Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 29 • LJÓÐABÓKIN Innrás liljnnna er eftir Bergsvein Birgisson. Bókin skiptist í þijá hluta. í fyrsta hlutan- um „Ur Sökkdöl- um“ tekst ljóð- mælandinn á við napurt hlutskipti mannsins í hraða og óreiðu nútím- ans. I öðrum hluta „Á baki Mið- garðsorms" fjall- ar höfundur um Bergsvenin hlutskípti manns- BH^SSO" insítrúarlegu samhengi. í þriðja hlutanum „Inn- rás liljanna“ er að finna dulýðgis- stemmingar og heimsmyndunar- ljóð. Auk þessara jjóða eru í bók- inni tvær kviður. í Blýlundarkviðu tengir ljóðmælandi saman Sonar- torrek Egils Skallagrímssonar og nútímann og í Ódáinskviðu er fjall- að um umkomuleysi hins heilaga í mannheimum. Eftir Bergsvein ligg- ur ein ljóðabók, íslendingurinn, sem kom út árið 1992. Nykurgefur bókina út. Hún er 72 síður og prentuð hjá Félags- prentsmiðjunni ehf. Listaverk á kápu er eftir Huldu Hákon. Verð bókarinnar er 1.250 kr. • NÓTT á Mánaslóð er eftir Birg- ittu H. Halldórsdóttur. Þetta er fimmtánda skáldsaga ilirgittu. „Ég er norn, komin af nornum í beinan kven- legg.“ Þannig hefst þessi saga sem fjallar um mæðgur búnar óvenjulegum hæfileikum, örlög þeirra og þeirra nánustu. Sagan gerist á íslandi og í Noregi og við hana fléttast óhugn- anlegir samtímaviðburðir sem hafa hræðilegar afleiðingar. Nótt á Mánaslóð er 248 bls. og leiðbeinandi útsöluverð er 2.980 kr. Útgefandi er Skjaidborg. • SJÁVARNIÐUR og sunnanrok - viðtöl við 5 valinkunna sjósókn- ara er eftir Jón Kr. Gunnarsson. í bókinni segja fimm yiðmælend- ur úr sjómanna- stétt frá litríku og fjölbreyttu lífs- hlaupi. Þeir eiga viðburðaríkan og farsælan feril að baki og hafa lifað tímana tvenna til sjós og lands. Við- mælendurnir eru: Kristján Þorláksson, skipstjóri og hvalaskytta, Andrés Gunnarsson, vélstjóri og uppfinningamaður, Guðmundur Þorleifsson stýrimaður, Helgi Jakobsson, skipstjóri á Dal- vík, og Guðmundur Halldórsson, skipstjóri á Drangsnesi. Sjávarniður og sunnanrok er 208 bls. Leiðbeinandi verð er 3.480 kr. Útgefandi er Skjaldborg. Nýjar bækur • ÚT í víða veröld erbarnabók eftir Iðunni Steinsdóttur. Það er undarleg hersing sem heldur út í heim með fáeina brauð- mola í poka til að leita svars við brennandi spum- ingu; úrillur karl, þrír úrræðagóðir krakkar og hann Jarpur gamli með kerruna í eftir- dragi. Leiðin er löng — og hvorki viðburðasnauð né hættulaus. Á vegi þeirra verða flakkarar og svika- hrappar, eldfjöll ogjökulsprungur, álfar og tröll. En allt veltur á því að þau fái svar við spurningunni og komist aftur heim til að bjarga bænum sínum og fólkinu frá sulti og seyru. Iðunn gefur bókina út. Út í víða veröld er 105 bls., skreytt fjölda mynda eftirBrian Pilkington. Leið- beinandi verð: 1.980 kr. • VEISLUSTJÓRINN er eftir Garðar Sverrisson. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins. Áður hefur komið út eftir hann bókin Býr íslendingur hér? Veislustjórinn er fjölskyldusaga sem gerist í af- skekktu sjávar- þorpi á miðjum níunda áratugn- um. Ungur maður kemur á æsku- slóðimar eftir margra ára fjarveru. Hann er kom- inn til að aðstoða móðurbróður sinn við rekstur fyrirtækis en þegar til kemur taka verkefnin á sig talsvert aðra mynd en ætlað var í fyrstu. Smám saman flækist hann inn í atburðarás sem ekki verður snúið við og um leið taka að skýrast ýmis atriði úr fortíðinni sem hafa haft áhrif á allt líf hans. Útgefandi erlðunn. Veislustjór- inn er214 bls., prentuð íPrentbæ hf. Leiðbeinandi verð er 2.480 kr. • ÖLDIN okkar fjallar um tíma- bilið 1991-1995 í myndum og máli. Þetta er sextánda bókin í flokknum en hin níunda um öldina sem nú er að renna sitt skeið. í Öldunum er saga liðinna atburða og árin rak- in á lifandi og aðgengilegan hátt. í Öldunum eru sögu þjóðarinnar í fimm hundruð ár gerð skil í mynd- um og máli. í bókinni sem nú kem- ur út er að finna frásagnir af stór- um og smáum atburðum. Hér segir frá hamförum og sorgarviðburðum, pólitískum hræringum, mönnum og menningarviðburðum og brugðið er upp kátlegum smámyndum úr ís- lensku mannlífi. Útgefandi erlðunn. Nanna Rögn- vaidsdóttir tók bókina saman en myndumsjón annaðist Gunnar V. Andrésson. Bókin erprentuð í Odda hf. Leiðbeinandi verð er 4.480 kr. • LÚLLI læknir og Lúlli ogFlosi eru eftir Ulf Löfgren, sem sent hef- ur frá sér fjölda barnabóka og hafa margar þeirra komið út í íslenskri þýðingu. í bókinni Lúlli og Flosi segir frá því þegar flóðhesturinn Flosi týndi mömmu sinni og Lúlli og vinir hans hjálpuðu honum að leita að henni, lentu í ýmsum ævintýrum og hittu meðal annars kóng, sirkusstjóra og sjóræningja. í bókinni Lúlli læknjr setur Lúlli upp læknisstofu ásamt Gunnu systur sinni og hjálpar öllum sem leita til hans. Iðunn gefur bækurnar út. Hvor bók er 28 bls. Sigríður Rögnvalds- dóttirþýddi. Leiðbeinandi verð er 440 kr. • KÍNVERSKIR skuggar er eftir Oddnýju Sen. Hún byggir frásögn sína af lífi ömmu sinnar, Oddnýjar Erlendsdóttur Sen, á bréfum hennar og frá- sögnum ætt- menna af ein- stæðu lífshlaupi þessarar íslensku konu, sem forlög- in báru lengra burt frá bernsku- slóðum en flestar aðrar, en sneri þó að lokum heim. Þetta er önnur bók höfundarins, sem áður hefur sent frá sér bókina Á flugskörpum vængjum. Aldrei grunaði Oddnýju Erlends- dóttur frá Breiðabólsstöðum þau ör- lög sem biðu hennar er hún hélt út í heim árið 1909, haldin brennandi útþrá. Eftir nokkurra ára dvöl við nám og störf í Edinborg giftist hún kínverskum manni og hélt með hon- um yfir hálfan hnöttinn, til framandi landa, inn í annan heim. Hún fékk að kynnast töfrum og fegurð Kína- veldis og átti hamingjustundir í ævin- týralandi. En hún fékk einnig að reyna ógnir, átök og grimmd. Og hún kynntist missi, svikum og sorg. Bókaútgáfan Iðunn gefur Kín- verska skugga út. Hún er268 bls., prentuð íPrentbæ hf. Leiðbeinandi verð er 2.980 krónur. • BARNABÓKIN Óskastundirer eftir Árna Bergmann. Hildur á góða fjölskyldu og bestu vinkonu í heimi, en hún sér að margir aðrir eiga bágt og á sér stóra drauma um að bæta heiminn. Dag nokkurn kemur til hennar ævintýrið sjálft í líki dísar sem fær- ir henni óskir. En það er mikill vandi að fara með óskir og þarf að fara að öllu með gát. Þetta er spennusaga sem vekur ótal spurningar um lífið og tilver- una. Margrét Laxness myndskreytti söguna sem Mál og menninggefur út. Bókin er 144 blaðsíður, prentuð í Svíþjóð og kostar 1.490 krónur. Jón Kr. Gunnarsson Iðunn Steinsdóttir Garðar Sverrisson Árni BerCTnann www.centrum.is/leidarljos EPSON PÓR HF Ármúla 11 ■ Bfml DBB-1BOQ Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavfk Sími 550 4000 Fax 5S0 4001 Netfang: Reykjavfkurvegi 64 220 Hafnarfirfii Sfml 550 4020 Fax 550 4021 Netfang: mottakaOtaeknival.is fjordurOtaeknival.is Ljósmyndaprentun auðveldari en nokkru sinni fyrr með nýja Epson Stylus Photo bleksprautuprentaranum Gæði prentunarinnar í Epson Stylus Photo prent- aranum eru hreint út sagt frábær, þökk sé hinni nýju Epson PRQ tækni (Photo Reproduction Quality). Nú getur þú notið þess að fylgjast með í Ijósmyndunum þínum verða að veruleika heima ó hjá þér. ” Með því að taka myndirnar á stafræna myndavél \ frá Epson, vista þær inn á tölvuna þína og prenta í út með Epson Stylus Photo bleksprautuprent- o aranum, losnarðu við hið hefðbundna fram- 1 köllunarferli. Auk þess getur þú lagfært og breytt 2 eigin myndum eftir smekk og prentað út éins mörg eintök og þú þarft, allt upp i A4 stærð. Ljósmyndaprentun hefur aldrei verið auðveldari en einmitt núna. Stafræn myndavél frá Epson eða Epson filmuskanni, ásamt tölvunni þinni og Epson Stylus prentara, mynda hið fullkomna Epson myndastúdíó. BR o ; u Þú sparar ú MmvÚéilLÉinjií fsláttur r Gouda 26% í W* kkningum á tilboði í næstu verslun kostaði áður 7^0 kr. ■ kostar núna 592 kr. 4^t3§5 |p4fir BjiÆ jr K Jrrk jr o Kr. a kilo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.