Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Aðgengi fyrir alla FJÖLMENNI sótti ráðstefnu á Hótel Sögu í gær, þar sem fjallað var um aðgengi fyrir alla. Flutt voru fjölmörg erindi. Voru þau túlkuð jafnóðum fyrir heyrnarskerta. Borg-arstjóri um vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur Yantar 414 milljón- ir króna á næsta ári Minnisvarði um breska sjómenn Bretar ánægðir með ákvörð- un bæjar- stjórnar ROY Bentham, fulltrúi bresku bæjarfélaganna fjögurra, Grimsby, Hull, Fleetwood og Aberdeen, sem hyggjast reisa minnisvarða um breska sjó- menn sem drukknað hafa hér við land, hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann lýsir yfir ánægju þeirra með þá ákvörðun bæjarstjórn- ar Vesturbyggðar að mæla með því að minnisvarðinn verði reistur á Patreksfirði. Enn- fremur kemur fram að þeim sem staðið hafi að undirbún- ingi málsins ytra þyki afar leitt að deilur hafí risið á íslandi um staðsetningu minnisvarð- ans. í fréttatilkynningunni segir að bæjarfélögin vilji ekki tengja minnisvarðann einstök- um skipsskaða, heldur sé ætl- unin að minnast allra þeirra bresku skipa sem farist hafi hér við land. Þá hafi fjöldi breskra skipa notið þjónustu á Patreksfirði og það sé góð málamiðlun að staðsetja minn- isvarðann á svæði þar sem hafi orðið mörg alvarleg sjó- slys. Auk þess að reisa minnis- varðann á Patreksfirði hyggj- ast bæjarfélögin fjögur setja upp sýningu á minjasafninu á Hnjóti til minningar um hetju- lega björgun breska togarans Sargon árið 1948. Að lokum er látin í ljósi sú von að íslendingum skiljist að Bretum gangi það eitt til að heiðra minningu þeirra bresku sjómanna sem farist hafa við íslandsstrendur og votta Is- lendingum virðingu fyrir björgunarstörf. SS um bann við dreifingu M&M-sæl- gætis annars staðar en í frihofninm Brýtur gegn jafnræðis- reglu SLÁTURFÉLAG Suðurlands vefengir réttmæti þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórn- valda að verða ekki við undan- þágubeiðni félagsins frá regl- um um aukefni í matvælum. Sláturfélagið, sem er að- aldreifingaraðili M&M-sæl- gætis hér á landi, sótti fyrr á þessu ári um undanþágu frá þessum reglum til þess að hægt yrði að markaðssetja vöruna, sem um árabil hefur verið boðin til sölu í fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli án afskipta stjórnvalda. Notkun litarefnanna sem um er deilt er heimil innan ákveðinna marka í aðildarrikjum Evrópu- sambandsins en bönnuð sam- kvæmt íslenskum lögum. Sláturfélag Suðurlands held- ur því einnig fram að bann við dreifingu vörunnar annars staðar en í fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli sé andstætt jafn- ræðisreglu. Þá hefur Sláturfé- lagið lagt fram formlega kvört- un hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel, vegna þess sem félag- ið álítur brot íslenska ríkisins á reglum EES-samningsins um fijálsa vöruflutninga. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur fundað með Ingibjörgu Páimadóttur heilbrigðisráðherra og Friðriki Sophussyni fjármálaráð- herra um málefni Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún segir að miðað við íjárlagafrumvarpið vanti 414 milljónir kr. til rekstrar sjúkrahússins á næsta ári. Auk þess sé nauðsynlegt að gera átak í við- haldi byggingarinnar og utanhúss- framkvæmdir einar og sér kosti á bilinu 300-400 milljónir kr. Fundurinn snerist annars vegar um fjármál sjúkrahússins og hins vegar um skipulagsathugun á sjúkra- húsunum í Reykjavík. Ingibjörg Sólr- ún segir að fjárhagur Sjúkrahúss Reykjavíkur sé erfíður vegna halla undanfarinna ára og eins vegna þess hve naumt sé skammtað í fjárlaga- NU standa yfír framkvæmdir við lengingu sjóvarnargarðs neðan byggðarinnar á Suðureyri. Garð- urinn, sem byggður hefur verið í áföngum á liðnum árum, verður í þessari verklotu lengdur um 110 metra. Það er verktakafyrirtækið Jón og Magnús hf. á Isafirði sem sér um framkvæmdina, en til verks- ins eru áætlaðar 5 milljónir frumvarpi fyrir næsta ár bæði til rekstrarins og viðhalds á sjúkrahús- inu. Hún segir að skemmdir séu á byggingunni vegna skorts á viðhaldi. Málið hefur verið kynnt „Ég held að allir viti hvernig við- haldsmálunum hefur verið háttað. Þar þarf að gera verulegt átak. Eins. er ráðherrunum ljós sá rekstrarvandi sem blasir við sjúkrahúsinu en við fengum ekki mörg loforð. Ráðuneyt- in ætla í framhaldi af fundinum að fara yfir málið. Nú hefur málið verið kynnt vel á vettvangi fjárlaganefnd- ar, formönnum stjórnarflokkanna og ráðherrum heilbrigðis- og fjármála sem hafa mest um málið að segja. Nú verðum við að bíða og sjá hvað setur," sagði Ingibjörg Sólrún. Rekstrarhalli frá árunum 1995 og Sjóvarnir styrktar á Suðureyri 1996 nemur 178 milljónum króna og á þessu ári er útlit fyrir að 144 milljónir kr. bætist við. „Ef við tökum aðeins rekstrarkostnaðinn á þessu ári og verðbætum hann í samræmi við fjárlagafrumvarpið þá vantar 414 milljónir kr. á næsta ári. Þetta er hrikaleg staða,“ sagði Ingibjörg Sólr- ún. Ekki pólitískur vilji Hún segir að verulegar steypu- skemmdir séu í byggingunni og þar sé ekki einungis um múrskemmdir að ræða heldur skemmdir í steyp- unni sjálfri. „Það bíða þama framkvæmdir aðeins i utanhúsviðgerðum upp á 300-400 milljónir kr. Þetta er upp- safnaður vandi sem versnar ár frá ári. Vandinn var sæmilega viðráð- króna og eru áætluð verklok 15. desember. Að því loknu verður búið að verja neðri eyrina frá höfn og út fyrir Eyrargötu, en þar hefur sjór oft gengið á land í stífum vestanáttum. Eftir stend- ur að klára garðinn neðan Aðal- götu út fyrir byggðina. Verkið er unnið á vegum Siglingastofn- unar íslands og er fjármagnað úr sjóvarnargarðasjóði. anlegur 1995 en síðan hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina. Ég hef sagt það við ráðherrana að ég líti hrein- lega á það sem ábyrgðarhlut fyrir borgina að standa lengur í þessum rekstri við þessar aðstæður. Það er alveg Ijóst að ef ekkert verður að gert verður að skera verulega niður í rekstrinum á næsta ári. Ég hef hins vegar ekki trú á því að það sé pólitískur vilji til þess hjá heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra að fara i þann niðurskurð. En það er vandlif- að ef hvorki er hægt að lifa af þeim fjárframlögum sem skömmtuð eru né taka á rekstrinum eins og þarf þá að gera miðað við þessi framlög. Það er ijóst að það verður það mik- ill niðurskurður að það verður mjög erfitt pólitískt mál,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Vörurýrnun í verslun varnarliðsins Rannsókn lokið en án árangurs í SVARBRÉFI sem varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins hefur sent vegna fyrirspurna Verslunar- mannafélags Suðurnesja kemur fram að rannsókn á vörurýrnun sem upp- götvaðist í verslun varnarliðsins, „Navy Exchange" í fyrra er lokið án þess að fullnægjandi skýringar hafi fundist. Vörurýmunin var upp á 800 þúsund dollara, eða tæpar sextíu milljónir króna. í bréfinu er sérstaklega fjallað um faldar myndavélar sem komið var fyrir í versluninni til að fylgjast með íslenskum starfsmönnum. „Varnarmálaskrifstofa hef- ur ... komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið fyrir misskilning milli Sýslumannsembættisins og varnarl- iðsins að ekki var staðið að mynda- vélaeftirlitinu með réttum hætti, þ.e. fengin heimild dómara. Þann mis- skilning má að áliti varnarmálaskrif- stofu að minnsta kosti að nokkru leyti rekja til þess að látið var við það sitja að eiga munnlegt samráð um málið. Því hefur varnaiTnálaskrif- stofa ítrekað það fyrir báðum aðilum að eiga formlegt samráð um slík mál í framtíðinni,“ segir í bréfinu. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson UNNIÐ við gerð sjóvarnargarðs neðan byggðarinnar á Suðureyri. Suðureyri. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.