Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 51 5 4 MINNINGAR « 4 4 J < < í HILDURSVAVA JORDAN + Hildur Svava Jordan fæddist á Ærlæk í Öxarfirði 7. júlí 1947. Hún lést í Reykjavík 17. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 25. nóvember. Okkur setti hljóðar þegar við fengum þær sorglegu fréttir að vin- kona okkar, Hildur Svava Jordan, hefði orðið fyrir hörmulegu slysi og þá ótímabært andlát henn- ar nokkrum dögum seinna. Þá tóku minningarnar að streyma fram um samveru okkar frá barnæsku á ísa- firði og síðan í Reykjavík. Hiddý var sjálfstæð og byrjaði snemma að bjarga sér. Ung fór hún til Eng- lands og þaðan til Frakklands til tungumálanáms sem nýttist henni í ævistarfi sínu. Hiddý var trú sínum vinum, greiðvikin, góð og hugul- söm og mundi alla afmælisdaga, stóra sem smáa. Hiddý var dugleg við að halda hópnum að vestan saman og driffjöður í ýmsum uppá- komun. Síðastliðin 30 ár höfum við verið saman í saumaklúbb sem misjafnlega mikið hefur verið saumað í. Hiddý kynnti okkur framandi rétti frá öðrum löndum þar á meðal ostakökuna frægu og pizzur sem enginn hafði smakkað áður. Þá var setið til borðs langt fram eftir nóttu 'og hlegið og skemmt sér. Óg- leymanleg er okkur Parísarferðin sem Hiddý skipulagði og stjórnaði sem á heimavelli væri. Síðast en ekki síst voru það end- urfundir okkar sl.. sumar Jjar sem stór hópur Isfirðinga, sem fæddir eru 1947, ákvað að hittast. Þetta er annað áfall- ið sem okkar litli saumaklúbbur verður fyrir því fyrir sjö árum lést Birna Eyjólfsdótt- ir. Þeirra beggja er nú sárt saknað. Við kveðjum nú kæra vinkonu en á þeirri stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir hðnar samversustundir og söknuðurinn yfir því að hafa hana ekki lengur okkar á meðal. Við sendum móður hennar og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðar- kveðjur með ósk um að góðu minn- ingarnar megi létta ykkur sorgina. Saumaklúbburinn. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um Hiddý frænku, kemur orðið ótrúlegt aftur og aftur fram í hugann. Mér finnst svo ótrúlegt hvað hefur gerst. Hiddý dáin, það getur varla verið. En maður verður minntur á það æ og enn hvað lífið er í raun óútreikn- anlegt. Minningarnar streyma fram í hugann, eins og þær gera á svona stundum. Hún var mín stóra fyrirmynd þegar ég var lítil, alltaf svo fín og frönsk eitthvað. Þá voru útlönd og flugfreyjustarfið sveipuð einhvers konar dýrðarljóma og fyr- ir mér var Hiddý frænka ímynd alls þess sem framandi og spenn- andi lífsstíll stóð fyrir. Það voru nú ekki alvöru Parísardömur á hverju • strái í þá daga. Með Edith Piaf á fóninum og kunni textann. Þegar ég var um það bil fimm ára spurði ég hana af hverju hún væri með svona sítt og svart hár. Hún svar- aði mér því til að afi sinn hefði ver- ið indíánahöfðingi. Ekki minnkaði þetta ljómann og ég trúði þessu í mörg ár. Ég veit svo sem alveg hvar ég fékk útþrárfluguna í haus- inn. En þegar ég fór að minnast á að ég vildi líka fara til útlanda, þeg- ar ég yrði stór, þreyttist hún ekki á að reyna að sannfæra míg um að ég ætti frekar að mennta mig, þá yrðu mér miklu fleiri vegir færir. Ég er nú búin að því og veit ég að hún var stolt af mér fyrir að hafa loksins drifið mig í nám, eins og hún sagði sjálf þegar ég hitti hana síðast. Nú er komið að kveðjustund Hiddý mín, ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, ekki síst þegar ég bjó hjá þér hér um árið, þegar örlögin höguðu því þannig að móðir þín sá um móður mína á spítalanum úti í Ameríku. Þá stóð þitt heimili mér opið hér heima á Laugateignum. Ég geymi minningarnar um þig í hjarta mínu. Friður sé með þér. Elsku Adda, Guð gefi þér styrk til að komast í gegnum þennan stóra missi. Og Hanna mín, þú sem hefur alltaf verið eins og önnur móðir fyrir okkur Hildarnar, ég veit að þetta er erfiður tími fyrir þig. Guð gefi þér líka styrk. Ég hugsa til ykkar. Hildur. Mann setur hljóðan. Ekki Hiddý af öllum manneskjum. Þú sem varst svo frábær. Öll jákvæð lýsingarorð í íslenskri tungu áttu við um þig. Þú varst sérstök og engri lík. Við kynntumst í París og héldum sambandi í gegnum árin. Þú komst í brúðkaupið mitt og fylgdist með hvernig fjölskyldan stækkaði. I haust komstu svo loksins í heim- sókn til okkar í Danmörku og dvaldir í nokkra daga. Þú flaugst svo með okkur heim og við kvödd- umst með kossi fullvissar um að hittast fljótt aftur. Örlögin tóku í taumana og við sjáumst víst ekki framar, ekki í þessu lífi að minnsta kosti. Eftir stendur minningin um þig, einstaka og yndislega vinkonu sem ég þakka fyrir að hafa kynnst. Því miður kemst Guðmundur ekki í jarðarfór þína, honum þótti ekki síður vænt um þig. Við mun- um taka fram glösin sem þú gafst okkur í brúðkaupsgjöf, fylla af kon- íakinu sem þú færðir okkur frá Ungverjalandi og skála fyrir minn- ingu þinni. Þannig hefðirðu viljað hafa það. Blessuð sé minning þín. Brynhildur Pétursdóttir. ' „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið því glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf- undur ókunnur.) Okkur vinkonurnar úr litla antikþorpinu Wellenstein langar að minnast þín með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu saman í Lúx- emborg í gegn um vinnu. Allar höfðum við þekkst áður, líka í sam- bandi við vinnu. Við vorum flug- freyjur á leið í ævintýri, heilt ár til starfa á erlendri grund. Fyrstu dagarnir fóru í að finna sér sama- stað og þá uppgötvuðum við antik- þorpið og íbúðina við samkomutorg þorpsins. Þarna var kirkjan sem alltaf sló fleiri högg en klukkan sagði til um svo allir færu örugg- lega snemma á fætur. En Hiddý var nú ekki lengi að snúa á klukk- - urnar og fann sér lausn til að fá sinn svefnfrið. Þetta var hennar aðalsmerki, að finna lausnir á öll- um hlutum með útsjónarsemi og einstakri næmni á umhverfið og fólk. Mikið var hlegið og spjallað yfir morgunkaffinu sem við kölluðum morgunspána því alltaf var bollum hvolft til að sjá inn í framtíðina, jafnvel hvenær farið yrði í næsta flug. Förðunarpenslar voru mund- aðir af stakri Hst og skipst á skoð- unum um hvað væri það nýjasta í ( þeim málum. Tíska og Ustir voru Hiddý hugleikin, allt sem sýndi fegurð. Svo fríður var hópurinn á Grand Rue að skoða í búðir og vísitera kaffihúsin. Ekki er hægt að minnast Hiddý- ar öðruvísi en að París komi upp í hugann. Við nutum þess allar að fara með henni um uppáhaldsborg- ina hennar. Þarna var hennar ann- að heimili og hún þekkti allt eins og lófann á sér. Hún var endalaust að finna staði með stemningu og góð- um anda. Það var eins og hún þekkti alla og við vinkonur hennar nutum góðs af því. Örlæti hennar og ræktarsemi var óþrjótandi í ,• garð þeirra sem komu við á lífsleið- inni. Eftir veru okkar í Lúxemborg héldum við hópinn og hittumst oft fyrstu árin þar sem svo sterk bönd höfðu myndast. Þá var aftur hlegið, spjallað og rifjaðar upp sögur skemmtilegra tíma yfir matarpott- um og kvöldspánni. Elsku Hiddý, við þökkum þér sámfylgdina og þær stundir sem við fengum notið þín, minning þín verður ávallt í hjörtum okkar. „Gellen von Wellen". Vv Jóhanna, Guðrún og Anna. ABAUGLYSINGA ATVIINiiMUHUSIMÆÐI Lagerhúsnæði óskast leigt Um 300—350 m2 rúmgott lagerhúsnæði óskast í Reykjavík eða Kópavogi fyrir traust fyrirtæki. Húsnæðið þarf að hafa stórar vörumóttökudyr, góða lofthæð og rúmgóða aðkomu. Æskilegt er að húsnæðið sé laust 1. febr. eða 1. mars nk. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „L - 2597". YMISLEGT Auglýsing á deiliskipu- lagi á Breið, Akranesi Með vísan í 4.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 318/1985 er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskip'ulag á Breið. Um er að ræða deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Breið, Akranesi. Teikningar og greinagerð, ásamt frekari upp- lýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16—18, 3. hæð, frá og með 25. nóvembertil 23. desember 1997. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast byggingar- og skipulags- fulltrúa eigi síðar en 23. desember 1997. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests, teljast samþykkja hana. Akranesi, 21. nóvember 1997. Byggingar- og skipulagsfulltrúi. HUSNÆBI í BQDI Til sölu nýlegt einbýlishús í Biskupstungum. Stærð 140 fm. Bílskúr 47 fm og lóð ca. 1.5 hektari. Upplýsingar eru gefnar á kvöldin í símum 486 8757 og 852 0457. TILKYNNINGAR RATSJARSTOFNUN Lokað Vegna flutnings verðurskrifstofa Ratsjárstofn- unar í Reykjavík lokuð fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. nóvember nk. Skrifstofan verður opnuð mánudaginn 1. desember í Síðumúla 28, 108 Reykjavík. Nýtt símanúmer verður 553 8900. Faxnúmer verður 553 8901. Þeim, sem eiga brýnt erindi við skrifstofuna á þessum dögum, er bent á að hringja í síma 421 4481. Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. auglýsingadeild sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is Símamenn! Símamenn! Skrifstofa F.Í.S. er flutt í Álfabakka 12, 2. hæð. pósthólf 9193, 109 Reykjavík. Símar: 550 6561, 567 2355. Fax: 567 2398. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9—12 og 13-16. Stöndum vörð um Sjómannaskólann Stofnfundur Hollvinasamtaka Sjómannaskóla íslands verður haldinn í hátíðasal skólans í kvöld kl. 20.30. Velunnarar fjölmennið. Undirbúningsnefndin. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF I.O.O.F. 18 - 17811268 ¦ Et. I. Helgafell 5997112619 IV/V H. & V. I.O.O.F 9 m 17811268% - E.T. 2 DGLITNIR 5997112619 III 1 I.O.O.F. 7 ¦ 17911268'/. m E.T. 2. II. Hörgshlið 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 „Kraftur Krists í 12 sporun- um." Sr. Anna S. Pálsdóttir flyt- ur fyrirlestur í kvöld, 26. nóvem- ber, kl. 20.30 i Loftstofu KFUM og K, Austurstræti 20, efri hæð. Allir velkomnir. Samstarfshópurinn Aðalf undur badmintondeild- ar KR. verður haldinn þriðjudag- inn 2. desember kl. 19.00. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ISLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Miðvikudagur 26. nóvember kl. 20.30 KvSldvaka/afmælisfyrirlestur í Mörkinni 6. Leyndardómar Vatnajðkuls. Víðerni, fjöll og byggðir. Náttúrufræðingarnir Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðs- sori fjalla í máli og myndum um efni nýrrar bókar sinnar Leyndar- dómar Vatnajökuls. Efni: Yfirlityfir jökulinn, gosið og Skeiðarár- hlaupið, síðan lýsing og myndir af svæðinu frá Dyngjuhálsi vestur og suður um til Skaftafells. Áhugaverð og fróðleg kvöldvaka sem enginn ætti að missa af. Verð 500 kr., kaffi og meðlæti innifalið. „ SAMBAND ÍSŒNZKRA $3$ KRISTMIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Margrét Hróbjarts- dóttir. AHir eru hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.