Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ JMwgtuifrlftMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÁTTASKIL IFYRRADAG gerðist tvennt, sem líklegt er til að valda ákveðnum þáttaskilum í umræðum um veiðileyfagjald og auðlindagjald, ef rétt er á haldið. Þar er annars veg- ar um að ræða skýrslu starfshóps Verzlunarráðs ís- lands, sem kynnt var þann dag og hins vegar yfirlýsingu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ hér í Morgunblað- inu í gær um sama málefni. Aðalfundur Verzlunarráðsins ákvað í febrúar árið 1996 að setja á fót starfshóp til þess að fjalla um auð- lindagjald. Niðurstöður þessa starfshóps hafa nú verið kynntar og verður þeim bezt lýst með því að vitna orðrétt í skýrsluna en þar segir m.a.: „Meginniðurstaða skýrslunnar er, að álagning auð- lindagjalds á sjávarútveg vegna umframhagnaðar af fisk- veiðum sé ekki tímabær. Slík álagning kemur hins vegar til greina i framtíðinni, ef raunverulegur hagnaður nær að myndast í greininni. Ennfremur kemur auðlindagjald til álita, ef leyfð heildarveiði er umfram það, sem telja má, að sé sjálfbær afli. Norsk-íslenzki síldarstofninn er sérstakt tilfelli þar sem hugsanlegt er að úthluta veiði- heimildum með gjaldtöku í stað þeirrar sóunar, sem út- hlutun á grundvelli veiðireynslu í fijálsum veiðum hefur í för með sér.“ Verzlunarráð Islands er eins konar samnefnari við- skiptalífsins á íslandi. Innan vébanda þess er að finna öll helztu atvinnufyrirtæki landsins í verzlun og iðnaði og margvíslegri þjónustu þ.á m. fyrirtæki, sem eiga veru- lega aðild að rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi. Það er verulegt skref fram á við í umræðum um veiðileyfagjald og auðlindagjald, að þessi samtök hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þau geti fallizt á auðlindagjald í grundvall- aratriðum, hvað sem margvíslegum fyrirvörum líður um það, hvenær það geti komið til framkvæmda. Raunar verða það að teljast ákveðin þáttaskil í þessum umræð- um, að Verzlunarráðið skuli komast að þeirri niðurstöðu. í Morgunblaðinu í gær eru birt ummæli Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, m.a. í tilefni af skýrslu Verzlunarráðsins. Formaður LÍÚ sagði orðrétt: „Staðan í dag er þannig, að ekki er grundvöllur til þess að leggja á auðlindagjald með hliðsjón af afkomunni og það er bæði staðfest af Þjóðhagsstofnun og í þessari skýrslu, sem Verzlunarráð lét gera. Þegar við værum búnir að jafna upp gömul rekstrartöp, jafna eiginfjárstöðuna, miðað við aðra atvinnuvegi og lögð yrði á auðlindagjalds- nýting með jafnræðisreglu á allar auðlindi kæmi það að minni hyggju til greina. En arðurinn af greininni yrði þá að vera kominn upp fyrir það að standa undir þessu og jafnframt að hægt verði að standa undir eðlilegri endurnýjun á fiskiskipaflotanum, sem þegar er orðinn alltof gamall. Það er ekki hægt í dag.“ í ljósi þeirra umræðna, sem staðið hafa nær linnu- laust allan þennan áratug eru þ^ð veruleg tíðindi, að Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, skuli ljá máls á að taka upp slíkt gjald, þótt hann hafi margvíslega fyrir- vara á því hvaða skilyrði þurfi að uppfylla frá hans sjón- armiði séð til þess að til greiðslu þess geti komið. Morgunblaðið hefur jafnan litið svo á, að það skipti mestu máli, að allir aðilar væru tilbúnir til að fallast á gjaldtöku í grundvallaratriðum. Þegar sú forsenda væri fyrir hendi væri hægt að hefjast handa um frekari umræð- ur. Nú sýnast þær forsendur vera að skapast og þá skipt- ir máli að skynsamlega sé tekið á málum í framhaldi af því. Það er alveg ljóst, að þjóðin unir ekki óbreyttu ástandi. Auðvitað var það ekki markmið þeirra, sem stóðu að kvótakerfinu 1984 og breytingum á því 1990 að skapa þá misskiptingu þjóðarauðs, sem hefur svo mjög sært réttlætiskennd fólks. En kerfið hefur þróast á þann veg, að jjjóðin mun aldrei una óbreyttu ástandi. A.hinn bóginn fer heldur ekki á milli mála, að raun- verulegar sættir nást ekki nema útgerðarmenn telji sig geta búið við þær breytingar, sem óhjákvæmilegt er að gera. Það er líka ánægjulegt, að umræður um þessi mál eru að falla í málefnalegri farveg. Áður gætti stóryrða og sleggjudóma. Nú eru menn tilbúnari til að ræða kosti og galla veiðileyfagjalds eða óbreytts kerfis á efnislegum forsendum. Skýrsla starfshóps Verzlunarráðsins og yfir- lýsing formanns LÍÚ hafa skapað jarðveg og andrúm til þess að við stígum næsta skref. Ferðafélag íslands fagnar sjötíu ái ELSTI skáli Ferðafélagsins var byggður árið 1930 í Hvitárnesi, Langjökull er í bal Fjölmennt félag ekki lætur deigan Afmælis Ferðafélags íslands verður minnst með ýmsum hætti næstu daga, svo sem sögusýn- ingu, gönguferð og fyrir- lestrum. Hrönn Marin- ósdóttir ræddi við Hauk Jóhannesson, forseta fé- lagsins, um sögu þess, markmið og stefnu sem byggist meira á um- hverfisvænni ferða- mennsku en áður. STARFSEMI Ferðafélags ís- lands hefur aldrei verið fjöl- þættari en á afmælisári en í dag eru sjötíu ár liðin frá stofnun þess. „Ferðafélagið hefur vaxið hratt og dafnað á tímabilinu en árlega eru farnar um 250 ferðir með um 7.000 þátttakendum," segir Haukur Jóhannesson forseti Ferða- félagsins. Um 8.000 félagar eru skráðir í Ferðafélag íslands sem gerir það eitt öflugusta áhugamannafélag um ferðir hér á landi og það lætur ekki deigan síga, að sögn Hauks. Starf- semina segir hann byggjast á velvild félagsmanna sem leggja bæði tíma og krafta í sjálfboðavinnu, „til að mynda urðu skálar okkar á hálendinu að veruleika fyrst og fremst fyrir tilverknað þeirra, sumir gáfu jafnvel efni í húsin.“ Afmælisbók um íslandsferð Konrads Maurers Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti næstu daga en hæst ber afmælisdagskrá í samkomusal Ferðafélagsins klukkan 16 á laugar- dag og í framhaldinu verður opnuð þar sögusýning sem standa mun FÉLAGSMENN á göngu á Hveravöllum skoða E; næstu vikur. Á sunnudag verður síð- an opið hús í Mörkinni 6, húsnæði félagsins, frá kl. 15 til 17 en á und- an verður gengið um Elliðaárdal og hefst gangan kl 14. Sama dag kl. 17 hefst myndasýning frá fjallahér- uðum Noregs. Næstu vikurnar verða fluttir fyrir- lestrar með myndasýningum m.a. um Guðmund frá Miðdal og þýska fræðimanninn Konrad Maurer en afmælisbók félagsins er ferðabók sem fjallar um íslandsferð hans árið 1858. Jón Þorláksson fyrsti forseti Aðalhvatamaður að stofnun Ferðafélags íslands var Sveinn Björnsson er þá var sendiherra í Kaupmannahöfn og varð síðar for- seti Islands. Að hvatningu Sveins tók HAUKUR Jóhannesson er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.