Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allt túlkunarlitrófið TONLIST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Elin Ósk Óskarsdóttir og Hólmfríð- ur Sigurðardóttir fluttu söngverk eftir íslenska og erlenda höfunda. Sunnudagurinn 23. nóvember 1997. ÞEIR sem fylgst hafa með þróun söngs hér á landi vita sem er, að Elín Ósk Óskarsdóttir er í hópi okkar bestu dramatísku söngkvenna. Það er t.d. umhugs- unarvert hví hún hefur ekki enn sungið með Sinfóníuhljómsveit íslands á almennum tónleikum sveitarinnar, þó það sé ljóst, að söngur hennar sé einmitt þess eðlis, að falla vel að flutningi hljómsveitarsöngverka, s.s. óperu- og óratoríuverka alls kon- ar. Tónleikarnir í Hafnarborg sl. sunnudag voru nefndir útgáfu- tónleikar og fluttu Elín Ósk og Hólmfríður sama efni og er að fínna á nýútgefnum hljómdiski frá Japis. Fyrstu lögin á efnis- skránni eru eftir Arna Thor- steinsson, Vorgyðjan og Nafnið, en seinna lagið, sem er sérlega góð tónsmíð, heyrist sjaldan flutt og var túlkun Elínar Óskar og Hólmfríðar sérlega áhrifamikil. Eitt best flutta lag tónleikanna var Til skýsins eftir Emil Thor- oddsen og á eftir lagi Páls ísólfs- sonar, í dag skein sól, sem var flutt á óvenjulegan máta hvað snertir styrk og túlkun, fluttu þær Jeg elsker dig eftir Jón Þór- arinsson, með sérlega glæsileg- um hætti, svo að þetta lag, sem vinnur mikið á við hverja hlust- un, hefur trúlega aldrei verið betur flutt. Tvö lög eftir Grieg, Med en vandlilje og Fra Monte Pincio og önnur tvö eftir Sibel- íus, meistaraverkin Sáf, sáf, susa og Svarta rosor, voru mjög vel túlkuð, sérstaklega dimmúðug söngverk Sibelíusar. Eftir hlé voru fimm stóraríur, Io son l’umile ancella eftir Ciléa, Uh! quante volte eftir Bellini, Vissi d’arte eftir Puccini, Un bel di vedremo eftir Puccini og síð- ast Suicido eftir Ponchielli. Allar aríurnar voru frábærlega vel fluttar, þó sumar nokkuð hægt, sérstaklega Vissi dárte. Ein- kennismerki þessara tónleika var hversu vel þeir voru æfðir, er sýnir sanna fagmennsku, svo að hvergi féll á blettur né hrukka. Þá var flutningur Elínar, bæði hvað varðar söng og túlkun, mjög áhrifamikill, enda er rödd hennar stórkostlegt hljóðfæri, raddorgel mikið, rödd sem þolir allt túlkun- arlitrófið. Hólmfríður Sigurðar- dóttir átti mikinn þátt í glæsileik tónleikanna með frábærum og listfengum leik sínum, svo að í heild voru þetta tónleikar sem setja verður í flokk með þeim sem óaðfinnanlegir teljast, varðandi faglega framsetningu, túlkun og músíklega mótun allra viðfangs- efnanna. Jón Ásgeirsson Framúrstefna meðklass- ískum brag DJASS Múlinn, Jómfrúnni NÝFRAMÚRSTEFNU- DJASS Óskar Guðjónsson, tenór- og sópran- saxófónar, Hilmar Jensson, gítar, Eyþór Gunnarsson, píanó og hjjóð- gervlar, og Matthías M.D. Hemstock trommur. Föstudagskvöldið 21. nóv- ember 1997. SENN fer fyrstu hrinu Múlans að ljúka. Tvennir tónleikar eru eftir fram að áramótum. Á föstu- dagskvöldið kemur leikur Tómas R. Einarsson nýleg verk sín og föstudagskvöldið þar á eftir verð- ur heljar djammsessjón þar sem helstu djassleikarar landsins leiða saman hesta sína. Á föstudagskvöldið var heyrðist dálítið öðruvísi tónlist á Múlanum. Þeir sem grannt hafa fylgst með Hilmari Jenssyni vita, að þótt hann geti slegið á létta standarda- strengi, er önnur tónlist honum hugstæðari: Nýframúrstefnu- djassinn, sem oft er kenndur við New York klúbbinn Knitting Fact- ory. Það kom fáum á óvart að Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Matthías M.D. Hemstock trommari væru í kompaníi með Hilmari - afturá móti hefur Eyþór Gunnarsson ekki verið í þessum hópi hingaðtil, en leikur hans á flygil og ýmsa hljóðgervla féll fullkomlega að tónverkum Hilm- ars og gæddi tónlistina spennu og dýpt. Á efnisskránni voru fjögur verk eftir Hilmar og tvö eftir Óskar auk þess sem ballaðan Kyrrð eftir Hilmar var leikin sem aukalag. Þeir fjórmenningar léku hana fal- lega, norræn heiðríkja og leikandi samspil var aðal túlkunarinnar. Aftur á móti var heildarsvipurinn á Hlustið, annarri ballöðu Hilmars sem leikin var þetta kvöld, ekki jafn góður. Gítar og píanódúett í upphafi, síðan bættist saxinn og trommurnar við. Þar stóð hnífur- inn í kúnni; trommunum var of- aukið að mínu mati. Einhvernveg- inn féllu þær ekki að verkinu. Afturá móti fór Matthías M.D. Hemstock á kostum í upphafs- verki tónleikanna, hinu hálftíma- Ianga verki Hilmars, Kerfí, einsog í öðrum verkum Hilmars sem byggðust á hinum nýfijálsa djassi. Óskar var helsti einleikari kvölds- ins á beina tenórsaxinn og sópran- inn, og þeir tveir sólóar sem Ey- þór lék á flygilinn voru fírnagóð- ir. Hin drungalega bassalína í Tylft Hilmars gekk aftur í Vin Óskars, en öllu léttari og liprari með rokkaðri tilfinningu undir rifnum saxtóninum þegar heitast var. Framúrstefnudjass fór nær al- veg framhjá íslandi er Ornette Coleman og félagar byltu djassin- um um 1960. Áskell Másson hefur trúlegast verið eini íslendingurinn sem fékkst við framúrstefnudjass er hann lék með Pierre Dorge og Morten Carlsen í Kaupmanna- höfn. Það var ekki fyrr en dreng- ir á borð við Skúla Sverrisson, Hilmar Jensson og Matthías M.D. Hemstock héldu til náms í Banda- ríkjunum að fijálsdjassinn skaut rótum hérlendis. Sá djass er að vísu all ólíkur hinum nær alfijálsa blæstri Alberts Aylers, Archies Shepps, Pharaos Sanders og Davids Murrays, svo nokkrir séu nefndir. Nýfijálsdjassinn er nefni- lega ekki svo ýkja fijáls og því sem var að ganga af fijálsdjass- meisturunum dauðum, formleys- inu, var ýtt útí ystu myrkur. Margt gengur aftur í þessari tónlist. Riff svíngtímans og samspuninn new- orleanski skjóta upp kollinum á nýjan hátt. Slíkt hafði þó gerst áður hjá Ornette Coleman - fram- hjá honum gengur enginn á okkar dögum frekar en Miles Davis eða John Coltrane. Þeir meistarar voru alltaf ferskir á hveiju sem gekk. Hilmar Jensson gaf út fyrir nokkrum árum diskinn Dofinn og nú hefur Óskar Guðjónsson sent frá sér disk. Þeir sem hafa ein- hvem áhuga á nýsköpun í íslensk- um djassi ættu að kynna sér þá hið fyrsta. Vernharður Linnet Nýjar bækur • SIÐFERÐlog mannlegt eðli er eftir Pál S. Árdal. Siðferði og mannlegt eðli fjallar um siðfræði skoska heimspekings- ins Davids Hume (1711-1776), sem er í hópi mestu heimspekinga Vest- urlanda á síðari öldum. Hume varð á sínum tíma fyrstur til að freista þess að gera tæmandi grein fyrir mannlegu siðferði á náttúrulegum og röklegum forsendum einum sam- an. Hugmyndir hans um skyn- semina sem am- bátt ástríðn- anna, löghyggju og sjálfræði, eðl- isdyggðir og gervidyggðir eru meðal þess sem Páll S. Árdal ræðir í þessari bók, sem nú er endurútgefin í kilju. „Bókin er ekki aðeins tilraun til að lýsa kenningum Humes, heldur líka til að vega þær og meta og taka jafnframt afstöðu til ýmissa ágreiningsefna í siðfræði sam- tímans," segir í fréttatilkynningu. Þetta er 1. ritið í ritröðinni ís- lensk heimspeki. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 117 bls. Leiðb. verð: 2.100 kr. Félagsmanna- verð 1.680. • SIÐBREYTINGIN á íslandi 1537-1565 - Byltingin að ofan er eftir Vilborgu Auði ísleifsdóttur. Siðbreytingin er eitt af höfuðvið- fangsefnum evrópskrar sögu. í bók þessari er gerð grein fyrir þeim átökum, sem urðu, er hugsjónir sið- breytingar- manna og for- svarsmanna danska nútíma- ríkisins skullu yfir miðalda- samfélag bænda norður við Dumbshaf, fjarri þeim ríkjum í Evrópu, þar sem borgarsamfélög og vaxandi borgarastétt kröfðust breytinga á pólitísku kerfl. Vegna þess hversu smátt í sniðum og land- fræðilega afmarkað íslenskt samfé- lag var og vegna þess, hversu góð- ar heimildir eru, má fá góða yfírsýn yflr samfélag á úthallandi miðöld- um og gera sér grein fyrir, til hvaða ráða miðaldamenn gripu til lausnar á samfélagslegum vandmálum. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 393 bls. Leiðb. verð: 3.990 kr. Félags- mannaverð 3.192 kr. Páll S. Árda! Morgunblaðið/Theodór LISTAMAÐURINN Bjarni Þór Bjarnason við „Brákina" á Búðar- kletti í Borgarnesi. „Brákin“ á Búðarkletti Borgarnesi. Morgnnblaðið. NÝVERIÐ var listaverkið „Brák- in“ eftir Bjarna Þór Bjarnason frá Akranesi afhjúpað á Búðarkletti í Borgarnesi. Við athöfnina flutti Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður og formaður menningarmálanefndar Borgarbyggðar, ávarp. Þá flutti Snorri Þorsteinsson forstöðumað- ur Skólaskrifstofu Vesturlands áhugaverða ræðu um ambáttina Þorgerði brák og þátt hennar í uppeldi skáldsins Egils Skalla- grímssonar. í tengslum við afhjúpun „Brák- arinnar“ var opnuð sýning á mál- verkum Bjarna Þórs í Safnahúsinu í Borgarnesi og verður sýningin opin fram til 15. desember nk. Listaverkið er svipmikið og sómir sér vel á Búðarkletti þar sem sér út yfir Brákareyjar og Brákarsund þar sem Þorgerður kastaði sér til sunds á flótta undan Skalla-Grími forðum. Þá sést lista- verkið nokkuð langt að til dæmis af Borgarfjarðarbrúnni þegar komið er inn í Borgames. Brúðkaup bestu vinkonu minnar KVTKMYNDIR Sambíóin, Álfabakka „WALKING AND TALKING" ★ ★ ★ Leikstjóm og handrit: Nicole Holofc- ener. Kvikmyndataka: Michael Spill- er. Aðalhlutverk: Catherine Keener, Anne Heche, Todd Field, Liev Schreiber, og Kevin Corrigan. 90 min. Bandarisk. Good Machine. 1996. „WALKING and Talking" er fyrsta kvikmynd leikstjórans Nicole Holofcener en hún skrifaði einnig handritið. Myndin fjallar um tvær nánar vinkonur og tímabil í lífi þeirra þegar önnur, Laura (Anne Heche), er i þann mund að gifta sig en hin, Amelia (Catherine Keener), á í erfið- leikum með að fínna einhvern til að fara með á stefnumót. Þetta er kvik- mynd um sambönd og tilfinningar þar sem fólk talar endalaust. Hún er blessunarlega laus við alla væmni og þunga dramatík en leyfir áhorf- andanum einfaldlega að fá innsýn í líf nokkurra ungra manneskja. Atburðarásin er í New York og manni dettur ósjálfrátt Woody Allen í hug þar sem Laura er að læra að verða sálgreinir og Amelia mættir reglulega til sálfræðings. „Walking and Talking“ er samt engin eftiröp- un á Allen-mynd þótt hún taki fyrir mannleg samskipti og fólk sem er í eilífri naflaskoðun. Holofcener hefur skrifað tvær skemmtilega ófullkomnar persónur sem leikkonunum Keener og Heche tekst að koma mjög vel til skila. Amelia á það til að fá fólk á heilann og er frekar svartsýn á meðan Laura getur verið ansi stjórnsöm og eigin- gjöm. Mennirnir í lífí þeirra, Frank (Todd Field) kærasti Lauru, Andrew (Liev Schreiber) fyrrverandi kærasti Ameliu, og Bill (Kevin Corrigan) sem á eina nótt með Amelíu, fá líka allir að vera meira en einhliða persónur sem fyrirstilla einhvers konar við- hengi í lífí kvennanna. Sérstaklega stelur Corrigan senunni í hlutverki hægfara starfsmanns á myndbanda- leigu sem er heillaður af hryllings- myndum og með skáldadrauma. „Walking and Talking" er ekki stórkostlegt kvikmyndaafrek en hún gerir vel við persónurnar sem hún fjallar um og heldur manni við efnið út í gegn, þó að enginn deyi nema einn 14 ára gamall köttur með krabbamein, svo það er óhætt að mæla með henni. Anna Sveinbjarnardóttir „Þrír heimar í einum“ TÓNLEIKAR ErkiTónlistar sf. „Þrír heimar í einum - tónlist 21. aldarinnar", verða endurteknir í Tjarnarbíói í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Flytjendur eru Kjartan Ól- afsson, tónskáld og tölvuhljóm- borðsleikari, Pétur Jónasson, klass- ískur gítarleikari, Hilmar Jensson, djassleikari, og Matthías Hemstock, slagverks- og trommuleikari. Að- gangur kostar 1.000 kr., fyrir nem- endur 500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.