Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR Upp á stingur oddvitinn, hinirjáta! Ólafur Tr. Elíasson HÚN ER björt og skemmtileg minningin sem ég á um dvölina í sveitinni fyr'r ca 50 árum. Skemmtilegast var þegar allt hrossa- v stóðið kom af heiðinni ' og rann niður Víðidal- inn sem stórfjjót væri í réttina við Asgeirsá. Öll í sínum skrúða, flest falleg á sinn hátt, þó festist mér í minni óhugnaður einn við að sjá sum hrossin, sem nánast voru búin að nudda og naga af sér stertinn vegna orma- veiki sem þjakaði þau. Mest lagðist þetta á trippi og annað ungviði sem urðu vemd, smá og ljót í hárafari. „Ormurinn er ekkert lamb að leika við“, sagði bóndinn minn á bænum og bætti við, „þessi and- „> skoti berst með ótrúlegum hraða milli hrossanna í haganum." Eðalbomir vitringar Þetta minningarbrot kom upp í hugann þegar umræðan um sameig- inlegan kvóta landsmanna er í al- gleymingi og veiðileyfagjaldsþvælan ríður fjölmiðlum sem aldrei fyrr. Samanburður veiku hrossanna stert- lausu við þá sem haldnir eru kvóta- og auðlindaskattSsóttinni er ekki svo fráleitur, vegna þess að sjúkleikinn t er svo auðsær og sér í lagi meðal reynslulausra háskólamanna, sem tala beint af bókinni, og uppgjafa forstjóra innan úr Jámblendiverk- smiðju á Grundartanga, sem telur sig eðalborinn vitring en hefur aldrei svo mikið sem komið nálægt sjávarút- vegi. Jafn fráleitt vævi ef forstjóri HB færi að gera athugasemdir við rekstur verksmiðjunnar á Grundar- tanga sem rekin var með bullandi tapi í 12 ár að minnsta kosti, þrátt fyrir niðurgreitt rafmagnsverð og ótal styrki. Málflutningur Jóns Sigurðssonar um málefni sjávarútvegsins er á þann veg að hann er ekki marktækur. Á námsstyrkja- og ráðu- neytisárum Jóns, var ég sjómaður (við eram jafn gamlir). Þá kynntist ég áræði þeirra Akumes- inga sem með bættum sjómannafræðum gerðu það kleift að sækja sjó- inn af sömu harðneskju og áður og jusu upp auði hans án mikilla mann- fórna sem fyrr höfðu verið færðar öld fram af öld. Heimsmarkaðsverð á fiski var lágt og kröfur þjóðarinnar vora miklar því uppbyggingin var mikil í landinu. Vertíð eftir vertíð höfðu menn ekki annað upp en erfíðið og trygg- inguna, sem miðuð var við 10 tíma laun á dag í landi, - utan eina ver- tíð. Þá fískuðum við 1.060 tonn og hluturinn gerði 32 þúsund kr. Efír þessu harkalegu ár varð að samkomulagi að sjómenn fengju sjó- mannaafslátt. Þetta vill vitringurinn afnema og telur að ríkið tapi 1,5 milljörðum króna. Vissulega era margir sjómenn með góðar tekjur og er það hið besta mál. En þeir eru fleiri sem hafa sáralítið. Það er lítill vandi að setja fram skattakröfur á aðra, en hafa sjálfur notið alls þess besta sem völ er á. En sorglegust var ræða hinnar dæmigerðu reynslulausu háskóla- konu, Guðnýjar Guðbjömsdóttur, á Alþingi Islendinga, þegar hún sam- kvæmt háskólabókinni sagði: Það skipti meginmáli að arðurinn renni til þjóðarinnar, sem á auðlindina, og gæti jafnvel verið skárra að leigja einum og einum útlendingi einhvern hluta auðlindarinnar, heldur en að láta sægreifana fá hana fría á silfur- fati, svo blaðrar hún um Spánarferð- ir og sitthvað fleira. Þessi homhagld- ar alþingiskona ætti að kynna sér málin betur, ef hún vill láta taka sig alvarlega. Barátta íslendinga gegn veiðum Breta og annarra veiðiþjóða stóð áratugum saman og kostaði mannslíf og mikið íjárhagslegt tjón. Þjóðin stóð einhuga saman um auð- lindina, sem stóð ein undir allri vel- ferð og háskóla í landinu og hveijum hefði hugkvæmst það þá, að síðar kæmi fram alþingiskona með aðra eins lífssýn fyrir Islendinga, 21 ári eftir að síðasti breski togarinn sigldi af Islandsmiðum? En, eins og maður- inn sagði - ekkert er nýtt undir sólinni. Sægreifar Það hefur stöku sinnum vaknað upp sú spurning í huga mér hveijir fundu upp orðið „SÆGREIFI". Smellið orð yfír útgerðarmenn, sér- staklega þegar þarf að niðurlægja karlinn eða stéttina. Hóskólavitring- amir nota óspart orðið sægreifí í sínum djöfladansi um kvótann. Sá bráðskemmtilegi fréttamaður Oddur í Brú, sem var landskunnur fyrir sínar snjöllu fréttir frá Akra- nesi, átti til að titla menn á greiðslu- kvittun Morgunblaðsins. Þar titlaði hann mig O.T.E. verkstjóri og út- vegsbóndi, vegna þess að þá átti ég nokkrar rollur og grásleppubát. Væri Oddur vinur minn nú ofan moldu væri hann í vandræðum með hvaða titil ég ætti að bera því ég, ásamt 1.100 öðram, á hlut í Haraldi Böð- varssyni hf. ásamt lífeyrissjóðum og öðram fjárfestum sem vafalaust skipta þúsundum. Bíð ég nú eftir nafngiftinni frá Alþingi eða Háskóla íslands. Barnaleg samtök um þjóðareign era óþörf, því allar stórútgerðirnar era í eigu „fjöldans hf.“ og mætti verkalýðssamtök styðja enn betur við fiskvinnslufólkið og greinina í heild sinni, því nóg er til af bréfum. Þeir sem áttu peninga forðuðust útgerðarfélög Árin sem kvótinn var settur á, 1981-1983, var svo komið fyrir út- gerð á íslandi að ekki stóð steinn yfir steini. Hvernig blasti þetta við okkur hér í stórútgerðarbænum Skipaskaga? Það var einu orði sagt ömurlegt! - Öll útgerð og físk- vinnsla var rekin með bullandi tapi, og á skyndireddingum. Milljarðar króna voru færðar frá fólki og fyrir- tækjum til ríkissjóðs. Annar þáttur í þessari dæmalausu vinstri herferð gegn atvinnulífínu voru taumlausar skattahækkanir, vörugjald, bensín- gjald og matarskattur og fleira og Þótt krataoddvitinn heimti veiðileyfagjald og háskólastóðið hærri skatta er það von mín, -------->-------—----------- segir Olafur Tr. Elías- son, að svarið verði nei hjá þjóðinni. fieira. Þeir sem áttu peninga forð- uðust útgerðarfélög eins og pestina í þá daga. Þorskurinn sem kom á land var yfirleitt ókynþroska fískur innan við tvö kíló að þyngd, 500-700 fískar í tonnið. Margt var gert til að halda skipum og frystihúsum gang- andi en flest mistókst. Þar fóru hundrað milljóna af skattpeningun- um í vaskinn, úr vösum bæjarbúa. Ef útgerðarmennirnir sem mesta ábyrgð og reynslu höfðu hefðu ekki haft þá gæfu að bera að sameina þær slitrur sem eftir vora í eitt stórt útgerðarfélag hér á Akranesi, þá væri hér allt í rústum sem héti út- gerð, líkt og í Keflavík og fleiri stöð- um þar sem menn tóku ekki réttar ákvarðanir. Húrra fyrir Heimaey! LOKSINS tók ein- hver af skarið, loksins fínnst heilbrigð hugsun í öllu volæðinu og loks- ins fást Heimaeyjar- kertin aftur. HÚRRA! Eftir að hafa lesið grein í Morgunblaðinu 26. september sl., sem fjall- ar um daglegt líf fatl- aðra einstaklinga í Vestmannaeyjum og eftir að hafa farið út í búð og keypt frábæru kertin þeirra, sem ég hef saknað í mörg ár, get ég ekki orða bund- ist og verð að bera fram þessa spumingu: Hvar liggur vandi fatlaðra einstaklinga, sem hafa ekki sömu möguleika og við hin til að vinna, en fái þeir tækifæri gera þeir það svo vel, með svo mikilli ánægju og af svo miklu kappi' að margt ófatlað og vel vinnufært fólk gæti skamm- ast sín fyrir sitt vinnuframlag? Ekki stendur á þessum yndislega ham- ingjusömu einstaklingum í Heimaey, þegar ákveðið er að taka höndum saman og framleiða og selja tvö hundruð þúsund kerti fyrir áramót. Eftir 13 ár er verksmiðjan loksins rekin á fullum afköstum. Hvað var í gangi allan þennan tíma? Hvers vegna voru fatlaðir og öryrkjar á biðlista eftir vinnu og verksmiðjan keyrð í fyrsta gír öll þessi ár? Hver borgar fyrir svona bruðl? Já, það er góð spurning, hver borgar, bæði launabæturnar og tapreksturinn á verksmiðjunni? Því er auðsvarað, ég og þú lesandi góður, við borgum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hver ber ábyrgð á svona vinnu- brögðum? Hver skellir upp heilli verksmiðju og skrifar svo þessa örf- áu einstaklinga sem ættu að hafa vinnu 1 verksmiðjunni, á biðlista eft- ir vinnu? Er heil brú í þessu? Ef þetta er ekki virðingarleysi fyrir verðmætum og vinnuafli þá veit ég Hrafnhildur Geirsdóttir ekki hvað virðingar- leysi er. í greininni kemur fram að verndaðir vinnustaðir eru á ábyrgð ríkisins. Eg skora á félagsmálaráð- herra að kynna sér átak Vestmannaeyinga „Færam fötluðum framtíð", sem hika ekki við að blása á innflutt kerti og era komnir með vöruna sína aftur á markaðinn með stæl. Ég skora á hann að kynna sér hvernig eigi að auka sölu á fram- leiðsluvöru verndaðra vinnustaða, því kannski era fleiri staðir reknir á hálfum eða þaðan af minni afköstum með svo og svo marga einstaklinga á biðlista eftir vinnu. Fólk sem vill vinna, fólk sem á rétt á starfsþjálfun og getur unnið á þessum stöðum, fólk sem vill sjá fyrir sér sjálft en fær ekki tækifæri. Það þykja sjálfsögð mann- réttindi að fólk fái vinnu við sitt hæfí og þess vegna eru til verndaðir vinnustaðir en svo virðist sem þeir séu bara reknir með hálfum hug. Það er kannski að hengja bakara fyrir smið að draga félagsmálaráð- herra einan til saka því kannski er líka um að kenna „stórhuga og ver- aldarvönum íslendingum" sem eyða ekki minna en tveimur krónum í stað einnar, bara af því að við erum svo ótrúlega blind. Það er kannski mergurinn málsins. Kannski liggur vandinn líka hjá okkur neytendum og skattgreiðendum, sem kjósum að kaupa innflutta vöra og greiða þar að auki fötluðum einstaklingum bætur, í stað þess að kaupa vörurn- ar þeirra og skapa þeim atvinnu, svo þau fái þjálfun og geti unnið fyrir sér sjálf, a.m.k. að hluta til. Ekki vantar viljann hjá þeim. Ég verð að segja fyrir mig að ég vissi ekki að kertaverksmiðjan Heimaey væri verndaður vinnustaður og að ég væri að styrkja gott málefni með því að kaupa kertin þeirra því ég er, eða má ég kannski segja var, jafn blind og Ölafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri kertaverksmiðj- unnar, sem játaði í greininni að hann væri að „læra“ að kaupa íslenskt og undraðist yfír sjálfum sér að hafa ekki keypt vörar frá öðrum vernduðum vinnustöðum, en það var einmitt þessi einlæga játning hans sem vakti mig til umhugsunar. Ég hef ekki mikla reynslu af vörum framleiddum á vernduðum vinnu- stöðum en þó hef ég keypt möppur og myndaalbúm frá Múlalundi, upp- þvottabursta frá blindum og kertin frá Heimaey og er alveg 100% ánægð, bæði með verð og gæði, svo ánægð að ég vil gjarnan kaupa fleira ef ég bara vissi hvað er á boðstólum. Hingað til hafa þessar vörar ekki verið merktar sérstaklega neytend- um til glöggvunar, a.m.k. ekki svo eftir verði tekið, og fínnst mér alveg kominn tími til að það verði gert, því ég hallast að því að það sé ákveð- inn gæðastimpill ef vara er framleidd á vernduðum vinnustað. Ég skora á þá sem hafa eitthvað með það að segja að koma þessum vörum á framfæri að taka þá í Vestmannaeyj- um sér til fyrirmyndar. Stígið fram á sviðið og sýnið hvað þið hafið að bjóða. Hvert beina opinberar stofnanir viðskiptum sínum? Ég ætlast ekki til þess að félags- málaráðherra svari þessari grein, orð fyrir orð, en mig langar alveg sér- staklega til að vita hvað hann gerir til að leggja þessum minnihlutahóp- um lið og spyr þess vegna; hefur hann stuðlað að því að ráðuneytin kaupi möppur (bréfabindi) frá skjól- stæðingum félagsmálaráðuneytisins í Múlalundi? Eða eru kannski keypt- ar möppur frá erlendum vernduðum vinnustað? Eru notuð kerti frá Heimaey í opinberar veislur eða eru Velferð bæjarins En vegna þess að þeir útgerðar- menn sem hér réðu mestu höfðu vel- ferð bæjarins að leiðarljósi tókst þeim að snúa vörn í sókn og það er eitt- hvað sem Akurnesingar kannast við og kunna að meta. Haraldur Böðvars- son hf. hefur nú á sinni könnu um 500 manns á Akranesi og Sandgerði og er það fleira fólk en Sementsverk- smiðjan, Járnblendiverksmiðjan og Norðurál hafa tii samans. Miklar fórnir En þetta kostaði miklar fórnir, tvö frystihús, fjóra togara, Höfðavík, Krossvík, Skipaskaga og Sæfara. Tvö síldar- og loðnuskip - Rauðsey og Skími. Fjórir neta- og línubátar hurfu úr flota Skagamanna til viðbótar en eitt fiystiskip bættist við á þessu tímabili, ásamt fjölda smábáta. Frjálst framsal Þegar kvótinn var ákveðinn af stjómmálamönnum var honum úthlut- að á skip og báta eftir þeirra veiði- reynslu. Én stjómmálamenn tóku ekki ákvörðun um það hvaða útgerðarfélög lifðu af þessa úthlutun og hveijir dæju. Það yrði útgerðin sjálf að fást við. Framsal á kvóta var leyft enda ein af forsendum þess að hægt væri að fækka skipum og sameina afla- heimildir, þar byijaði dansinn, skip og kvóti gekk kaupum og sölu. Marg- ir græddu, aðrir töpuðu, en það sem skipti höfuðmáli var að þá rétti útgerð- in í landinu smátt og smátt úr kútnum og þorskstofninn er á góðri leið upp á við og síldarárgangar virðast líka standa nokkuð vel, en aftur á móti karfmn og ufsinn heldur á niðurleið sem eðlilegt má telja miðað við þá miklu sókn sem í þá stendur. Það er von mín að þó að krataodd- vitinn heimti veiðileyfagjald og allt háskólastóðið hrópi á meiri skatta, þá verði svarið nei hjá þjóðinni. Það yrði farsælast fyrir þjóðina. Höfundur er sérhæfður fiskvinnslumaður. kannski valin innflutt kerti og þann- ig unnið með erlendri samkeppni á móti bjartsýnum og duglegum minnihlutahópi í Vestmannaeyjum? Hvaðan eru uppþvottaburstarnir og borðtuskurnar sem eru notaðar í mötuneytum hins opinbera? Eru þær frá skjólstæðingum félagsmálaráðu- neytisins eða era þær það ekki? Það sem mig langar að vita er hvort ráðuneytin og aðrir opinberir . Ég skora á neytendur að standa með okkar fólki, segir Hrafnhild- ur Geirsdóttir, því það er í okkar höndum að færa fötluðum framtíð. staðir beini viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem era beinlínis að stuðla að því að fatlaðir einstakl- ingar og öryrkjar fái vinnu og starfs- þjálfun og geti jafnvel komist á al- mennan vinnumarkað. Færum fötluðum framtíð I greininni kemur líka fram að árið 2000 taki sveitarfélögin við rekstri og umsjón verndaðra vinnu- staða. Það er umhugsunarefni fyrir syeitarfélögin að standa nú saman og beina viðskiptum sínum til þeirra og leggja þannig sitt af mörkum til að styrkja stöðu þeirra áður en sveit- arfélögin taka við þeim. Og hvaða möppur kaupa fyrirtæki? Kannski bara einhveijar möppur? Því ekki möppurnar frá Múlalundi? Eða heim- ilin? Kaupa þau vandaðar vörur frá vernduðum vinnustöðum? Ég skora á neytendur’ og við erum öll neytendur; heimilin, einkafyrir- tæki, ríkisfyrirtæki og sveitarfélög. Stöndum með okkar fólki því það er í okkar höndum að færa fötluðum framtíð. Höfundur er iðnrekstrar- fræðingur og félagi í FRI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.