Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 35
34 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BUSETUSKILYRÐI - BYGGÐAÞRÓUN BÚSETA í landinu hefur gjörbreytzt á 20. öldinni. Um aldamótin síðustu bjuggu þrír af hverjum fjórum íslendingum í strjálbýli. Nú um stundir búa níu af hveij- um tíu í þéttbýli og sex af hveijum tíu á höfuðborgarsvæð- inu. Helmingur landsmanna bjó á höfuðborgarsvæðinu þegar árið 1960 en nálægt 60% um síðastliðin áramót. Spár standa og til þess að íbúum á landsbyggðinni fækki enn um 6% á næstu tíu árum en fjölgi á hinn bóginn um 16% á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Stefán Ólafsson, prófessor, hefur unnið skýrslu fyrir Byggðastofnun um orsakir og eðli íbúaþróunar hér á landi, sem kynnt var á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins síðastliðinn laugardag. Skýrslan og rannsókn- ir, sem hún byggir á, spegla þá staðreynd, að búsetuskil- yrði ráði mestu um byggðaþróun í landinu. íbúar höfuð- borgarsvæðisins, þar sem fjölgunin er mest, eru ánægð- astir með búsetuskilyrði sín. Ibúar Vestfjarða, þar sem fækkunin er mest, óánægðastir. Fram kemur og í könnun- inni að beint samband er á milli stærðar þéttbýlis og ánægju með búsetuskilyrði. Sameining sveitarfélaga í stærri og sterkari þjónustuheildir eru því rökrétt við- brögð til að verja byggð í landinu. Sama máli gegnir um styrkingu byggðakjarna í einstökum landshlutum. Myndun þéttbýlis og fólksstreymi af landsbyggð til stærri borga er ekki séríslenzkt fyrirbrigði. Búsetubreyt- ing af þessu tagi tengist gjörbreyttum atvinnu- og þjóð- lífsháttum á Vesturlöndum. Hún fór á hinn bóginn síðar af stað hér en í grannríkjum og gengur hraðar fyrir sig. Spá um íbúaþróun á næstu tíu árum bendir til þess að íbúum tiltekinna landshluta eigi enn eftir að fækka umtalsvert. Byggðastefna, sem fylgt hefur verið hér síðustu ára- tugi og styrkja átti byggð í landinu öllu, hefur augljós- lega ekki skiíað tilætluðum árangri. Meðal annars þess vegna horfa sveitarstjórnarmenn nú til stærri og sterk- ari sveitarfélaga, stærri og sterkari byggðakjarna, sem betur yrðu í stakk búnir til skapa þau búsetuskilyrði er mestu ráða um búsetuval og byggðaþróun. Það kemur heim og saman við þá könnun, sem hér hefur verið vitn- að til, en hún leiðir í ljós sem fyrr segir að beint sam- band er á milli stærðar þéttbýlis og ánægju íbúa með búsetuskilyrði. AFREKSMAÐUR Á SKÍÐUM AFREK Kristins Björnssonar frá Ólafsfirði, þar sem hann keppti við alla beztu svigmenn heims í Park City í Utah í Bandaríkjunum um helgina er einstætt í einstaklingsíþróttum. Aldrei hefur íslendingur náð svo langt í skíðaíþrótt. Kristinn varð í öðru sæti á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi síðastliðinn laugardag, og sigraði alla keppinauta sína, nema Austurríkismann- inn Thomas Stangassinger, sem varð í fyrsta sæti. Kristinn var 49. í rásröðinni á mótinu í Utah og hefur það aldrei gerst fyrr, á heimsbikarmóti í svigi, að maður með svo hátt rásnúmer komist á verðlaunapall. Afrekið kemur honum til góða með því, að á næsta móti verður hann ræstur fyrr og rennir sér því við betri aðstæður en í fyrri ferðinni á laugardag. Allir beztu afreksmenn heims á skíðum tóku þátt í heimsbikarmótinu í Utah, þar sem á mótinu er ekki um neinn landskvóta að ræða. Þar voru því t.d. allir beztu skíðamenn Austurríkis, Noregs og annarra stórvelda í skíðaíþróttinni. Mótið var því ólíkt Ólympíu- og heims- meistaramótum, þar sem þátttaka er takmörkuð við fjölda þátttakenda frá hverju landi. Afrek Kristins er því sýnu mikilvægara vegna styrkleika mótsins. Með árangri sínum hefur Kristinn Björnsson skipað sér á bekk með afreksmönnum á borð við Vilhjálm Einars- son, sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikun- um í Melbourne í Ástralíu 1956, og Bjarna Friðriksson- ar, sem hlaut bronzverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Dómstóll á tímamótum Miklar breytingar eru í vændum á skipulagi eftirlitsstofnana með Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóllinn og mannrétt- indanefndin verða sameinuð í eina nýja stofnun. Markmiðið er skjót- ari og einfaldari afgreiðsla mála. Að sögn Páls Þórhallssonar ríður á miklu að nýja dómstólnum takist að viðhalda trausti aðildarríkjanna og alls almennings í sameinaðri og frjálsri Evrópu. AÐSETUR Mannréttindadómstólsins í Strassborg. AÐ HEFUR verið sagt um Mannréttindadómstólinn í Strassborg að hann sé að verða eins konar stjóm- lagadómstóll sameinaðrar Evrópu. Það má til sanns vegar færa að mikil- vægi dómstólsins hefur aldrei verið meira en nú og fylgst er með hveijum nýjum dómi af spenningi um alla álf- una. Dómstóllinn er jafnframt á tíma- mótum. Vegna mikils málafjölda og þar af leiðandi seinagangs í afgreiðslu kæra hafa verið ákveðnar róttækar breytingar á stofnunum þeim sem hafa eftirlit með sáttmálanum. Mann- réttindanefndin og dómstóllinn verða sameinuð og tekur nýja stofnunin til starfa 1. nóvember 1998. Sívaxandi málafjöldi Evrópuráðssamningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis tók gildi árið 1953. Fyrstu áratugina komu tiltölulega fá mál til úrlausnar hjá eftirlitsstofnunum Evrópuráðsins. Fram til ársins 1985 höfðu skráðar kærur hjá mannréttindanefndinni um langt árabil verið að jafnaði 400-600 á ári. En þá hljóp mikill vöxtur í kærufjöldann, hann hefur aukist ár frá ári og árið 1996 voru skráðar kærur hvorki fleiri né færri en 4.758. Flest þeirra mála sem koma til kasta mannréttindanefndarinnar fá endan- lega úrlausn þar og er meirihlutanum reyndar vísað frá. Fá mál fara alla leið til Mannréttindadómstólsins. Þannig voru ekki kveðnir upp nema 72 dómar árið 1996 sem er þó mjög mikil aukning frá því sem var fyrstu áratugina. Ástæðurnar fyrir auknu álagi á stofnanirnar í Strassborg eru meðal annars fjölgun aðildarríkja og aukin vitund almennings og lögmanna um tilvist eftirlitsstofnananna í Strass- borg og kærumöguleika. En óhjá- kvæmileg afleiðing þessa hefur reynst sú að meðferð mála í Strassborg hef- ur dregist úr hömlu. Þau mál sem nú er verið að dæma hjá Mannréttinda- dómstólnum voru að jafnaði kærð fyrir rúmlega fimm árum. Svo langur biðtími er kaldhæðnislegur í ljósi þess að dómstóllinn er iðulega að dæma ríki brotleg fyrir slíkt hið sama þ.e.a.s. drátt á málsmeðferð sem brýtur í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmál- ans. Ekki má heldur gleyma því að áður en menn leita til Strassborgar verða þeir að hafa tæmt innlend rétt- arúrræði, sem kallað er, sem einatt tekur mörg ár. Ekki er fyrirsjáanlegt að málafjöldinn dvíni því á skömmum tíma hefur aðildarríkjum Evrópuráðs- ins fjölgað í 40 þótt reyndar hafi þau ekki öll gerst aðilar að Mannréttinda- sáttmálanum enn. Helstu breytingar Það var því talið tímabært að freista þess að gera breytingar á eftirlitsstofn- unum með Mannréttindas áttmálanum til þess að geta betur tekist á við auk- inn málafjölda. Meginbreytingin sam- kvæmt svokölluðum viðaukasamningi 11 er sú að mannréttindanefndin og dómstóllinn verða sameinuð í einn dómstól. Fyrir vikið verður sá tvíverkn- aður úr sögunni sem óhjákvæmilega fylgdi því að bæði nefndin og dómstóll- inn þyrftu að fjalla um mál. Dómarar verða í föstu starfí en ekki í hluta- starfi eins og verið hefur. Kjörtímabil dómaranna verður sex ár en var níu áður. Kveðið er á um sjötíu ára há- marksaldur. Hlutverk ráðherranefndar Evrópuráðsins breytist. Hún mun ekki lengur hafa neitt ákvörðunarvald vegna kærumála á grundvelli sáttmál- ans heldur eingöngu sjá um að fram- fylgja úrlausnum dómstólsins. Flestir eru sammála um að breyt- ingar hafi verið nauðsynlegar en sum atriði þykja þó hæpin. Má þar helst nefna að gert er ráð fyrir innra málskoti, þ.e.a.s. að í undantekningartilvikum muni dómur 7 manna deild- ar verða endurskoðaður af 17 manna deild. Þegar svo háttar munu tveir dómarar af sjö sitja áfram í dómnum, þ.e. dómari frá við- komandi ríki og forseti deildarinnar. Þessir munu því taka þátt í að endur- skoða dóm sem þeir sjálfir kváðu upp! Slíkt mun eiga sér fá fordæmi hvort sem leitað er á alþjóðavettvangi eða í innanlandsrétti. En formælendur segja að þetta fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt til að ná sátt um breyt- ingamar. Annað umhugsunarvert atriði er það hvernig það eigi að geta gengið upp að vera með fjörutíu manna dóm- stól? Níu dómarar eru í Hæstarétti Bandaríkjanna, hefði hann getað gegnt sama hlutverki ef þar hefðu verið fjörutíu dómarar? Hvernig á að viðhalda samfellu og einingu í starf- semi svo fjölmenns dómstóls og tryggja gæði dómsúrlausna? Yal á dómurum Nú þegar öll samningsríkin hafa fullgilt viðaukasamning 11 og einung- is ellefu mánuðir eru til stefnu áður en nýr sameinaður dómstóll tekur til starfa er að mörgu að hyggja. Þing Evrópuráðsins mun kjósa nýju dómarana í janúar næstkom- andi, einn tilnefndan af hveiju aðild- arríki. Því hefur verið spáð að 2A til y< af dómurum í nýja dómstólnum verði óreyndir í þeim skilningi að þeir hafi hvorki setið í núverandi Mannréttindadómstól né mannrétt- indanefnd. Ástæðan er sú að margir af þeim sem sitja þar nú eru komnir hátt á sjötugsaldur að minnsta kosti og því ekki líklegt að þeir gefi kost á sér áfram né að þing Evrópuráðsins kjósi þá til áframhaldandi setu enda verður hámarksaldur dómara 70 ár. Þetta skapar auðvitað hættu á að brot komi í dómaframkvæmdina og samfella verði ekki milli gömlu stofn- ananna og nýja dómstóls- ins. Nokkur umræða hefur verið um það á vettvangi ráðsins hvemig standa eigi að valinu og hvort breyta eigi út frá venjum í því efni. Nú þeg- ar allir dómaramir eru valdir á einu bretti og vegna vaxandi mikilvægis Mannréttindasáttmálans og hinna erf- iðu verkefna sem bíða er sérlega mik- ilvægt að hinir vönduðustu menn velj- ist til starfans. Jafnframt heyrast raddir um að rétta verði hlut kvenna en þær hafa verið sjaldséðar í alþjóða- dómstólum. Reglur mæla fyrir um að hvert ríki leggur fram lista með þrem- ur nöfnum og hefur skapast sú venja að listinn er í forgangsröð. Nú hyggst þingið láta meira til sín taka við valið á dómurunum en verið hefur og hefur í því sambandi verið bent á fyrirkomu- lagið í Bandaríkjunum þar sem öld- ungadeildin tekur dómaraefni á beinið áður en kosið er. Meðal þess sem lík- legt má telja að dómaraefni yrðu spurð um er þátttaka í stjórnmálum og tungumálakunnátta. Flest ríkin hafa nú skilað inn tilnefn- ingum. Eins og fram hefur komið er Gaukur Jörundsson umboðsmaður Al- þingis sem jafnframt á sæti í mannrétt- indanefnd Evrópu í fyrsta sætj á ís- lenska listanum. Þannig leggja íslend- ingar sitt af mörkum til þess að sam- fella nái að skapast í störfum eftirlits- stofnana Evrópuráðsins á þessum mik- ilvægu tímamótum auk þess sem það er óumdeilt að við íslendingar höfum ekki hæfari mönnum á að skipa. Hvernig á að skipta dómurum í deildir? Þótt markmiðið með viðaukasamn- ingi 11 hafí verið að einfalda málsmeð- ferð í Strassborg verður ekki sagt að nýja skipuritið sé auðskiljanlegt. Dóm- stóllinn verður deildaskiptur þannig að það er alls ekki svo að allir dómar- amir taki þátt í afgreiðslu eins og sama málsins. í hverri deild verða sjö dómarar. Hins vegar munu þriggja manna nefndir ákveða hvort kærur eru tækar til efnismeðferðar. Og þegar um mikilvæg mál er að ræða kemur til kasta stóru deildar (grand chamber) þar sem verða 17 dómarar. Fræðimenn hafa mikið velt því fyr- ir sér hvernig réttast sé að skipta dómurunum í deildir en dómstóllinn mun sjálfur setja reglur þar að lút- andi. Beinist athyglin þá að sjö manna deildunum því þar mun hitinn og þunginn af dómarastarfínu fara fram. Þýskur fræðimaður, Jochen A. Frow- ein, hefur stungið upp á því að deild- irnar verði sérhæfðar þannig að ein fjalli um tjáningarfrelsismál, önnur um 6. gr. sáttmálans o.s.frv. Sú til- laga hefur þó hlotið heldur dræmar undirtektir. Er bent á að iðulega varði mál fleiri en eina grein sáttmálans auk þess sem yfír 50% mála snúist um 6. gr., sem varðar rétt til réttlátr- ar málsmeðferðar innan hæfílegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dóm- stóli, þannig að þau yrðu aldrei öll afgreidd af einni deild. Flestir virðast hins vegar sammála um nauðsyn þess að blanda í deildirn- ar þannig að þess sé gætt að í sömu deild veljist dómarar frá ólíkum hlut- um Evrópu. Ekki er talið heppilegt að í einni deild séu eingöngu dómarar frá Norður- Evrópu og í annarri ein- göngu dómarar frá Suður-Evrópu því þá sé hætta á að mismunandi viðmið séu að verki. Væntanlega verður einn- ig að vera svigrúm fyrir dómara frá kæruglöðustu þjóðunum eins og ítölum, Frökkum og Pólvetjum að flakka á milli deilda. Sáttmálinn gerir nefnilega ráð fyrir að dómari frá því ríki sem kært er fyrir brot á sáttmá- lanum taki þátt í málsmeðferð í því skyni meðal annars að tryggja að nægileg þekking á réttarkerfí viðkom- andi lands sé fyrir hendi hjá þeirri deild sem kveður upp dóminn. Tungumál Franska og enska eru hin opinberu tungumál Evrópuráðsins. í allri starf- semi Mannréttindadómstólsins hefur jafnræðis verið gætt milli þessara tungumála tveggja, öll skjöl mála eru til staðar á báðum tungumálum og túlkar hafa verið við rétt- arhöld og dómarafundi þannig að nægilegt hefur verið að dómaramir skildu annað opinbera tungumálið, ensku eða frönsku. Hjá mannréttindanefndinni hins vegar hef- ur gegnt öðru máli að því leyti að lát- ið er við það sitja að öll skjöl séu annað- hvort á ensku eða frönsku. Hefur þannig verið sparaður mikill þýðingar- kostnaður. Þar eð nýi dómstóllinn mun taka við störfum mannréttindanefnd- arinnar velta menn því nú fyrir sér hvort ekki sé rétt að kreíjast þess af verðandi dómurum að þeir skilji bæði ensku og frönsku þótt það nægi að þeir geti tjáð sig á öðru tungumálinu. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvort breytingar verði gagn- vart málsaðilum hvað tungumál snert- ir. Dómar eru kveðnir upp á ensku og frönsku og hefur það verið gagn- rýnt að af hálfu Evrópuráðsins skuli þeir ekki þýddir yfir á móðurmál kæranda. Ennfremur er vert að benda á að kærendur frá flestum aðildarríkj- um hafa getað átt samskipti við mann- réttindanefndina á móðurmáli sínu einfaldlega vegna þess að í föstu starfsliði hennar hafa verið einstakl- ingar frá velflestum málsvæðum. ís- lendingar hafa þó hvorki getað sent inn kærur né málskjöl á íslensku. Mörg erfið verkefni Mörg erfið verkefni bíða dómstólsins þegar hann tekur til starfa. Augljós- lega verður að hafa undan kærufjöld- anum. Enginn getur sagt fyrir um hver þróun verður í því efni. Ljóst virð- ist þó að dómstóllinn getur aldrei tek- ið að sér að vera áfrýjunardómstóll fyrir alla Evrópu. Hans staður er til hliðar við réttarkerfi þjóðanna en ekki íyrir ofan þau. Hann á að horfa yfír öxl aðildarríkjanna og grípa í taumana þegar aðildarríkin hafa brugðist því hlutverki sínu að vemda grundvallar- réttindi borgaranna og kveða þá upp stefnumarkandi fordæmi sem einnig eru öðmm til leiðsagnar. Það hlýtur því að vera keppikefli að efla vernd grundvallarréttinda í innanlandsrétti þannig að kæra til Strassborgar sé óþörf. Með lögfestingu Mannréttindas áttmálans árið 1994, breytingu á stjómarskránni 1995, stofnun embætt- is umboðsmanns Alþingis árið 1987 og setningu stjómsýslulaga árið 1993 stigu íslendingar stór skref í^þessa átt. En rétt er að geta þess að íslend- ingar hafa síður en svo ónáðað eftirlits- stofnanimar í Strassborgu að óþörfu. Til þess hefur verið tekið að frá ís- landi hafa borist fáar kæmr en þeim mun þýðingarmeiri. Nú er það ekkert launungarmál að réttarkerfí nýju aðildarríkjanna í austri uppfylla engan veginn kröfur Mannréttindasáttmálans. Margir hafa af því þungar áhyggjur hvaða áhrif þetta kunni að hafa á framtíð dóm- stólsins. Er það framkvæmanlegt að halda til streitu hinum ströngu kröfum Mannréttindasáttmálans gagnvart nýju aðildarríkjunum? Verður dóm- stólinn í anda raunsæis að slaka á kröfunum gagnvart þessum ríkjum, að minnsta kosti á meðan þau em að tileinka sér aldagamlar hefðir lýð- ræðis- og réttarríkja? Ef það er rétt blasa við tveir kostir og er hvomgur góður. Annaðhvort verður dómstóllinn að viðurkenna lagskiptingu þannig að mestar kröfur séu gerðar til kjamans, gömlu aðildarríkjanna en minni til ríkja eins og Rússlands. Hinn kostur- inn er sá að dómstóllinn í þágu réttar- einingar slakaði almennt á kröfunum sem þýddi að þýðing sáttmálans fyrir þróaðri réttarríki dvínaði. Síðast en ekki síst þarf nýi dóm- stóllinn að axla mörg mismunandi hlutverk stofnananna sem hann tekur við af. Styrkur gamla dómstólsins hefur verið að kveða upp vel rök- studda dóma sem hafa haft djúpstæð áhrif á stjórnskipunarrétt aðildarríkj- anna og vernd grundvallarréttinda í álfunni. Reyndar er rétt að geta þess að dómstóllinn hefur verið gagnrýnd- ur fyrir mótsagnakennda dóma síð- ustu 3 árin um þess sem hann hefur í mörgum mikilvægum málum klofnað í tvo um það bil jafn stóra hluta, sem veikir fordæmisgildið. Nefndin hefur haft fjölþættara hlutverki að gegna. Hún hefur að sumu leyti innt hálfgerð dómsstörf af hendi (ákvörðun um hvort kæra er tæk til efnismeðferðar, álitsgerð), rannsakað mál, leitað sátta, flutt mál kæ- renda fyrir dómstólnum og gefið þeim sem til hennar leita holl ráð. Það á eftir að koma í ljós hversu vel nýja dómstólnum tekst að axla öll þessi mismunandi hlutverk. Svo dæmi sé tekið fer sáttameðferð þannig fram að nefndin skýrir viðkomandi ríkis- stjórn og kæranda frá því í trúnaði að bráðabirgðaniðurstaða nefndarinn- ar sé sú að um brot á sáttmálanum sé að ræða. Auðvitað væri það óvenju- legt ef fjölskipaður dómstóll færi þessa sömu leið. En eins og einhver sagði þá ættu menn ekki að láta hefð- irnar þvælast fyrir raunhæfri mann- réttindavernd. Stjórnlaga- dómur samein- aðrar Evrópu Aukin vitund um kæru- möguleika 203 börn talin hafa mikla þörf fyrir sérstuðning en fá ekki Morgunblaðið/Þorkell BÖRN að leik við einn leikskóla borgarinnar. Grípa verður til að- gerða þegar í stað Hátt á sjöunda hundrað Könnun á þroskafrávikum í 54 leikskólum leikskólaböm í borginni em talin vera með svo- Fjöldi barna Væð einkenni Alvarieg einkenni Heildarfj. dvalarst. Fjöldi leikskóla Hlutfal! af 54 kölluð þroskafrávik af einhveiju tagi og talið er Ofvirkni 85 42 37 3.076 35 65% Tvítyngi 139 70 21 739 35 65% Málþroskafrávik 171 95 52 1.017,5 46 85% að rúmlega 200 böm með alvarleg einkenni fái ekki Vægur eða miðlungs misþroski 55 33 14 302,5 25 46% þann sérstuðning sem þau þurfa á að halda, að Félagsleg tilfelli erfiðleika 181 94 63 1.216 42 78% Samtals 631 334 187 6.351 því er fram kemur í nýút- Önnur frávik 47 11 16 281 21 39% kominni skýrslu. Samtals, heild 678 345 203 6.632 NEFND á vegum Dagvistar bama sem falið var að skoða sérstuðning við böm á leikskólum borgarinnar lét fara fram könnun á hversu mörg börn í leikskólunum þyrftu á stuðningi að halda vegna svonefndra þroskafrávika, sem geta verið af ýmsum toga. Svör bámst frá 54 leikskólum af 64 og em niður- stöðurnar birtar í skýrslu sem kynnt var í borgarstjóm í síðustu viku. Skv. svömnum töldust 678 böm vera með þroskafrávik af einhverju tagi á leikskólunum 54 sem flokkuð vom í tvo flokka, væg og alvarleg. „Það vora 345 börn sem tilkynnt var um með væg einkenni af ýmsum toga. Fjöldi þeirra bama sem talin eru hafa alvarleg einkenni em 203 eða 3,7% barna í leikskóla (miðað er við 5.400 börn í leikskólum). Þeir flokkar þroskafrávika sem koma fjölmennastir út era málþroskafrávik, félags- og tilfinn- ingaerfiðleikar og ofvirkni. Þetta eru alls 152 börn samanlagt sem til- kynnt em með alvarleg frávik í ein- hveijum þessara þriggja flokka. Það sem er hvað alvarlegast við þessa útkomu er að fjöldi þeirra bama sem tilkynnt em með alvarleg einkenni em 203 böm. Þetta eru böm sem starfsfólk leikskólanna á afar erfitt með að bjóða viðunandi þjónustu við núverandi aðstæður,“ segir í skýrsl- unni. Við samanburð á milli ára kom- ast skýrsluhöfundar svo að þeirri niðurstöðu að leiða megi líkur að því að 3-3,5% bama með þroskafrá- vik, sem nutu sérstuðnings í leik- skólunum, njóti ekki þess stuðnings lengur eftir þær breytingar sem gerðar vom á endurgreiðslum menntamálaráðuneytisins til borg- arinnar vegna sérstuðnings við fötl- uð börn árið 1995. Þá bendi niður- stöður til þess að þörf bama fyrir sérstuðning á íslenskum leikskólum sé svipuð og í nágrannalöndum okk- ar eða á bilinu 6-7%. Lítið fyrirbyggjandi eða uppbyggjandi starf „Þetta horfir ekki vel við foreldr- um eða starfsfólki á leikskólunum. Þarna er um að ræða börn með þroskafrávik eins og ofvirkni, mis- þroska og félagslega- og tilfinninga- lega erfiðleika, sem þurfa mikinn stuðning," segir Jóhann Thorodd- sen, yfirsálfræðingur Dagvistar barna, sem sæti átti í nefndinni. „Þegar leikskólar era í þeirri stöðu sem þeir era í dag gagnvart þjónustu við þennan hóp barna er ljóst að lítið er hægt að vinna fyrirbyggjandi eða uppbyggj- andi. Væntanlega er hver leikskóli að reyna að bjarga sér eins og hann getur út frá þeim þröngu römmum sem þeim era sniðnir. Það er hætta á því að málum sé bjargað frá degi til dags og reynt að láta sem flest böm fá einhverja örvun/athygli sem veldur því að öll fá of lítið,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Jóhann bendir á að þetta vanda- mál sé sambærilegt við stöðu mála 678 börn eru með einhver þroskafrávik í grunnskólunum þar sem séu allt "* of fáir stuðningstímar við böm sem þurfa nauðsynlega á sérstuðningi að halda. „Ef um er að ræða of- virkt bam tekur það eðlilega mjög mikinn tíma og það bitnar á öllum hópnum,“ segir hann. Sé bömum á leikskólum sem hafa mikla þörf fyrir sérstuðning og þjálfun ekki sinnt færist vanda- málið yfir til grannskólanna en þar era þau þó ærin fyrir. Að sögn Jó- hanns er talið að 15-20% grunn- skólabarna þurfi á sérstuðningi að halda einhvemtíma á leið sinni í gegnum grannskólann. Borgin komi til , móts við brýna þörf í nefndinni sátu auk Jóhanns, Jónína Konráðsdóttir leikskólastjóri og Bergljót Guðmundsdóttir frá Félagi ísl. leikskólakenn- ara. „Það er alveg ljóst að borgin verður að koma til móts við þessa brýnu þörf aðallega með tvenn- um hætti, að auka þann stuðning sem kemur beint frá borginni (sk. borgarkvóti) og að styrkja athugunar- og ráðgjafar- þátt fagsviðs Dagvistar bamas- Grípa verður til aðgerða strax á þessu ári og halda svo áfram að taka á vandanum í ákveðnum skref- um þar til þeirri stöðu hefur verið náð að hægt verði að segja að kom- ið sé til móts við sérþarfir barna í leikskólum Reykjavíkur," segir í áskoran höfunda í niðurlagsorðum skýrslunnar. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.