Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 1997 ————————————————— MORGUNBLAÐIÐ JAFNRETTISMAL JAFNRÉTTISSTEFNAN hér á árum áður var einfóld og skýr: málið var bara að með- höndla stelpur eins og stráka og stráka eins og stelpur og þá yrðu allir jafnir og engir jafnari öðrum. Það hefur hins vegar sýnt sig að veruleikinn var ekki alveg svona einfaldur og náttúran kannski mót- uð af fleiri þáttum en umhverfinu einu saman. I Danmörku er mikið rætt um það í skólum að strákar eigi undir högg að sækja, reyndar ekki allir strákar heldur einkum líflegir og hressir strákar, sem ekki eru alltof mikið upp á bókina. Þeir falli illa að væntingum skólans um að þar eigi allir að sitja stilltir og prúðir. Einn af þeim, sem hefur dregið í efa að skólinn henti öllum jafnvel er Niels Kryger prófessor, sem lengi hefur verið upptekinn af því hvernig skólinn tekur á móti krökkum með ólíkan félagslegan bakgrunn. Hin mjúka og móðurlega fyrir- mynd hentar ekki öllum En af hverju hefur Kryger haft augun á strákunum? Hann segist lengi hafa haft áhuga á kynjum og kynjamismun.}fkt og fleiri af hans kynslóð. „Við vorum alin upp á hefðbundinn hátt, fórum svo í há- skólann um og eftír '68 og gerðum uppreisn gegn gamla heiminum. Athyglin beindist þá að mismun stráka og stelpna, karla og kvenna, en það voru konurnar, sem voru í brennidepli. Á áttunda áratugnum beindist athyglin svo mest að stelp- unum, hlutverki þeirra í skólanum og hvernig stelpum annars vegar og strákum hins vegar gengi í skól- anum. Það voru helst konur, sem stunduðu rannsóknir á þessu sviði og takmarkið var að frelsa stelp- urnar. Eftir á að hyggja má gagn- rýna þessar konur fyrir að hafa ætlað sér um of að frelsa stelpurn- ar frá kúgun, sem þeim fannst að þær sjálfar hefðu orðið fyrir, en það er annað mál. Þar að auki hef ég alltaf haft áhuga á reynsluheimi barna og hvernig skólinn tók á móti börnum með ólfka reynslu. Ég hafði á til- finningunni af að hluti af krökkun- um bæri með sér reynslu, sem passaði ekki skólanum. Ég beindi athyglinni að strákum, leit þeirra að sjálfsmynd og hvernig skólinn tók á þeim. Eg þóttist sjá að það væri hópur af strákum, sem skól- inn skildi á engan hátt. Þetta voru oft baldnir strákar, sem lentu upp á kant við allt og alla í skólanum. Þarna tókst á vilji minnar kynslóð- ar til að breyta heiminum og svo að horfast í augu við að nýjar hug- myndir í skólanum kúguðu í raun hóp stráka. Það eru strákar, sem ekki eru upp á bókina, heldur hafa meiri áhuga á líkamlegum aðgerð- um og eru oft synir foreldra með litla eða enga menntun. Um þetta skrifaði ég svo bók 1988, „De skrappe drenge og den moderne pædagogik", þar sem ég gerði upp við margt af því sem kvenkyns kennarar og uppeldis- fræðingar héldu fram. Mér fannst að í mörgu af því sem kvenkyns velmeinandi kennarar héldu á lofti væri verið að afneita leit stráka eft- ir sjálfsmynd og eftir því líkam- lega. Þær voru oft fullar af nei; kvæðum hugmyndum um stráka. í þeirra augum voru þeir eins og eld- fjöil, sem stöðugt voru við það að gjósa. Strákar voru fyrirbæri, sem þurfti að passa sérstaklega upp á og hafa undir eftirliti, svo þeir yrðu ekki ofbeldisgjarnir og árásar- gjarnir, andstætt hinum móður- legu, mjúku og kvenlegu dyggðum. Strákum átti að halda niðri og rækta í þeim hið mjúka að móður- legri fyrirmynd. Niðurstaða mín var að þegar áðurnefndur hópur stráka rækist á þessa afstöðu í skólanum yrðu þeir enn baldnari og óstýrilátari og risu gegn þeirri kúgun, sem fóist í þessari afstöðu." Þrengt að strákum í skóla.uuni •"Kryger bendir á að síðan hann skrifaði bókina um böldnu strák- ana hafi skólinn breyst, en svigrúm NIELS Kryger: Strákum átti að halda niðri og rækta í þeim hið mjúka að móðurlegri fyrirmynd. Uppreisn strák- anna gegn kúgun mjúku gildanna strákanna ekki nauðsynlega aukist. „Skóiinn er orðinn enn meiri gæslustofnun, bekkir hafa stækkað og því víða líkamlega orðið þrengra um krakkana en áður. Þeir fyrstu, sem reka sig á gæslu og eftirlit eru einmitt oft strákarnir og það af sál- rænum og líffræðilegum orsökum. Þá hefst þetta venjulega ferli: For- eldrar eru kallaðir inn til viðtals og þeim sagt að það séu vandræði með strákinn og hvað sé hægt að gera. Það er hins vegar sjaldnast spurt hvað sé að skóianum og hvernig hann taki á strákunum. Strákar eru oft meira fyrir að láta reyna á hversu langt þeir kom- ist. Strákar, sem geta komið fyrir sig orði og talað við kennarana ávinna sér oft virðingu þeirra fyrir slíka hegðun, en strákar, sem leita marka sinna á annan hátt lenda oft í andstöðu við kennarana og skól- ann. Þeim er þá kippt til hliðar, þeir eru settir í sérkennslu og ann- að í þeim dúr. Frá kennurum heyr- ist oft að strákarnir verði erfiðari viðureignar ár frá ári. Það getur verið erfitt að mæla hvort þetta á við rök að styðjast, en það er alla vega hægt að segja að umhverfið hefur breyst, því það er farið að setja fleiri krakka í bekki og það þrengir að. Þeir strákar, sem þurfa svigrúm til að hreyfa sig, hafa þá minna pláss og það getur stuðlað að meiri óróleika þeirra. Auðvitað þurfa krakkar að læra að sitja kyrrir, en það þarf að finna eitt- hvert jafnvægi milli þeirrar þarfar og svo hreyfiþarfar krakkanna." Jafhréttisumræðan bitnar oft á strákum Eitt af því sem skólinn vanrækir að mati Niels Krygers er einmitt hreyfiþörfin og tilfinningin fyrir líkamanum. „I skóianum er líkam- inn nánast bara truflandi viðhengi við hugann, en í þjóðfélaginu utan skólans beinist athyglin að líkam- anum í ríkum mæli, eins og sjá má í heilsuræktarstöðvum og á tónlist- armyndböndum. Auðvitað taka krakkarnir eftir þessum tvískinn- Eiga strákar erfitt upp- dráttar í skólum, af því skólinn er mótaður af kvenlegu gildismati? Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Niels Kryger, prófessor við danska kennaraháskól- ann, um stráka, stelpur og skólamál, en Kryger verður með fyrirlestur fimmtudaginn 27. nóv. á ráðstefnu karlanefnd- ar Jafnréttisráðs og menntamálaráðuneytis- ins um stráka í skóla ungi. Hinn fullorðnr uppalandi í skólanum hefur svo sína hugmynd um hvernig krakkar eigi að vera og hugmyndir hans geta verið tví- bentar. Annars vegar er það aðdá- un á hinu villta strákseðli og svo baráttan við að halda því niðri. En þessi klofningur endurspegl- ar líka aðstæður í fjölskyldunni, þar sem börnin sjá mæður sínar minna en áður þó annars sé mest talað um hinn fjarverandi föður. Áður fyrr var faðirinn kannski ekki • svo mikið heima við eða með börn- unum, en hann var viðverandi því að móðirin talaði um hann og vísaði iðulega til hans. Það er forvitnilegt athugunarefni með hvaða hætti faðirinn er viðverandi í máli móð- urinnar, til dæmis sem lið í því hvernig strákar breytast í karl- menn. Áður fyrr höfðu strákar skýrar fyrirmyndir, en síður nú- orðið, að viðbættu því að aðstæður í skólanum gera þeim ekki auðveld- ara fyrir og jafnvel vinnur gegn leit þeirra, ef hún beinist ekki að hinu bóklega, heldur að lfkamlegu hlið- inni." Frelsi fræðimannsins felst í því að benda á hin ýmsu vandamál, en því fylgir ekki endilega kvöð að koma með svör og lausnir, undir- strikar Kryger með bros á vör og hann segist heldur ekki hafa svör við vanda strákanna á reiðum höndum. „En það er óneitanlega til bóta að átta sig á hvernig strákar þroskast, reyna svo að túlka við- brögð þeirra og átta sig á þeim, en verða ekki bara fyrir vonbrigðum með að þeir hegði sér ekki eins og ætlast er til. Kennararnir þurfa að þekkja nemendur sína og aðstæður þeirra sem best. Svo er nauðsyn- legt að sjá til þess að krakkarnir fái útrás fyrir hreyfiþörf sína. Það þýðir ekki að skrúfa þau of mikið til að sitja kyrr í yngstu bekkjun- um og þurfa svo að senda þau til meðferðar af því þau eru komin með vöðvabólgu af stífni, þegar þau eru orðin eldri. I staðinn fyrir að einblína aðeins á vandamálin í fari krakkanna væri hægt að reyna að búa þannig að böldnustu strákunum að þeir fái tækifæri tíl að hreyfa sig og nota- kraftana, til dæmis við að vinna verkefni, sem ekki eru bókleg og vinna með höndunum á verkstæð- um skólans. Auðvitað geta þessir strákar verið fjarska stríðir og þreytandi viðureignar, en skólinn verður að gefa þeim færi á að rækta aðrar hliðar en þær vits- munalegu. Skóiinn hefur ekki verið góður í þessu hingað til, en auðvit- að eru engar einfaldar lausnir í þessu frekar en öðru." Mæður, sem móta föðurhlut- verkið í sinni mynd Því er stundum haldið fram að mæður hafi í mörgum tilfellum að- eins bætt á sig vinnu utan heimilis, en stjórni heimilinu eftir sem áður, þó að mennirnir hjálpi til. Móðirin leggi þá líka línurnar um hvernig faðirinn eigi að vera, svo hann fái ekki að vera faðir, heldur eigi að- eins að vera aukaútgáfa af móður- inni og taka þátt í heimilis- og upp- eldisstörfunum á hennar forsend- um. Niels Kryger tekur undir að svo geti oft verið. „Það má segja að móðirin móti í mörgum tilfellum föðurhlutverkið líka, þannig að fað- . irinn fær ekki að vera faðir á sínum forsendum, heldur verður bara lé- leg útgáfa af móðurinni. Það getur oft reynst feðrum erfitt að fá að hafa samband við krakkana á sín- um forsendum, en ég held að þetta sé þó að breytast. Strákar og þá ekki síst baldnir strákar hafa þörf fyrir fyrirmyndir í körlum, þörf fyrir menn sem þeir geta umgeng- ist. Vandi táningsstráka er oft að þeir hafa á sinni stuttu ævi átt þrjá eða fleiri feður. Þetta vandamál hefur ekkert með félagslega stöðu að gera, heldur fyrirfinnst í öllum hópum og það gerir strákunum líf- ið ekki auðveldara. I flestum tilfell- um er það svo að móðirin er alltaf til staðar, en karlarnir koma og fara. Annað er svo að margir karl- menn af minni kynslóð hafa tekið á sig sökina af árþúsunda kúgun kvenna og bæla niður ýmsar hliðar af sjálfum sér þess vegna. Utkom- an verður óneitanlega svolítið spaugileg útgáfa af karlmanni, sem biðst afsökunar á öllu, er mjúkur og þorir ekki að vera hann sjálfur. Þetta gengur auðvitað ekki, en það er líka svolítið spaugilegt að sjá menn gera uppreisn gegn þessu með því að fara á námskeið, þar sem þeir leita uppi sinn innri viUi- mann, sem er þá einhver róman- tíseruð útgáfa af gamalli og gall- harðri karlaímynd. Karlkyns kenn- arar, sem hafa uppgötvað sjálfan sig á þennan hátt, fara svo oft með þetta út í skólana og ætla að frelsa strákana á sama hátt og þeim finnst þeir hafa frelsast, en þetta hæfir þá strákunum engan veginn, því þeir hafa ekki reynsluheim kennarans. Þeir geta spriklað og hamast með kennaranum, en finnst þetta nú óneitanlega svolítið hall- ærislegt. Þetta er sami missMln- ingurinn og þegar kvenkyns kenn- arar ætluðu áður að frelsa stelp- urnar frá kúgun, sem þeim fannst að þær sjálfar hefðu búið við." Kynskipt kennsla er engin allsherjarlausn Kynskipt kennsla hefur víða skotið upp kollinum .sem lausn á misjafnri afstöðu stráka og stelpna til náms, en Niels Kryger er ekki sannfærður um að það fyrirkomu- lag leysi endilega allan vanda. „Það er alla vega ekki rétt að nota hana á þeim forsendum að þar með sé verið að frelsa stelpurnar frá því að vera með strákunum, þessum óiátabelgjum. Ég rekst oft á það í skóium að strákarnir hafa á tilfinn- ingunni að þeim hafi verið kastað út til að leyfa nú stelpunum einu sinni að komast að. Kynskipt kennsla getur komið sér vel við einstakar aðstæður, til dæmis þeg- ar verið er að kenna afmörkuð tæknileg atriði, sem kynin taka ólíkt á. En ef henni er bara beitt vélrænt og án umhugsunar þá hef ég enga trú á gagnsemi slíkrar kennslu." Tölvur og tölvukunnátta er oft nefnt sem svið er strákarnir hafi nokkurn veginn lagt undir sig, meðan fáar stelpur sinni þeim og það hefur valdið áhyggjum um nýtt forskot karla. Niels Kryger er ektó sannfærður um að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessu. „Það hefur oft sýnt sig að strákar kasta sér af áhuga út í að kanna nýja tækni og spennan felst í að finna hvað sé hægt og hvað ekki. Stelpurnar koma á eftir, þegar þær hafa fund- ið sér svið, sem vekur áhuga þeirra. Þær eru til dæmis að verða fjöimennar á tölvutalrásunum. Nú eru lfka að koma æ fleiri ungir kvenkyns kennarar, sem leiðbeina um tölvur og þá fá stelpurnar fyrir- myndir í þeim, sem þær geta fylgt eftir. Ég held að tölvur verði jafn áhugaverðar fyrir bæði kynin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.