Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR samgonguraotierra um JLanasimann [Hlutafé deilt út' til landsmanna POTTVERJAR velta því nú fyrir sér hvort aftur hafí slegið saman línum eða sveinki bara ruglast í jólasveinadagatalinu og trítlað af stað til byggða. . . Arni Þór Sigurðsson um stuðning við fötluð leikskólabörn ber enn fulla á kostnaðinum Ríkið ábyrgð ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar bama, segir fjarri öllum sanni að hann hafí sett þær reglur sem valdið hafi skertum stuðningi við fotluð leikskólaböm. í Morgunblaðinu sl. sunnudag sagði Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra að Árni Þór hefði sjálfur kom- ið að því að móta gildandi reglur um greiðslur kostnaðar vegna stuðn- ings við fotluð böm í leikskólum. Hann hefði setið í starfshópi sem var sammála um að frá 1. janúar á þessu ári yrði greiðsluskylda ríkis- sjóðs vegna fatlaðra barna á leik- skólastigi felld niður. „Þessar reglur vom settar af menntamálaráðuneytinu 19. maí 1995 og voru gefnar út af mennta- málaráðuneytinu. í kjölfar þessara reglna, í janúarbyrjun 1996 skipaði ráðherra starfshóp til að fjalla um fyrirkomulag þessara endur- greiðslna vegna fatlaðra bama. Okkar hlutverk var að fjalla um þetta fyrirkomulag en út af íyrir sig ekki um reglurnar sjálfar enda hafði ráðuneytið engan áhuga á að breyta þeim,“ segir Arni Þór. I yfirlýsingu sem Árni Þór sendi frá sér á mánudag vegna málsins segir um starf nefndarinnar: „Nefndin lagði til að stuðningur við fótluð leikskólaböm yrði fluttur frá ríki til sveitarfélaga frá 1. janúar 1997 og að sveitarfélögunum yrðu tryggðar 100 milljónir króna í aukn- ar tekjur til að standa undir þessu verkefni frá sama tíma. Jafnframt var lagt til að ríkissjóður verði um 50 milljónum króna á árinu 1997 til uppgjörs á eldri kröfum sveitarfé- laga á hendur ríkinu. Ekkert af þessu hefur gengið eftir enda mun ríkisstjórnin hafa lagst gegn þeirri leið sem nefndin lagði til. Mennta- málaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að framkvæmd ráðu- neytisins í þessu máli sé í samræmi við tillögur sem ég hefí sjálfur gert. Vera kann að ráðuneytið hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að hætta greiðslum vegna fatlaðra leikskóla- bama, en hitt er ljóst að sveitarfé- lögin hafa ekki séð haus eða sporð af fjármagninu sem átti að fylgja þessum verkefnatilflutningi." Árni bendir auk þessa á að í desember 1996 hafi forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðherra og félagsmálaráð- hema undirritað nýja yfirlýsingu þar sem aftur hafi verið tekið á þessu máli. Ekkert samkomulag hafi tekist milli ríkis og sveitarfé- laga um breytingu á verkaskiptingu varðandi þennan málaflokk og því beri ríkið enn fulla ábyrgð á kostn- aði vegna fatlaðra leikskólabama. Allt í lausu lofti „Umrædd yfirlýsing fól í sér að sveitarfélögin tækju að sér þetta verkefni en ríkið tæki á móti yfir hlut sveitarfélaga í stofnkostnaði sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Það átti að gera með lagabreytingu á Alþingi síðastliðið vor til að tryggja að þetta gengi eftir en það var ekki gert. Nánari útreikningar á þessum verkaskiptum leiddu í ljós að sveitarfélögin hefðu farið mjög halloka í þeim skiptum," segir Árni Þór. „Þetta er því allt í lausu lofti og það er alls ekki rétt sem fram kom í fréttatilkynningu menntamálaráðu- neytisins að búið sé að ganga frá að þetta sé verkefni sveitarfélaganna," segir hann. Heilbrigðisnefnd vill upplýsingar vegna heilsugæslu í Fossvogi Vilja svör um lélegt húsnæði HEILBRIGÐISNEPND Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum síð- astliðinn föstudag bókun þar sem þess er krafist að stjóm heilsugæsl- unnar í Reykjavík svari fyrirspum- um Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi áætlanir í sambandi við húsnæði heilsugæslunnar í Fossvogi sem er til húsa í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, en húsnæðið þykir mjög illa farið. Fyrir fundi heilbrigðisnefndar lá erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur þar sem rakin er saga afskipta þess af heilsugæslunnar í Fossvogi. Að sögn Kristbjargar Stephensen, skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, hefur heilbrigðiseftirlit- ið gert kröfur um ýmsar úrbætur, en kröfunum hefur ekki verið svarað. „Heilbrigðiseftirlitið hefur fyrst og fremst verið að biðja jafnvel um svör um þær áætlanir sem em í gangi í ijósi þess að húsnæðið er eins og það er, en það hafa engin svör borist,“ sagði Kristbjörg. Nýverið var tekin skóflustunga að nýrri heilsugæslustöð í Fossvogi og sagði Kristbjörg að Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur gerði sér grein fyrir að ekíd yrði farið út í dýrar endur- bætur á núverandi húsnæði af þeim sökum. Bók um örnefni og staðfræði í Njáiu Með bókina í annarri hendi og skóflu í hinni BJARKI Bjarnason, kennari í Borgar- holtsskóla, hefur haft í smíðum bók um ör- nefni og staðfræði í Njálu undanfarin tvö eða þrjú ár. - Hvers vegna byrjaðir þú á þessarí bók? „Ég hef starfað sem kennari talsvert lengi og meðal annars kennt forn- sögumar. Þá hef ég iðu- lega ferðast á söguslóðir, bæði Njálu og annarra ís- lendingasagna. Jafnft-amt hef ég starfað sem leið- sögumaður um tíu ára skeið, bæði með íslenska og erlenda ferðamenn, og langt síðan ég gerði mér grein fyrir því hversu mikilvægt er að tengja landið, staðhætti og ömefni við sögumar sjálfar. Þær hreinlega lifna við séu landakortið og ör- nefnin í farteskinu." - Hvað eru mörg örnefni í Njálu? „Þau em rúmlega 300, flest úr Rangárvallasýslu, en Ámessýsla kemur einnig mikið við sögu, Vestur-Skaftafellssýsla og síðan koll af kolli. Nokkur ömefnanna hafa týnst og mikið búið að pæla í því hvar þau hafi verið að finna. Bæir hafa lagst í eyði og ekki á hreinu hvar þeir hafa staðið, svo menn hafa velt því ótrúlega mik- ið fyrir sér, miklu meira en ég átti von á. Þá em 75 staðaheiti frá útlöndum, aðallega Noregi og Skotlandi, eða 21 frá hvom landi um sig.“ - Hvernig vannstu bókina? „Ég var dálítinn tíma að þreifa mig áfram en örnefnin, bæði þau sem nefnd era og eins seinni tíma smíðar, em flokkuð í stafrófsröð. Þá segir í hvaða sýslu eða landi örnefnið er og í hvaða kafla eða köflum það kem- ur fyrir. Loks er umfjöllun þar sem sagt er á hvem hátt ömefn- ið kemur við sögu í kaflanum eða bókinni, sum koma fyrir einu sinni, önnur eins og til dæmis Bergþórshvoll og Hlíðarendi 30- 40 sinnum. Að því búnu era þau nákvæmlega staðsett en í bók- inni verða kort og ljósmyndir til frekari glöggvunar. Þá nefni ég hvað er að gerast í nú- tímanum, ágætt dæmi er Dyflin, eða Dublin, sagt er hvar borgin er og hversu margir búa þar í dag.“ - Hvar hefur þú leitað fanga? „Mjög viða. Ég get nefnt sem dæmi Árbækur Fomleifafélags- ins sem komið hafa út frá 1880 en fyrstu áratugina gekk útgáf- an mikið út á það að skoða sögu- staði íslendingasagnanna. Ég hef oft orðað það svo að menn hafi farið af stað með fomsögu í annarri hendi og skóflu í hinni og alltaf fundið það sem þeir voru að leita að. Þetta var sá tími að menn trúðu öllu. Árbækurnar frá fyi-stu tíð era því óþrjótandi uppspretta og gott að hafa 100 ára gamlar skýrslur við höndina, hvað sem líður trúverðugleika og vísinda- legri nákvæmni. Menn voru hreinlega gerðir út á vegum fé- lagsins, eitt árið fóru þeir á Njáluslóðir og eitthvað annað hið næsta. Auk þess nota ég til dæmis Árbækur Ferðafélags Is- lands og jafnframt er búið að Bjarki Bjarnason ► Bjarki Bjarnason fæddist í Reykjavík árið 1952. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum f Hamrahlíð árið 1972 og lagði stund á latínu, forngrísku og íþróttir í Þýska- landi um skeið. BA-prófí í lat- ínu og forngrísku lauk hann síðan frá Háskóla íslands árið 1979 og íþróttakennaraprófí frá Laugarvatni árið 1980. Að því búnu lauk Bjarki BA-prófi í íslensku árið 1987 og cand.mag. prófí í íslenskum bókmenntum árið 1990. Hann kenndi til dæmis í Grímsey 1980-81 og var skólastjóri Klúkuskóla í Strandasýslu 1983-85 og á Reykhólum 1985- 86. Bjarki kenndi í tíu ár við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og hefur starfað við Borgar- holtsskóla á annan vetur. Eig- inkona Bjarka er Þóra Sigur- þórsdóttir leirlistarkona og eiga þau þrjú börn. Hallgerðarleiði er talið vera í Laugarnesi skrifa mikið um Njálu, sem ég hef auðvitað nýtt mér.“ - Hvað er mest spennandi við verkefni af þessu tagi? „Þótt mikið hafi verið skrifað um Njálu er örnefnasagan að miklu leyti óplægður akur. Það er til mikið af einstaka greinum og spennandi að setja þennan fróðleik saman. Þetta væri hægt að gera með allar íslend- __________ingasögurnar. Til- gangurinn er sá að fræða fólk og varð- veita tiltekinn menn- ingararf. Örnefnin mynda ramma utan um söguna og menn hafa ekki gefið þeim gaum, frekar textan- um og sannleiksgildi sagn- anna.f‘ - Er mikið af örnefnum sem tengjast sögunni en eru ekki nefnd í Njálu sjálfrí? „Það er ótrúlegur fjöldi. Hið frægasta er Gunnarshólmi, úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar, en mörg þeirra hafa sprottið af nöfnum söguhetjanna sjálfra, aðallega Kára, Flosa og Gunn- ars, sem fyrr er getið. Síðan er líka til hóll sem nefndur er Mörður. Þetta sýnir okkar hversu lifandi sagan hefur verið meðal fólksins. Ég get líka nefnt Hallgerðarleiði, sem var til í Reykjavík og menn hafa velt mikið fyrir sér hvar það var. Munnmæli herma að hún hafi flust í Laugames í Reykja- vík. Leiðið er væntanlega horfið nú, sennilega undir malbik.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.