Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjöburarnir í Des Moines braggast vel Fimm þeirra lausir úr öndunarvél Des Moines. Reuter. LÆKNAR, sem annast sjöburana sem fæddust á sjúkrahúsi í Des Moines fyrir átta dögum, segjast ánægðir með framfarir þeirra. Einungis tvö barnanna Alexis May og Nathanier Roy eru enn í öndunarvél. Kenneth Robert var fyrstur til að losna úr öndunarvél, því næst losnaði næstléttasta barnið, Na- talie Sue, en hún var aðeins 1,2 kíló er hún fæddist. Þá losnuðu þrjú börn til viðbótar, þau Kelsey ' Ann. Brandon James og Joel Steven, úr öndunarvél í gær. NB C-sj ó n v ar p s s tö ð i n birti í íyrrakvöld fyrstu myndirnar sem sýndar hafa verið af sjöburunum og viðtal við móðurina, Bobbi McCaughey. Þar sagðist hún hafa verið dauðskelkuð er hún fór inn á fæðingarstofuna. Sjöburarnir, fjórir drengir og þrjár stúlkur, voru teknir með keisaraskurði í 30. viku meðgöngunnar. Er móð- irin heyrði grát fyrsta barnsins kvaðst hún hafa brostið í grát og orðið síðust til að þagna í stof- unni. Hún sagði einnig frá því að henni hefði á sínum tíma verið boðið upp á að nokkrum fóstr- anna yrði eytt til þess að auka lífslíkur hinna. Fæðing sjöburanna hefur vakið mikla athygli og hefur gjöfum og hvers kyns tilboðum i'ignt yfir foreldrana. Chevrolet-verksmiðj- ui'nar hafa gefið fjölskyldunni 15 sæta ferðabíl, Sony hefur gefið tölvur, myndbandstökuvél og þráðlaust simkerfi, Motts-fyrir- tækið hefur heitið 16 ára birgðum af eplasafa, Toys’R’Us-fyrirtækið bleiuborð, barnarúm, bílstóla og kei'rur, fyrirtæki í heimabænum hafa boðist til að byggja nýtt hús yfir fjölskylduna, Maytag hefur boðist til að innrétta eldhúsið í því og gefa tvö eldhústæki af hverri gerð, Proctor og Gamble heitir ókeypis bleium meðan á þarf að halda, Gerber öllum þeim barna- Reuter KENNETH McCaughey, stærsti sjöburinn, horfir framan í heiminn á sjúkrahúsinu í Des Moines, þar sem hann fæddist 19. þ.m. Fimm sjöburanna þiggja nú ekki lengur öndunarhjálp. mat sem sjöbux-arnir geta í sig lát- ið og TCI-sjónvarpsstöðin ætlar að sjá fjölskyldunni fyrir ókeypis kapalsjónvarpi í sjö ár. Þá hefur sjöburunum vei'ið boðin ókeypis skólavist við Hannibal-LaGi'ange háskólann þegar þeir hafa náð aldri til og loks hefur ljósmynda- stofa sem heitir Sears Portrait boðið ókeypis myndatökur næstu 10 árin. Fjölburar margfalda vandann Það er engin tilviljun að náttúr- an hafi komið því þannig fyrir að konur fæði alla jafnan eitt barn. Afkvæmi mannskepnunnar eru háðari foreldrum margfalt lengur en afkvæmi annaiTa skepna og því margfalt erfiðari í uppeldi. McCaughey-hjónin eru í sviðsljós- inu þessa dagana en eftir að kast- ljós fjölmiðlanna hefur slokknað bendir flest til að þau þurfi á miklu meiri hjálp að halda við uppeldið en þeim hefur vei'ið boð- in. Samkvæmt áströlskum rann- sóknum er talið að 198 klukku- stundir taki að sinna uppeldi þrí- bura svo vel sé og annast önnur heimilisverk, eða 30 stundum lengur en raunverulega enx í sjö sólarhringum. Dæmin sýna að algengt sé að sjúkdómar herji mikið á fjölbura- fjölskyldur sem reyni mjög á for- eldrana. Einnig sligast þeir fljótt undan tímafrekum mjólkur- og matargjöfum svo og bleiuskiptum, að ekki sé minnst á fjárhagserfið- leika sem vel flestar fjölburafjöl- skyldur hafa ratað í. Deilur risa í Japan um mögulegar aðgerðir til aðstoðar fjármálafyrirtækjum Hleypur ríkið undir Tókýó. Reuters. Rætt um mög-uleika á því að gengið verði í opinbera sjóði ÁKVÖRÐUNAR er að vænta innan tíðar um það hvort gengið verði í op- inbera sjóði til þess að styrkja stoðir japansks fjármálalífs, en frétta- skýrendur segja að endanleg niður- staða muni væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en í Ijós komi hvernig ætl- unin sé að haga aðstoðinni. „Hvað varðar hugmyndir um notkun á almannafé fara nú fram al- varlegar umræður meðal japansks almennings og á japanska þinginu og við þurfum að bregðast við af fullri alvöru í stöðunni,“ sagði Ryutaro Hashimoto, forsætisráðheira Japans, á fréttamannafundi í fyrr- inótt. Hann var þá staddur í Vancou- ver þar sem leiðtogar strandríkja við KyiTahafið, APEC, áttu fund. Orðrómur um lífróður víða Á fjármálamörkuðum er mikill áhugi fyrir því að greitt verði úr op- inberum sjóðum til þess að hjálpa bönkum í Japan að losna undan þungri lánabyrði sem enn íþyngir þeim, sjö árum eftir að skyndilegt verðhrun varð á fasteignum í landinu í kjölfar mikillai' þenslu. Verð á hlutabréfum hækkaði lítillega í Jap- an í gær, þrátt fyrir að þau tíðindi bærust að svæðisbankinn Tokuyo væri orðinn gjaldþrota. Orðrómur var á kreiki um að róinn væri lífróð- ur í fleiri fjármálafyrirtækjum, en ráðamenn margra þeirra tóku fram að enginn fótur væri fyrir slíkum vangaveltum. Fulltrúi stjórnarflokksins, Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, tjáði frétta- mönnum í gær að verið væri að leggja lokahönd á tillögur um greiðslur úr opinberum sjóðum og yrði gerð grein fyi-ir hjálparáætlun 10. desember nk. Varla hefur mátt minnast á greiðslur úr opinberum sjóðum til fjármálakerfisins síðan gífurleg óánægja braust út meðal al- mennings í fyrra er ákveðið var að veita opinbert fé til aðstoðar veðsölu- fyrirtækjum. „Ég held að ákvörðun verði ekki tekin í bráð,“ hefui' Reuters eftir japönskum fjármálaskýranda. Hann telur þó líklegt að fljótlega muni koma í ljós vísbendingar um að greitt verði úr opinberum sjóðum, þótt frekari útskýringar á þeim greiðslum verði ekíd kunnar fyiT en síðar. Þessar útskýringar skipta þó verulegu máli fyrir kjósendur sem bagga? margir eru með öllu andvígir því að almannafé sé notað í þessum tilgangi og einnig fyi'ir verðbréfakaupendur. Eina úrræðið fyrir efnahaginn Seiroku Kajiyama, sem er hátt- settur í stjórnarflokknum, segir í tímaritsgrein er birtist í dag að nauðsynlegt sé að nota opinbert fé til þess að aðstoða fjármálafyrirtæki við að stækka höfuðstólinn. Segir Kajiyama í greininni að efnahagur Japans muni ekki ná að rétta úr kútnum nema aðstoð komi til með þessum hætti. Stjórnmálamenn fara þó greini- lega varlega í allar yfirlýsingar um málið. Hashimoto forsætisráðherra sagði að ekki stæði til að koma fjár- málafyrirtækjum til bjargar, heldur væri verið „að létta róðurinn hjá sparifjáreigendum, fjárfestum og fjármálakerfinu". Yfírlýsingar brezku stjóriiarinnar Kaup- hækkanir verða í lágmarki Lundúnum. Reuters. RÍKISSTJÓRN Tonys Blaii-s kom þeim skilaboðum skýrt til skila til verkalýðsfélaga Bretlands í gær, að hún myndi gera sitt til að halda kauphækkunum í lágmarki þrátt fyrir vaxandi merki um batnandi fjárhagsstöðu íTkisins. Brezkir fjölmiðlar fóru í gær lof- samlegum orðum um stefnm’æðu Gordons Browns í efnahagsmálum, sem hann flutti í þinginu í fyrradag. Þennan hagstæða byr notfærði Blair sér og tilkynnti Jiingheimi að ríkisstjórnin myndi halda sig við þau langtímamarkmið sem hún hef- ur sett sér. Eitt meginatriða stjórnarstefnu Verkamannaflokksins er að skera niður útgjöld til velferðarmála með því að koma sem flestum atvinnu- leysingjum út á vinnumarkaðinn. Peter Mandelson, einn helzti ráð- gjafi Blairs og ráðherra án ráðu- neytis í ríkisstjórn hans, sagði fréttamönnum að stjómin myndi standa föst fyrir gegn fyrirtækjum sem misnotuðu markaðsstöðu sína og gegn verkalýðsfélögum sem krefðust „óraunhæfra" kauphækk- ana í opinbera geiranum. Verkalýðsforkólfar óánægðir Gordon Brown hafði í stefnu- ræðu sinni í íyrradag hvatt til þess að háir sem lágir gæti hófs í launa- kröfum. Þessari hvatningu var ekki vel tekið af forystumönnum verka- lýðsfélaganna, sem drógu ekki dul á að þeir ættu von á að ríkisstjórn Verkamannaflokksins kæmi betur til móts við þá eftir að launþegar, einkum í opinbera geiranum, hefðu á langri stjórnartíð Ihaldsflokksins þurft að sætta sig við kjaraskerð- ingu. Þar sem ríkisstjórnin hefur eng- in bein áhrif á kjarasamninga í einkageiranum er búizt við að laun- þegar í opinbera geiranum verði helztu þolendur hinnar yfirlýstu takmörkunarstefnu á kjarabótum. Þess má geta, að hið íhaldssama brezka vikurit The Spectator út- nefndi í gær Gordon Brown „þing- mann ársins“, að sögn einkum vegna þess hvernig hann batt enda á vangaveltur um stefnu ríkis- stjórnarinnar varðandi Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Reuters Mótmælt í tilefni afmælis VICTOR Hugo Robles, sjálfskip- uð byltingarhetja eða „Che Gu- evara“ samkynhneigðra, hrópar slagorð gegn Augusto Pinochet, hershöfðingja í Chile. A.m.k. 26 manns slösuðust og 120 voru handteknir er þúsundir söfnuð- ust saman á götum Santiago í gær í mótmælaskyni við Pinochet á 82 ára afmæli hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.