Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 15 AKUREYRI Dótturfélag Sæplasts á Indlandi Tilraunaframleiðsla hefst í febrúar UPPBYGGING hins nýja dótturfé- lags Sæplasts á Indlandi, Sæplast- India Pvt. Ltd., hefur gengið sam- kvæmt áætlun. Verksmiðjuhúsið er tilbúið og uppsetning vélbúnaðar er að hefjast. Gert er ráð fyrir að henni ljúki um eða upp úr áramót- um og að tilraunaframleiðsla hefjist í febrúar 1998. Um 15 manns munu starfa hjá félaginu á Indlandi og verður lögð megináhersla á framleiðslu ein- angraðra kera til notkunar í fisk- iðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Einnig verða framleiddir vatns- Bókmennta- vaka og myndlistar- sýning BÓKMENNTAVAKA og myndlist- arsýning er yfirskrift „Heits fimmtudags" í Deiglunni, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 27. nóv- ember, en hún hefst kl. 21. Kvöldið er að þessu sinni í boði Máls og menningar, Bókvals og Café Karó- línu. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru Steinunn Sigurðardóttir úr Hanami, Rúnar Helgi Vignisson úr Ástfóstri, Kristín Omarsdóttir úr Elskan mín ég dey, Kristjón Kor- mákur Guðjónsson úr Óskaslóðin og Erlingur Sigurðarson úr Heilyndi. Húsið verður opnað kl. 20 og verða þá opnuð samsýning tveggja myndlistarkvenna, Sigurdísar Hörpu Arnardóttur og Dagnýjar Sifjar Einarsdóttur, en þær lærðu báðar í Myndlistarskólanum á Akureyri og hafa tekið þátt í sam- sýningum og efnt til einkasýninga á verkum sínum. Yfirskrift sýningar Sigurdísar er Bækur, en myndir Dagnýjar fjalla um land og fólk. Aðgangur er ókeypis. tankar og önnur hverfisteypt ílát, líkt og hjá móðurfélaginu á Dalvík. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Sæplasts. Aðstandendur hins nýja félags eru fullir bjartsýni á gott gengi þess. Einsýnt þykir að miklir mögu- leikar eru fyrir hendi á indverska markaðnum og viðbrögð væntan- legra kaupenda lofa góðu. Sæplast leggur félaginu m.a. til tækniþekk- ingu og sér um þjálfun starfsfólks. Fyrir nokkru voru þrír af yfirmönn- um Sæplast-India staddir hér á landi til að kynna sér starfsemina. Morgunblaðið/Kristján KK í Grímsey Grfmsey. Morgunblaðið. TÓNLISTARMAÐURINN Kristján Kristjánsson, KK, er nú á tónleikaferð um landið og gerði hann sér lítið fyrir og brá sér út í Grímsey. Eyjar- skeggjar fjölmenntu í félags- heimilið Múla þar sem hann lék lög sín við góðar undirtekt- ir og voru þeir sammála um að þetta hefði verið hin besta skemmtun. Stikuþvottur í stað snjómoksturs STARFSMENN Vegagerðarinnar á Akureyri hafa haft lítið af snjó- mokstri að segja á þessu hausti enda veðrið verið með allra besta móti að undanförnu. Kristján Þor- kelsson, starfsmaður Vegagerðar- innar, var þess f stað að sápuþvo vegstikur í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Stikurnar voru það skítugar að endurskinsmerkin á þeim sáust ekki fyrir drullu og gerðu þar af leiðandi ekki það gagn sem til er ætlast. Þeir starfsmenn Vega- gerðarinnar sem sjá um snjó- mokstur eru komnir á vaktir og þar sem enginn er snjómokstur- inn þótti upplagt að nota tímann til þrifa á stikunum. Starfsmaður Neytendasamtakanna Sex um- sóknir bárust SEX umsóknir hafa borist um starf hjá Neytendasamtökunum á Akur- eyri en umsóknarfrestur rann út um helgina. Eins og komið hefur fram var Vilhjálmi Inga Arnasyni, formanni Neytendafélags Akureyr- ar og nágrennis nýlega sagt upp störfum hjá Neytendasamtökunum og var óskað eftir því að hann hætti strax. Lfklega áfram 80% staða Vilhjálmur Ingi var í 80% starfi og segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasam- takanna að ekki hafi verið rætt um breytingar á stöðugildinu. „Við úti- lokum þó ekkert en munum fara í að ræða við umsækjendur og ég vonast til að hægt verði að ráða í starfið mjög fijótlega." Jóhannes sagði að skrifstofa sam- takanna yrði í Alþýðuhúsinu við Skipagötu og að hún væri þegar til- búin fyrir nýjan starfsmann. Heldur slakari verkefnastaða hjá Slippstöðinni síðustu tvo mánuði Nóg að gera á næstunni VIÐRÆÐUR standa nú yfir við forsvarsmenn útgerðar í Murmansk í Rússlandi og Slippstöðvarinnar á Akureyri um að stöðin taki að sér smíði á flakavinnslubúnaði í tvo tog- ara fyrirtækisins. Ingi Björnsson framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar sagði að heldur minna hafi verið að gera hjá fyrirtækinu síðustu tvo mánuði en annars hefði árið í heild verið mjög gott. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið heldur slakari en verið hefur mánuðina á undan en við horfum nú fram á betri tíð," sagði Ingi. Tvö stór verkefni framundan Nýlega hefur verið samið um tvö stór verkefni sem verða uppistaðan í starfsemi stöðvarinnar næstu tvo mánuði. Annars vegar er um að ræða endurbætur á togaranum Gullveri, m.a. endurnýjun á togþil- fari og bobbingagörðum, sandblást- ur, klæðningu á vinnslurými og uppsetningu á nýjum vélgæsluklefa. Togarinn kemur til Akureyrar síðar í vikunni. Þá hefur verið samið um að Slippstöðin vinni við togara Ut- gerðarfélags Akureyringa, Slétt- bak, en setja á nýtt vinnsludekk um borð í hann. Það verður smíðað nú á næstu vikum og sett um borð eftir áramót. Að auki sagði Ingi að fyrir lægi viljayfirlýsing um að Slippstöðin ynni við fleiri togara rússneska fyr- irtækisins Karel Rybflot. Þegar hefur stöðin unnið að endurbótum á tveimur togurum þess og sá þriðji liggur við Torfunefsbryggju. Byrjað á rússneska togaranum fljötlega „Vonandi verður hafist handa við það skip fljótlega, en fjármögnun er hins vegar ekki að fullu frágengin enn," sagði Ingi. „Við höfum einnig verið í viðræðum við annað fyrir- tæki í Murmansk um breytingar á tveimur skipum þess." Andrésar andar-leikarnir upphaf skíðaferils Kristins Björnssonar Erum stolt af kappanum og finnst við eiga í honum ólafsfírði. Morgunblaðið. NEFNDARMENN Andrésar and- ar-leikanna á skíðum sem haldnir hafa verið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri gerðu sér ferð til Ólafsfjarð- ar á mánudagskvöld til að heiðra og samgleðjast foreldrum Krist- ins Björnssonar skíðamanns, þeim Margréti Toft og Birni Þór Ólafssyni. Kristinn hóf skíðaferil sinn með þátttöku í Andrésar andar- leikunum í Hlíðarfjalli 6 ára gamall, árið 1979 og varð 3. í svigi og stðrsvigi. Keppti Krist- inn á leikunum í sjö ár samfleytt og þykir Andrésarmönnum þeir eiga töluvert í Kristni. Árangur snáðans var oftast nær góður og tók hann þátt í ýinsuiii greinum, svigi, stórsvigi, stökki og göngu. Síðast keppti Kristinn á Andrésarleikum árið 1985, 12 ára gamall og varð þá annar í stórsvigi, 33. í svigi og fyrstur í stökki. „Við erum afar stolt af kapp- aiiiim," sagði Gfsli Kristinn Lórenzson formaður nefhdarinn- ar við foreldra hans, „og okkur finnst við eiga svolítið í honum. Við Ieljum að þessi árangur hans afsanni þær kenningar að óhollt Átaksverkefni um bætt aðgengi Létt hurð, greið leið „LETT hurð, greið leið," er átaksverkefni sem staðið hefur yfir á Akureyri frá því í byrjun september en því lýkur formlega 1. desember næstkomandi. Verkefnið er á vegum Sjálfs- bjargar á Akureyri og nágrenni og er fólgið í áskorun til íbúa, fyr- irtækja og stofnana á Akureyri og víðar um að bæta aðgengi að húsakynnum sínum með sjálf- virkum opnunarbúnaði hurða. í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember næstkomandi verður fjölbreytt dagskrá í endurnýjuð- um húsakynnum Sjálfsbjargar í kjallaranum Bjargi við Bugðu- síðu. Þar verða m.a. veittar viður- kenningar til þeirra sem orðið hafa við áskorun félagsins um sjálfvirkan opnunarbúnað hurða, en enn gefst færi á að öðlast slfka viðurkenningu með því að taka slíka ákvörðun fyrir 1. desember og láta forsvarsmenn félagsins vita. Morgunblaðið/Guðmundur Þór ANDRÉSARNEFNDIN á heimili Margrétar Toft og Björns Þórs Ólafssonar foreldra Kristins Björnssonar. Frá vinstri eru Þóra Leifs- dóttir, Gísli Kristinn Lórenzson, ívar Sigmundsson, Friðrik Adolfs- son og Kristinn Steinsson. Margrét og Björn eru sitjandi fyrir miðri mynd með gjöf frá Andrésarnefndinni. sé fyrir börn að keppa á skíð- um." Mikils virði Margrét móðir Kristins vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem sýnt hefðu fjölskyldunni vel- vild, hringt, sent skeyti, fært þeim blóm og gjafir af þessu tilefni. Það væri þeim afar mik- ils virði. Síðustu sýningar á Hart í bak UM NÆSTU helgi verða síðustu sýningar Leikfélags Akureyrar á Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Verkið var frumsýnt 10. október og hefur verið sýnt við afbragðs að- sókn og góðar undirtektir, en fjöldi áhorfenda nálgast nú þriðja þús- undið. Leikritið verður sýnt á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 16. Enn eru til miðar á þessar sýning- ar, sem verða þær síðustu á þessu vinsæla verki. Sýnt er á Renniverk- stæðinu við Strandgötu. Sigurður Hallmarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Marta Nordal og Hall- dór Gylfason fara með aðalhlutverk- in, en Eyvindur Erlendsson leik- stýrir. Jólaverkefni Leikfélags Akureyr- ar, Á ferð með frú Daisy eftir Al- fred Uhry verður frumsýnt á Renniverkstæðinu á annan í jólum, Sigurveig Jónsdóttir, Þráinn Karls- son og Aðalsteinn JBergdal leika að- alhlutverkin, en Ásdís Skúladóttir leikstýrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.