Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Helmingur Breta gegn auglýsingum London. Reuters. TÆPUR helmingur Breta tekur neikvæða afstöðu til auglýsinga af öllu tagi samkvæmt skoðanakönn- un rannsóknarhópsins CIA MediaLab. Samkvæmt könnuninni eru 22% neytenda tortryggnir að eðlisfari. Þeim fmnist auglýsingar uppá- þrengjandi og séu oft fjandsamleg- ir þeim. Þá eru 22% neytenda tvíræðir og óvirkir. Þeim stendur yfirleitt á sama um auglýsingar samkvæmt- könnuninni. „Þessir hópar eru slæmar fréttir fyrir þá sem starfa að auglýsinga- og markaðsmálum," sagði Anthony Jones, forstöðumaður CIA Media- Lab. „Hinir tvíræðu er erfiðastir og hættulegastir að mínu mati af því er erfitt er að hrófla við þeim," sagði Jones. „Þeim finnst sköpun- argáfa engu máli skipta og eru yfirleitt lítt hrifnir af auglýsingum, þótt þeir sætti sig við að þær muni ekki hverfa." „Um þá törtryggnu segir Jones að þeir tortryggi allt og alla - þar á meðal auglýsingar. ? ? ? Intel skipt íhluta San Francisco. Reuters. INTEL, kubbarisinn frægi, hefur boðað meiriháttar endurskipulagn- ingu á fyrirtækinu. Intel mun meðal annars koma á fót fjórum nýjum fyrirtækjum og segir að nauðsynlegt sé að snúa sér að skjótri hlutun PC-geirans. M f ** t » ##*# f pffi^ HLJHs m* v-»g3ir":' stt&so/t '" IMféMtl #«,«*>**« ¦ * ' REKSTRARHAGNAÐUR Swissair jókst um 145% á fyrri árshelmingi. Betrí afkoma hjá erlend- um flugfélögum íár AFKOMA flestra stærri flugfélaga í Evrópu og Bandaríkjunum batnaði umtalsvert fyrstu 9 mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í vikut- íðindum Búnaðarbankans verðbréfa. Er þessi bati sagður skýrast af betri sætanýtingu og hagstæðara verði á eldsneyti en verð þotueldsneytis mælt í dollurum er nú 19% lægra en það var í upphafi þessa árs. Á sama tíma minnkaði rekstrar- hagnaður Plugleiða um 61%, m.a. vegna hærri launakostnaðar, óhag- stæðrar gengisþróunar og aukins eldsneytiskostnaðar, eins og fram hefur komið í fréttum. Ef Iitið er til evrópsku flugfélag- anna þá jókst hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta SAS um 22% á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Aukningin varð enn meiri hjá Swissair og KLM, en hagnaður þess fyrrnefnda jókst um 145% á fyrri árshelmingi og á tímabilinu mars til október jókst hagnaður KLM um 190% ef borið er saman við sama tímabil á síðasta ári. Hins vegar hefur ekki árað vel hjá British Airways á þessu ári og kemur þar til ágreiningur við starfs- fólk sem stóð yfir allt síðasta sumar og áætlað er að kostað hafi félagið um 125 milljónir punda eða um 15 milljarða íslenskra króna. Þá er u.þ.b. 17% hækkun pundsins gagn- vart helstu gjaldmiðlum Evrópu á þessu ári talin hafa kostað félagið annað eins og í Economist er leitt líkum að því að heildartap félagsins á þessu ári vegna gengisþróunarinn- ar verði um 26 milljarðar króna. Megnið af rekstrarkostnaði félagsins er í pundum en 60% af tekjum fé- lagsins eru í erlendri mynt. Gott ár hjá bandarískum flugfélögum Afkoma bandarískra flugfélaga hef- ur einnig batnað umtalsvert á þessu ári. Hagnaður USAir af reglulegri starfsemi jókst þannig um 76% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sam- anborið við sama tímabil í fyrra, hagnaður Southwest jókst um 32% og hagnaður United Airlines jókst um 22% á sama tíma, en þar hefur þó ekki verið tekið tillit til fjár- magnsliða. Saudi-prins kaupir 5% í News Corp og Netscape Sydney. Reuters. SAUDI-arabíski prinsinn Al Waleed bin Talal bin Abdul hefur keypt 5% hlut í fjölm- iðlafyrirtæki Ruperta Murdochs, News Corp Ltd, og netbúnaðarfyrirtækinu Netscape Communications Corp. Al Waleed prins sagði í við- tali við bandaríska tímaritð Time að hann hefði keypt 5% hlut sinn seint í október. Hann kvaðst einnig hafa keypt ótiltekinn, en töluverð- an, fjölda hlutabréfa í tækni- fyrirtækinu Motorola Inc. „Eg vil einbeita mér að fjarskiptum, tækni, afþrey- ingu og fréttum," sagði hann í viðtalinu. „Þetta er framtíðin," sagði hann. „News Corp er eina raunverulega hnattræna frétta- og skemmtifyrirtækið. Netscape lætur mikið að sér kveða á netinú. Motorola er mjög hnattrænt fyrirtæki á sviðum síma og gervihnatta. Þessi fyrirtæki munu gegna úrslitahlutverki." Hver sá sem kaupir meira en 5% í fyrirtæki skráðu í Ástralíu eins News Corp verð- ur að tilkynna eignarhlut sinn áströlsku kauphöllinni. Engin slík tilkynning hefur borizt frá Al Waleed á síðastliðnum fjór- um vikum. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.