Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hjólreiða- maður alvarlega slasaður FRETTIR LÍÚ leggur fram kröfugerð í viðræðum við sjómenn Sjómenn greiða atkvæði um verkfallsboðun MAÐUR á fimmtugsaldri á reiðhjóli slasaðist alvarlega er hann varð fyr- ir bíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í gærmorgun. Var hann fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur og telur lögreglan að hjálmur hafi forðað manninum frá enn alvariegri höfuðmeiðslum. Maðurinn, sem var á leið yfir Kringlumýrarbraut, varð fyrir bíl sem ók götuna til suðurs. Sögðu sjónarvottar manninn hafa kastast af hjólinu eina 15-17 metra. Hann slasaðist allmikið og hjálmur hans er illa farinn. Er talið að hann hafi tekið af manninum mesta höfuð- höggið. Maðurinn er á gjörgæslu- deild og verður áfram og er að sögn lækna talsvert mikið slasaður. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild, segir að margt bendi til þess að vandaðir hjálmar dragi oft úr höfuðmeiðslum hjólreiðafólks. Það væri reynsla lækna á slysadeild að þeir sem notuðu hjálma fengju oft minni höfuðáverka og hvatti hann böm sem fullorðna til að nota hjálma. Hjálmar vernduðu hins veg- ar ekki aðra líkamshluta og ekkert kæmi í stað þess að fara varlega. GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sagði eftir samningafund með útvegsmönnum að engu líkara væri en að útvegsmenn væru að biðja um verkfall. Á fundinum hafi LÍU lagt fram kröfur um lækkun á launum yfirmanna. Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasamband íslands hafa ákveðið að beina því til aðildarfélaga sinna að fara í at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Búast má við því að atkvæða- greiðsla um boðun verkfalls heflist í félögunum fyrstu dagana í desember og standi í um það bil mánuð eða fram yfir áramót. Verkfall sjómanna og farmanna þarf að boða með þriggja vikna fýrirvara og gæti því hafist um mánaðamótin janúar/febrú- ar verði verkfallsboðunin samþykkt. Á samningafundinum í fyrradag lögðu útvegsmenn fram kröfugerð í þremur liðum. í fyrsta lagi, að þegar fækkað væri í áhöfn skipa skiptist hlutur skipveijans jafnt á milli áhafn- ar og útgerðar. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að í dag leiddi fækkun í áhöfn til þess að útgjöld útgerðarinnar hækkuðu. I öðru lagi kröfðust útvegsmenn þess, að hlutur skipstjóra á loðnu- og síldarskipum lækkaði úr þvi að vera tæplega þrefaldur í að vera tvöfaldur eins og á öðrum fiskiskipum. Kristján sagði að engin rök væru fyrir því að það væri erfiðara að vera skipstjóri á loðnu- eða sfldarskipi en skipstjóri á öðrum skipum. Þessir menn væru með svipuð laun fyrir einn dag og fólk, sem reiknaði út laun þeirra, fengi í kaup á heilum mánuði. í þriðja lagi krafðist LÍÚ, að leyft yrði að fjölga í áhöfn frystiskipa um tvo menn án þess að það hefði áhrif á hlutaskiptin. Kristján sagði að við þessa breytingu yrðu verðmætin sem skipin flytja að landi meiri og hlutur hvers og eins yrði eftir sem áður jafnmikill þó að mönnunum yrði fjölgað. Guðjón Amar sagði að þessar kröfur væru fallnar til þess að færa menn fjær samningum. Hann sagði furðulegt að leggja til að laun þeirra sem störfuðu á skipum sem skiluðu mestum hagnaði, þ.e. síldar- og loðnuskipum, væru lækkuð. Sama ætti við um kröfu LÍÚ um breyting- ar á frystitogurum. Hún fæli í sér að skiptaprósenta yrði lækkuð um 1%. Afkoma á frystiskipum hefði verið ágæt og tæplega væri þörf á að lækka laun sjómanna á þeim. „Það er engu líkara en að þessir menn séu að biðja um verkfall," sagði Guðjón Amar. Öll verðmyndun fisks verði á markaði Forsvarsmenn Sjómannasam- bands fslands og Farmanna- og fiski- mannasambands íslands hafa undan- famar vikur og mánuði verið í funda- herferð um landið og búast þeir við að hún standi fram að jólum. „Ef ég met fundina, þá era þeir allir á einn veg. Menn hafa bara sagt að þeir vilji fá sinn kjarasamning, eins og aðrar stéttir og þeir fundir, sem við Guðjón A. Kristjánsson höfum haldið vítt og breitt um landið, hafa verið mjög afdráttarlausir," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands. Að sögn Sævars hafa engar við- ræður verið í gangi við viðsemjendur upp á síðkastið ef undan er skilinn stuttur fundur í síðustu viku þar sem ekkert gerðist. „Okkar krafa um að öll verðmyndun fisks verði á markaði stendur enn óhögguð en LÍÚ hefur fram að þessu hafnað henni alfarið,“ sagði Sævar. Kristján sagði að útvegsmenn hefðu ekkert umboð til að verða við kröfunni um allan fisk á markað. Einn af kostum íslensks sjávarútvegs væra tengsl veiða og vinnslu og út- vegsmenn vildu ekki stuðla að því að ijúfa þau. Þing Farmanna- og fiskimanna- sambandsins hefst í dag. Kjaramál verða stærstu mál þingsins. Vera og gæsimar HÚN Vera Knútsdóttir gengur oft meira en Htið forvitnar og jafnvel niður að Tjöm, heilsar upp á gæs- ágengar, þegar þær elta hana í imar og hefur gaman af. Og svo stómm hóp. Kannski er ástæðan virðist sem gæsimar hafi líka gam- sú að Vera á það til að stinga að an af heimsóknum Vem og séu þeim brauðmola - hver veit? Gildirtil 30.11 '97 yfir 2.000,- kr. ©SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Morgunblaöið/Ásdís Sinfónían í verkfall? HUÓÐFÆRALEIKARAR í Sinfóníuhljómsveit íslands hafa boðað til verkfalls á fimmtudag og föstudag. Samningafundur er boðaður í dag, en Bjöm Th. Ámason, formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, seg- ir að enn beri mikið S milli. Bjöm segir að eitt megin- ágreiningsefnið sé skilgreining á vinnutíma og íjárframlög til hljómsveitarinnar séu of lág. Það sé í raun ekki hægt að reka hljómsveitina miðað við núverandi fjárveitingar. Leitað á heimavist LÖGREGLAN á Selfossi fór í heimavist Menntaskólans á Laugarvatni í gær og leitaði að fíkniefnum. Ekkert fannst við leitina. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu barst ábending um meinta fíkniefnaneyslu. Nokkrir lög- reglumenn fóra á staðinn með leitarhund og leituðu í hveiju herbergi heimavistarinnar. Þrymur á 40 metra dýpi í Tálknafirði Segir skipið hafa sokkið í drætti VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar fann kl. 14 í gær stálskipið Þrym BA á um 40 metra dýpi í Tálkna- firði eftir að eigandi skipsins hafði upplýst hvar skipið lægi. Staðfestu kafarar frá varðskipinu að um Þrym væri að ræða, en leitað hefur verið að skipinu undanfarna daga eftir að fregnir bárast um að skemmtiskipið Linda hefði dregið Þrym frá Tálkna- firði þar sem hann hefur legið lengi í höfninni og snúið til baka án hans fyrir rúmlega viku síðan. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, sagði að eigandi Þiyms hefði gefið þá skýringu að skipið hafi sokkið þegar hann hafi verið að draga það út Tálknafjörð. Hann hafi ætlað að færa skipið á land í eigu eiginkonu sinnar við utan- verðan fjörðinn. Hafnaryfirvöld höfðu stefnt manninum vegna þess að hann hafði ekki orðið við kröfu um að fjarlægja skipið úr höfninni þar sem það hafði verið árum saman. Þórólfur segir mál þetta litið mjög alvarlegum augum þar sem það varði brot á lögum um vernd gegn meng- un sjávar. Hafði hann fengið dóms- úrskurð um heimild til þess að leggja hald á skipsdagbók Lindu og sigl- ingatæki áður en eigandi Þryms upplýsti hvar skipið væri. Sagði hann að málið yrði væntanlega sent Ríkis- lögreglustjóra um næstu helgi þegar rannsókn sýslumannsembættisins á málinu væri lokið. Óvíst er hvort reynt verður að ná Þrym upp. Þórólfur sagði heilbrigðis- yfirvalda að taka ákvarðanir um það. Hins vegar skipti miklu máli að vitað væri hvar skipið lægi þann- ig að hægt væri að vara sjófarendur við hættu sem af því gæti stafað. Ríkisstofnanir í samkeppnisrekstri Fjárhagslegnr aðskiln aður í rekstri 1999 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglur um hvemig ríkisstofn- un, sem að hluta til sé í umtals- verðri samkeppni við fyrirtæki á opinberum markaði, skuli aðgreina þann rekstur fjárhagslega frá öðram rekstri. Stefnt er að því áð reglurnar verði komnar til framkvæmda í árs- byrjun 1999. I formála Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra að reglunum segir að talsmenn einkarekstrar hafi stundum talið á sig hallað þar sem ríkisstofnanir og einkafyrirtæki starfi á sama markaði. Þeir hafi haldið fram að ríkisstofnanir niður- greiddu samkeppnisrekstur með fé frá starfsemi, sem nyti einkaréttar eða framlaga úr ríkissjóði. Kveðst Friðrik vona að með útgáfu reglnanna verði stuðlað að jafnræði I samkeppni milli einkarekstrar og ríkisrekstrar. Að auki sé markmiðið að gera allan kostnað við samkeppn- isstarfsemi á vegum ríkisins sýnileg- an til að auðvelda mat á því hvort henni verði betur sinnt af einkafyrir- tækjum um leið og kostnaðarvitund í stofnunum verði efld og hag- kvæmni opinbers rekstrar aukin. Miðað við markaðs- hlutdeild og tekjur Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglur um hvað fjárhagslegur aðskilnaður eigi að ganga langt eft- ir umfangi samkeppnisrekstrar. Ekki þarf aðskilnað séu tekjur sam- keppnisrekstrar lægri en fimm millj- ónir króna á ári og markaðshlutdeild minni en 5% af skilgreindum mark- aði. Má ríkisfyrirtækið hins vegar ekki verðleggja þjónustu sína lægra en keppinauturinn. Séu tekjur ríkisstofnunar af sam- keppnisrekstri á bilinu 5-50 milljón- ir króna eða markaðshlutdeild rekstrarins 5-15% af viðkomandi markaði ber að skilja að fjárhag samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar. Ef tekjur ríkisstofnunar af sam- keppnisrekstri era hærri en 50 millj- ónir króna eða markaðshlutdeildin yfir 15% skal fara fram fjárhags- og stjórnunarlegur aðskilnaður. I I I I v í í i > i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.