Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þóra í Atlanta kona ársins TÍMARITIÐ Nýtt líf valdi í gær konu ársins 1997. Nafnbótina hlaut Þóra Guðmundsdóttir, annar eigenda og forsvars- manna flugfélagsins Atlanta. Þóra, sem situr í stjórn félagsins og er yfirmaður flugfreyju- og flugþjónadeildar þess, stofnaði Atlanta ásamt eiginmanni sín- um, Arngrími Jóhannssyni, í febrúar árið 1986. „Ég varð svo- lftið undrandi þegar mér var skýrt frá vali Nýs lífs,“ sagði Þóra í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef lagt mikla vinnu í fyrir- tækið, en ekki velt því fyrir mér að sú vinna myndi leiða til slíkr- ar nafnbótar. Ég hef einungis miðað við að gera mitt besta. Vissulega er ég þó ánægð með útnefninguna." Nýtt líf hefur sex sinnum áður valið konu ársins. Fyrst hlaut Vigdís Finnbogadóttir nafnbót- ina, þá Sophia Hansen, Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björk Guðmunds- dóttir og í fyrra Rannveig Rist. Morgunblaðið/Ásdís GULLVEIG Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs lífs, afhenti Þóru Guðmundsdóttur listaverk í tilefni útnefn- ingar hennar sem konu ársins. Magnús Hreggviðsson, forstjóri útgáfufélagsins Frjáls framtaks, stend ur hjá sem og listakonan Sossa. Frestur felaga í LSR til að flytja sig rennur út á sunnudaginn Á annað þúsund ætla að flytja sig yfir í A-deildina Á ANNAÐ þúsund félagar í Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins hafa til- kynnt að þeir ætli að flytja sig úr B-deild sjóðsins yfir í A-deild. Frestur til að tilkynna flutning rennur út á sunnudag. Skrifstofu sjóðsins verður opin um helgina. Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki LSR síðustu daga. Margir hafa komið til að fá ráðgjöf um hvaða deild henti þeim best. Haukur Hafsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði að þó að fólk hefði tekið vel við sér síðustu dag- ana mætti yngra fólkið veita þeirri breytingu sem gerð hefði verið á sjóðnum meiri athygli. Almennt mætti segja að fólk innan við fer- tugt hefði fremur hag af því að skipta yfir í nýja lífeyriskerfið, þ.e. A-deildina. I dag og á morgun verður opið hjá LSR til kl. 19. Á laugardag verður opið frá kl. 10 til 16. Á sunnudag verður opið frá kl. 13 til 16. Þá rennur út sá frestur sem lögin um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins heimila sjóðsfélögum úr B- deild að skipta yfir í A-deild. Betri örorkulífeyrir Eitt af því sem gerir A-deildina frábrugða B-deildinni er örorkulíf- eyririnn. Örorkulífeyrir opinberra starfsmanna hefur fram til þessa verið mun verri en félaga í al- mennu lífeyrisjóðunum. Örorkulíf- eyrir í A-deildinni er hins vegar sambærilegur því sem gerist á al- mennum markaði. í B-deildinni tekur örokulífeyririnn mið af áunn- um ellilífeyrisrétti. Þess vegna er örorkulífeyrir hjá ungu fólki mjög lélegur. í B-deildinni er örorkulíf- eyririnn uppreiknaður eins og við- komandi hefði gegnt starfi til 65 ára aldurs. Sjóðsfélagi sem yrði öryrki 30 ára eftir að hafa greitt í LSR í fimm ár og hefði haft 140 þúsund krónur á mánuði í heildarlaun, þar af 100 þúsund í dagvinnulaun fengi 10 þúsund krónur á mánuði í örorku- lífeyri úr B-deildinni. Ef viðkom- andi hefði verið í A-deild fengi hann hins vegar 103.100 kr. á mánuði. Á móti kemur að makalífeyris- réttindi í B-deildinni eni almennt betri en í A-deild vegna þess að í B-deildinni er makalífeyririnn greiddur til æviloka makans, þ.e.a.s. gangi hann ekki í hjóna- band aftur. Þó getur upphæð makalífeyris verið hærri í A-deild- inni ef sjóðsfélaginn er ungur þeg- ar hann fellur frá. Makalífeyririnn er eftir sem áður gi-eiddur tíma- bundið. Atvinnu- leysi 3,8% Heilsugæslan í Reykjavík getur ekki svarað heilbrigðiseftirliti Algerlega háð SHR um viðhald htisnæðis ATVINNULEYSI er nú 3,8% ef marka má vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Þetta jafngildii- því að 5.700 einstaklingar hafi verið án at- vinnu um miðjan nóvember. í sams konar könnun fyrir ári mældist at- vinnuleysið 3,7%. í apríl 1997 mæld- ist atvinnuleysið 3,9%. Atvinnuleysi meðal kvenna mæld- ist 4,6% en 3,1% meðal karla. At- vinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, en það er svipuð nið- urstaða og í öðrum könnunum Hag- stofunnar. Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára nam 7,5%. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru spurðir hvort þeir væru á at- vinnuleysisskrá og átti það við um 4.600. Samkvæmt könnuninni hefur atvinnuþátttaka lítið breyst. Hún mældist 82% um miðjan nóvember og jafngildir það því að atvinnuþátt- takan hafi aukist um 1.000 manns. Þetta telst ekki vera marktæk fjölg- un. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru á vinnumarkaði reyndist vera 43,3 klukkustundir á viku, samanborið við 44,1 klukku- stund í nóvember í fyrra og 43,1 klukkustund í apríl 1997. STJÓRN Heilsugæslunnar í Reykjavík getur ekki gefið Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur ákveð- in svör við fyrirspumum um áætl- anir til úrbóta á húsnæði heilsu- gæslustöðvarinnar í Fossvogi, af þeirri ástæðu að heilsugæslan er algerlega háð Sjúkrahúsi Reykja- víkur um viðhald húsnæðisins, að sögn Gísla Teitssonar, fram- kvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík. Heilsugæslan í Fossvogi er sem kunnugt er til húsa í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem viðhaldi hef- ur lengi verið verulega ábótavant. í bréfi dagsettu 13. október síðast- liðinn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til stjómar Heilsu- gæslunnar í Reykjavík var farið fram á að stjórnin skilaði heil- Stjórnendur SHR bera við að fjár- veitingar skorti brigðiseftirlitinu áætlun um fram- kvæmdir til úrbóta fyrir 1. nóvem- ber sl. Því bréfi hefur Heilsugæsl- an enn ekki svarað. Ekkert hægt að gera Gísli segir að vandi heilsugæsl- unnar hafi oft verið ræddur við stjómendur Sjúkrahúss Reykja- víkur, en þeir beri við að fjárveit- ingar skorti. Svo lengi sem staðan sé þannig sé ekkert hægt að gera fyrir húsnæði heilsugæslunnar, svo sem að gera við glugga og þess háttar, frekar en fyrir húsnæði sjúkrahússins í heild. Gísli Teitsson sagði að nýlega hefðu þó verið gerðar endurbætur á loftræstikerfi heilsugæslustöðv- arinnar og verið væri að vinna að því að lagfæra bleiuskipta- og hreinlætisaðstöðu. Ekki sérstakar aðgerðir vegna heilsugæslunnar Magnús Skúlason, fi’amkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, seg- ir að viðgerðir á gluggum heilsu- gæslustöðvarinnar snúi að viðhaldi sjúkrahússins í heild sinni og til þess séu engar fjárveitingar, að minnsta kosti ekki á þessu ári. Því sé ekki um það að ræða að fara út í sérstakar aðgerðir vegna heilsu- gæslustöðvarinnar. Áheita- söfn- un suður- skauts- fara hafín ÓLAFUR Örn Haraldsson, Harald- ur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarna- son sem taka þátt í suðurskautsleið- angrinum buðu Iþróttasambandi fatlaðra að safna áheitum vegna þessarar ferðar og er áheitasöfnun nú þafin. Ákveðið var að láta aðildarfélög íþróttasambands fatlaðra sem eru 22 og starfa víða um land njóta góðs af þessu verkefni en starfsemi fé- laganna er fjölbreytileg og kostnað- arsöm, segir í fréttatilkynningu. Aðildarfélög ÍF sem þátt taka í söfnuninni fá 75% af innkomu frá söfnun á vegum félagsins en 25% rennur til Iþróttasambands fatlaðra til undirbúnings og þátttöku fyrir ólympíumót fatlaðra í Sydney árið 2000. Áheit sem fólk vill greiða fyrir- fram eiga aðeins að greiðast beint inn á reikning Iþróttasambands fatlaðra nr. 228641 í Búnaðarbanka Islands, Háaleitisútibúi, eða til um- sjónaraðila aðildarfélags IF á hverj- um stað. Þeir sem standa að þessari söfn- un hafa fengið staðlað blað sem merkt er íþróttasambandi fatlaðra. Öll söfnun verður í umsjón íþrótta- sambands fatlaðra og aðildarfélaga þess á sérmerktum blöðum. Að lok- inni göngu verða sendir út gíróseðl- ar sérmerktir íþróttasambandi fatl- aðra til þeirra sem hafa skráð nöfn sín á blöð útsend af ÍF. --------------- Meint ummæli um störf meinafræðings Ríkisspítölum send krafa um áminningu HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur vísað til forstjóra Ríkisspítal- anna kröfu lögmanns Ewu Klonowski meinafræðings, sem sagt var upp störfum á Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði í fyrra, um að' fyrrum yfirmanni hennar, Gunn- laugi Geirssyni, verði veitt áminn- ing vegna meintra ummæla hans um störf Ewu. Ewa var ráðin til starfa í Bosníu á vegum samtakanna Ph.ysicians for Human Rights í byrjun þessa árs og óskuðu samtökin eftir upplýsing- um um störf Ewu hér á landi fyrir Rannsóknarstofu í réttarlæknis- fræði. Að sögn Guðríðar Þorsteins- dóttur, lögfræðings hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, sendi lögmaður Ewu kæru til ráðuneytisins þar sem ósk- að var eftir því að ráðuneytið hefði milligöngu um að Gunnlaugur Geirsson drægi meintar missagnir í umsögn sinni til baka. Ef ekki næð- ist samkomulag um það yrði hann áminntur fyrir brot í starfi. Sættir tókust ekki „Við kölluðum lögmennina á fund og gáfum þeim kost á að koma hing- að gögnum. Þeir skiptust á gögnum og fengu fresti, og við vorum að fá inn gögn í málinu alveg fram í sept- ember. Þá var komið í ljós að það yrðu engar sættir í þessu máli. Þá var eftir krafan um áminningu, en samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er það forstöðumaður stofnunar sem veitir áminningu. Við framseldum því málið til Ríkisspítalanna þar sem læknirinn starfar og Eva starfaði. Við gerum ekki ráð fyrir að þetta þurfi að taka langan tíma því það eru öll gögn og allar röksemdir komnar fram í málinu,“ sagði Guð- riður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.