Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR „Þungxir“ þimg’askattur FYRIR stuttu kom út skáldsaga eftir einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar sem fjallar um sendibflstjóra sem heldur að hann sé dá- inn. Þó að um skáldsögu sé að ræða velta nú sendibílstjórar fyrir sér hvort þessi rithöfundur reynist forspár - en í þá veru að sendibíl- stjórastéttin, eins og ^íún er í dag, muni deyja út. Ástæða þessa er sinnuleysi stjómvalda í því að leiðrétta þá sam- keppnisstöðu sem sendibílstjórar búa við. í byijun þessa árs kvörtuðu Trausti, félag sendibifreiðastjóra, leigubifreiðastjórafélagið Frami og Landssamband vörubifreiðastjóra til Samkeppnisstofnunar yfir tveimur ákvæðum í lögum um fjáröflun til vegagerðar nr. 3/1987. Þessi tvö atr- iði voru að þeir bílstjórar sem eru á fastagjaldi og hafa gjaldmæla í bílum sínum þurfí að greiða 30% hærri þungaskatt en aðrar atvinnubifreiðar og að umtalsverð lækkun fáist á •ungaskatti eftir því hve vöruflutn- ingabifreiðum er mikið ekið. Fyrri liðurinn kemur fyrst og fremst við kaunin á sendibflstjórum en vegna hans greiða þeir 40.000 til 50.000 krónum meira á ári en þeir atvinnu- bílstjórar sem ekki eru með gjald- mæla í bflum sínum. Þetta ákvæði var ekki óréttlátt þegar það var sett í lög árið 1973 en síðan þá hefur samfélag- ið breyst gífurlega mik- ið. Á síðustu árum hafa fyrirtæki í auknum mæli keypt sér eigin bifreiðar til vöruflutninga og full- yrða má að margar þeirra eru keyrðar álíka mikið á ársgrundvelli og sendibifreiðar, ef ekki meira. Samkeppni sendibílstjóra um vinnu hefur aukist gífurlega og sumir hafa gripið til þess ráðs að segja upp leyfum sínum á sendibifreiðastöðvum og taka gjaldmælana úr bflunum til þess að geta boðið lægra í akstur hjá fyrirtækjum. Álit samkeppnisráðs kom loksins í byijun september sl. og var á þá leið að á meðan fyrr- greind lög væru í gildi óbreytt væri verið að mismuna atvinnubifreiða- stjórum og raska innbyrðis sam- keppnisstöðu þeirra. Því var beint til fjármálaráðherra að hann hlutaðist til um að leiðrétta umrædda stöðu mála með breytingu á núgildandi lög- um eða með því að flýta gildistöku laga um olíugjald. Fundað með fjármálaráðherra Skömmu eftir að álit samkeppn- isstofnunar barst áttu þessi þijú fé- lög fund með fjármálaráðherra. Þar var honum m.a. skýrt frá því að sendibílstjórar gætu ekki beðið til janúar 1999 eftir leiðréttingu, þeir hefðu nú þegar beðið of lengi. Ný lög um olíugjald hefðu „alveg verið að koma“ frá 1995 og þolinmæði þeirra væri á þrotum. Félögin þijú voru ánægð með fundinn með fjár- málaráðherra og fundu fyrir skiln- ingi hans á þeirri óréttlátu sam- keppnisstöðu sem á m.a. rætur sínar að rekja til laga um þungaskatt. Við höfum síðan þá orðið vör við að nefndir um olíugjald eru að störfum en svör um hvort vænta mætti þess að samkeppnisstaða sendibílstjóra og annarra atvinnubílstjóra yrði jöfnuð nú þegar hafa verið loðin. Fyrirspurn á Alþingi Hinn 19. nóvember sl. svaraði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra fyrirspurn Guðmundar Lárussonar varaþingmanns Alþýðubandalagsins um hvort ráðherra myndi beita sér fyrir breytingu á lögum nr. 3/1987 um fjáröflun til vegagerðar í sam- ræmi við niðurstöðu samkeppnis- ráðs. Það var tvennt í svari ráðherra sem félag sendibifreiðastjóra var óánægt með og hefur þegar gert athugasemdir við. í svari ráðherra kom fram að ekki hafi verið talin ástæða til að endurskoða þessi tvö ákvæði laga þegar miklar breytingar voru gerðar á þeim árið 1996 en þá voru fjölda- mörg aðildarfélög beðin um umsagn- ir. Samtök landflutningamanna, SLF, sendu fjármálaráðuneytinu umsögn sína 18. aprfl 1996 og gerði þar mjög alvarlegar athugasemdir við þessi ákvæði og taldi þau ekki í anda samkeppnislaga. Hinn 9. maí 1996 kom fulltrúi úr fjármálaráðu- neyti á fund SLF og sagði að ráðu- neytið hefði ákveðið að breyta ekki gjöldum eða afsláttum í lögunum heldur einungis að laga innheimtu Samkeppnisráð hlýtur því að hafa litið svo á, segir Eyrún Ingadótt- ír, að núverandi ástand væri óviðunandi. þungaskatts. Þess má geta að auk Trausta eru sex bifreiðastjórafélög í SLF og þau töldu fulla ástæðu til að endurskoða þessi ákvæði - það var hins vegar ekki vilji ráðuneytis- ins. Fjármálaráðherra sagði að ábend- ing samkeppnisráðs um að flýta gildistöku olíugjalds væri til um- sagnar hjá nefndum þeim sem ætlað er að undirbúa upptöku olíugjalds. Jafnframt lýsti ráðherra yfir efa- semdum um að hægt væri að flýta breytingu yfir í olíugjald og að eins Eyrún Ingadóttir og sakir stæðu væri það stefna lög- gjafans og framkvæmdavaldsins að viðunandi breyting ætti sér stað eigi síðar en um áramótin 1998-1999. Fyrir sendibílstjóra er þetta óviðun- andi lausn, raunar engin. Samkeppn- isráð beindi því til fjármálaráðherra að hann hlutaðist til um að leiðrétta umrædda stöðu mála með breytirigu á núverandi lögum eða með því að flýta gildistöku laga um olíugjald. Samkeppnisráð hlýtur því að hafa litið svo á að núverandi ástand væri óviðunandi. Flautukonsert handa Friðrik? Trausti, félag sendibifreiðastjóra, skorar hér með á alþingismenn að beita sér fyrir því að núgildandi lög- um verði breytt í samræmi við niður- stöðu samkeppnisráðs fyrir næst- komandi áramót. Að okkar mati er um mjög einfalda breytingu á lögum að ræða og aðeins spurning um vel- vilja ráðamanna til þess að koma í veg fyrir að sendibílstjórar búi við svo óréttláta samkeppnisstöðu enn eitt árið. í máli Guðmundar Lárussonar varaþingmanns kom fram að ef ekk- ert færi að gerast í málum sendibíl- stjóra yrði ekki langt að bíða þess að sendibílstjórar færu að flauta fyrir Friðrik við Alþingishúsið þar til lögunum yrði breytt. Kannski grípa þeir til allt annarra ráða sam- anber kollega þeirra í Frakklandi en þolinmæði þeirra er á þrotum. Kom- um í veg fyrir það. Höfundur er framkvæmdnstjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra. Djöfla-gen? ÝMISLEGT er til umræðu á ís- landi í dag, sem fólk telur sig al- mennt hafa vit á, en því miður er raunin önnur. Flestir trúa fréttum í flölmiðlum og standa í ströngu við að sannfæra bæði mig og aðra um hve rangt við höfum fyrir okkur þegar við notum reynslu okkar til að vega og meta mál sem við þekkjum til fullnustu. Dóp, gen, forvarnir, morð, rán og meðferðir, sem mikið er talað um í íjölpiðlum er sjaldnast tengt saman. Ég þekki mann sem hefur farið í meðferðir, sem ekki hafa virkað, stundað forvarnir, framið rán, notað dóp, drepið mann. Nú er verið að kanna hvort hann sé með gen sem ■-cn'sakar verknað hans (alkagen). Segjum nú að það gen fínnist, verður hann þá fríaður af þeirri sök að hafa drepið mann, á þeirri forsendu að hann sé ekki sjálfráður gerða sinna og beri þar af leiðandi enga ábyrgð? Þegar talað er um að alkóhólismi sé sjúkdómur, er þá ekki verið að finna afsökun fyrir gerðum manna meðan á neyslu stendur? Hvers vegna eru þá menn settir í fangelsi fyrir verknað sem þeir frömdu á Fólki sem missir fót- anna í lífinu hjálpum við ekki, segir Steindór Halldórsson, með því að búa til súlurit. meðan sjúkdómurinn stóð sem hæst? Er þetta ekki líkast því að taka af manni bílprófið sem ekki tók lyfin sín við sykursýki? Mig langar til að benda á þau morð sem framin hafa verið að undanförnu og skoða þá einstaklinga sem hafa framið þau. Þetta eru einstaklingar sem hafa farið í meðferð, sem ekki hefur virk- að og eiga því litla von um hjálp eins og staðan er í dag. Til að leggja áherslu á það sem ég er að reyna segja þá voru 57% þeirra sem fóru inn í fangelsi frá því á ágúst 1991 til maí 1993 búnir að fara í áfengis- og fíkniefnameðferð. 20% þeirra höfðu farið tvisvar sinnum, 13% þrisvar sinnum, 7% flórum sinn- um og 10% fímm sinnum eða oftar. f CLARINS KYNNING í LÍBÍU Fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. nóv. nk. verður snyrtifræðingur frá CLARINS í versluninni. Hún mun veita persónulega ráðgjöf um notkun á CLARiNSsnyrtivörunum. Nýir byltingarkenndir varalitir Fallegar CLARXNS töskur Nýtt Double Sérum 1 ■ í * wm Verið hjartanlega velkomin Jólatilboð m * I8S iM Þönglabakka 6, Mjóddinni Því ber að spyija, verður næst leitað að djöflageni? Þegar ég sé svona tölur, hugsa ég óneitanlega um árangur meðferða á Islandi. Frá mínu sjónarhomi fínnst mér ekkert skrítið þó að meðferðir sem þessar virki ekki á allan þann fjölda sem fer í þær á hveiju ári. Til að tala tungu þeirra sem ekki skilja hvert ég er að fara, vil ég minna á að við erum fólk en ekki vélar. Við sem reynum að ná tökum á lífi okkar með því að fara í með- ferð, komum úr misjöfnu umhverfi, erum á misjöfnum aldri, vorum í misjafnri neyslu vímuefna en erum þrátt fyrir það öll sett í sama mótið til að endurhæfa okkur. Okkur er veittur tími og dagskráin er 10 + 28 dagar inni á drykkjumannahæli. Þar er ábyrgðin tekin frá okkur og okkur er sagt að við séum haldin sjúkdómi sem grasserar eins og hver önnur flensa og ekkert sé eðlilegra en sjúkir einstaklingar eins og við hefjum notkun vímuefna aftur. Auð- vitað komum við aftur þar sem fyrri meðferðin gagnaðist ekkert eftir að farið var aftur út í neyslu vímuefna. En i hvert skipti sem flensan tekur sig upp lengist biðtíminn á hælið. En sem betur fer átta sig flestir sem eru edrú að þetta hefur með þeirra eigin ábyrgð og ákvörðun að gera. En nú er verið að taka ábyrgðina frá þessu fólki með því að koma inn hjá því að sé það með ólæknandi gen og þar af leiðandi ófært um að taka sjálft á málunum. Það er sama hvað við finnum mörg gen, hvað við eyðum mörgum milljónum í að reyna að skilgreina vandann, það verður alltaf viss prósenta af fólki sem missir fót- anna í lífínu og því fólki hjálpum við ekki með því að búa til súlurit. Höfundur er formaður Kjarks, félags óvirkra fíkla. Sóun á landi • / soun a sjo KVÓTAKERFIÐ myndaðist til þess að stöðva sóun á sjó. Á meðan aðgangur var ótakmarkaður að ís- landsmiðum, sóttu út- gerðarmenn sjó, þang- að til kostnaður af sókninni var orðinn jafnmikill og hagnaður- inn. Þannig ást hugsan- legur hagnaður af físk- veiðum upp. Tveir bátar kepptu um afla, sem einn gat landað. Eftir að aðgangur að mið- unum var takmarkaður með aflakvótum, gat sóknin minnkað niður í það, sem hagkvæmast var. Hagsýn- ir útgerðarmenn keyptu nægan aflakvóta til fullrar nýtingar báta sinna, en seljendurnir hættu veiðum. Einn bátur landaði nú afla, sem tveir höfðu áður skipt á milli sín. Sóknar- kostnaður minnkaði, og hagnaður af fiskveiðum jókst að sama skapi. Nú er hins vegar risinn upp hópur manna, sem telur hér sérstakan vanda á ferðum. Þeir vilja gera hagnaðinn vegna minni sóknar- kostnaðar upptækan með „veiði- gjaldi“. En hvað er líklegt, að verði þá um fískveiðihagnaðinn? Til að svara því skulum við nota eitt at- hyglisverðasta hugtakið í hagfræði okkar daga, keppni að aðstöðuhagn- aði (á ensku: rent-seeking). Hugtakið keppni að aðstöðuhagn- aði vísar til þess, þegar hagsmuna- hópar reyna að hafa áhrif á stjórn- völd í því skyni að útvega sér sér- staka aðstöðu eða fríðindi. Eitt dæmi er, þegar garðyrkjubændur beijast fyrir innflutningsbanni á grænmeti, annað, þegar skólafólk berst fyrir niðurgreiðslum úr ríkissjóði á náms- lán sín. Slík starfsemi hagsmunahópa hefur tvenns konar kostnað í för með sér. I fyrsta lagi eykur hún kostnað neytenda og skattgreið- enda: Grænmeti og lán til annarra en námsfólks verða dýrari en ella og skattar hærri. I öðru lagi kostar starfsemi hagsmunahópanna tals- Hannes Hólmsteinn Gissurarson vert fé. Leiða má rök að því, að þessi starf- semi muni aukist að því marki, að hagnað- urinn af henni verði að engu. Þá kostar keppn- in að aðstöðuhagnaðin- um jafnmikið og nemur slíkum hagnaði sjálf- um. Honum hefur þá öllum verið sóað í kostnað. Sé veiðigjald lagt á til þess að gera fisk- veiðihagnaðinn upp- tækan, þá spretta ýms- ir hópar upp í því skyni að hafa áhrif á stjóm- völd. í fyrsta lagi reyna þeir, sem gjaldið eiga að greiða, að létta byrði sína með því að fá stjórn- völd til að setja margs konar reglur um undanþágur, afskriftir, kostnað- Ef veiðigjald er inn- heimt af útgerðinni, segir Hannes H. Giss- urarson, þá tekur sóun á landi við af sóun á sjó. armat og fleira. í annan stað reyna ótal aðrir hópar að rökstyðja, að þeim beri skerfur af þessum tekju- auka ríkisins. Þessir hagsmunahópar munu auka starfsemi sína að þvi marki, að það hættir að borga sig fyrir þá. Það er, þegar heildarkostnaður af þessari starfsemi er orðinn jafn heildarhagnaðinum. Það er með öðr- um orðum, þegar keppnin að hlut í veiðigjaldinu kostar jafnmikið og nemur allri upphæð veiðigjaldsins. Þá hefur sóun á landi (kostnaður við sókn í ríkissjóð) tekið við af sóun á sjó (of miklum kostnaði við sókn á Islandsmið). Er það þetta, sem veiðigjaldssinnar vilja? Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.