Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 8

Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 8
8 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðjón A. Krístjánssop forseti Farmanna- og fiskimannasambands fslands LÁTTU hann vita hvar Dabbi keypti ölið, herra. Hann vill ekki leyfa okkur að hafa þræla, við eigum að fara að veiða kvótann okkar sjálfir . . . Hlutafélag um skrif- stofu- og atvinnuhús næði borgarinnar NEFND um sölu borgareigna hefur til athugunar tillögu um að stofnað verði hlutafélag, Bústaðir hf., sem falið verði eignarhald á öllu almennu skrifstofu- og atvinnuhúsnæði borg- arinnar og til að annast umsýslu allra annarra fasteigna borgarinnar í um- boði hennar. Þá mun þjónustusamn- ingur um rekstur á mötuneyti Ráð- hússins vera á lokastigi og síðar verð- ur undirbúinn þjónustu- eða leigu- samningur um rekstur Prentstofu Reykjavíkur. Þetta kom meðal annars fram í ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1998. Sagði borgar- stjóri að tillagan um Bústaði hf. tæki til þess að leiga verður reiknuð og innheimt af öllu húsnæði borgar- innar, en markmiðið væri að skapa sérhæfða rekstrareiningu um fast- eignamál. Starfshópurinn sem vann tillöguna telur ástæðulaust að rekstr- arverkefni eins og fasteignaumsýsla sé vistuð innan stjómsýslu borgar- innar. Tillaga starfshópsins hefur verið lögð fram í borgarráði til kynn- ingar, en nefnd um sölu borgareigna hefur ekki tekið endanlega afstöðu til hennar. Sagði borgarstjóri að það yrði væntanlega gert innan skamms. Borgarstjóri benti á að þegar hafa verið gerðir samningar um rekstur sem borgin hefur haft með höndum, svo sem við KSÍ um rekstur mann- virkja og nýrrar stúku og endurbygg- ingu eldri mannvirkja á Laugardals- velli og við ÍBR um hönnun og bygg- ingu yfir skautasvellið í Laugardal og tekur ÍBR við rekstri skautahall- arinnar um áramót. Sagði Ingibjörg jafnframt að öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar væri að ganga frá samningum um að Skógarbær tæki að sér rekstur félags- og þjón- ustumiðstöðvarinnar Árskóga, ásamt félagslegri heimaþjónustu við aldr- aða íbúa hverfisins og að samið hafí verið við Félag eldri borgara um að annast rekstur þjónustusels við Þorragötu. 10 mánaða fangelsi fyr- ir brot gegn stjúpdóttur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann í Reykjavik í 10 mánaða fang- elsi fyrir að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart 11 ára dóttur sambýliskonu sinnar í nokkur skipti á síðastliðnu ári. Maðurinn er fyrir Hæstarétti sakfelldur fyrir að hafa að nætur- lagi farið inn í svefnherbergi stúlk- unnar og strokið henni innan klæða og utan. í dómi Hæstaréttar segir að maðurinn hafí brotið gegn því trún- aðartrausti sem ríkja átti milli hans og stúlkunnar og innan allrar fjöl- skyldunnar. Maðurinn hafði um árabil búið með móður stúlkunnar og átti með henni þijú börn. Héraðsdómur hafði dæmt mann- inn til 7 mánaða fangelsisvistar, og skilorðsbundið fjóra mánuði, en Hæstiréttur taldi hæfilega refsingu 10 mánaða óskilorðsbundið fang- elsi. Ef 1>Ú lielnr smakkað vJólasílclina írá íslenskum matvælum veistu að jcílin eru ekki langt undan -/>« (<iannkalLad jóla<*kap! ISLENSK MATVÆLI IMýtt tímarit um vísindi Aðgengileg um- fjöllun fyrir alla aldurshópa NÝTT tímarit um vís- indi kom út í síðasta mánuði eftir tveggja ára undirbúning. Markmiðið er að það komi út mánaðarlega segir Guð- bjartur Finnbjörnsson rit- stjóri tímaritsins, sem jafn- framt er gefíð út á Norður- löndunum og í Evrópu. - Hvers vegna ákvaðstu að gefa tímaritið út? „Við Hilmar Sigurðsson fengum hugmyndina fyrir tveimur árum. Báðir höfum við verið búsettir erlendis og þekkjum því tímaritið Illustreret Videnskab vel, en það er langvinsælasta mánaðartímarit á Norður- löndum og jafnframt gefíð út í Frakklandi og Þýska- landi. Við veltum þessu fyrir okkur því samskonar blað hefur ekki verið gefíð út fyrr á íslandi. Við hófum síðan undir- búning og samningaviðræður við útgefendur erlendis og blaðið er gefíð út samtímis á Islandi og í fyrrgreindum löndum." - Eruð þið með viðskiptaleyfi? „Já, efnið kemur að utan, bæði myndir og greinar, en síðan er hugmyndin sú að hafa íslenskt efni í blaðinu líka. Það verður gert í samvinnu við Háskólann og Rannsóknaráð íslands. Þetta verður ekki stór hluti, kannski flórar síður í hveiju blaði helgað- ar íslenskum rannsóknum, en þar virðist vera mikil gróska um þess- ar mundir," - Hvað er ritstjómin stór? „Ég er með tvo til þijá þýðend- ur sem þýða greinar í hvert blað. Fyrirtækið er lítið ennþá í sjálfu sér og við reynum að gera þetta sem mest sjálfír. Það tekur tíma að vinna svona tímarit upp og þess vegna reynum við að spara sem mest. Ég kem nálægt öllu í rekstrinum, afla auglýsinga, les prófarkir og allt þar á milli.“ - Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Þær hafa verið mjög fínar og viðbrögðin verið mjög góð. Þetta blað er almenningsvænt, ef svo má að orði komast, því þar er um að ræða auðvelda og skemmtilega umfjöllun um vísindi, alls ekki þurra. Þeir sem horfa mikið á Discovery-sjónvarpsstöðina þekkja þessi efnistök. Aðal blaðs- ins er líka mikið af vönduðum og góðum myndum og því ættu allir að fínna eitthvað við ___________ sitt hæfí. Það hefur líka sýnt sig að áskrif- endahópurinn er mjög fjölbreyttur, sá yngsti er sjö ára og sá elsti 91 árs. Unglingar lesa ”““ blaðið líka mikið sem og fólk í öllum aldurshópum. Upplagið er um 7.000 eintök sem stendur og áskrifendur orðnir um 2.000. Þetta er í raun blað sem allir fjöl- skyldunni geta lesið.“ - Er blaðið með sérstaka rit- stjómarstefnu? „Ekki aðra en þá að fræða al- menning um ýmsa skemmtilega hluti. Blaðinu er skipt niður í fasta dálka, til að mynda einn sem nefn- ist spurningar og svör. Þar er spumingum lesenda um allt milli himins og jarðar svarað, til dæm- is af hveiju himininn er blár, af hveiju karlmenn fá skalla, eða bara hvað sem er. Þeim er síðan Guðbjartur Finnbjörnsson ► Guðbjartur Finnbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti árið 1983 og prófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1988. Að því búnu bjó hann í Svíþjóð og Danmörku í ein fjög- ur ár en hélt síðan aftur heim til íslands. Þá lagði hann stund á nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands og lauk prófi árið 1995. Guðbjartur hefur unnið sem lausamaður í blaða- mennsku fyrir dagblöð og tíma- rit og er nú ritsljóri tímaritsins Lifandi vísindi sem kom út i fyrsta skipti í lok síðasta mán- aðar. Sambýliskona Guðbjarts er Esther Ósk Armannsdóttir og eiga þau eitt bam. Markmiðið að vísindi séu lif- andi og skemmtileg svarað á stuttu og einföldu máli í blaðinu. Sem stendur eru ein- ungis í blaðinu svör við spurning- um erlendra lesenda en ef íslensk- ir áskrifendur og lesendur senda okkur spurningar munum við senda þær til sérfræðinga og fá svör við þeim. Blaðið er ennþá í þróun. Fyrsta tölublaðið er ný- komið út og annað á leiðinni eftir hálfan mánuð og við eigum eftir að fikra okkur áfram með þetta." - Hafa stelpur jafn mikinn áhuga á blaðinu og strákar? „Við höfum fengið þær upplýs- ingar að utan að tæpur helmingur lesenda sé konur. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um ald- ursdreifingu en svo virðist sem --------- blaðið sé nokkurs kon- ar fjölskyldublað. Yngri börnin sem ekki eru orðin fyllilega læs virðast hafa gaman af því að kíkja á myndim- ar og þeir sem eldri eru geta alltaf fundið eitthvað við sitt hæfí. Þetta tímarit er því með dreifðasta aldurshóp lesenda sem ég veit til.“ - Hver eru framtíðaráformin? „Þau eru að halda útgáfunni áfram. Við eram rétt nýbyrjaðir og framhaldið lítur vel út. Undan- farna tvo mánuði höfum við innt gífurlega mikla vinnu af hendi og lagt nótt við dag því það er í svo mörg horn að líta. Viðtökur hjá áskrifendum hafa verið góðar svo við eram komnir með góðan grundvöll. Það vantar bara herslumuninn og ég tel að tímarit- ið Lifandi vísindi sé komið til þess að vera á íslandi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.