Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nærri 1.700 manns hafa þjálfað sig hjá HL-stöðinni
Morgunblaðið/Þorkell
YFIRLÆKNIR HL-stöðvarinnar er Þorkell Guðbrandsson og yfirsjúkraþjálfarar þær Auður Ólafsdóttir
og Sólrún Óskarsdóttir.
ÁÐUR en þjálfun hefst fara menn í þolpróf og ýmsar mælingar eru
síðan gerðar einu sinni á ári. Hér mælir íris Marelsdóttir Jón Guð-
mundsson.
Endur-
hæfing
eykur lífs-
gæði og
ævilengd
UM 300 manns stunda um þessar
mundir reglulega þjálfun hjá HL-
stöðinni við Hátún í Reykjavík, end-
urhæfingarstöð fyrir hjarta- og
lungnasjúklinga. Alls hafa milli 1.600
og 1.700 manns fengið endurhæfingu
og þjálfun hjá stöðinni þau tæpu 10
ár sem hún hefur starfað. Nýlega
var haldinn 100. fundur fram-
kvæmdastjómar stöðvarinnar.
„Fólk sem hefur fengið hjarta- og
lungnasjúkdóma er ekki lengur af-
skrifað heldur eru viðhorfin þau að
það fái bata og geti með þjálfun bæði
aukið Iífsgæði sín og ævilengd," seg-
ir Guðmundur Steinbach, einn
stjómarmanna stöðvarinnar er
Morgunblaðsmenn litu inn í stöðina.
Guðmundur segist sjálfur vera gott
dæmi um mann sem fengið hefur
hjartasjúkdóm, raunár tvisvar, en
hefur eftir sem áður stundað sína
vinnu og farið til rjúpna þar til hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
„Endurhæfing er mjög mikilvæg,
hún hefst eiginlega strax eftir að-
gerð og best er ef fólk heldur áfram
þjálfun enda sýnir það sig að menn
finna að hún gerir þeim gott,“ segir
Guðmundur ennfremur.
Hagstæður rekstur
HL-stöðin var stofnuð af Lands-
samtökum hjartasjúklinga, Hjarta-
vemd og SÍBS. Hún hóf starfsemi í
apríl 1989 og leigir nú hjá íþróttafé-
lagi fatlaðra. Hefur ekki verið lagt í
aðrar fjárfestingar en í þjálfunar- og
mælitækjum. Guðmundur segir
rekstrarkostnað í lágmarki, telur
hann innan við 50% af því sem
stjómvöld þyrftu annars að greiða
fyrir þjónustuna. Mánaðargjald fyrir
þjálfun er 4.000 kr. en 15% afsláttur
er veittur ellilífeyrisþegum og ör-
yrkjum. Gjaldið hefur verið óbreytt
lengi og segir Guðmundur stjómina
ákveðna í að hækka það ekki en
reyna á þess í stað að fá hærri fram-
lög frá ríki og sveitarfélögum.
Á næsta ári stefnir í hallarekstur
að óbreyttu auk þess sem leggja
verður fram fjármagn til endumýj-
unar tækja. Þá hefur stöðin fengið
góðan stuðning gegnum árin frá
hreyfingum Lions- og Kiwanismanna
svo og frá Verkstjórasambandinu.
Ríkið tekur þátt í greiðslu kostn-
aðar við frumþjálfun sjúklinga eftir
aðgerðir en skjólstæðingar greiða
sjálfir þegar að viðhaldsþjálfun kem-
ur. „Rökin fyrir stuðningi sveitarfé-
laga em meðal annars þau að fólk
kemur fyrr til starfa eftir aðgerðir,
getur starfað lengur og þannig ættu
skatttekjur þeirra að aukast og út-
gjöld vegna félagslegrar þjónustu að
lækka,“ segir Guðmundur Steinbach.
Starfsemi HL-stöðvarinnar fer
fram síðdegis undir stjóm lækna og
sjúkraþjálfara. Yfirlæknir er Þorkell
Guðbrandsson sem gegnir hálfri
stöðu og á móti honum eru þrír
læknar með viðvem en læknir er
alltaf viðstaddur meðan þjálfun fer
fram, m.a. til að bregðast við ef
bráðatilvik koma upp. Yfirsjúkra-
þjálfarar era Auður Ólafsdóttir og
Sólrún Óskarsdóttir sem deila með
sér einni stöðu og með þeim starfa
tíu sjúkraþjálfarar sem verktakar.
Reynum að anna eftirspum
Þremenningamir sem stýra dag-
legu starfi stöðvarinnar segja hana
fullnýtta og að á síðustu ámm hafi
það alltaf sýnt sig að aðsókn aukist
þegar boðið sé uppá viðbótartíma
þannig að alltaf er reynt að anna eft-
irspum þeirra sem óska eftir þjálf-
un. Þegar þjálfun hefst em menn
teknir í þrekpróf og öll þjálfun fer
fram undir eftirliti. Árlega em skjól-
stæðingar síðan vegnir og mældir á
ýmsa vegu og veitt er hvers konar
ráðgjöf um mataræði og annað sem
máli skiptir. Þau benda á að nýlegar
rannsóknir frá Heidelberg í Þýska-
landi bendi ákveðið til þess að þeir
sem stunda reglulega þjálfun eftir
t.d. hjartasjúkdóma séu betur stadd-
ir og ólíklegra að þeir fái sjúkdóm á
ný heldur en þeir sem ekki em í
þjálfun.
Ummæli um
Raftækj a ver slun
Islands ómerk
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt ómerk ummæli sem
höfð vom eftir framkvæmdastjóra
Radíóbæjar hf. í Morgunblaðinu í
nóvember í fyrra um starfsemi
Raftækjaverslunar íslands hf.
Dómurinn hafnaði því sjónarmiði
að ummælin væru á ábyrgð Morg-
unblaðsins enda hefði fram-
kvæmdastjórinn viðurkennt að í
ummælunum hefði komið efnis-
lega fram það sem hann hefði sagt
við blaðamanninn sem tók viðtalið
við hann og hann hefði í málatil-
búnaði sínum reynt að sýna fram
á réttmæti ummælanna.
Raftækjaverslun íslands fór
fram á að þrenn ummæli fram-
kvæmdastjóra Radíóbæjar yrðu
dæmd dauð og ómerk. I fyrsta
lagi ummæli um „að forsvars-
menn þess fyi-irtækis hafi reynt
að sölsa undir sig umboðið fyrir
Aiwa á sölusýningu í Þýskalandi
fyrir ári. Það hafi mistekist en
Radíóbær hafi ekki séð ástæðu til
að eiga í viðskiptum við umrætt
fyrirtæki eftir það.“
I öðra lagi ummælin „það hefur
tekið misjafnlega langan tíma að
stöðva þessa aðila en oftast þarf
ekkert að gera því þessi fyrirtæki
em sjálfdauð í flestum tilvikum“
pg í þriðja lagi „Raftækjaverslun
Islands býður ekki upp á neina
varahluta- eða viðgerðaþjónustu."
Af hálfu Raftækjaverslunarinn-
ar og framkvæmdastjóra hennar
var farið fram á eina milljón í
miskabætur, að framkvæmda-
stjóri Radíóbæjar yrði dæmdur til
þyngstu refsingar og til að greiða
150 þúsund kr. til að standa
straum af kostnaði við birtingu
forsendna og niðurstöðu dómsins í
Morgunblaðinu.
Óviðurkvæmileg
ummæli
Dómarinn, Sigríður Ingvars-
dóttir, sagði að þótt ummælin
hefðu verið slitin úr samhengi og
ekki höfð rétt eftir stæði það ekki
í vegi fyrir að þau yrðu dæmd
ómerk. Ummælin um að Raf-
tækjaverslunin hafi reynt að sölsa
undir sig umboð hafi, að því er
fram hafi komið, verið að nokkm
leyti efnislega rétt eftir fram-
kvæmdastjóranum höfð og væm
óviðurkvæmileg. Þá sagði fram-
kvæmdastjórinn að þau ummæli
gætu ekki verið rétt eftir honum
höfð að Radíóbær hefði ekki séð
ástæðu til að eiga viðskipti við
Raftækjaverslunina eftir það.
Aldrei hafi verið um nein viðskipti
milli fyrirtækjanna að ræða,
hvorki fyrir né eftir. Dómurinn
sagði að telja yrði ummælin ósönn
og óviðurkvæmileg.
Þá sagði í dóminum að ummæl-
in um að það gæti tekið misjafn-
lega langan tíma að stöðva þessi
fyrirtæki, gæti átt við aðra en
Raftækjaverslunina. Þó væri ljóst
af framsetningu þeirra að ákveð-
inn dómur væri felldur yfir fyrir-
tækjum sem líkt og Raftækja-
verslunin byðu vörur á lægra
verði en aðrir. Ummælin fælu því
í sér misgjörð í garð Raftækja-
verslunarinnai- og væm óviður-
kvæmileg. Að sömu niðurstöðu
komst dómarinn varðandi um-
mæli um varahluta- og viðgerða-
þjónustu, enda byði Raftækja-
verslunin slíka almenná þjónustu.
Framkvæmdastjóri Radíóbæj-
ar var sýknaður af miskabóta-
kröfu, þar sem ósannað væri að
ummælin hefðu falið í sér ólög-
mæta meingerð í garð Raftækja-
verslunarinnar. Þá var refsikröfu
vísað frá þar sem hún hefði ekki
stoð í lögum og krafa um greiðslu
kostnaðar vegna birtingar dóms
var ekki tekin til greina. Hins
vegar ber framkvæmdastjóranum
að greiða 60 þúsund krónur í
málskostnað. Á móti kom, að Raf-
tækjaversluninni var gert að
greiða Radíóbæ hf. 25 þúsund
krónur í málskostnað, þar sem
málshöfðun á hendur félaginu hafi
verið þarflaus.
Jóhann G. Berg-
þórsson áfrýjar
JÓHANN G. Bergþórsson, hefur
ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur sem sýknaði Gunnar
Inga Gunnarsson í ærameiðingar-
máli sem Jóhann höfðaði á hendur
honum.
„Áfrýjunin byggir á því að full-
yrðing Gunnars Inga um að Jóhann
hafi valdið gjaldþroti fjölda fjöl-
skyldna sé röng og ósæmileg.
Gunnar Ingi gerði enda enga til-
raun til að gera ummælin sennileg,
hvað þá að sanna þau fyrir dómi,“
segir í yfirlýsingu frá Bjarna Þór
Óskarssyni, lögmanni Jóhanns.
„Dómarinn rökstyður m.a. niður-
stöðu sína með því að Jóhann verði
að þola slíkan áburð þar sem hann
sé þátttakandi í stjómmálum. Sú
niðurstaða stenst ekki, annars veg-
ar þar sem hann er rangur og hins
vegar þar sem það sem borið er á
Jóhann snertir ekld þau opinbem
störf sem hann sinnir vegna stjóm-
málaþátttöku sinnar," segir enn-
fremur.
Trúðar, blöðrur
og aðrar vættir
MY]\PLIST
Listmunasala Fold
MÁLVERK
Haraldur Bilson. Opið 9-18. Sýningin
stendur til 7. desember.
MYNDIR Haraldar Bilson era unnar af
nokkurri nákvæmni og em tæknilega vel frá-
gengnar, en viðfangseínin og meðferð þeirra
eiga sér hins vegar fyrirmyndir í verkum
naíflistamanna og frístundamálara. Það er
þessi þverstæða sem laðar áhorfandann að
myndunum og í þeim bestu fær hann nokkuð
fyrir sinn snúð því þar má greina undir ein-
feldningslegu yfirborðinu tilraun til átaka, til-
raun til að vinna úr tilfinningu eða einhverri
hugmynd.
Hins vegar bera margar myndirnar þess
vitni að í það heila sé málverkaframleiðsla Bil-
sons orðin að einhvers konar vana og felist í
því að raða saman í mynd eftir mynd sömu
minnunum: Trúðum, flugdrekum, hestum,
blöðram, blómum og dansandi fólki. Stemmn-
ingin er ögn þjóðsagnakennd og minnir frek-
ar á frásögn af skemmtilegu sveitaballi en
mynd af ballinu sjálfu. Þannig er dálítil dulúð
í þessum myndum - eins konar magískur
realismi - sem virkar eins og húmor, eins og
brandari sem málarinn og áhorfandinn eigi
einir að skilja.
Þessi aðferð við framsetningu frásagnar,
hvort heldur í myndlist eða bókmenntum, hef-
ur oft gefið góða raun, en þó aðeins að eitt-
hvað búi undir: Einhver persónuleg átök,
mórölsk sannfæring eða pólitískur skilningur.
Þetta skortir tilfinnanlega í flestum myndum
Bilsons og því verða þær vart meira en
skreytimyndir eða eins og eftirmyndir af öðr-
um, skarpari myndum sem málarinn málaði
einhvemtíma í fymdinni en er hættur að
muna af hverju. Maður fær það óneitanlega á
tilfinninguna að það sé kominn tími til að Bil-
son skipti um stíl og reyni að ögra þannig
bæði sjálfum sér og áhorfendum aftur.
Bilson mun vera af íslensku bergi brotinn
og hefur eitthvað dválist hér uþþi eins og ein
myndin á sýningunni ber greinilega með sér.
I þeirri mynd má sjá sólarlag bak við svartar
klettaeyjar og dökkan blágrænan sjó. I for-
gmnni er síðan svört fjara og fjöranni sjáum
við stóran svartan hest æða ógnandi yfir
myndflötinn. Undan hestinum hleypur svart-
klæddur maður skelfingu lostinn og veifar
höndunum fyrir ofan höfuð sér. Allt er svart
og ógnandi nema bindi svartklædda manns-
ins; það er í mörgum skæram litum. Þessi
mynd heitir „Nykur“ og er tilvísun í íslenska
þjóðsögu. Hún er nokkuð skemmtileg fyrir
það að Bilson tekur allt öðravísi á þjóðsög-
unni, og á íslensku landslagi, en íslenskir mál-
arar hafa gert. Sýn hans er önnur og þess
vegna nokkuð frískandi; hann sér til að
mynda húmor í sögunni þar sem íslendingar
sæju flestir ekkert aðhlátursefni. Ef eftir
þessari mynd mætti dæma gæti hugsast að
frekari dvöl á íslandi og viðfangsefni á borð
við íslenskar þjóðsögur væri einmitt það sem
Bilson þyrfti til að endurnýja sig í listinni.
Jón Proppé