Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 53
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 53 FRETTIR 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Afmælis- kvöldvaka Ferðafé- lagsins HALDIN verður afmæliskvöldvaka á vegum Ferðafélags íslands í kvöld kl. 20.30 þar sem náttúrufræðing- arnir Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson fjalla í máli og myndum um efni nýrrar bókar sinn- ar, Leyndardómar Vatnajökuls. Undirtitill bókarinnar er Víðerni, fjöll og byggðir. Flutt verður yfirlit um Vatnajökul, gosið í Gjálp og Skeiðarárhlaupið, en síðan verður lýsing og myndasýning af svæðinu frá Dyngjuhálsi vestur og suður um til Skaftafells. Sýndar verða myndir úr bókinni og einnig myndir sem ekki hafa birst áður. Kvöldvakan verður í félagsheimili Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Allir eru velkomnir meðan húsrými leyfir. Kaffiveitingar verða í hléi. Á næsta sunnudag kl. 17 mun svo Sverre A. Larsen sýna myndir úr fjallahéruðum Noregs, einnig í Mörkinni 6, en báðir þessir viðburð- ir eru í tilefni 70 ára afmælis Ferða- félagsins. Opinn borgara- fundur um bæj- armálefni í Kópavogi UNDIRBÚNINGSHÓPUR nýs bæj- armálafélags, Félags um jafnaðar- stefnu, félagshyggju og kvenfrelsi, boðar bæjarbúa til kynningar- og málefnafundar fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. „Að fundinum standa Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti í Kópavogi en þessi stjórnmálasamtök hafa gert með sér samkomulag um að stofna nýtt bæjarmálafélag í Kópavogi og bjóða fram sameiginlegan lista til næstu bæjarstjórnarkosninga. Félagið verður opið öllum bæjarbúum, bæði flokksbundnum og óflokksbundnum, sem áhuga hafa á að starfa að bæj- armálefnum í Kópavogi undir merkj- um jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis," segir í fréttatilkynn- ingu. LEIÐRÉTT Ekki til sölu ÞAU mistök urðu í fasteignablaði Morgunblaðsins í gær, að birt var umfjöllun um hús við Vesturbrún ásamt mynd af húsinu Vesturbrún 26. Hið rétta er, að húsið Vestur- brún 26 er ekki til sölu. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. á 4 4 4 4 4 Morgunblaðið/Kristinn ARNA Sigríður Sæmundsdóttir og Kolbrún Stefánsdóttir, eig- endur Blómabúðar Reykjavíkur. Eigendaskipti á Blóma- búð Reykjavíkur NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri Blómabúðar Reykjavík- ur, Hótel Sögu, en það eru þær Arna Sigríður Sæmunsdóttir og Kolbrún Stefánsdóttir. f tilkynningu segir að þær Arna og Kolbrún sérhæfi sig í fallegum og öðruvísi brúðkaups- og útfararskreytingum, þurr- skreytingum auk þess að selja gjafavörur. Verslunin er opið frá kl. 10-19 mánudagatil fimmtu- daga, kl. 10-21 föstudaga og laugardaga og frá kl. 10 -18 á sunnudögum. Umf. Þórsmörk 80ára UNGMENNAFÉLAGIÐ Þórsmörk í Fljótshlíð er 80 ára á árinu. í til- efni þess verður haldið kaffisam- sæti í félagsheimilinu Goðalandi laugardaginn 29. nóvember kl. 21. Allir félagar, sveitungar og velunn- arar félagsins, eru velkomnir. Umf. Þórsmörk var stofnað 10. nóvember 1917 af nokkrum fram- takssömum aðilum í Fljótshlíð. Starfsemi félagsins hefur verið fjöl- breytt í gegnum tíðina. Allt frá fyrstu tíð hafa verið stundaðar íþróttir og rekin öflug leikstarfsemi þar sem nú síðast var sett upp leik- ritið Með vífíð í lúkunum. Um margra ára skeið hefur verið staðið fyrir álfadansi og skógrækt. Einnig stóð félagið fyrir sundkennslu þar sem Fljótshlíðungum var fyrst kennt sund eftir því sem best er vitað, segir í fréttatilkynningu. Rætt um sam- starf í landbún- aði á norðurslóð HALDINN verður fundur á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins mið- vikudaginn 26. nóvember kl. 14 vegna samstarfs stofnunarinnar og systurstofnunar hennar í Magadan í Austur-Síberíu. Á þessum fundi mun dr. Leo Ernst, varaforseti Rússnesku land- búnaðarvísindaakademíunnar, af- henda Þorsteini Tómassyni, for- stjóra Rala, skjal frá akademíunni til staðfestingar á því að hann hef- ur verið kosinn erlendur félagi í akademíunni. Á dagskrá eru ræður og erindi. Jólakort Barna- hjálpar SÞ JÓLAKORT Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna UNICEF eru komin á markaðinn. UNICEF hefur selt jólakort til fjár- öflunar fyrir starfsemi sína síðan 1949. Fyrsta UNICEF kortið var mynd eftir tékkneska stúlku en hún sendi mynd sína í þakklætisskyni fyrir þá aðstoð sem þorpið hennar varð aðnjótandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Allar götur síðan hafa UNICEF kortin verið listaverkamyndir. Þessi listaverk eru frá yfir 200 þjóðlönd- um en ágóðinn af sölunni fer allur til starfsemi Barnahjálparinnar meðal barna víða um heim. Hér á íslandi er það Kvenstúd- entafélag íslands sem sér um sölu jólakorta Barnahjálparinnar. Skrif- stofa félagsins er að Hallveigarstóð- um, Túngötumegin og er opin fram að jólum milli kl. 16 og 18. Þar er hægt að nálgast jólakortin og aðra hluti sem Barnahjálpin selur auk þess sem kortunum héfur verið dreift í helstu bókabúðir Iandsins. Boðað til stofnfundar Hollvina- samtaka Sjómannaskóla Islands « 4 4 J FYRRVERANDI nemendur í Sjó- mannaskóla íslands og aðrir vel- unnarar skólans hafa undanfarið unnið að stofnun samtaka til að efla tengsl sín við Sjómannaskólann í þeim tilgangi að leggja málefnum skólans lið. Samtökin hafa hlotið nafnið^ Hollvinasamtök Sjómanna- skóla íslands. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í hátíðasal Sjómannaskól- ans miðvikudagskvöldið 26. nóvem- ber og hefst kl. 20.30. Allir velunn- arar skólans geta gers' stofnfélagar og eru hvattir til að koma á fundinn. Meðal frummælenda \<rða Guð- mundur Kjærnestend fyrrv. skip- herra, Örnólfur Thorlacius, formað- ur Hollvinafélags Raunvísindadi'ild- ar Háskóla íslands. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, og Guðjón Arnar Kristjánsson, for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Fundarstjóri verður Kristján Pálsson, alþingismaður. Samtökunum er ætlað að vera breiður vettvangur umræðu og aðgerða varðandi málefni Sjó- mannaskólans. Einkum munu þau láta til sín taka þróun menntunar fyrir þær starfsstéttir sem skólinn hefur þjónað frá öndverðu. Á fund- inum verður gengið frá lögum fyr- ir samtökin og kosin stjórn þeirra og fulltrúaráð. Meginefni fundarins verða þær hugmyndir sem nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur kynnt þess efnis að starfsemi Sjómanna- skólans verði flutt í húsnæði við Höfðabakka. „Svo sem kunnugt er hafa hug- myndir nefndarinnar mætt mikilli andstöðu. Stjórnendur og nemendur Stýrimannaskólans og Vélskólans eru mótfallnir hugmyndunum og samtök sjómanna hafa ályktað gegn þeim. Fjöldi einstaklinga úr ýmsum starfsstéttum hefur látið í sér heyra. Þá hafa margir þingmenn lýst andstöðu sinni. Þetta mál er því efst í huga allra velunnara Sjó- mannaskólans um þessar mundir," segir í frétt frá undirbúningsnefnd. Að undirbúningi stofnfundarins hafa m.a. unnið: Asgeir Guðnason, Björn Herbertsson, Elís Jónsson, Garðar Pálsson, Georg Árnason, Guðmundur Hallvarðsson, Guð- mundur Kjærnested, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Guttormsson, Gunnar Hafsteinsson, Hannes Þ. Hafstein, Haukur Óskarsson, Haukur Þórhallsson, Hálfdán Henr- ysson, Helgi Hallvarðsson, Jóhann Ólafur Ársælsson, Kristján Pálsson, Magni Sigurhansson, Unnþór Torfason, Þorsteinn Gíslason og Ævar Guðmundsson. Konur og alnetið DR. ANNE Clyde, prófessor í bóka- safns- og upplýsingafræði við Há- skóla íslands, flytur rabb um konur og alnetið fimmtudaginn 27. nóv- ember. í rabbinu mun Anne annars veg- ar gefa yfirlit yfir upplýsingaveitur á alnetinu sem koma að gagni við rannsóknir í kvennafræðum. Hins vegar mun hún á grundvelli nýrra rannsókna fjalla um konur sem notendur alnetsins. Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla íslands og er öllum opið. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12 til 13 og er flutt á ensku. Fyrirlestur um rafgas og smárásir EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna við- fangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 27. nóvember heldur Jón Tómas Guðmundsson, Raunvísindastofnun, erindi sem nefnist Rafgas og smárásir, í Lög- bergi, stofu 101, kl. 16.15. Rafgas gegnir lykilhlutverki í framleiðslu smárása. Það er notað til að æta raufar og óæskiíegar húðir og með því eru ræktaðar þunnar húðir, einangrandi og Ieið- andi. Farið verður yfir nokkrar helstu gerðir afhleðslna, sem notað- ar eru við framleiðslu smárása, kennistærðir þeirra og uppbygg- ingu. Einkum verður lögð áhersla á flata spanaða afhleðslu. Fyrirlestur um gróður- og jarð- vegseyðingu JÓN Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi íslands, held- ur fyrirlestur um gróður- og jarð- vegseyðingu fímmtudaginn 27. nóv- ember nk. Fyrirlesturinn verður haldinn í Tækniskóla íslands klukkan 17 og eru allir sem áhuga hafa boðnir velkomnir. Glæpur og refsing í Hrafnkels sögu HERMANN Pálsson fyrrverandi prófessor flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar Kennarahá- skóla Islands fímmtudaginn 27. nóvember kl. 16.15. Fyrirlest- urinn nefnist: Glæpur og refs- ing í Hrafnkels sögu. Hermann Páls- son var um árabil prófessor í ís- lenskum fræðum við Edinborgarháskóla. Hann hefur skrifað fjölda rita um íslenskar forn- bókmenntir, m.a. bókina Siðfræði Hrafnkels sögu sem á sínum tíma vakti mikla athygli. Með fyrirlestr- um um víða veröld og þýðingum fjöl- margra fornrita á ensku hefur Her- mann verið einn helsti framvörður íslenskrar menningar um áratugi, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201 í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Öllum er heimill aðgangur. Gengið um austurbæ HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 miðviku- dagskvöldið 26. nóvember yfir Þingholt og Skólavörðuholt upp á Miklatún og um Hlíðarnar inn í Kringlumýri. Þar verður val um að fara með SVR eða ganga til baka. Allir eru velkomnir. Hádegisfundur Orators ORATOR heldur hádegisfund fimmtudaginn 27. nóvember í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands kl. 12:15. Umræðuefni fundarins er frið- helgi einkalífsins og skráning og meðferð persónuupplýsinga með sérstakri skírskotun til lífsýna. Frummælendur verða: Páll Sigurðs- son, prófessor við lagadeild HÍ, og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar. Röng ummæli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Magnússyni, varaformanni Neyt- endasamtakanna: „í Morgunblaðinu hinn 22. nóv- ember 1997 er frétt um fund Neyt- endafélags Akureyrar sem fram fór fimmtudagskvöldinu áður. í nefndri frétt eru eftirfarandi ummæli höfð eftir Drífu Sigfúsdóttur, formanni Neytendasamtakanna. „Drífa sagði það aðeins hálfan sannleik því að þeir (Vilhjálmur Ingi og Jón Magn- ússon) hefðu beðið sig að taka við starfi framkvæmdastjóra samtak- anna en hún afþakkað. Því mót- mælti Vilhjálmur Ingi og sagði þá félaga aðeins hafa leitað til Drífu um að taka að sér formennsku." Tilvitnun í einkasamtöl í opin- berri umræðu finnst mér almennt ekki góður siður. Það að vitna rang- lega í einkasamtöl í opinberri um- ræðu er svo vægt til orða tekið al- ger ósiður. Tildrög þess að við Vilhjálmur ræddum við Drífu á sínum tíma voru þau að Jóhannes Gunnarsson hafði lýst því yfir þá nokkru áður að hann teldi eðlilegt að skil yrðu gerð milli formennsku og fram- kvæmdastjórastarfs og væri sér formennskan ekki föst í hendi. Ég var Jóhannesi sammála um að eðli- legt væri að skil yrðu gerð milli formennsku og framkvæmdastjóra- starfs. Ýmsir stjórnarmenn úr síð- ustu stjórn leituðu þá eftir því við mig að ég tæki að mér formennsku í samtökunum en því neitaði ég á þeim forsendum að ég hefði hvorki tíma né fyndist mér það eðlilegt vegna þess að ég gegndi for- mennsku í samtökunum á undan Jóhannesi. Þar sem ég taldi á þeim tíma að Drífa Sigfúsdóttir hefði töluverða reynslu í félagsmálastörf- um virtist mér sem hún gæti verið góður kostur í formennsku. Ég leyfði mér því að orða það við hana hvort hún mundi geta og treysta sér til að taka að sér formennsku í Neytendasamtökunum, ef til kæmi, m.a. hvort hún hefði tíma til þess. Hún sagðist myndu athuga , það mál og ræddum við það síðan ekki frekar. Aldrei var rætt um stöðu framkvæmdastjóra enda hefði það verið í andstöðu við þá hugmynd sem ég stóð fyrir og hægt að fá staðfestingu ýmissa úr síðustu stjórn að eindreginn vilji minn var sá að Jóhannes Gunnars- son yrði áfram framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna eða formað- ur ef hann kysi það heldur. Þá ligg- ur líka fyrir að mér hefur aldrei dottið í hug að Drífa Sigfúsdóttir gæti verið góður kostur sem fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- í anna. Ég reikna með að þessi röngu ummæli Drífu Sigfúsdóttur um samtal okkar Vilhjálms Inga og hennar séu til komin í hita leiksins og vænti þess að hún leiðrétti um- mæli sín hvað þetta varðar hið fyrsta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.