Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 0 LEIKFÉLAG J REYKJAVÍKUR VIPM Strika Gunnar G. Schram lagaprófessor þarf út ákvæði rétt til hálendis um GUNNAR G. Schram lagaprófess- or sagði í gær að sú yfirlýsing Da- víðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi þá um daginn að frumvarp um þjóðlendur, sem lagt var fram á síðasta þingi, yrði lagt fram óbreytt á þessu þingi væri mikil- væg vegna þess að það leiddi til þess að strika yrði út bráðabirgða- ákvæði frumvarps til sveitarstjórn- arlaga þess efnis að staðarmörk sveitarfélaga, sem liggja að miðhá- lendi íslands verði framlengd inn til landsins og sama eigi við um staðarmörk sveitarfélaga á jöklum. Umræða um frumvarp ríkis- stjórnarinnar til sveitarstjórnar- laga hófst á Alþingi í gær. Hafði henni verið frestað um einn dag á meðan beðið var komu Sighvats Björgvinssonar, formanns AJþýðu- flokks, frá útlöndum. „Bráðabirgðaákvæðið í sveitar- Ákvæðið á skjön við frumvarpið um þjóðlendur stjómarfrumvarpinu er náttúrlega algerlega á skjön við frumvarpið um þjóðlendur og nú þurfa menn að setjast niður og reyna að breyta ákvæðinu til samræmis við þjóð- lendnafrumvarpið eða reyna að semja við Davíð um að slaka eitt- hvað til, sem ég vona að takist ekki,“ sagði Gunnar. „Því það er fráleitt að fjögur prósent þjóðar- innar nái tangarhaldi á 40 prósent- um landsins." Hann vísaði á bug orðum Jóns Kristjánssonar, þingmanns Fram- sóknarflokks og formanns nefndar- innar, sem félagsmálaráðuneytið skipaði til að semja frumvarpið til sveitarstjórnarlaga, að frumvarpið fjallaði aðeins um stjómsýsluna og bara væri verið að láta sveitarfé- lögin hafa vald í umhverfis-, bygg- inga- og skipulagsmálum. „Það er út í bláinn að það sé eng- in breyting," sagði Gunnar. „Það er rétt að þetta snýst ekki um eignar- rétt, en sá, sem er kominn með skipulagsréttinn og stjómsýslu- réttinn er kominn með valdið. Þá getur hver sem er af þessum 40 hreppum með 15 þúsund íbúa reist hamborgarasjoppur út um allt há- lendið án þess að hægt sé að banna þeim það. Þetta leiðir augljóslega í óefni.“ Jón Kristjánsson sagði i samtali við Morgunblaðið að hann áttaði sig ekki á gagnrýni Gunnars og ít- rekaði að hér væri ekki um eignar- rétt að ræða. Gunnar væri að mgla saman ólíkum hlutum. Íð) Verð aðeins frá kr. 7.390,- til kr. 16.800,- (sjá mynd). /FOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Vildi skrifa um Díönu af smekkvísi og reisn BRESKI rithöfundurinn Anthony Holden kom í gær hingað til lands til að kynna nýja bdk sína um Díönu prinsessu. Hoiden hefur fylgst með bresku konungsfjöl- skyldunni í rúma tvo áratugi og skrifað um hana nokkrar bækur. Hann var vinur Karls Bretaprins þar til hann ákvað að draga taum Díönu eftir að erfíðleikar í sam- búð hennar og Karls urðu opin- berir. Eftir það kdlnaði milli hans og Karls en hann varð trúnaðar- vinur Díönu. Sagt hefur verið um Holden að hann hafí fyrstur kallað Díönu „prinsessu fdlksins" en þau orð notaði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, þegar hann ávarpaði bresku þjdðina eftir and- lát prinsessunnar af Wales í bflslysi í París. Holden sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir kom- una í gær að Díana lifði áfram í hjörtum fdlks eftir dauðann og hann hefði viljað skrifa bdk af smekkvísi og reisn vegna þess að ndg væri gefið út af hallærisleg- um og væmnum bdkum um Anthony Holden prinsessuna. Holden flytur fyrir- lestur um Diönu og framtíð breska konungdæmisins í Há- skdlabídi klukkan tvö síðdegis 1 dag. Alfa 156 sýndur SÝNING verður á nýjum Alfa Romeo 156 í húsakynnum Istrakt- ors, umboðsaðila Alfa, í Smiðsbúð 2 í Garðabæ um helgina. Bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1998. Hátt í 30 manns hafa staðfest pöntun á Alfa Romeo 156 en seink- un er á afhendingu vegna mikillar eftirspumar erlendis. Bílamir em á svipuðu eða lægra verði en víðast hvar í Evrópu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Istraktor. Opið verður laugardag og sunnu- dag frá kl. 13-17. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Samið um tæpa 5 millj- arða vegna Nesjavalla SAMIÐ hefur verið við Norræna fjárfestingabankann um að fjár- magna 50% eða 2,45 milljarða aí kostnaði vegna Nesjavallavirkjunar og hafa þegar verið teknar 800 millj. af láninu. Jafnframt hafa staðið yfii' viðræður við Council of Europe Soci- al Development Fund um fjármögn- un á fjárfestingum í skólum vegna einsetningar. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar að samkvæmt útkomuspá lækkuðu skuldir borgar- sjóðs að raungildi um 550 milljónii' á árinu 1997 og að ekki væri gert ráð fyrir aukningu skulda í fjái'hagsáætl- un næsta árs. Sagði borgarstjóri að 2 milljarðar hafi verið teknir að láni á árinu hjá European Investment Bank til end- urfjármögnunar á eldri og óhag- stæðari lánum, vegna holræsafram- kvæmda. Það hafi verið tímamóta- samningur í sögu bankans, þai' sem Reykjavík hafi verið fyrsta sveitarfé- lagið sem bankinn lánaði án utanað- komandi ábyi'gðar. Lánið hafi verið tekið í þremur myntum og væru vaxtakjör þess þau hagstæðustu seni borginni hefði boðist hingað til. Sagði borgarstjóri að bankinn hefði jafnframt samþykkt að fjánnagna 50% framkvæmdakostnaðar á Nesjavöllum með 2,45 milljörðum en á árinu var einnig gengið frá samningi við Norræna fjárfestinga- bankann um sömu upphæð vegna N esj avallavirkjunar. EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLjÓTUR. ALFA Romeo 156, bfll ársins í Evrdpu. Stofnfundur nýs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar í dag STOFNFUNDUR nýs sameinaðs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag kl. 13. Á sjötta þúsund félagsmenn verða í hinu nýja stéttarfélagi og heild- areignir þess verða um einn millj- arður króna. Þar af eru eignir Dagsbrúnar að verðmæti rúmlega 800 milljónir króna og eignir Framsóknar tæplega 200 milljón- ir. Sameining félaganna mun hafa í fór með sér talsverða lækkun á tilkostnaði við starfsemi félag- anna, auk þess sem öll vinna við undirbúning kjarasamninga verð- ur einfaldari í sniðum. Viðræður um sameiningu fé- laganna hófust fyrst 1993 og í at- kvæðagreiðslu hjá Dagsbrún í síðasta mánuði var frumvarp að lögum nýja félagsins og samein- ingunni samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta greiddra at- kvæða. Þá samþykkti félagsfund- ur Framsóknar einnig nýtt laga- frumvai'p og tillögu um samein- inguna með 97% atkvæða. Sa- meining félaganna verður ekki að fullu um garð gengin fyrr en í lok næsta árs. í forystu kjarabaráttunnar í hartnær eina öld Núverandi stjórnir Dagsbrúnar og Framsóknar munu fara sam- eiginlega með stjórn nýja félags- ins þar til í maí á næsta ári, en fyrsta kosning stjómar félagsins fer fram í apríl. Kosið verður um nafn á hinu nýja stéttarfélagi í byrjun næsta árs og munu félags- menn þá velja á milli fimm nafna sem tillaga verður gerð um. Þar til kosið verður um nafn á félaginu mun það bera heitið Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Fram- sókn hafa hátt í eina öld verið í forystu í íslenskri verkalýðsbar- áttu. Verkamannafélagið Dags- bnín var stofnað í ársbyrjun 1906 og var Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur kosinn fyrsti formaður félagsins. Fjórtán hafa gegnt for- mennsku í félaginu og meðal þeirra sem lengst gegndu for- mennskunni voru Héðinn Valdi- marsson, Sigurðui' Guðnason, Eðvarð Sigurðsson og Guðmund- ur J. Guðmundsson. Núverandi formaður Dagsbrúnar er Halldór Björnsson. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað árið 1914 og var Bríet Bjamhéðinsdóttir aðalhvatamað- ur að stofnun þess ásamt fleiri konum. Höfðu konumar farið fi'am á inngöngu í Dagsbrún en verið hafnað. Fyrsti formaður fé- lagsins var Jónína Jónatansdóttir sem var formaður til ársins 1935, en þá tók Jóhanna Egilsdóttii' við formennskunni og gegndi hún henni til 1962. Jóna Guðjónsdóttir var formaður Framsóknai' 1962-1974 og Þórunn Valdimars- dóttir 1974-1982, en þá tók nú- verandi formaður Framsóknar, Ragna Bergmann, við formennsk- unni. Eins og hjá Dagsbmn hefur kjarabaráttan alla tíð verið í far: arbroddi í starfsemi félagsins. í dag semur það fyrir fiskvinnslu- fólk, fólk í ræstingu, mötuneytum og matvælaiðnaði, og eru vinnu- veitendur félagsmanna yfir eitt þúsund talsins. ,noí,or og JÓns Mú/a ^ tex.wrt' 9s«rá meS tónlist og »—Flytjendur: ^ Andrea Gylfadóttir ' n I - r\ / I Bergþór Pólsson v Jóhanna Jónas Kjartan GuSjónsson Selma Björnsdóttir Theodór Júlíusson jf~ og Víðir Stefónsson Hljómsveit^yÁ Kjartan ValdemdÉso' Gunnlaugur Brre^j', SigurSur Flosason : og Þórður Högnason Samontekt pg stjórn Jón H. Hiartarafh Á Stóra sviði Borgadeikhússins 6., 7., 13., 14. og 19. desember Id. 20:30 V <s & (/C£/ </ í/ j anddyrinu frá kl. 20:00 BORGARLEIKHUSIÐ Sími: 568 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.