aukinna viðskiptasambanda milli Islands og Nýfundnalands, reyna að vinna tiltrú íslenskra aðila á Nýfundnalandi og Labrador. Þar kann að vera ákjósanlegur stökk- pallur fyrir íslensk fyrirtæki inn á n-amerískan markað," segir Judy M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Nýfundnalands og Labrador, austustu fylkja Kanada. Við- skipti íslands og Ný- fundnalands hafa einkum verið í sjávar- útvegi en hún kvað mikla möguleika fyrir hendi á því sviði sem öðrum. Fulltrúar sjö fyrir- tækja fylgdu Foote til að leita sér markaðar hér á landi og stofna til viðskiptasambanda við íslensk fyrirtæki. Judy M. „Við erum áfram um að okkar fyrirtæki sæki inn á ís- lenskan markað og sú ákvörðun Eimskips að gera Argentiu að við- komustað sínum kemur sér mjög vel í því sambandi," sagði Foote. Framtíðarhorfur góðar Miklar sveiflur hafa orðið í efnahagslífi Nýfundnalands og Labrador vegna einhæfni atvinnu- lífs. Atvinnuleysi er 17% en ástæða þess er hrun hefðbundinna fiskveiða en sjávarútvegur var og er enn helsti atvinnuvegur íbúanna, sem eru 570 þúsund. IP'^ff ™ w wm*- ^ BfcfÉÍ^ 7 i K. 1 Segir Foote batann lítinn og hægan í bolfiski. Hrun bolfiskveiðanna segir enn til sín en verulegur uppgangur hef- ur þó verið á öðrum sviðum atvinnu- lífs og því þykir útlitið gott, að sögn Foote. Hagfræðingar sjá fyrir sér að þar verði meiri uppgangur en í nokkru öðru fylki Kanada. Spáð er 4,8% hagvexti í Nýfundnalandi og Labrador á næsta ári. í síðustu viku hófst olíuvinnsla á landgrunninu á svæði sem nefnist Hibernia. í dag er talið að með núverandi tækni megi vinna þar allt að 750 milljónir fata, Olía hefur fundist á fleiri svæðum við strendur Nýfundnalands og Labrador. Er spáð er að árið 2010 muni helmingur hráolíu- framleiðslu Kanada vera við Nýfundna- land. Þá hafa miklar gaslindir fund- ist á landgrunninu. Námuvinnsla mun einnig eiga eftir að vaxa, einkum kopar- og nikkelvinnsla, en nýlega hefur stærsti nikkelforði heims fundist í Nýfundnalandi. Loks hefur mikill vöxtur orðið á sviði upplýsinga- tækni og líftækni, einkum á sviði sjávarútvegs. „Við þurfum að draga úr mikilvægi sjávarútvegs- ins í efnahagslífi okkar og auka fjölbreytni þess. Útlitið er upplífg- andi og tiltrú okkar á framtíðina er mikil," sagði Judy M. Foote. Foote Gjaldþrot verðbréfafyrirtækisins Yamaichi á sama tíma og fjármálakreppa í Suður-Kóreu og víðar Tókýó. Reuters. FLJÓTT á litið gæti ástandið í Japan daginn eftir gjaldþrot fjórða stærsta verðbréfafyrirtækis landsins, Yama- ichi Securities, komið manni þannig fyrir sjónir að það líktist hinni alvar- legu kreppu sem hin minni ríki Asíu hafa ratað í að undanförnu. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að kreppan í fjármálakerfi Jap- ans er allt annars eðlis. Að vísu deil- ir Japan nokkrum sjúkdómseinkenn- um með hinum hrjáðu nágrannaríkj- um sínum, svo sem sjúkar fjármála- stofnanir, haftakerfi sem setur hag- vexti hömlur og gífurlegar upphæðir í vonlausum og glötuðum lánum. Yamaichi-fyrirtækið var þriðja stóra gjaldþrot fjármálastofnunar í Japan á jafn mörgum vikum, eftir að Sanyo-verðbréfafyrirtækið og Hokkaido Takushoku-bankinn lögðu upp laupana. Á miklu þenslutímabili í Japan í lok níunda áratugarins höfðu öll Vandí Japans annars eðlis en S A-Asíu Sérfræðingar í málefnum Suðaustur-Asíu segja ríkidæmi Japans gera að verkum að landið geti þolað miklu stærri áföll en nágranna- ríkin, sem berjast nú í bökkum. Hins vegar eru mörg sjúkdómsein- kennana hin sömu, sjúkar fjármálastofhanir, haftakerfí og glötuð lán. Yfir 20 tegundir af sófaborðum á lager - Ýmsar viðartegundir þessi fyrirtæki gert það sama og hagkerfi SA-Asíuríkjanna og Suður- Kóreu gerðu á þessum áratug: Þau færðu út kvíarnar svo um munaði í trausti þess að þenslutímabilið héldi áfram. Þar fór saman bjartsýni þeirra og vilji til að loka augunum fyrir vissum vandamálum. í SA-Asíuríkjunum kom þetta fram í því að öðrum var kennt um það sem miður fór, einkum og sér í lagi erlendum spákaupmönn- um. í Japan voru lán, sem innheimt- ust ekki, einfaldlega faiin. Hrun Yamaichi kom í kjölfar þess að fyr- irtækið varð uppvfst að því að hafa falið mikið tap á leynilegum banka- reikningum. Þessar hliðstæður hröktu meira að segja japanska forsætisráðherr- ann, Ryutaro Hashimoto, í vörn, þegar hann fór á leiðtogafund strandríkja Kyrrahafsins, APEC, í Vancouver í Kanada. „Þessar Suð- austur-Asíuþjóðir skulda öðrum löndum fé. Japan lánar peninga. Eðli vandamálsins er allt annað," sagði hann. Hagfræðingar sem sérhæfa sig í málefnum þessa heimshluta segja forsætisráðherrann hitta naglann á höfuðið með þessum ummælum. Japan sé það miklu ríkara land en SA-Asíuríkin sem berjast nú í bökk- um og geti þolað miklu stærri áföll. Sérstaða Japans Russell Jones, aðalhagfræðingur Tókýóskrifstofu alþjóðlegs fjármála- ráðgjafarfyrirtækis, og fleiri hag- fræðingar tilgreina nokkrar ástæður fyrir þessari sérstöðu Japans. í fyrsta lagi er Japan ekki háð erlendu fjármagni. SA-Asíuríkin og Suður-Kórea höfðu kynt undir hin- um mikla hagvexti með erlendum lánum og fjárfestingum. Þetta hafði í för með sér að þau söfnuðu upp miklum halla á greiðslujöfnuði við útlönd og urðu háð erlendum hags- munum og hagsveiflum. Greiðslujöfnuður Japans við út- lönd er aftur á móti mjög jákvæður, eða sem nemur 2,5% af þjóðarfram- leiðslu. Japanskt hagkerfi reiðir sig á innlent lánsfé miklu frekar en er- lent, og það eru engin teikn á lofti um að þetta fjármagn sé á flótta út fyrir landsteinana. í öðru lagi hefur stærðin mikið að segja. Tæland hafði í árslok 1996 aðeins yfir 38 milljörðum banda- ríkjadala að ráða í gjaldeyriseign. Suður-Kórea átti 32 milljarða. Bæði lönd hafa leitað á náðir Alþjóðagjald- eyrissjóðsins til þess að bjarga sér út úr efnahagsógöngunum sem þau hafa ratað í. Ólíkt þessu er gjaldeyrisforði Jap- ans 228,15 milljarðar bandaríkja- dala, sem er um helmingur allrar gjaldeyriseignar sjö stærstu iðnríkja heims, G7-hópsins svokallaða, og fjórum sinnum meira en samsvar- andi forði Bandaríkjanna. Ef japönsk stjórnvöld þurfa að styrkja gjaldmið- il landsins eða fjármálakerfi þess geta þau notað þetta fé til þess. Loks hafa Japanir vanizt kreppu- ástandi. Fyrir minna en ári voru SA-Asíuríkin - þeirra helzt Indónes- ía, Malaysía og Tæland - enn álitin „efnahagsundur" og kölluð „tígra- löndin". Hin skyndilega kreppa sem hefur gripið þau kom mörgum á óvart. En Japan hefur aftur á móti átt í basli mestan hluta þessa áratugar. Hagvöxtur hefur aðeins einu sinni farið upp fyrir 3% frá árinu 1992, en það var í fyrra. Fjármálasérfræð- ingar hafa árum saman verið að vara við áhættunni sem fylgir glöt- uðum lánum. Ráðamenn bandarísks efnahags- lífs eru líka sannfærðir um að í Jap- an sé vandinn annar en í SA-Asíu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti heils- aði Hashimoto á leiðtogafundinum í Vancouver með því að lýsa áhyggj- um bandarískra stjórnvalda af því hvort Japan sé þess megnugt að geta komið hjólum efnahagslífs Asíu í gang á ný. Áhætta í óvissuþáttum En kreppan í SA-Asíu tengist kreppu japanskra fjármálastofnana líka á beinan hátt. Japanir hafa lánað samtals um 188 milljarða bandaríkja- dala til SA-Asíuríkjanna, þar sem kreppan er verst, gengi gjaldmiðla og verðbréfavísitölu hefur hrunið. Það á eftir að koma í ljós hvort þessi lán séu líka glötuð, en það myndi gera stöðu japanskra lánastofnana enn erfiðari og auka á líkurnar á fleiri stórum gjaldþrotum á borð við gjald- þrot Yamaichi-fyrirtækisins. Einnig er óljóst til hvaða bragða japönsk stjórnvöld og helztu fjár- málastofnanir landsins munu grípa. Það sem vekur mestan ugg vest- rænna sérfræðinga, einkum í Banda- ríkjunum, er að japanskir bankar muni reyna að bæta lausafjárstóðu sína með því að selja eitthvað af því mikla magni bandarískra ríkis- skuldabréfa sem þeir eiga. Heildarinneign Japana í banda- rískum ríkisskuldabréfum er að nafnvirði um 200 milljarðar banda- ríkjadala. Ef þeir skella stórum hluta þeirra á markaðinn í einu mun það koma bandarískum ríkisfjármálum úr jafnvægi, sem myndi leiða til verulegrar vaxtahækkunar í Banda- ríkjunum og í V-Evrópu í kjölfarið. Annar áhættuþáttur felst í því að Japanir gætu ákveðið að fella gengi jensins, sem þeir gerðu síðast snemma árs 1990. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sá ástæðu til að vara Japani sérstaklega við því í fyrradag að grípa til þessa ráðs. Ef gengi jensins yrði fellt mundi það leiða til aukins viðskiptahalla milli Bandaríkjanna, Evrópusambandslandanna og Jap- ans. Aukinn viðskiptahalli við Japan er það sem Bandaríkin og Evrópa sízt vilja sjá, enda hefði það neikvæð áhrif á atvinnuástand og gæti jafn- vel leitt til væringa í milliríkjavið- skiptum, jafnvel viðskiptastríðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.