Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 49
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 49 AÐSEIMDAR GREINAR Búmannsklukka, lifsklukk- ur og siglfirskur sumartími LANGT fram á 19. öld voru úr og klukkur óvíða til sveita á ís- landi. Frá þessu grein- ir Jónas Jónasson frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum: „Dagtímana taldi fólkið af einhverri vanatilfinningu, þegar ekki sá til sólar eða stjama; má ráða þá af mörgu: Þegar fólk fór að svengjast milli máltíða, hvað mikið hafði verið slegið, rak- að eða bundið, hvað margir hestar barðir á túninu, hvað hátt var orðið á snæld- unni hjá stúlkunum, hvað langt var komið á sokkinn eða peysuna að pijóna o.m.fl.“ Víða var tíminn miðaður við þarfir búsins. Algengt var að klukkan væri höfð á undan sólar- gangi um bjargræðistímann. Þá var talað um „búmannsklukku“ sem var að vissu leyti fyrirrennari sum- artímans. Nú er öldin önnur. Nær allir ganga með úr, og tími landsmanna er samræmdur með lagaboði. Heimstími er skilgreindur sem meðaltími í Greenwich, þar sem hádegi er miðað við það hvenær sól er að meðaltali í hásuðri yfir frægri stjömurannsóknastöð í þessu úthverfi Lundúnaborgar. Eðlilegt er að setja ísland í tíma- belti einni stund á eftir heimstíma, enda var sá háttur á hafður allt til ársins 1968. Rétt hádegi, tíminn þegar sól er að meðaltali hæst á lofti, er samkvæmt þessu austar- lega á landinu, nálægt Þórshöfn eða Höfn í Homafirði. Að sið margra þjóða annarra breyttu ís- lendingar klukkunni á sumrin, flýttu henni um eina klukkustund. Þessi sumartími var tekinn upp hérlendis á lokaárum fyrri heims- styijaldar, 1917 og 1918, og svo aftur um og eftir hina síðari, 1939- 1967. Árið 1968 var þessi árstíða- bundna breyting tímans lögð af og bundið í lög að hér skyldi gilda sumartími allt árið. Hér var tvennu breytt: Sami tími er látinn gilda allt árið og þessi tími er heims- tími, einni stund á undan eðlilegum staðartíma. Röksemdin fyrir fyrri breyting- unni var að margs konar óhagræði og kostnaður hlytist af því að hringla með klukkuna. Helstu rök sem lágu að sumartíma í Evrópu, orkusparnaður á tímum styijalda og eldsneytiskreppu, áttu ekki við hér. Að baki hinni breytingunni vógu þungt sömu rök og nú eru færð fyrir því að flýta klukkunni enn frekar á sumrin - óskir manna um að njóta birtu lengra fram á kvöldin. Auk þess var bent á að ýmsar alþjóðlegar töflur þar sem tími kemur við sögu eru reiknaðar í heimstíma og þarf að umreikna þær fyrir önnur tímabelti. Þar sem Örnólfur Thorlacius TIIJJOÐ ísland er nærri núll- baugnum er gengur yfir Greenwich - hálfri til tveimur stundum á undan í tíma, eftir því hvort miðað er við austustu eða vestustu odda - er hægt að komast hjá öllum slík- um reikningi með því að stilla klukkuna á íslandi á heimstíma. í lifandi verum eru stillikerfi sem laga starfsemi líkamans að tímum dags. Má greina mun á ýmissi virkni á degi og nóttu. Franskur stjamfræðingur, de Mair- an, mun fyrstur hafa vakið athygli á innri stýringu á þessum dægur- sveiflum, en hann benti á það árið 1729 að laufblöð sunnublóms (Heli- otropium) breiðast út að morgni og leggjast saman á kvöldin, jafn- vel þótt plantan sé höfð í algeru myrkri. Síðar komu í ljós samsvar- andi stýrikerfi, lifsklukkur, í dýr- um. í líkama manns er vitað um margar slíkar klukkur sem stjórna til dæmis dægursveiflu á líkams- hita, losun ýmissa hormóna og sveiflum á öðmm þáttum efna- skipta - og svo vitanlega vöku og svefni. Klukkurnar em samt frem- ur ógangvissar og auk þess illa samhæfðar. Líkaminn stillir þær því í sífellu með boðum frá um- hverfinu, og fer þar mest fyrir sveiflum í birtu. Nokkrar lífsklukk- ur taka þó fremur mið af þáttum í hegðun manna, svo sem fótaferð- ar- og háttatíma. Vemleg tmflun á gangi og samhæfingu þessara lífsklukkna hefur í för með sér óþægindi og tmflanir á líkams- störfum. Þessa verður til dæmis Vilji menn endilega taka upp sumartíma, mælir Örnóifur Tholacius með hinum gamla sum- artíma, þannig að eðli- legt íslenskt tímabelti ráði klukkunni. vart í vaktavinnu og flugferðum milli tímabelta. Ef staðartími er íjarri sólartíma ber lífsklukkunum illa saman. Þess vegna hníga líffræðileg og læknis- fræðileg rök að því að klukkan sé ekki höfð íjarri sólargangi á hveij- um stað. Nú liggur fyrir Alþingi - og ekki í fyrsta sinn fmmvarp til laga um það að aftur skuli taka upp sumartíma, en ekki hinn gamla sumartíma heldur skuli klukkunni flýtt um klukkutíma á sumrin svo sól verði þá í hásuðri í Reykjavík um klukkan hálfþijú síðdegis. Þegar fyrst var flutt á Alþingi fmmvarp um það að enn skyldi færa klukkuna á íslandi fjær gangi sólar vom þau rök helst færð fyrir hugmyndinni að með því nálguð- umst við tímann í Vestur-Evrópu. Nú virðast flutningsmenn hafa átt- að sig á því hve léttvæg þessi rök em og leggja í þess stað áherslu á sérþarfir ýmissa hópa lands- manna fyrir langt síðdegi í björtu að loknum vinnudegi. Em þar meðal annars dregnir fram útig- rillarar og golfarar. Með fullri virðingu fyrir þessum ágætu mönnum, og flytjendum fmmvarpsins, virðist mér glapræði að raska lífsklukkum okkar með því að færa klukkuna hér íjær eðli- legum staðartíma en þegar er, enda yrði Reykjavík þá eina höfuðborg í heimi þar sem munaði hálfum þriðja tíma á sólargangi og klukku. Á móti þessu koma hagsmunir annarra sem frekar þyrftu að lengja morguninn. Þar má til dæm- is benda á skólabörn. í einsetnum skóla þurfa þau nær öll - frá sex ára aldri - að vera sest á skóla- bekk um áttaleytið, sem í höfuð- borginni þýðir nú þegar klukkan hálfsjö að sólartíma en yrði vor og haust kl. hálfsex ef fmmvarpið yrði að lögum. Vilji menn endilega taka upp sumartíma ætti það að vera hinn gamli sumartími, þannig að eðlilegt íslenskt tímabelti réði klukkunni á vetrum. En þar sem það leysi^* hvorki vanda kylfinga, útigrillara né þeirra er þurfa að halda uppi sambandi við skriffinna í Evrópu legg ég til að núverandi gangur klukkunnar á íslandi verði látinn haldast. í þessu efni er stöðugleik- inn bestur. Stofnanir og fyrirtæki munu laga sig að þörfum starfs- manna og viðskiptavina, til dæmis með breyttum afgreiðslutíma á sumrin, eins og þegar ber talsvert á. Samt langar mig að biðja lög- gjafann að láta Siglfirðinga í friði** ef þeir gera alvöm úr því að taka upp eigin sumartíma eins og einn ráðamaður þeirra boðaði nýverið í sjónvarpsþætti. Ég sé fyrir mér ljósaskilti í miðjum Strákagöngum: „Hér tekur við siglfirskur sumar- tími.“ Höfundur er líffræðingur ogfv. rektor. PAOLA SVART/HNOTA PAOLA HNOTA Frábærir stólarfrá Rossem húsgögn Áklæði eftir vali Stgr.verð 37.810 kr. Armúla 44 sími 553 2035 Skelltu þér í klikkaðan körfubolta í erfiðustu deild heims NBA deildinni. Ertu maður til að taka þátt í baráttu Bulls um meistara- titilinn eða sættírðu þig við minna. Stemmningin í leiknum er frábær og væri ekki betri þótt þú værir á staðnum. Jlijáðmyndaotafa Qunnwið Jngimwiððonax Suðurveri, sími 553 4852 Vefsmiðurinn Tumtölva TX móðurborð m/512kb skyndiminni 200 MMX örgjörvi 32 MB EDO innra minni 3,2 GB harður diskur 15 tommu skjár ATI Mach 2mb skjákort 24 hraða geisladrif Soundblaster 16 hljóðkort 33.6 bás raddmótald m/faxi og símsvara 2 mánaða netáskrift hjá margmiðlun Genius handskanni 9600 pát 240 watta hátalarar Windows 95 lyklaborð og mús Windows '95 stýrikerfi m/bók James Bond kvikmyndadiskur Lon og Don 6 íslenskir leikir Staðgreitt 119.900 OPIÐ LAUGARDAG10-18 & SUNNUDAG13-18 ÖRUGGT OG ÖDÝRT Tðlwúr Island 3 Crensásvegur 3 • Simi: 5885900 • Fax: 5885905 Veffang : wvrw.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.