Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra í ræðustól en til hliðar við hann sitja Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Jón Rögnvaldsson aðstoð- arvegamálasljóri. ÞEIR Kristján Þór Júlfusson, bæjarstjóri á fsafirði, og Ásgeir Magnús- son, forstöðumaður skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri, eru gjarnan nefndir sem bæjarstjórakandídatar á Akureyri en hér spjalla þeir saman á ráðstefnu um samgöngumál. Ráðstefna um samgöngur og þjónustu haldin á Akureyri Greiðar samgöngur lyk- ill að uppbyggingu Á ráðstefnu um samgöngur og þjónustu, sem samgönguráðuneytið gekkst fyrir á Akureyri um liðna helgi kom fram að raunhæft megi telja að stefna að því að ljúka hringvegi um landið á næstu 10 til 12 árum, tengja þurfí saman helstu óéttbýlisstaði landsins, endurnýja slitlagskafla, breikka vegi og útrýma einbreiðum brúm. Mar- grét Þóra Þórsdóttir sat ráðstefnuna. SAMGÖNGUR og þjónusta var yf- irskrift ráðstefnu sem samgöngu- ráðuneytið og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri efndu til á Akureyri á laugardag. Þetta er önn- ur ráðstefnan í röð fjögurra um samgöngumál og landsbyggðina og er hún haldin í tilefni af 10 ára af- mæli háskólans fyrr í haust. Halldór Blöndal samgönguráðherra flutti ávarp þar sem komið var inn á þýð- ingu þess fyrir byggð í landinu að samgöngur væru greiðar. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, ræddi um breytingar á samgöngumynstri, en þar hefur gjörbreyting orðið á síðustu ár. Hann sagði efnahagslífið krefjast góðra samgangna á öllum sviðum, í lofti, láði og legi. Taldi hann einsýnt að höfnum myndi fækka og þær stækka, hið sama myndi eflaust gerast með flugvelli landsins og þá lagði hann áherslu á áfram yrði haldið við uppbyggingu vegakerfisins. Að mati Einars er raunhæft að stefna að því að ljúka hringvegi um landið á næstu 10 til 12 árum, tengja þurfi saman helstu þéttbýlisstaði landsins, endurnýja slitlagskafla, breikka vegi og út- rýma einbreiðum brúm. Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega- málastjóri kom inn á þær breyting- ar sem orðið hefðu á vegakerfi landsins á síðustu 30 árum, en árið 1968 voru einungis 50 kílómetrar lagðir bundnu slitlagi, leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, en nú væru um 3.300 kílómetrar með slit- lagi. Vetrarþjónusta á vegum hefði einnig tekið miklum stakkaskiptum. Jón talaði um breytt flutninga- mynstur á þjóðvegum og fór yfir flutninga, landleiðina frá Reykjavik og út um landið og frá landsbyggð- arkjördæmum til Reykjavíkur. Nið- urstaðan er sú að svipað magn er flutt frá höfuðborginni út um landið nú og var, en flutningar frá lands- byggð til höfuðborgar hafa aukist til mikilla muna og einnig er mjög mikið magn flutt milli staða á lands- byggðinni. Samgöngur gegna lykilhlutverki Ari Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Snæfells, talaði um áhrif bættra samgangna á sjávarútveg. Áður fór öll starfsemi fram í sama byggðakjarna, eitt vinnsluhús tók við „sædýrasafninu" sem togaranir komu með að landi og sérhæfing var lítil. Skip lönduðu einungis í heimahöfn og aldur hráefnis var því oft hár, húsin sátu uppi með miklar birgðir meðan beðið var næstu komu Ameríku- eða Evrópuskipa. Fjármagnskostnaður var því mikill. Nú eru nýir tímar og hafa betri samgöngur ekki síst spilað þar stórt hlutverk, gáma- og karavæðing, lægri fragtgjöld og aukið þjónustu- stig skipta einnig máli. Tók Ari dæmi af Snæfelli, sem rekur botnfiskvinnslu á Dalvík, full- vinnslustöð í Hrísey, rækjuvinnslu í Ólafsvík, úrvinnslu uppsjávarfiska er sinnt á Austfjörðum og þá er fyr- irtækið að byggja upp bræðslu í Sandgerði. Greiðar samgöngur eru því mikilvægur þáttur í starfsemi Snæfells. Fyrirtækið kaupir bolfisk á ýmsum stöðum á landinu og flytur til Dalvíkur, rækja er flutt m.a. frá Dalvík til Ólafsvíkur, um 5.500 tonn af fiski eru flutt milli staða fyrir austan og þá er fyrirsjáanlegt að flytja þurfi umtalsvert magn milli Sandgerðis og Stöðvarfjarðar í framtíðinni. Loks má nefna að inn- an héraðs, milli Dalvíkur og Hrís- eyjar og Hjalteyrar eru einnig um- talsverðir flutningar. „Greiðar samgöngur eru lykilat- riði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja nútímans," sagði Ari. Þær hafa haft þau áhrif að kostnaður við birgða- hald hefur lækkað, gæðarýrnun er minni sem og tafii- frá veiðum. Benedikt Olgeirsson, frostöðu- maður innanlandsdeildar Eimskips, fjallaði um vöruflutninga á sjó og sagði m.a. að þróunin yrði að líkind- um sú að áfram yrðu sterkar kröfur um bætta þjónustu, lægra verð og betri meðferð sem myndi leiða til meiri samvinnu flutnignafyrirtækja. Vöruflutningar á landi myndu halda áfram að aukast og því mikilvægt að vegtengingar frá vöruhöfnum yrðu góðar. Fleiri með flugi Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að á síðustu árum hefði aukn- ing orðið í farþegafjölda innanlands um 2% á ári og það hefði gerst þrátt fyrir efnahags- lega lægð. Á tímabilinu jan- úar til júní á þessu ári hefði um 2% vöxtur orðið í flutn- ingum til og frá Reykjavík og flestra áfangastaða mið- að við fyrra ár. Eftir að samkeppni hófst í flugi í júlí og út septembermánuð hefði að jafnaði orðið 11% aukningi í innanlandsfiug- inu. Dæmi er um allt að 68% aukningu en það er á flugleiðinni milli Reykjavík- ur og Sauðárkróks. Gat Þorgeir þess að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu skipti innanlandsflugið mestu, væri akstur milli áfangastaða innan við þrír tímar væri vonlaust að stunda þang- að áætlunarflug. Samkeppnin við einkabílinn væri það hörð. Skortur á hafnarað- stöðuháir uppbyggingu Berglind Hallgrímsdóttir, for- stöðumaður Atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar, ræddi um mikil- vægt hlutverk bæjarins sem þjón- ustumiðstöðvar, Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar, talaði um hlutverk þjónustuað- ila, Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, um hlutverk fjórðungs- sjúkrahúsa og Jón Þórðarson, for- stöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, ræddi um háskólann. Kom m.a. fram hjá Inga að skort- ur á hafnaraðstöðu væri farinn að hefta uppbyggingu bæjarins sem þjónustumiðstöðvar, útgerð gengi vel og skip væru mörg en mjög brýnt væri að bæta hafnaraðstöð- una. Halldór nefndi að heilbrigðis- kerfið væri afar flókið miðað við ekki stærra land og í raun væri byggt á hálfrar aldar gamalli hugs- un, en brýnt væri að stokka spilin upp á nýtt, einfalda þyrfti stjórn- kerfið, fækka stofnunum, stjórnum og stjórnendum. Miklar tæknifram- farir og greiðari samgöngur gerðu að verkum að nú skipti ekki öllu máli þó að heilbrigðisstofnanir væru undir sama þaki, 20 kílómetrar eða 200 þess vegna gætu verið þeirra á milli en ein og sama stjórnin væru samgöngur í lagi. I máli Jóns kom m.a. fram að bú- setu væri í raun stjórnað með upp- byggingu menntastofnana. Þeir sem hefðu lokið prófi frá Háskólan- um á Akureyri settust einkum að í bænum, líkt og langflestir þeirra sem numið hafa við Háskóla Islands allar götur frá 1911. Tók hann einnig dæmi af öllum núlifandi MA- stúdentum, en 48% þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu, 19% í kjör- dæminu - um helmingur þeirra fór ekki í framhaldsnám og um 10% hafa skilað sér til baka eftir nám annars staðar. Þróunin hefur orðið sú að verslun er að færast frá dreifbýli til þéttbýl- is en um það ræddi Benedikt Krist- jánsson, formaður Kaupmannasam- taka íslands. Fólk hefði meiri frí- tíma nú og gæti því sótt næstu þétt- býlisstaði til að versla, samgöngur skiptu þama einnig miklu. Senni- legast myndi verslun leggjast af í framtíðinni í einhverjum byggðalög- um. Tvennt nefndi hann sem gæti styrkt stöðu verslunar í dreifbýli, að hún tæki að sér dreifingu á pósti og sæi um sölu áfengis. Ekki ljöll og dalir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, fjallaði um stórn- sýslu og opinbera þjónustu í ljósi breyttra samgangna. Vestfirðir eiga allt sitt undir góðum samgöngum, þar hefur varnarbarátta verið ein- kennandi, vandinn vex þó sífellt og sé nú svo komið að lækna þurfi meinið. Fór hann yfir spá sem gerð var áður en jarðgöng voru gerð og sýndi fram á að væntingar manna hefðu að mestu gengið eftir. Kristján sagðist vera eindreginn talsmaður sameiningar sveitarfé- laga, samgöngur væru ekki endi- lega forsenda sameiningar. „Það eru ekki fjöll og dalir sem setja mörkin, heldur hugsanir fólksins," sagði hann, en að hans mati þarf að stokka spilin, gefa upp á nýtt og þá út frá skilgreindum nýjum vaxtar- svæðum. EINAR K. Guðfinnsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis í ræðustól. Barnamessa á Ingjalds- hóli Hellissandi - Sú skemmtilega hefð hefur skapast vestur á Snæfellsnesi að börnin í sunnudagaskólunum heimsækja hvert annað á hverju hausti. Sunnudaginn, 9. nóvember sl. komu þau öll saman í Ingjalds- hólskirkju. Þar voru mætt börn úr Stykkishólmi, Grundarfirði, Olafs- vík, Hellissandi og Rifi, ásamt prestunum og allmörgum foreldr- um. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur sunnudagaskóli fer fram á Ingjalds- hóli, því fram til þessa hefur ekki verið hægt að taka á móti slíkum fjölda barna vegna aðstöðuleysis þar. Héraðssjóður Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis greiðir fyrir ferðir barnanna. Líklega hafa um 250 böm verið saman komin á Ingjaldshóli þennan dag og tóku virkan þátt í barnamessunni. Organistar voru þau Kay Wiggs Lúðvíksson og Kjartan Eggertsson. Að messunni lokinni fengu þau öll einhverjar veitingar sem bornar voru fram í nýja safnaðarheimilinu og síðan héldu þau heim á leið glöð í bragði. Prestarnir höfðu orð á því að koma þyrfti á miklu meira samstarfi bamanna, því það væri svo augljóst hvað þau hefðu gaman af þessu og heimsóknirnar hefðu góð áhrif á þau. ------------- Nýtt húsnæði Umf. Selfoss Selfossi - Nýtt húsnæði Umf. Sel- foss er nú í byggingu á vallarsvæð- inu á Selfossi. Húsið er hugsað sem búnings- og félagsaðstaða íyrir fé- lagsmenn Umf. Selfoss. Það er byggingafyrirtækið Selós á Selfossi sem sér um hluta af framkvæmd verksins, þann hluta sem snýr að byggingu búningsaðstöðunnar, en um félagsaðstöðuna sameinast ung- mennafélagsmenn í sjálfboðavinnu. Að sögn Þórðar G. Árnasonar, formanns Umf. Selfoss, hefur verk- ið gengið vel, þó svo hann vilji gjaman sjá fleiri félagsmenn í sjálf- boðavinnu um helgar. Hann segir að húsið komi til með að marka tímamót í 62 ára sögu félagsins og vonandi verði það til þess að frekara líf verði innan félagsins, sem nú tel- uryfir 1.000 félagsmenn. I dag hefur Umf. Selfoss aðstöðu í Tryggvaskála og er hún heldur bágborin. Það verður því sjálfsagt kærkomið fyrir þá sem starfa innan félagsins að flytja í nýtt húsnæði með hækkandi sól á komandi vori. -----♦♦♦----- Aðalfundur Minningarsjóðs Flateyrar Flateyri - Aðalfundur Minningar- sjóðs Flateyrar var haldinn nýverið. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir ýmsum útlögðum kostnaði og um leið innkomu vegna nýafstaðinna styrktartónleika í íþróttahúsi Flat- eyrar. Einnig vora kynnt frumdrög Péturs Jónssonar landslagsarki- tekts varðandi minningarreit. í hugmyndum Péturs er gert ráð íyrir að einn hluti af svæðinu verði tekinn undir skrúðgarð og hinn hlutinn fari undir útivistarsvæði. Skrúðgarðurinn yrði tengdur flóð- görðunum og teygði anga sína niður í byggð. Ekki er ennþá ljóst hversu stórt svæðið yrði, enda margt enn óljóst í þeim efnum. Að þessu verk- efni mun Skógræktarfélag Önund- arfjarðar einnig koma, en það er að- ili að Skjólskógum - átaksverkefni á vegum Skógræktarfélags íslands, varðandi uppgræðslu skjólskóga á Vestfjörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.