Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 31 LISTIR Schubert, Schuil og Rannveig Fríða TOJVLIST III j« m d i s k a r RANNVEIG FRÍÐA BRAGADÓTTIR OG GERRIT SCHUIL Franz Schubert, sönpljóð. Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzo-sopran. Gerrit Schuil, pianó. Hljóðritað í Kirkjuhvoli í Garðabæ 27.8.-2.9. 1997. Tæknideild Kíkisútvarpsins annaðist hljóðvinnslu. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Upptaka og úrvinnsla: Hreinn Valdimarsson Mál og menning 1997. HLJÓMDISKUR þessi er mikil gersemi. Hér höfum við tvo frábæra listamenn flytja nokkur þeirra söng- ljóða Franz Schuberts sem ekki heyrast mjög oft nema Ellens Ges- ang III (Ave Maria) og e.t.v. hin dul- magnaða og margræða ballaða um nætursiglingu drottningarinnar með dverginn sinn, Der Zwerg, eitt magnaðasta og „geníalasta“ söngljóð Schuberts - hér í stórkostlegum flutningi beggja. Allt eru þetta þó meira eða minna fínar tónsmíðar, sem margar vitna fagurlega um snilligáfu höfundarins og þann frum- leika sem átti eftir að halda nafni hans á lofti öðru fremur. Ég get nefnt söngva einsog Thekla: Eine Geisterstimme; ljóðið sótt í leikrit Schillers um Wallenstein (Thekla, dóttir W., hefur upp raustina aftur- gengin). Tónsmíðin ber vott um and- ríki hins unga tónskálds og vald á „óleyfilegum" stílbrögðum, svosem að skipta milli tóntegunda í þágu efnisins. Eða Kolmas Klage (Harm- ljóð Kolmu - þar sem hún stendur yfir látnum elskhuga og bróður, er þeir hafa orðið hvor öðrum að bana). Frábærlega sungið - flott rödd! Eða Berthas Lied in der Nacht, eða Fischerweise (Fiskimannavísa), eða An den Mond. Eða Sei mir Gegrusst (Ég heilsa þér). Og ekki má gleyma Ave Maria; mjög fallega sungið. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um söng Rannveigar Fríðu Bragadóttur og píanóleik Gerrits Schuil, sem bæði eru framúrskar- andi listamenn. Rannveig Fríða er búsett í Austurríki. Hún starfaði við Ríkisóperuna í Vínarborg sem ein- söngvari (1987-92) og tók m.a. þátt í fjölda sýninga undir stjórn ekki minni manna en Karajans, Soltis, Abbados og Harnoncourts. Hún starfar nú við óperuna í Frankfurt. Hún hefur víða komið fram á liðnum árum, m.a. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki (m.a. á Salzburger Festspiele) og í Bandaríkjunum - þar sem hún söng vorið 1991 í rómuðum konsertflutn- ingi á Elektru í Carnegie Hall undir stjórn Lorins Maazels. Um Gerrit Schuil hefur mikið ver- ið fjallað að undanfornu, allt verð- skuldað. Tæknivinna til fyrirmyndar eins og vænta má, og því um kjörgrip að ræða. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.