Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 21 ERLENT • -f Afryja dómi yfir barnfóstru SAKSÓKNARI í máli bresku barnfóstrunnar Louise Wood- ward, áfrýjaði í gær dómi yfir henni beint til hæstaréttar í Massachusetts-ríki í stað þess að snúa sér til áfrýjunardóm- stóls. Dómari í máli Woodward mildaði fyrir skemmstu dóm yfir henni úr morði niður í manndráp af gáleysi. Hélt saksóknari því fram að dómarinn í málinu hefði komið fram eins og hann hefði í raun sýknað barnfóstruna. Tilboð Rússa misskilið JÚRÍ Derjabin, öryggisráðgjafi Rússlandsforseta, er nú stadd- ur í Stokkhólmi þar sem hann undirbýr undirritun samstarfs- sáttmála þjóðanna. Derjabin hélt því fram í samtali við sænska fjölmiðla að tilboð Rússa um að fara með öryggis- gæslu í Eystrasaltslöndunum hafi verið misskilið. Því hafi fyrst og fremst verið ætlað að draga úr spennu á milli Rúss- lands og Eystrasaltsríkjanna. Fé Eccle- stones til góð gerðarmála STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi hyggst gefa eina miUjón sterlingspunda, andvirði 120 milljóna íslenskra króna, til góðgerðarmála neiti fram- kvæmdastióri Pormula 1-kapp- aksturskeppninnar, Bernie Ecclestone, að taka við endur- greiðslu á framlagi sínu. Fylgi Pers- sons minnkar SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun í Svíþjóð hefur traust 40% Svía á Göran Persson, for- sætisráðherra landsins, minnk- að eftir að birtar voru upplýs- ingar um gríðarlegan ferða- kostnað hans. Frá því forsætis- ráðherrann tók við völdum á síðasta ári nemur kostnaður vegna leiguflugs á hans vegum 25 milljónum íslenskra króna. Vara við ferð- um til Tad- sjíkistan BANDARÍSK stjórnvöld hafa varað þegna sína við ferðum til Tadsjíkistan eftir að frönskum hjónum var rænt þar í síðustu viku. Stríðsherrann Rizvon Sodirov hefur lýst ráninu á hendur sér og stjórnvöld í Tad- sjíkistan hafa nú umkringt nokkur þorp í austurhluta landsins þar $em talið er líklegt að hjónin séu í haldi. Leiðast aug- lýsingar ALLT að helmingur Breta hef- ur hlutlaust éða neikvætt við- horf til auglýsinga. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í Bretlandi í gær. Sam- kvæmt könnuninni leiðist 22% aðspurðra auglýsingar en önnur 22% eru hlutlaus gagnvart þeim. Aðstandendur könnunar- innar segja þetta váleg tíðindi fyrir auglýsendur. Talebanar fangar stríðsherrans Maliks í Afganistan Fangar sveltir og pyntaðir Shebargan. Reuters. FANGAR úr Taleban-hreyfingunni í Afganistan sögðu í gær frá illri meðferð í fangelsum stríðsherrans Abduls Maliks, en þau féllu fyrir skömmu í hendur annars stríðs- herra og fyrrum liðsmanns Maliks, Abduls Rashids Dostums. Segjast fangarnir hafa verið pyntaðir og sveltir og grunur leikur á að allt að 1.200 fangar hafi verið teknir af lífi. Um 1.500 föngum hefur verið sleppt Fréttamenn heimsóttu Shebarg- an-fangelsið í gær þar sem aðeins 80 fangar eru eftir af tæplega 1.600. Fangarnir segja tíu manns hafa orð- ið hungurmorða á síðustu mánuðum en hinir hafi bjargað lífi sínu með því að leggja sér laufblöð til munns. Að sögn fréttamanna sem heim- sóttu fangelsið eru fangarnir skelfi- lega útlítandi, grindhoraðir og með innfallin augu. Þeir sögðust hafa verið handteknir í maí sl. er Tale- banar gerðu tilraun til að endur- heimta Mazar-i-Sharif með aðstoð stríðsherrans Abduls Maliks. Hann snerist hins vegar gegn Talebönum og og féllu hundruð þeirra auk þess sem þúsundir voru handteknar. Hefur Dostum, sem er fyrrver- andi herforingi úr liði Maliks, sakað Malik um að hafa látið taka um 2.000 fanga af lífi og sáu fréttamenn fjölda líka í fjöldagröfum skammt frá fangelsinu sem styðja þessar fullyrðingar. Vill deila völdum með Taleban Stríðsherrann Dostum lýstí því yf- ir í gær að hann væri reiðubúinn að ganga til viðræðna við Taleban- hreyfinguna um að deila völdum í Afganistan. Reyndi hreyfingin hins vegar að ná völdum yfir mönnum hans, myndu þeir berjast af hörku gegn Talebönum. Fiilsllllllílll fifin m vvv vvvv Aöstandendur svara aðstanöendum GEÐHJALP <AUÐI KHOS ISLANDS Gersemi íslenskra bókmennta í útgáfu Nóbelsskáldsins BRENNU- NJÁI£SAGA Nákvæm endurgerð á sögufrægri glæsiútgáfu Helgafells frá 1945 með nútímastafsetningu. Halldór Laxness annaðist útgáfuna og skrifaði eftirmála. Bókin er ríkulega prýdd einstæðum myndum eftir þrjá höfuðsnillinga íslenskrar myndlistar um miðbik aldarinnar: Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Glæsiútgáfa á Brennunjálssögu er í senn vel fallin „ril viðhafnargjafa og heimilisprýði sem bæði bókamenn og vinir góðs skáldskapar teldu sig stolta að eiga" svo að vitnað sé í orð Nóbelsskáldsins. TRYGGÐU ÞÉR ÞENNAN KJÖRGRIP Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERDI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.