Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 0 LEIKFÉLAG J REYKJAVÍKUR VIPM Strika Gunnar G. Schram lagaprófessor þarf út ákvæði rétt til hálendis um GUNNAR G. Schram lagaprófess- or sagði í gær að sú yfirlýsing Da- víðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi þá um daginn að frumvarp um þjóðlendur, sem lagt var fram á síðasta þingi, yrði lagt fram óbreytt á þessu þingi væri mikil- væg vegna þess að það leiddi til þess að strika yrði út bráðabirgða- ákvæði frumvarps til sveitarstjórn- arlaga þess efnis að staðarmörk sveitarfélaga, sem liggja að miðhá- lendi íslands verði framlengd inn til landsins og sama eigi við um staðarmörk sveitarfélaga á jöklum. Umræða um frumvarp ríkis- stjórnarinnar til sveitarstjórnar- laga hófst á Alþingi í gær. Hafði henni verið frestað um einn dag á meðan beðið var komu Sighvats Björgvinssonar, formanns AJþýðu- flokks, frá útlöndum. „Bráðabirgðaákvæðið í sveitar- Ákvæðið á skjön við frumvarpið um þjóðlendur stjómarfrumvarpinu er náttúrlega algerlega á skjön við frumvarpið um þjóðlendur og nú þurfa menn að setjast niður og reyna að breyta ákvæðinu til samræmis við þjóð- lendnafrumvarpið eða reyna að semja við Davíð um að slaka eitt- hvað til, sem ég vona að takist ekki,“ sagði Gunnar. „Því það er fráleitt að fjögur prósent þjóðar- innar nái tangarhaldi á 40 prósent- um landsins." Hann vísaði á bug orðum Jóns Kristjánssonar, þingmanns Fram- sóknarflokks og formanns nefndar- innar, sem félagsmálaráðuneytið skipaði til að semja frumvarpið til sveitarstjórnarlaga, að frumvarpið fjallaði aðeins um stjómsýsluna og bara væri verið að láta sveitarfé- lögin hafa vald í umhverfis-, bygg- inga- og skipulagsmálum. „Það er út í bláinn að það sé eng- in breyting," sagði Gunnar. „Það er rétt að þetta snýst ekki um eignar- rétt, en sá, sem er kominn með skipulagsréttinn og stjómsýslu- réttinn er kominn með valdið. Þá getur hver sem er af þessum 40 hreppum með 15 þúsund íbúa reist hamborgarasjoppur út um allt há- lendið án þess að hægt sé að banna þeim það. Þetta leiðir augljóslega í óefni.“ Jón Kristjánsson sagði i samtali við Morgunblaðið að hann áttaði sig ekki á gagnrýni Gunnars og ít- rekaði að hér væri ekki um eignar- rétt að ræða. Gunnar væri að mgla saman ólíkum hlutum. Íð) Verð aðeins frá kr. 7.390,- til kr. 16.800,- (sjá mynd). /FOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Vildi skrifa um Díönu af smekkvísi og reisn BRESKI rithöfundurinn Anthony Holden kom í gær hingað til lands til að kynna nýja bdk sína um Díönu prinsessu. Hoiden hefur fylgst með bresku konungsfjöl- skyldunni í rúma tvo áratugi og skrifað um hana nokkrar bækur. Hann var vinur Karls Bretaprins þar til hann ákvað að draga taum Díönu eftir að erfíðleikar í sam- búð hennar og Karls urðu opin- berir. Eftir það kdlnaði milli hans og Karls en hann varð trúnaðar- vinur Díönu. Sagt hefur verið um Holden að hann hafí fyrstur kallað Díönu „prinsessu fdlksins" en þau orð notaði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, þegar hann ávarpaði bresku þjdðina eftir and- lát prinsessunnar af Wales í bflslysi í París. Holden sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir kom- una í gær að Díana lifði áfram í hjörtum fdlks eftir dauðann og hann hefði viljað skrifa bdk af smekkvísi og reisn vegna þess að ndg væri gefið út af hallærisleg- um og væmnum bdkum um Anthony Holden prinsessuna. Holden flytur fyrir- lestur um Diönu og framtíð breska konungdæmisins í Há- skdlabídi klukkan tvö síðdegis 1 dag. Alfa 156 sýndur SÝNING verður á nýjum Alfa Romeo 156 í húsakynnum Istrakt- ors, umboðsaðila Alfa, í Smiðsbúð 2 í Garðabæ um helgina. Bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1998. Hátt í 30 manns hafa staðfest pöntun á Alfa Romeo 156 en seink- un er á afhendingu vegna mikillar eftirspumar erlendis. Bílamir em á svipuðu eða lægra verði en víðast hvar í Evrópu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Istraktor. Opið verður laugardag og sunnu- dag frá kl. 13-17. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Samið um tæpa 5 millj- arða vegna Nesjavalla SAMIÐ hefur verið við Norræna fjárfestingabankann um að fjár- magna 50% eða 2,45 milljarða aí kostnaði vegna Nesjavallavirkjunar og hafa þegar verið teknar 800 millj. af láninu. Jafnframt hafa staðið yfii' viðræður við Council of Europe Soci- al Development Fund um fjármögn- un á fjárfestingum í skólum vegna einsetningar. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar að samkvæmt útkomuspá lækkuðu skuldir borgar- sjóðs að raungildi um 550 milljónii' á árinu 1997 og að ekki væri gert ráð fyrir aukningu skulda í fjái'hagsáætl- un næsta árs. Sagði borgarstjóri að 2 milljarðar hafi verið teknir að láni á árinu hjá European Investment Bank til end- urfjármögnunar á eldri og óhag- stæðari lánum, vegna holræsafram- kvæmda. Það hafi verið tímamóta- samningur í sögu bankans, þai' sem Reykjavík hafi verið fyrsta sveitarfé- lagið sem bankinn lánaði án utanað- komandi ábyi'gðar. Lánið hafi verið tekið í þremur myntum og væru vaxtakjör þess þau hagstæðustu seni borginni hefði boðist hingað til. Sagði borgarstjóri að bankinn hefði jafnframt samþykkt að fjánnagna 50% framkvæmdakostnaðar á Nesjavöllum með 2,45 milljörðum en á árinu var einnig gengið frá samningi við Norræna fjárfestinga- bankann um sömu upphæð vegna N esj avallavirkjunar. EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLjÓTUR. ALFA Romeo 156, bfll ársins í Evrdpu. Stofnfundur nýs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar í dag STOFNFUNDUR nýs sameinaðs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag kl. 13. Á sjötta þúsund félagsmenn verða í hinu nýja stéttarfélagi og heild- areignir þess verða um einn millj- arður króna. Þar af eru eignir Dagsbrúnar að verðmæti rúmlega 800 milljónir króna og eignir Framsóknar tæplega 200 milljón- ir. Sameining félaganna mun hafa í fór með sér talsverða lækkun á tilkostnaði við starfsemi félag- anna, auk þess sem öll vinna við undirbúning kjarasamninga verð- ur einfaldari í sniðum. Viðræður um sameiningu fé- laganna hófust fyrst 1993 og í at- kvæðagreiðslu hjá Dagsbrún í síðasta mánuði var frumvarp að lögum nýja félagsins og samein- ingunni samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta greiddra at- kvæða. Þá samþykkti félagsfund- ur Framsóknar einnig nýtt laga- frumvai'p og tillögu um samein- inguna með 97% atkvæða. Sa- meining félaganna verður ekki að fullu um garð gengin fyrr en í lok næsta árs. í forystu kjarabaráttunnar í hartnær eina öld Núverandi stjórnir Dagsbrúnar og Framsóknar munu fara sam- eiginlega með stjórn nýja félags- ins þar til í maí á næsta ári, en fyrsta kosning stjómar félagsins fer fram í apríl. Kosið verður um nafn á hinu nýja stéttarfélagi í byrjun næsta árs og munu félags- menn þá velja á milli fimm nafna sem tillaga verður gerð um. Þar til kosið verður um nafn á félaginu mun það bera heitið Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Fram- sókn hafa hátt í eina öld verið í forystu í íslenskri verkalýðsbar- áttu. Verkamannafélagið Dags- bnín var stofnað í ársbyrjun 1906 og var Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur kosinn fyrsti formaður félagsins. Fjórtán hafa gegnt for- mennsku í félaginu og meðal þeirra sem lengst gegndu for- mennskunni voru Héðinn Valdi- marsson, Sigurðui' Guðnason, Eðvarð Sigurðsson og Guðmund- ur J. Guðmundsson. Núverandi formaður Dagsbrúnar er Halldór Björnsson. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað árið 1914 og var Bríet Bjamhéðinsdóttir aðalhvatamað- ur að stofnun þess ásamt fleiri konum. Höfðu konumar farið fi'am á inngöngu í Dagsbrún en verið hafnað. Fyrsti formaður fé- lagsins var Jónína Jónatansdóttir sem var formaður til ársins 1935, en þá tók Jóhanna Egilsdóttii' við formennskunni og gegndi hún henni til 1962. Jóna Guðjónsdóttir var formaður Framsóknai' 1962-1974 og Þórunn Valdimars- dóttir 1974-1982, en þá tók nú- verandi formaður Framsóknar, Ragna Bergmann, við formennsk- unni. Eins og hjá Dagsbmn hefur kjarabaráttan alla tíð verið í far: arbroddi í starfsemi félagsins. í dag semur það fyrir fiskvinnslu- fólk, fólk í ræstingu, mötuneytum og matvælaiðnaði, og eru vinnu- veitendur félagsmanna yfir eitt þúsund talsins. ,noí,or og JÓns Mú/a ^ tex.wrt' 9s«rá meS tónlist og »—Flytjendur: ^ Andrea Gylfadóttir ' n I - r\ / I Bergþór Pólsson v Jóhanna Jónas Kjartan GuSjónsson Selma Björnsdóttir Theodór Júlíusson jf~ og Víðir Stefónsson Hljómsveit^yÁ Kjartan ValdemdÉso' Gunnlaugur Brre^j', SigurSur Flosason : og Þórður Högnason Samontekt pg stjórn Jón H. Hiartarafh Á Stóra sviði Borgadeikhússins 6., 7., 13., 14. og 19. desember Id. 20:30 V <s & (/C£/ </ í/ j anddyrinu frá kl. 20:00 BORGARLEIKHUSIÐ Sími: 568 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.