Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 63 ' BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Já, það þarf að velja Önnu Höllu Birgisdóttur: ÉG LAS grein Guðjóns Baldvins- sonar í Mbl. 15. nóvember sl. Þar er í fyrirsögninni varpað fram eft- irfarandi spurningu: Kristin trú og spíritismi - þarf að velja? Mig langar að svara þessari spurningu, m.a. með tilvitnunum í Biblíuna. „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokki-ar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því sem er á jörðu niðri, eður því sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á bömunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þús- undum þeirra, sem elska mig og varðveita boðorð mín.“ (Exodus 20.2.-6) Hversu margir setja ekki traust sitt á menn, mannakenningar og hluti gjörða af manna höndum, í stað þess að setja traust sitt á Hinn Lifandi Guð? Biblían er mjög skýr gagnvart miðlum og kukli. Sbr.: „Þér skulið eigi fara með spár eða fjölkynngi.“ (Levitieus 19.26). Einnig: „Leitið eigi til særingar- anda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar.“ (Leviticus 19.31) Og í Nýja Testamentinu: „Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir fals- spámenn eru famir út í heiminn. Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi sem játar að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. En sérhver andi, sem ekki játai' Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum." (1. Jóh. 4.1.-3). Sá sem finnur Hinn Lifandi Guð með því taka á móti þeim sem Hann sendi, Jesú Kristi, sá hinn sami leitar ekki lengra. Sá sem segist vera kristinn en finnur samt þörf hjá sér til að leita til spákvenna/manna, miðla, frétta af framliðnum eða kynna sér mörg trúarbrögð, sá hinn sami hefur ekki fundið Guð. Ef hann hefði fundið Guð þá væri hann ekki lengur að leita! Ég leitaði lengi að Guði í gegnum spíritismann, ný- aldarkenningar, jóga og jógaheim- speki, miðla og fleira. Allur sá tími sem ég setti í að kynna mér þetta og ástunda bar engan ávöxt í mínu lífí. Ég var ekki hamingjusamari eða heilbrigðari fyrir vikið. Ég get fullvissað ykkur um að Guð er ekki þarna. Þaðer jú andi þarna en hann er ekki frá Guði kominn. Þegar maður sér sjálfan sig í ljós- inu frá Jesú Kristi, þá sér maður líka sínar eigin misgjörðir og ófullkomleika. Það er ekki alltaf þægilegt að heyra sannleikann, sannleikurinn dæmir okkur til iðr- unar oft á tíðum. En til þess var Jesús sendur að við mættum þekkja veginn til Guðs. Jesús er vegurinn. Því ættu þeir sem halda því fram að þeir séu kristnir að kynna sér hvað Jesús hafði að segja: „Jesús sagði í Jóhannes 14.6: „Ég er vegurinn, sannleikur- inn og lífíð. Enginn kemur til föð- urins nema fyrir mig.“ Þarna er ekki talað um að það séu fleiri leiðir til Guðs. Jesús segist ekki vera hluti af sannleikanum eða ein af mörgum leiðum. Jesús vitnaði oft í bækur Gamla Testamentisins og í lögmál Móse. Það er hræsni að halda því fram að Biblían sé úr- elt og á sama tíma að maður sé kristinn. Ég hvetalla sem eru leit- andi að lesa Biblíuna, og biðja Guð í nafni Jesú um að gefa sér skiln- ing á henni. ANNA HALLA BIRGISDÓTTIR, Fiskakvísl 26, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * Bylting! Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIROC byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC byggingarp^atan er umhverfisvæn. VIROC byggingapiatan er platan sem verkfræöingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstært: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19,22,25,32 & 37 mm. Mestalengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm. Leitið trekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29,108 REYKJAVÍK, SlMI 553 8640/568 6101 Viroc sm góKsfni Grettir LMuM5VÖ< VERA/ Ljóska (Setíro aS&'n* -j meira fHflTlll IIHHIHI '1 íjjfllf Ferdinand Segjum sem svo að við séum gift, og að þú sért niðri í kjallaranum að spila á pianóið þitt... Þá það, segjum sem svo að þú sért úti í bflskúr að spila á píanóið þitt...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.