Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 21

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 21 Áfrýja dómi yfír barnfóstru SAKSÓKNARI í máli bresku bamfóstrunnar Louise Wood- ward, áfrýjaði í gær dómi yfir henni beint til hæstaréttar í Massachusetts-ríki í stað þess að snúa sér til áfrýjunardóm- stóls. Dómari í máli Woodward mildaði fyrir skemmstu dóm yfir henni úr morði niður í manndráp af gáleysi. Hélt saksóknari því fram að dómarinn í málinu hefði komið fram eins og hann hefði í raun sýknað bamfóstruna. Tilboð Rússa misskilið JÚRÍ Derjabin, öryggisráðgjafi Rússlandsforseta, er nú stadd- ur í Stokkhólmi þar sem hann undirbýr undirritun samstarfs- sáttmáia þjóðanna. Derjabin hélt því fram í samtali við sænska fjölmiðla að tilboð Rússa um að fara með öryggis- gæslu í Eystrasaltslöndunum hafi verið misskilið. Því hafi fyrst og fremst verið ætlað að draga úr spennu á milli Rúss- lands og Eystrasaltsríkjanna. Fé Eccle- stones til góð ge rðarmála STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi hyggst gefa eina milljón sterlingspunda, andvirði 120 milljóna íslenskra króna, til góðgerðarmála neiti fram- kvæmdastjóri Formula 1-kapp- aksturskeppninnar, Bernie Ecclestone, að taka við endur- greiðslu á framlagi sínu. Fylgi Pers- sons minnkar SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun í Svíþjóð hefur traust 40% Svía á Göran Persson, for- sætisráðherra landsins, minnk- að eftir að birtar vom upplýs- ingar um gríðarlegan ferða- kostnað hans. Frá því forsætis- ráðherrann tók við völdum á síðasta ári nemur kostnaður vegna leiguflugs á hans vegum 25 milljónum íslenskra króna. Vara við ferð- um til Tad- sjíkistan BANDARÍSK stjórnvöld hafa varað þegna sína við ferðum til Tadsjíkistan eftir að frönskum hjónum var rænt þar í síðustu viku. Stríðsherrann Rizvon Sodirov hefur lýst ráninu á hendur sér og stjórnvöld í Tad- sjíkistan hafa nú umkringt nokkur þorp í austurhluta landsins þar sem talið er líklegt að hjónin séu í haldi. Leiðast aug- lýsingar ALLT að helmingur Breta hef- ur hlutlaust eða neikvætt við- horf til auglýsinga. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í Bretlandi í gær. Sam- kvæmt könnuninni leiðist 22% aðspurðra auglýsingar en önnur 22% eru hlutlaus gagnvart þeim. Aðstandendur könnunar- innar segja þetta váleg tíðindi fyrir auglýsendur. ERLENT Talebanar fangar stríðsherrans Maliks í Afganistan Fangar sveltir og pyntaðir Shebargan. Reuters. FANGAR úr Taleban-hreyfingunni í Afganistan sögðu í gær frá illri meðferð í fangelsum stríðsherrans Abduls Maliks, en þau féllu fyrir skömmu í hendur annars stríðs- herra og fyrrum liðsmanns Maliks, Abduls Rashids Dostums. Segjast fangamir hafa verið pyntaðir og sveltir og grunur leikur á að allt að 1.200 fangar hafi verið teknir af lífi. Um 1.500 föngum hefur verið sleppt. Fréttamenn heimsóttu Shebarg- an-fangelsið í gær þar sem aðeins 80 fangar eru eftir af tæplega 1.600. Fangamir segja tíu manns hafa orð- ið hungurmorða á síðustu mánuðum en hinir hafi bjargað lífi sínu með því að leggja sér laufblöð til munns. Að sögn fréttamanna sem heim- sóttu fangelsið era fangamir skelfi- lega útlítandi, grindhoraðir og með innfallin augu. Þeir sögðust hafa verið handteknir í maí sl. er Tale- banar gerðu tilraun til að endur- heimta Mazar-i-Sharif með aðstoð stríðsherrans Abduls Maliks. Hann snerist hins vegar gegn Talebönum og og féllu hundrað þeirra auk þess sem þúsundir vora handteknar. Hefur Dostum, sem er fyrrver- andi herforingi úr liði Maliks, sakað Malik um að hafa látið taka um 2.000 fanga af lífi og sáu fréttamenn fjölda líka í fjöldagröfum skammt frá fangelsinu sem styðja þessar fullyrðingar. Vill deila völdum með Taleban Stríðsherrann Dostum lýsti því yf- ir í gær að hann væri reiðubúinn að ganga til viðræðna við Taleban- hreyfinguna um að deila völdum í Afganistan. Reyndi hreyfingin hins vegar að ná völdum yfir mönnum hans, myndu þeir berjast af hörku gegn Talebönum. - kjarni málsins! Gersemi íslenskra bókmennta í útgáfu Nóbelsskáldsins BRENNU- NJÁLS SAGA Nákvæm endurgerð á sögufrægri glæsiútgáfu Helgafells frá 1945 með nútímastafsetningu. Halldór Laxness annaðist útgáfxma og skrifaði eftirmála. Bókin er ríkulega prýdd einstæðum myndum eftir þrjá höfuðsnillinga íslenskrar myndlistar um miðbik aldarinnar: Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjamar og Þorvald Skúlason. Glæsiútgáfa á Brennunjálssögu er í senn vel fallin „til viðhafnargjafa og heimilisprýði sem bæði bókamenn og vinir góðs skáldskapar teldu sig stolta að eiga" svo að vitnað sé í orð Nóbelsskáldsins. TRYGGÐU ÞÉR ÞENNAN KJÖRGRIP Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI. VAKA- HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 3000. — WKENNL’NJAISSACA ^^oghrsgu, i niðui Há í: Í_: OlilU.: mon ncr tíid l raa Fcf! HraPf mt Tjarvi i. fbug ipjútsð fv »1 Imiu mcA na. Skityhóth í!’ : ll:'f ar b*IH Ciiriru Irlíð ■■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.