Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Biskupar, prestar og djáknar Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon ALLIR prestar, djáknar, biskupar, vígslubiskupar, bisk- upar og aðrir fulltrúar erlendra kirkna söfnuðust til myndatöku að lokinni vígslu séra Karls Sigurbjörnssonar. Alls eru þetta nærri 200 manns. Fremst sitja biskuparnir og eiginkonur þeirra. Skautbúningurinn sem frú Kristín Þ. Guðjónsdóttir, kona séra Karls Sigurbjörnssonar biskups, bar við vígsl- una var saumaður fyrir brúðkaup þeirra Guðrúnar Elísa- betar Arnórsdóttur og séra Páls Þorleifssonar árið 1930 en hann var lengi prestur og prófastur á Skinnastað. Búninginn á nú Hanna dóttir þeirra, sem gift er séra Jóni Bjarman sjúkrahúspresti. Lánaði hún Kristínu búninginn í tilefni vígslu séra Karls en hefð er fyrir því að eiginkon- ur verðandi biskupa klæðist skautbúningi við biskups- vígslu. Guðrún Elísabet baldéraði sjálf á treyjuna en bún- ingurinn var saumaður á saumastofunni Dyngju í Reykja- vík. Þar kom m.a. við sögu álján ára stúlka sem þar vann á þessum árum, Magnea Þorkelsdóttir, tengdamóðir Kristínar, en hún bróderaði pilsið. Segja frððar konur um þessa handíð að hér séu á ferð listilega vel gerð baldering og bródering. Andlát BJORGVIN JONSSON BJÖRGVIN Jónsson, fyrrverandi útgerðar- maður og alþingismaður um þriggja ára skeið, lést sl. sunnudag á Kanaríeyjum. Var hann 72 ára að aldri er hann féll frá. Björgvin var fæddur að Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Voru foreldrar hans þau Jón Björgvin Stefánsson verslunarmaður þar og kona hans, Hansína Ásta Jóhannsdóttir. Björgvin lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1944 og Samvinnu- skólaprófi 1946. Var hann starfsmað- ur Kaupfélags Árnesinga á árunum 1947 til 1952 er hann gerðist kaupfé- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði. Gegndi hann því starfi til 1963. Á þessum árum eða frá 1956-1959 sat hann á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Björgvin var bæjarstjóri á Seyðisfirði 1954-1961 og í stjórn fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækja þar í bæ. Eftir 1963 starfaði Björgvin við útgerð og fískverkun sunnan- lands og var stofnandi og framkvæmdastjóri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Glettings 1957-1990 og útgerðarfyrirtæks- ins Húnarastar í Þor- lákshöfn 1973. Björgvin sat í bankaráði Útvegs- banka íslands 1973-1976 og í banka- ráði Útvegsbanka ís- lands hf. 1987-1989. Hann var stjórnarmað- ur í SÍF 1974-1992 og í stjórn Sfld- arverksmiðja ríkisins 1986-1988. Þá var hann einn af stofnendum og stjórnarformaður Fiskmjölsverk- smiðjunnar Óslands á Höfn í Horna- firðifrál993. Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Ólína Þorleifsdóttir. Eru börn þeirra Hansína Asta, Þorleifur, Jón, Jón Björgvin, Eyþór, Ingibjörg og Elín Ebba. Skýrsla Verslunarráðs um kosti og galla auðlindagjalds Gjald ekki tímabært en hugsanlegt síðar Bókabúð og menningar I Síðumúla 7 1 Mikið úrval af kertum % servíettum. ftRikil verðlækkun. ÉÉláOL 8 H I n i I! mEBEEBumm Mál 09 menning Laugavegi 18 • Símf 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 ALAGNING auðlindagjalds á sjáv- arútveg er ekki tímabær nú en kemur hins vegar til greina í fram- tíðinni ef umframhagnaður nær að myndast í greininni. Enn fremur kemur auðlindagjald til álita ef leyfð heildarveiði er umfram það, sem telja má að sé sjálfbær afli. Þetta er meginniðurstaða skýrslu starfshóps Verslunarráðs íslands um auðlindagjald, sem kynnt var í gær. Starfshópurinn kemst einnig að þeirri niðurstoðu að norsk-ís- lenski sfldarstofninn sé sérstakt til- felli þar sem hugsanlegt er að út- hluta veiðiheimildum með gjald- töku í stað þeirrar sóunar, sem út- hlutun á grundvelli veiðireynslu í frjálsum veiðum hefur í för með sér. Verslunarráðið ákvað á aðal- fundi sínum í fyrra að gera sér- staka úttekt á kostum og göllum auðlindagjalds og var sérstakur starfshópur skipaður í því skyni. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, hafði umsjón með starfi hópsins en i honum starfaði fólk úr ýmsum að- ildarfyrirtækjum ráðsins, m.a. sjávarútvegsfyrirtækjum. Skýrsl- an var kynnt á morgunverðarfundi ráðsins í gær. I skýrslunni segir að hópurinn hafi ákveðið að fjalla fyrst og fremst um auðlindagjald í sjávarút- vegi enda þótt hugtakið sé í sjálfu sér ekki bundið við þá atvinnugrein eingöngu. Umræðan innan hópsins snerist aðallega um það hvort ríkið ætti að nýta sér sem skattstofn þau viðskiptalegu verðmæti, sem sköp- uðust þegar leikreglur væru settar um nýtingu sameiginlegra auð- linda. Fiskveiðiarður hefur ekki náð að myndast I skýrslunni segir að almennur skilningur virðist vera á því að það Töluvert í land með að fiskveiði- arður myndist í sjávariitvegi stjórnkerfi, sem hér hafi verið tek- ið upp með framseljanlegum afla- kvótum, skdli mestri hagkvæmni og varðveiti auðlindina vel, samanbor- ið við önnur stjórnkerfi sem nú þekkist. Oft sé vitnað til þess að svokallaður fiskveiðiarður af auð- lindinni sé á bilinu 15-30 milljarð- ar króna árlega þegar fram líða stundir. Með fiskveiðiarði er átt við þann umframhagnað sem ná má með því að draga úr kostaði við fiskveiðarnar og ná fram hámarks- afrakstriafþeim. Almennur fiskveiðiarður hefur ekki enn myndast í íslenskum sjáv- arútvegi að mati nefndarinnar og var m.a. stuðst við reikninga nokk- urra stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna. „Enn er töluvert í land með að raunverulegur umfram- hagnaður eða fiskveiðiarður mynd- ist í sjávarútvegi. Heildarframlegð' fyrir afskriftir og fjármagnskostn- að miðað við núverandi fjármuna- þörf þarf meira en að tvöfaldast og verða á bilinu 40-50 milljarðar (eða 80-100 krónur á hvert þorskígildiskfló út frá núverandi heildarkvóta) til að ná mögulegum fiskveiðiarði að mati fræðimanna," segir í skýrslunni. Efnahagslegar afleiðing- ar auðlindagjalds Eigi á annað borð að taka upp uppboð á aflaheimildum, hentar best fyrir sjávarútveginn að þær verði boðnar út til nógu langs tíma, t.d. 25 ára að mati hópsins. Starfshópurinn fjallaði einnig um efnahagslegar afleiðingar auð- lindagjalds. Telur hann að hugsan- legt tveggja króna auðlindagjald á þorsldgildi, eða að verðmæti um eins milljarðs króna, lækki væntan- lega heildarverðmæti framleiðslu í sjávarútvegi um 1% frá því sem annars hefði orðið en reikna megi með því að eftir þrjú ár yrði at- vinnugreinin á sömu vaxtarbraut og áður. Ahrifin á landsframleiðslu gætu orðið innan við 0,2%. Þá telur hópurinn að tíu króna auðlindagjald á þorskígildiskíló eða samtals um 5 miHJarðar króna hefði mun róttækari afleiðingar og það tæki sjávarútveginn 10-15 ár að komast aftur á sama framlegðar- stig. „Heildarverðmæti sjávarvöru- framleiðslunnar yrði a.m.k. 10% lægra en ella og landsframleiðslan a.m.k. 1-1,5% lægri en ella. Lækk- un landsframleiðslunnar svarar til a.m.k. 5-8 milljarða króna. Áhrifin af auðlindagjaldi koma því fram hjá allri þjóðinni." Auðlindagjald á kostnað framleiðni? Hópurinn segir að meginspurn- ingin sé sú með hvaða hætti þjóðin hagnist á því að sjávarútvegurinn hagnist. „Er það með því að leggja á hann auðlindagjald eða með því að sjávarútvegurinn auki fram- leiðni sína og standi þannig undir hærra jafnvægisgengi og betri lífs- kjörum. Ekki er hægt að slá af hugmynd- ir um auðlindagjald þótt slíkt gjald leiði til lakari lífskjara vegna þess að allir skattar hafa ákveðin spill- andi áhrif í hagkerfinu og máUð snýst líka um hvort auðlindagjald hafi verri áhrif en aðrir skattar. Eftir því sem skattar eru almenn- ari hafa þeir minni áhrif til röskun- ar og ef raunverulegur fiskveiði- arður er tfl staðar verður röskunin af auðlindagjaldi minni en af ýms- um öðrum sköttum," segir í skýrsl- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.