Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 2
1 2 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsætisráðherra furðar sig* á viðbrögðum ríkisskattstjóra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst í gær furða sig á þeirri ákvörðun Garðars Vilhjálmssonar ríkisskattstjóra að biðja ríkisendur- skoðun að rannsaka hvað sé hæft í ummælum um misbeitingu valds skattstjóra á íslandi eða embættis ríkisskattstjóra. „Eg veit ekki hvemig ríkisendur- skoðun á að finna út úr því,“ sagði Davíð í gærkvöldi. „Það er dálítið sérkennileg leið, svo ekki sé meira sagt. Enn meira kemur mér á óvart ef ríkisskattstjóri hefur ekki sjálfur heyrt um nein slík tilvik á sínum langa ferli. Það finnst mér satt að segja ótrúlegt og ég átta mig ekki á þessum viðbrögðum.“ í erindinu, sem ríkisskattstjóri sendi Sigurði Þórðarsyni ríkisend- urskoðanda á miðvikudag, sagði að Segir þau undirstrika þörfína á aðhaldi við skattyfirvöld undanfama daga hefðu birst í fjöl- miðlum ummæli um kvartanir þess efnis að einstakir aðilar í skattkerf- inu sýndu skattborgumm ósann- gimi og ætla mætti að starfsmenn skattkerfisins misbeittu valdi sínu. Garðar Vilhjálmsson sagði í Morg- unblaðinu í gær að í þessari um- ræðu hefði ekkert dæmi verið nefnt um að skattstofan hefði misbeitt valdi sínu. Segir dæmin um aðferðir skatt- heimtunnar ekki skorta Davíð Oddsson sagði að ekki væri skortur á dæmum um aðferðir skattheimtunnar. „Fjölmörg dæmi hafa borist, bæði til mín og annarra, en við get- um ekki farið að greina frá því opin- berlega, sem fólk segir við okkur,“ sagði forsætisráðherra. „En sé þetta viðhorf ríkisskattstjóra, sem á auðvitað ekki aðeins að gæta hags- muna skattstofunnar heldur skatt- greiðenda, er ég ennþá sannfærðari en ella um nauðsyn þess að koma á fót embætti, sem gætir hagsmuna skattgreiðenda." Davíð sagði í ræðu á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir viku að ástæða væri til að athuga hvort stofna bæri emb- ætti umboðsmanns almennings gagnvart skattyfirvöldum. Hann sagði í gær að hann hefði fengið mun sterkari viðbrögð við þessum ummælum en hann hefði átt von á. „Eg hef fengið mjög sterk við- brögð,“ sagði hann. „Sterkari en ég átti von á og er undrandi á því. Eg hef sjálfur heyrt fjölmörg dæmi gegnum tíðina þannig að ég þarf ekki að efast um nauðsyn þess að aðhalds sé gætt vegna þess að þama er um að ræða fólk með mikið vald. Við mig hafa talað einstakling- ar og fulltrúar fyrirtækja og dæm- in, sem þau lýsa, eru sum ótrúleg. Öll mál hafa tvær hliðar, en það er heilmikil óánægja með framgang mála.“ Alvarleg't umferðar- slys á ein- breiðri brú ÞRÍR slösuðust illa þegar tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á einbreiðri brú yfir Laxá í Miklaholts- hreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi um hádegi í gær. Mikil hálka var á veginum. Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlum til aðhlynningar á Sjúki-ahús Reykjavíkur. Tilkynnt var um slysið til lögregl- unnar í Stykkishólmi klukkan 13.05 en ásamt henni fóru á staðinn tveir sjúkrabílar. Sagði lögreglan að flug- hált hefði verið en bjart og gott veð- ur er slysið varð. Hjón voru í öðrum bílnum og ung- ur piltur í hinum og slösuðust þau öll illa. Sjúkrabílamir fluttu fólkið frá slysstað fyrsta spölinn en jafnframt var óskað eftir þyrlum. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti einn hinna slösuðu að Hítará og þyrla vamarliðsins var fengin til að taka hina tvo í Borgarnesi og lenti hún á knattspymuvellinum þar. Ekki var unnt að nota TF-LÍF vegna bilunar. Misbreiðar brýr Á 10 km vegarkafla á þjóðveginum austan við Vegamót eru þrjár nýleg- ar brýr, allar misbreiðar og segir lögreglan í Stykkishólmi það kunna að valda nokkrum ruglingi meðal ökumanna. Vestasta brúin er yfir Grímsá, rétt austan við Vegamót og er hún þríbreið. Tvær akreinar em á brúnni yfir Fáskrúð en yfir Laxá er einbreið brú eins og víða á þjóðveg- um landsins. Lögreglan segir hana ágætlega merkta og aðkomuna góða en oft virðist sem ökumenn meti ekki fjarlægðina eða aðstæður rétt. Banaslys varð á þessari brú fyrir um tveimur árum. ---------------- Bein útsending til Bandaríkjanna SVÆÐISÚTVARPSSTÖÐIN WGCH Greenwich Radio í Connect- icut í Bandaríkjunum sendir út þátt í beinni útsendingu frá Reykjavík í dag kl. 14 að íslenskum tíma og verður þátturinn samtímis sendur út á Netinu og á Aðalstöðinni. Þátturinn verður klukkustundar langur og hyggjast umsjónarmenn- irnir, hjónin Sheila og Les Russo, lýsa því sem fyrir augu ber í miðbæ Reykjavíkur, svo sem veðrinu og jólastemmningunni á Ingólfstorgi á löngum laugardegi og taka viðtöl við íslenska jólasveina. Að sögn Sheilu er hlustendahópur þáttarins á aldrinum 25-55 ára og era konur þar í meirihluta. Morgunblaðið/Júlíus ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF SIF, flutti einn þeirra þriggja sem slösuðust á Snæfellsnesi á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Vinnslustöðin Hráefni tryggt í sjö vikur VINNSLUSTÖÐIN í Vest- mannaeyjum hefur tryggt sér rússafisk til vinnslu fram í febr- úar næstkomandi og hefur fyr- irtækið því dregið til baka til- kynningu um rekstrarstöðvun frá og með næstu áramótum, en þá hefðu um 200 starfsmenn þess í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn misst kauptryggingu. Að sögn Sighvats Bjamasonar, framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar, verður því full vinna hjá fyrirtækinu á næst- unni nema lögbundna frídaga um jól og áramót. „Þetta er nægilegt hráefni og með viðunandi arðsemi. Það var búið að vera að vinna í þessu en afurðaverð þótti ekki nægilega gott til þess að þetta gæti verið áhugavert," sagði Sighvatur. Hann sagði að á fimmtudag hefði komið upp nýr flötur á málinu og teldi fyrirtækið sig nú geta unnið hráefnið þannig að eitthvað væri upp úr því að hafa. Öll skip stöðvast í vélstjóraverkfalli Hann sagði að kæmi til verk- falls vélstjóra, þar sem miðað er við verkfall á skipum með vélar- stærð yfir 1500 kílówöttum, myndu öll skip Vinnslustöðvar- innar stöðvast. ,Að vísu eigum við þrjá báta með minni vélum, en yfirleitt er nú tíðin þannig í janúar að þeir gera nú ekki mjög mikið. En með þessu náum við að tryggja húsinu hráefni og getum þá frekar nýtt okkur þau tækifæri sem gefast á markaðnum fyrir ferskt hráefni af bátunum og aukið þar með framlegð útgerð- arinnar,“ sagði Sighvatur. Fundað um loðnu í Kaup- mannahöfn FTRSTI samningafundur ís- lands, Noregs og Grænlands um endurskoðun samnings land- anna um loðnuveiðar mun fara fram í Kaupmannahöfn 16. des- ember næstkomandi. Jóhann Sigurjónsson, sendi- heira og aðalsamningamaður Islands í fiskveiðimálum, segist ekki gera ráð fyrir samkomulagi á Kaupmannahafnarfundinum, líklegt sé að menn byrji á að fara yfir stöðuna og að hvert land lýsi sjónarmiðum sínum. Héraðsdómur Reykjaness dæmir um manndráp og rán í Heiðmörk Bræðurnir voru dæmdir * í sextán og átta ára fangelsi TVÍBURARNIR Sigurður Júlíus og Ólafur Hannes Hálfdánarsynir voru í gær dæmdir í 16 og 8 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Lárasi Agústi Lárassyni að bana í Heiðmörk aðfaranótt fimmtudagsins 2. október. Dómurinn dæmdi Sig- urð til fangelsisvistar þrátt fyrir umsögn geð- læknis, sem taldi hann haldinn geðklofa og að sakhæfi hans væri því skert. Bræðumir eru 25 ára. Héraðsdómur Reykjaness taldi sannað að Sig- urður hefði lagt á ráðin um að ræna Lárus heit- inn og Ólafur fallist á ráðabruggið. Því næst hefðu þeir ekið með Lárus upp í Heiðmörk, þar sem hann hefði yfirgefið bifreiðina og falið sig um stund. Bræðurnir hefðu leitað hann uppi, ráð- ist í sameiningu á hann, yfirbugað hann og dregið að bílnum. Sigurður hefði játað að hafa við þessar aðfarir teldð upp 13 kg steinhnullung og keyrt hann í tvígang í höfuð Lárusar. „Dómurinn telur ljóst, með tilliti til umfangs og þyngdar steinsins, ákomustaðar högganna, áverka á líkama Lárusar og aðferðar Sigurðar við atlöguna að öðra leyti, að honum hafi eigi getað dulist að árásin myndi leiða til dauða Lárusar," segir í dóminum. Ótrúverðugur framburður Ólafs Hannesar Dómurinn taldi þann framburð Ólafs ótrúverð- ugan, að hann hefði óvart ekið yfir Lárus heitinn. „Við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi hef- ur framburður Ólafs verið reikull og óstöðugur og hefur hann sýnilega í auknum mæli leitast við að leyna þátttöku sinni í þeim hörmulegu atburð- um sem áttu sér stað aðfaranótt 2. október sl.,“ segir héraðsdómur, en telur að sýnilegur vafi sé fyrir hendi um hvort huglæg afstaða Ólafs hafí verið með þeim hætti, sem áskilið sé í 211. grein hegningarlaga, um manndráp, og beri að virða þann vafa honum í hag. Við ákvörðun refsingar vísar dómurinn til þess álits geðlæknis, að Sigurður muni örugglega skynja þýðingu refsingar, en hins vegar muni áhrif refsivistar hafa slæmar afleiðingar á þróun geðsjúkdóms hans. Dómurinn telur „eigi var- hugavert að telja að refsing yfir ákærða Sigurði muni bera árangur. Umsögn geðlæknisins girðir eigi fyrir þessari niðurstöðu.“ Sigurður Júlíus Hálfdánarson vár dæmdur í 16 ára fangelsi. „Verknaður Sigurðar virtur heild- stætt var ógnvekjandi og olli hörmulegum dauð- daga. Ljóst er af framburðum ákærðu að Lárus Ágúst hafði verið yfirbugaður líkamlega í þeim tilgangi að ræna hann þegar hrottafengin árás Sigurðar átti sér stað.“ Virt var Ólafi Hannesi til málsbóta að hann gaf sig af sjálfsdáðum fram við lögreglu daginn eftir atburðinn og var hann dæmdur til 8 ára fangels- isvistar. Þá vora bræðurnir dæmdir til að greiða allan sakarkostnað, auk þess að greiða ekkju og sonum Lárusar Ágústs bætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.