Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tími/líf/nútíð / X I tilefni sýningar Tryggva Olafssonar í Norræna húsinu rifjar Bragi Ásgeirsson upp kynni sín við hann. Þeir hafa margt brallað á vettvangi mannlífsins og hér seg- ir af tveim hliðum Tryggva, heimspekingn- um og húmoristanum, fjallað um tímann, lífíð og nútíðina, alvöru og gamanmál. TRYGGVI Ólafsson í heimspekilegum hugleiðingum á Lousiana-safn- inu einn sólbjartan sumardag. Varla sest hann niður í veitingabúðum safna án þess að hann grípi póstkort til að vinir hans fjær og nær fái hlutdeild í upplifelsinu og fegurðinni. Slfkt verður stöðugt fágætara á vorum tímum og móttakendur í sama hiutfaili þakklátari. ÞESSI mynd er tekin er Tryggvi hafði lokið sögunni af málaranum Otto Olsen í Sorgenfri. Hann er enn sposkur og launkíminn á svipinn og spúsa hans hin glaðhlakkalegasta, enda við báðir léttir í lund og margar góðar sögur á dagskrá. LISTAMAÐURINN er íslend- ingur sem búið hefur í Kaup- mannahöfn gott betur en hálft ævi- skeið sitt, er einlægur aðdáandi danskrar menningar og mannlífs. Hefur flestum betur sökkt sér nið- ur í sögu þjóðarinnar, vel fróður á listir, jafnt bókmenntir sem mynd- list, um leið er hann sílesandi ís- lenzkar bókmenntir að fornu og nýju og er næsta jafn vel inni í ís- lenskri myndlist og þeir er heima starfa. Á heimili Tryggva Ólafsson- ar hefur verið mikill straumur gesta í þau 35 ár sem hann hefur búið í borginni, en þangað kom hann 23 ára til að nema við listaka- demíuna á Kóngsins Nýjatorgi. En þessi saga er mörgum kunn og hér skal helst brugðið upp mynd af manninum á bak við skiliríin sem hann sýnir um þessar mundir í Norræna húsinu, fjallað um tímann lífið og nútíðina, alvöru og gaman- mál, í ljósi margra viðtala við hann í gegnum tíðina. ....Stöðugt skil ég betur af hverju mörg skáld yrkja um tímann og er viss um að allur gróður jarðar skynji hann líka, að blómin og eik- arhnetan í sveitinni skynji sigur- verk lífsins þegar þau skjóta upp litlu sprotunum. Það er ekkert til- viljunarkennt í náttúrunni og sagði ekki H.C. Andersen; „Öllu í náttúr- unni er svo haganlega fyrir komið, að það fyllir mann gleði að hugsa til þess.“ Það er ekki nauðsynlegt að aka eða ganga upp um fjöll og firn- indi til að finna þetta, þótt vitaskuld sé gangan sjálf holl fyrir sál og lík- ama. Bláklukkan virðist kunna jafn vel við sig hjá okkur í bústaðnum á Norður-Sjálandi og hún gerði í gamla daga austur í Úthéraði, er einungis fyrr á ferðinni, en ætlar sér það sama. Sigurður Breiðfjörð hefði vísast getað spunnið náttúru- ljóð upp úr þessu. Hollt að finna fyrir smæð sinni, það sljákkar í of- læti og hroka og gott að vera hluti af einhverju stærra. Kunningi minn, ungur stjarneðlisfræðingur, kvað það rétt sem ég heyrði í út- varpinu, að rauði liturinn í blóðinu væri kominn frá öðrum stjörnum. Þá eru hinir litimir það líka varð mér hugsað og þar hefur maður það. Mun trúlega eins konar algyð- istrú hjá manni. Oft verður mér hugsað til baka og upprunans austur í Norðfirði, við bræðurnir og börnin í næstu húsum lékum okkur oft í nágrenni við stein í gili sem við kenndum við tröll, Tröllagil. Steininn og drullukökurnar eru enn í huga mér, er reyndar löngu búinn að Ijós- mynda hann bak og fyrir. En skyldi hann ekki fjarlægður einn góðan veðurdag fyrir strik einhvers verk- fræðings, sem ætlar bflunum meira og þráðbeinna rými, líkt og menn eru allstaðar að bora í gegnum fjöll og undir firði til að útkeyrslan á pitzusendingunum gangi ögn hrað- ar fyrir sig, eins og þú orðaðir það eitt sinn. Bílarnir eiga eftir að ryðga, þótt steinninn-gæti staðið þama í allri sinni fegurð um aldur og ævi og glatt augu manna, fengi hann að vera í friði. Þetta er spurn- ing um tilfinningu fyrir náttúmnni. Skyldi svo ekki sama hagnýtis- hugsunin að baki því hve mikið er af steingeldum húskumböldum og byggingarverkum á okkar tímum, ekki síst kirkjum. Þegar maður skoðar gömul guðhús í Evrópu og sér þá einlægni og tilfinningu sem býr í þeim, dettur manni í hug að þetta stafí af ást á tilgangi verks- ins, í þessu tilviki himnaföðumum og heilagri Maríu. Eftir stendur mynd manneskjunnar sem fagur- fræðileg staðreynd. Andstæðan getur verið er unga fólkið kemur heim með tónlistardiskling, rapp eða rokk, og á honum stendur, að hann sé „best“ nothæfur í þrjá mánuði, síðan fer hann bara á haugana. Stein æskuáranna höfum við að láni stutta stund, en sjálfur hefur hann haft sinn tilgang síðan hann valt hátt ofan úr fjallinu, kannski á ísöld. Á líkan hátt bera myndverk úr fortíð í sér minningar liðins tíma, eða svo fannst mér forðum þegar ég sá grísku styttumar í Pergamon safninu í Berlín, að maður tali ekki um borgarhlið Babylon sem stend- ur þama í fmmgerð sinni. Sjálfar styttumar hafa verið mótaðar af slíkri innlifun og færni, að þær búa yfir sínum eigin sannleika þótt brotnar séu og skaddaðar. Var það ekki vinur vor Sölvi Helgason sem sagði: „listin er blóm eilífðarinnar". Fallegt eins og svo margt hjá Sölva. í Berlín er það formið og mótunin, þetta sem menn nefna „plastík" sem bindur hugsunina, en ég geri mér grein fyrir að þessi, plastík, segir mörgu fólki ekkert í dag. Og mörgu ungu myndlistar- fólki finnst þetta bara gömul og úr- eld fordild." Þetta er raunar ekkert nýtt segir skrifari, því framúrstefnulistamenn fimmta og sjötta áratugarins vildu helst setja ýtu á rústimar í Róm, Forum Romanum, og reisa þar hof í anda Bauhaus, ennfremur leggja eld að gömlu söfnunum! „Stundum er ég að vona að tæknivæðingin geti kennt okkur að skynja náttúruna á ný. Eftir að Nietszche hafði lýst Guð dauðann, og vísindin urðu að trúarbrögðum, þá brast eitthvað en annað opnað- ist, eins og jafnan á sér stað. Maður vonar að eitthvað gott komi úr þessu þrátt fyrir allt. í útvarpinu heyrði ég hvar barn spurði hvar alnetið væri. Hringt var í sérfróðan og hann beðinn að svara spurningunni. Sá svaraði að Netið væri alls staðar og hvergi. Minnir mig að ég hafi fengið ámóta svar þegar við vorum krakkar og spurt var hver Guð væri. Og svarið var ekki fullnægjandi, Guð átti að vísu alla vega heima í Guðhúsum, en Netið er einhvers staðar úti á bak við skjáinn. Maðurinn skilur ekki alltaf ástæðuna fyrir breytni sinni, athöfnum og orðum, og kerfi nútímans virðist vera ein tröllaukin tilfærsla á verðmætum og andleg- um gildum. Annars má maður ekki vera á móti tækninýjungum, en það skiptir bara svo miklu máli til hvers þær eru notaðar og svo er hætta á að hún sé einn allsherjar prédikun- arstóll fyrir anarkista. Skjáglápar- amir verða allt í einu miðpunktur heimsins og hvað þá um lýðræðið? Allt er til fyrir alla og þá fer mann ósjálfrátt að gruna að þetta sé ekki gott fyrir neinn. Persónuleg sam- ræða, tveggja manna tal, er ennþá stysta og farsælasta sambandið. Skyldu dagblöðin og og myndlist- in ekki líka vera farin að taka mið af þessu öllu. Mér finnst svo ósköp mikið af leiðinlegum dagblöðum og sýningum á seinni árum. En maður má víst ekki segja þetta upphátt, því þá kemur einhver sprenglærður unglingur, segir að maður sé skitu- stingur og fullkomlega úti að aka. Sýningarskrárnar eru farnar að keppa við símaskrár stórborganna, geta verið allt að 3-4 kíló. Eru listamenn búnir að samþykkja að fólk sé ídjótar? Hélt að það væru bara stjórnmálamenn sem væru á þeirri línu og svo þeir sem búa til skemmtiþætti sjónvarpsins. Varla förum við niður á þá jafnsléttu and- skotans." Hvað er þá til ráða? „Það eru hinir mjúku og nær- tæku hlutir sem gefa lífinu gildi og þannig er þetta ennþá með litina. Það er hlutskipti þeirra innbyrðis sem er áhugavert. Þeir eiga sitt eigið rými og stöðu og það verður erfitt að taka það frá þeim. þannig er þetta einnig með gamanleikina, dansinn og sönginn, sem heyra undir frumþarfirnar. Tæknin er svo tæki eða verkfæri, og verkfæri er ekki takmark í sjálfu sér frekar en peningaseðlar. Mynd eftir Matisse á vegg getur verið styðsta leiðin að einhverju sem skiptir máli, rétt eins og að heyra fagurt lag. Þær eru heilar, þær eru staðhæfingar, en verða náttúrlega að þola andæf- ingar. Myndin er ein ákveðin fram- setning á veruleikanum og svo get- ur það verið indælt að hún skuli vera óbifanleg á sínum stað, standa kyrr! Sjónlistin á að koma fram í myndrænu formi, stærðum og rými og því er hún notuð í auknum mæli í skólum í Danmörku. Menn álíta vegna skermavæðingarinnar, að kynslóðir framtíðarinnar þurfi lík- ast til að læra tvö mál; ritmál og myndmál. Þar er myndlistin forði sem má hagnýta, ef ekki á einvörð- ungu að nota kerfið til að selja gúrkur og gallabuxur. Það er eins og það gleymist að miðillinn er fyrst og fremst mynd-miðill, svo er að vona að straumurinn fari ekki af kerfinu hjá þeim ... Af heimspekinni er komið nóg og við vindum okkur yfir í gamanmál, en með listamanninum hefur skrif- ari margt brallað. Segir nú af því að á horni Knabrostræde og Brolægg- erstræde í hjarta Kaupmannahafn- ar, er veitingastaður í kjallara sem nefnist Sorgenfri. Þar er gott að borða og kneyfa ölið. Ekki verra að hinum megin við götuna í gulu og stásslegu húsi ólst Carl sá upp, sem Carlsberg bjórinn er nefndur eftir, og margar sögulegar menjar úr for- tíð í nærsta nágrenni. „Það er alltaf hlýlegt að koma hingað niður, ef mann langar í klassískan danskan mat, smur- brauð, svínasteik, hakkað buff og steiktan ál og allt slíkt. Hér er pí- anó og getur verið söngur og gleði. Svo hanga gamlar myndir á veggj- unum. Ein sú stærsta ætti, svona fljótt á litið, að sýna götumynd sem nefnist, Við ströndina, með Niku- lásarkirkju í baksýn. Þegar betur er gáð, þá er þetta eitthvert rugl, því hér eru hús og turnspírur sem eiga sinn stað á öðrum torgum og öðrum götum í borginni. Myndina hefur málað maður sem ég kynntist lítillega og var hér fastagestur á ár- unum fyrir 1970 og hét Otto Olsen. Hann málaði myndir af sinni heittelskuðu Kaupmannahöfn, en hans sérgrein var einmitt sú, að mála myndir af hinum ýmsu hús- um, sem hann færði til eftir eigin geðþótta á grunnfletinum. Þetta fannst mörgum undarlegt og skondið sem þekktu borgina vel. Sumt stóð heima en annað ekki. Ottó nýtti sér einstaklega vel að hann lifði í borg hinna mörgu turna. Sjálfum er mér í ljósu minni að ég notaði þessa turna sem vegvísa fyrstu vikur mínar í borginni og leið mín lá dags daglega fótgang- andi á listakademíuna við Kóngsins Nýjatorg. Ottó var fremur smár vexti, dálítið ör og snaggaralegur, farin að grána og hafði sennilega verið rauðhærður, alskeggjaður, hafði skrýtið augnaráð, léttskjálg- ur. Horfði þannig í kringum sig í kránni að höfuðhreyfingarnar gátu minnt svolítið á fugl úti á fjalla- tjörn. Svo gat hann setið einn yfir ölglasi og glápt út í loftið og virkað eins og hann væri reiður, þótt hann væri það engan veginn. Það var bara augnaráðið sem var svona sér- kennilegt. Ottó var hinn mesti grallari og grínisti og þekkti ein- hver ósköp af fólki í kráarlífi mið- borgarinnar, var kunnur prófessor mínum í skólanum Sören Hjort Nielsen. Fyrir utan það að mála, gerði maðurinn út dömu á tímabili og á þau mið reri hann á kvöldin og fram á nótt í anda þess að nánar, holdleg- ar snertingar telst helgur og guð- legur verknaður. Þessari andlegu og líkamlegu athöfn og fomu helgi- siðum vildi hann af kristilegum mannkærileika deila með öðrum. Og þar var honum einhver hagnað- ur ekki fjarri skapi og því seldi hann aðgang að dömunni. Róðan leigði litla íbúð skammt frá, rétt við hornið á Kompagnistræde og Nabolös, efst uppi á loftinu. Ottó sat gjaman á Sorgenfri eða búllunum í næsta nágrenni og þangað lögðu hinir ýmsu herramenn leið sína með innblásnar hvatir til dömunnar. Hér var gengið til samninga, sem þróuð- ust helst á þá lund í upphafi, að herrarnir borguðu það sem á borðið rataði og svo var innan handar að ræða málin fram og aftur undir rós. Hljóðskrafið gat dregist í langinn sem var hluti leiksins og Ottó hafði stjórn á því hvenær vonbiðlarnir fengu að fara upp með dömuna. Sjálfur þáði hann af lítillæti bjór og sterkari veitingar og sá um að kúnninn yrði svo ölvaður að líkum- ar yrðu litlar á að hann yrði að- gangsharður í fangabrögðum rekkj- unnar er á hólminn væri komið. Samt máttu heiðursmennimir ekki verða svo útúrfullir að þeir kæmust ekki gangandi niður Kompagnistræde og upp á loftið. Ottó bauð alla sína aðstoð, á sinni mjög svo kostulegu stríðsáraþýsku og studdi þá upp stigatröppurnar ef svo bar undir, jafnvel bar þá síðasta spölinn upp. Er inn var komið var þeim skýrlega gert grein fyrir að þeir hefðu nákvæmlega eina klukkustund til ráðstöfunar. í her- berginu var stór og hávær vekjara- klukka og var þeim bent á hvað tím- anum liði og mörkin áréttuð. Svo fór Ottó með klukkuna út í horn og flýtti henni nokkuð. Yfirleitt gekk þetta upp því fljótlega sofnuðu þessir riddarar ástarbrímans við öxl dömunnar og leið þá ekld löng stund áður en glumdi í vekjara- klukkunni. Þá ræsti Ottó þá út benti á klukkuna og sagði að tíminn væri liðinn og nú væri að koma sér burt, því einhvem tímann yrðu þau sjálf að ganga til náða. Um leið hafði daman þann háttinn á við ringluð fórnadýrin að hafa mörg orð um getu þeirra og karlmennsku. Hurfu þeir þá vankaðir en ánægðir á braut, þó helst ekki fyrr en þeir höfðu kvatt Ottó með nokkrum bjórum á Sorgenfri og launað kristi- legt viðvik með hörðum gjaldmiðli. Svo bar við nokkrum ámm eftir að Ottó lagði af hina sérstæðu út- gerð, daman hætt að búlka veiðar- færin fyrir þess lags helgisiðalegar athafnir, að einn daginn kom minn- ingargrein í Berlinginum um málar- ann Otto Olsen, eftir Jan Zibrant- sen hinn nafnkennda listrýni blaðs- ins. Greinin gladdi Ottó mikið ekki síst fyrir að geta lesið hana í lifanda lífi. Ottó var yfirmáta stoltur af þessu skrifi og gekk jafnaðarlega með þau upp á vasann og sýndi gesti og gangandi. Svo kom í Ijós að Zibrandtsen hafði verið að skrifa um allt annan málara, einhvem Ottó Olsen úti í Hellerup, sem hafði geispað lífsgolunni nýlega. En það skipti Otto okkar minnstu máli, því það var enginn í Minefeltet, blakka hverfinu í kringum Nikulásarkirkju, sem þekkti hann, einungis hinn eina og sanna Otto Olsen í Café Sorgen- fri. Svo hvarf blessaður maðurinn til himnaföðurins, sem hafði lifað í borg Holbergs þar sem margur lífs- ins gamanleikurinn, kómedían, hef- ur lýst upp hvunndaginn. Minningin um hann lifir og skilirí hans má enn sjá hér og þar á krám skugga- og skemmtistaðahverfa borgarinnar við Sundið, en hvar mynda nafna hans í Hellerup sér stað vita trúlega færri...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.