Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MENNTAMÁLARÁÐHERRA skoðar vélasal Framhaldsskólans í Eyjum í fylgd skólameistara. Menntamálaráðaherra í Eyjum Ræsti nýj*an vélarrúmshermi Vestmannaeyjum - Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, var í heimsókn í Vestmannaeyjum fyr- ir skömmu og kynnti sér þar skóiastarf. Aðalástæðan fyrir komu ráðherrans til Eyja var að skoða nýja verknámsálmu við Framhaldsskólann, en hann skoðaði einnig grunnskólana í Eyjum og nýstofnaðan listaskóla auk þess sem hann héit almennan opinn fund. Sigurður Einarsson, formaður skólanefndar Framhaldsskólans, sagði að það hefði staðið til nokkuð lengi að menntamála- ráðherra kæmi til Eyja vegna nýju álmunnar en veður og aðr- ar ófyrirsjáanlegar ástæður hefðu valdið því að nokkrum sinnum hafi heimsókninni verið frestað. Hann sagði að það hafí verið afar ánægjulegt að fá ráð- herrann í heimsókn og geta sýnt honum þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í skóla- málum í Vestmannaeyjum að undanförnu. Nýr vélarrúmshermir í framhaldsskólanum skoðaði ráðherrann húsnæði skólans og þá sérstaklega nýju verk- námsálmuna þar sem hann ræsti og tók formlega í notkun nýjan vélarrúmshermi sem settur hefur verið upp fyrir vélstjórnar- kennslu. Þá fundaði hann með nemendum og kennurum skólans og þáði síðan kaffiveitingar í sal skólans. Að lokinni heimsókn í Fram- haldsskólann skoðaði mennta- málaráðherra grunnskólana, Hamarsskóla og Barnaskóla, en síðan lá leið hans f nýstofnaðan Listaskóla Vestmannaeyja. Þá heimsótti hann einnig Rannsókn- arsetur Háskólans í Eyjum en að því loknu hélt hann almennan fund um skólamál í Ásgarði. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HLUTI fundarmanna á fræðsludegi Garðyrkjuskdla ríkisins. Umhverfismál sveitarfélaga í brennidepli Hveragerði - Nemendur á um- hverfísbraut Garðyrkjuskóla rík- isins á Reykjum efndu til fræðsludags í skólanum nýverið. Fræðsludagurinn var helgaður Staðardagskrá 21, en það er heiti samþykktar er gerð var á um- hverfisráðstefnunni í Ríó de Jan- eiro 1992. Samþykkt þessi er unnin út frá vinnu Brundtland- nefndarinnar svonefndu um helstu leiðir til lausnar umhverf- isvanda heimsins á 21. öldinni. Til fræðsludagsins á Garð- yrkjuskólanum var boðið öllum sveitarstjómarmönnum á Suð- vesturlandi, ásamt fulltrúum í umhverfis-, heilbrigðis-, bygg- inga-, og skipulagsnefnd. Einnig var starfsmönnum þessara sviða hjá bæjarfélögunum boðið til fundarins. Á fundinn mættu full- trúar frá 14 sveitarfélögum og voru aðstandendur fræðsludags- ins mjög ánægðir með þá mæt- ingu. Jón Guðmundsson, Heilbrigð- iseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis, og Páll Stefánsson, Heilbrigðis- eftirliti Kópavogs, fjölluðu um Staðardagskrá 21 sem er áætlun um það hvernig svæði geti þróast með sjálfbærum hætti. En sam- kvæmt skilgreiningu Brundtland-nefndarinnar felur það hugtak í sér hvernig megi mæta þörfum núverandi kynslóð- ar án þess að skerða möguleika komandi kynslóðar í því að mæta sínum. Vöktu þeir Jón og Páll meðal annars athygli á því að tveir þriðju hlutar skuldbinding- anna frá Ríó-ráðstefnunni kalla á samstarf við sveitarstjórnir og eða á skuldbindingar af þeirra hálfu. Fóru þeir ítarlega yfir það hvernig sveitarstjórnir gætu staðið að þessari framkvæmda- áætlun. María Hildur Maack líf- fræðingur kynnti síðan raunhæf- ar útfærslur á Staðardagskrá 21. Steinunn Kristjánsdóttir, fag- deildarstjóri umhverfisbrautar Garðyrkjuskólans, fjallaði um sjálfbæra þróun sem leið til land- bóta og auðsældar. Kom fram í erindi Steinunnar að landeyðing hefur verið gríðarleg hér á landi og þá sérstaklega síðustu tvær aldir. Kallaði hún sveitarstjórn- armenn til sameiginlegs átaks í að láta nýta til landbóta þann úr- gang sem til fellur við ýmiskonar atvinnurekstur í sveitarfélögun- um. Helga Hreinsdóttir, Heil- brigðiseftirliti Austurlands, fjall- aði um umhverfisverkefni Egils- staðabæjar en það sveitarfélag hefur verið í fararbroddi hvað varðar stefnumörkun í umhverf- ismálum. Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkis- ins, kynnti þátt skógræktar í sjálfbærri þróun á Islandi. Að því loknu gerðu nemendur umhverf- isbrautar Garðyrkjuskólans grein fyrir námsferð sem þau fóru í nýverið og heimsóttu þá meðal annars Hamborg sem köll- uð hefur verið „grænasta“ borg Evrópu. Að sögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar fundarstjóra, sem jafnframt er endurmenntunar- stjóri Garðyrkjuskólans, voru fundarmenn mjög áhugasamir um þessi málefni. „Enda er hlut- verk sveitarfélaganna sérstak- lega mikilvægt í þessu sambandi því þau eru sú stjórnsýslueining sem stendur næst fólkinu og get- ur komið hugmyndum og breyt- ingum í verk.“ í kafla 28 um Staðardagskrá 21 er fjallað um hlutverk sveitarfélaga í umhverf- is- og þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Þar eru öll sveitarfélög heimsins hvött til að vinna að áætlun fyrir næstu öld í anda sjálfbærrar þróunar, umhverfis- verndar og réttlætis, hvert á sínu svæði. „Sveitarfélögin og íbúar þeirra geta lagt sitt af mörkum til að minnka álagið á umhverfið á heimsvísu og þannig stuðlað að réttlátri nýtingu auðlinda heims- ins,“ sagði Magnús Hlynur að lokum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÞAÐ var tónlistarmaðurinn KK sem reið á vaðið í vetrarstarfsemi Menningarhúss Seyðfirðinga, Skaftafelli. KK hefur vetrardag- skrána í Skaftfelli á Seyðisfirði Seyðisfirði - Vetrarstarfsemi í Menningarhúsi Seyðfirðinga, Skaftfelli, er nú hafin af krafti. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, reið á vaðið með tónleikahald. Þar flutti hann efni af nýútkomnum liljómdiski sínum „Heimaland" í bland við frásagnir og eldra efni. Með honum á hljómleikaför hans um landið er gítarvitringur- inn Guðmundur Pétursson. Fjöl- mennt var á tónleikunum og gerður góður rómur að tónlistar- flutningi þeirra félaga. Fleira verður á döfinni í Skaft- felli í jólamánuðinum og er næst að nefna bókmenntakynningu sem verður laugardaginn 6. des- ember kl 21. Þar munu lesa úr verkum sínum skáldin Eina Már Gumundsson, Sigurdór Sigur- dórsson, Kristín Maija Baldurs- dóttir, Guðbergur Bergsson, Didda, Arnaldur Indriðason og Kristjana Bergsdóttir. Kynntu sér væntanlegt aðsetur þróunarsviðs Sauðárkróki - Stjórn Byggðastofn- unar kom til Sauðárkróks fyrir skömmu til þess að skoða aðstæður og húsnæð: fyrir þróunarsvið stofnunarinnar sem ákveðið hefur verið að flytja frá Reykjavík til Sauðárkróks. Gert er ráð fyrir að stofnunin verði til húsa í Stjórnsýslumiðstöð- inni við Skagfirðingabraut þar sem starfsmaður Byggðastofnunar hef- ur haft aðsetur en væntanlega þarfnast þróunarsviðið meira hús- rýmis þar sem um er að ræða sex starfsmenn sem þarna munu vinna. Stjórnin snæddi hádegisverð með bæjarstjóm Sauðárkróks og héraðsráði en síðdegis voru fundir með ýmsum aðilum úr atvinnulíf- inu þar sem m.a. forsvarsmenn Máka hf. kynntu hugmyndir sínar um framtíðaruppbyggingu fyrir- tækisins og það að nýta mannvirki Miklalax í Fljótum sem nú eru í eigu Byggðastofnunar til áframeld- is á barra. Hugmyndir fyrirtækis- ins eru enn á vinnslustigi en voru nú kynntar stofnuninni. Meginatriðið í þeim er að Byggðastofnun leggi fram fjárfest- ingar í Miklalaxi sem hlutafé í Máka hf. og komi þannig að upp- byggingu hlýsjávareldis í Skaga- firði. Þá áttu stjómarmenn Byggða- stofnunar ásamt starfsmanni stofn- unarinnar á Sauðárkróki, Jóni Magnússyni, fund með fjölmörgum öðmm aðilum þar sem mál vom rædd og skoðuð. Morgunblaðið/Bjöm Björnsson FUNDUR Byggðastofnunar með forsvarsmönnum Máka hf. F.v. Eg- ill Jónsson, Stefán Guðmundsson, Guðmundur Malmquist, Jón Magn- ússon og Árni Guðmundsson, stjórnarmaður Máka hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.