Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 31 LISTIR Schubert, Schuil og Rannveig Fríða TOJVLIST III j« m d i s k a r RANNVEIG FRÍÐA BRAGADÓTTIR OG GERRIT SCHUIL Franz Schubert, sönpljóð. Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzo-sopran. Gerrit Schuil, pianó. Hljóðritað í Kirkjuhvoli í Garðabæ 27.8.-2.9. 1997. Tæknideild Kíkisútvarpsins annaðist hljóðvinnslu. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Upptaka og úrvinnsla: Hreinn Valdimarsson Mál og menning 1997. HLJÓMDISKUR þessi er mikil gersemi. Hér höfum við tvo frábæra listamenn flytja nokkur þeirra söng- ljóða Franz Schuberts sem ekki heyrast mjög oft nema Ellens Ges- ang III (Ave Maria) og e.t.v. hin dul- magnaða og margræða ballaða um nætursiglingu drottningarinnar með dverginn sinn, Der Zwerg, eitt magnaðasta og „geníalasta“ söngljóð Schuberts - hér í stórkostlegum flutningi beggja. Allt eru þetta þó meira eða minna fínar tónsmíðar, sem margar vitna fagurlega um snilligáfu höfundarins og þann frum- leika sem átti eftir að halda nafni hans á lofti öðru fremur. Ég get nefnt söngva einsog Thekla: Eine Geisterstimme; ljóðið sótt í leikrit Schillers um Wallenstein (Thekla, dóttir W., hefur upp raustina aftur- gengin). Tónsmíðin ber vott um and- ríki hins unga tónskálds og vald á „óleyfilegum" stílbrögðum, svosem að skipta milli tóntegunda í þágu efnisins. Eða Kolmas Klage (Harm- ljóð Kolmu - þar sem hún stendur yfir látnum elskhuga og bróður, er þeir hafa orðið hvor öðrum að bana). Frábærlega sungið - flott rödd! Eða Berthas Lied in der Nacht, eða Fischerweise (Fiskimannavísa), eða An den Mond. Eða Sei mir Gegrusst (Ég heilsa þér). Og ekki má gleyma Ave Maria; mjög fallega sungið. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um söng Rannveigar Fríðu Bragadóttur og píanóleik Gerrits Schuil, sem bæði eru framúrskar- andi listamenn. Rannveig Fríða er búsett í Austurríki. Hún starfaði við Ríkisóperuna í Vínarborg sem ein- söngvari (1987-92) og tók m.a. þátt í fjölda sýninga undir stjórn ekki minni manna en Karajans, Soltis, Abbados og Harnoncourts. Hún starfar nú við óperuna í Frankfurt. Hún hefur víða komið fram á liðnum árum, m.a. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki (m.a. á Salzburger Festspiele) og í Bandaríkjunum - þar sem hún söng vorið 1991 í rómuðum konsertflutn- ingi á Elektru í Carnegie Hall undir stjórn Lorins Maazels. Um Gerrit Schuil hefur mikið ver- ið fjallað að undanfornu, allt verð- skuldað. Tæknivinna til fyrirmyndar eins og vænta má, og því um kjörgrip að ræða. Oddur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.