Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 20

Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 20
20 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MENNTAMÁLARÁÐHERRA skoðar vélasal Framhaldsskólans í Eyjum í fylgd skólameistara. Menntamálaráðaherra í Eyjum Ræsti nýj*an vélarrúmshermi Vestmannaeyjum - Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, var í heimsókn í Vestmannaeyjum fyr- ir skömmu og kynnti sér þar skóiastarf. Aðalástæðan fyrir komu ráðherrans til Eyja var að skoða nýja verknámsálmu við Framhaldsskólann, en hann skoðaði einnig grunnskólana í Eyjum og nýstofnaðan listaskóla auk þess sem hann héit almennan opinn fund. Sigurður Einarsson, formaður skólanefndar Framhaldsskólans, sagði að það hefði staðið til nokkuð lengi að menntamála- ráðherra kæmi til Eyja vegna nýju álmunnar en veður og aðr- ar ófyrirsjáanlegar ástæður hefðu valdið því að nokkrum sinnum hafi heimsókninni verið frestað. Hann sagði að það hafí verið afar ánægjulegt að fá ráð- herrann í heimsókn og geta sýnt honum þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í skóla- málum í Vestmannaeyjum að undanförnu. Nýr vélarrúmshermir í framhaldsskólanum skoðaði ráðherrann húsnæði skólans og þá sérstaklega nýju verk- námsálmuna þar sem hann ræsti og tók formlega í notkun nýjan vélarrúmshermi sem settur hefur verið upp fyrir vélstjórnar- kennslu. Þá fundaði hann með nemendum og kennurum skólans og þáði síðan kaffiveitingar í sal skólans. Að lokinni heimsókn í Fram- haldsskólann skoðaði mennta- málaráðherra grunnskólana, Hamarsskóla og Barnaskóla, en síðan lá leið hans f nýstofnaðan Listaskóla Vestmannaeyja. Þá heimsótti hann einnig Rannsókn- arsetur Háskólans í Eyjum en að því loknu hélt hann almennan fund um skólamál í Ásgarði. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HLUTI fundarmanna á fræðsludegi Garðyrkjuskdla ríkisins. Umhverfismál sveitarfélaga í brennidepli Hveragerði - Nemendur á um- hverfísbraut Garðyrkjuskóla rík- isins á Reykjum efndu til fræðsludags í skólanum nýverið. Fræðsludagurinn var helgaður Staðardagskrá 21, en það er heiti samþykktar er gerð var á um- hverfisráðstefnunni í Ríó de Jan- eiro 1992. Samþykkt þessi er unnin út frá vinnu Brundtland- nefndarinnar svonefndu um helstu leiðir til lausnar umhverf- isvanda heimsins á 21. öldinni. Til fræðsludagsins á Garð- yrkjuskólanum var boðið öllum sveitarstjómarmönnum á Suð- vesturlandi, ásamt fulltrúum í umhverfis-, heilbrigðis-, bygg- inga-, og skipulagsnefnd. Einnig var starfsmönnum þessara sviða hjá bæjarfélögunum boðið til fundarins. Á fundinn mættu full- trúar frá 14 sveitarfélögum og voru aðstandendur fræðsludags- ins mjög ánægðir með þá mæt- ingu. Jón Guðmundsson, Heilbrigð- iseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis, og Páll Stefánsson, Heilbrigðis- eftirliti Kópavogs, fjölluðu um Staðardagskrá 21 sem er áætlun um það hvernig svæði geti þróast með sjálfbærum hætti. En sam- kvæmt skilgreiningu Brundtland-nefndarinnar felur það hugtak í sér hvernig megi mæta þörfum núverandi kynslóð- ar án þess að skerða möguleika komandi kynslóðar í því að mæta sínum. Vöktu þeir Jón og Páll meðal annars athygli á því að tveir þriðju hlutar skuldbinding- anna frá Ríó-ráðstefnunni kalla á samstarf við sveitarstjórnir og eða á skuldbindingar af þeirra hálfu. Fóru þeir ítarlega yfir það hvernig sveitarstjórnir gætu staðið að þessari framkvæmda- áætlun. María Hildur Maack líf- fræðingur kynnti síðan raunhæf- ar útfærslur á Staðardagskrá 21. Steinunn Kristjánsdóttir, fag- deildarstjóri umhverfisbrautar Garðyrkjuskólans, fjallaði um sjálfbæra þróun sem leið til land- bóta og auðsældar. Kom fram í erindi Steinunnar að landeyðing hefur verið gríðarleg hér á landi og þá sérstaklega síðustu tvær aldir. Kallaði hún sveitarstjórn- armenn til sameiginlegs átaks í að láta nýta til landbóta þann úr- gang sem til fellur við ýmiskonar atvinnurekstur í sveitarfélögun- um. Helga Hreinsdóttir, Heil- brigðiseftirliti Austurlands, fjall- aði um umhverfisverkefni Egils- staðabæjar en það sveitarfélag hefur verið í fararbroddi hvað varðar stefnumörkun í umhverf- ismálum. Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkis- ins, kynnti þátt skógræktar í sjálfbærri þróun á Islandi. Að því loknu gerðu nemendur umhverf- isbrautar Garðyrkjuskólans grein fyrir námsferð sem þau fóru í nýverið og heimsóttu þá meðal annars Hamborg sem köll- uð hefur verið „grænasta“ borg Evrópu. Að sögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar fundarstjóra, sem jafnframt er endurmenntunar- stjóri Garðyrkjuskólans, voru fundarmenn mjög áhugasamir um þessi málefni. „Enda er hlut- verk sveitarfélaganna sérstak- lega mikilvægt í þessu sambandi því þau eru sú stjórnsýslueining sem stendur næst fólkinu og get- ur komið hugmyndum og breyt- ingum í verk.“ í kafla 28 um Staðardagskrá 21 er fjallað um hlutverk sveitarfélaga í umhverf- is- og þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Þar eru öll sveitarfélög heimsins hvött til að vinna að áætlun fyrir næstu öld í anda sjálfbærrar þróunar, umhverfis- verndar og réttlætis, hvert á sínu svæði. „Sveitarfélögin og íbúar þeirra geta lagt sitt af mörkum til að minnka álagið á umhverfið á heimsvísu og þannig stuðlað að réttlátri nýtingu auðlinda heims- ins,“ sagði Magnús Hlynur að lokum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÞAÐ var tónlistarmaðurinn KK sem reið á vaðið í vetrarstarfsemi Menningarhúss Seyðfirðinga, Skaftafelli. KK hefur vetrardag- skrána í Skaftfelli á Seyðisfirði Seyðisfirði - Vetrarstarfsemi í Menningarhúsi Seyðfirðinga, Skaftfelli, er nú hafin af krafti. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, reið á vaðið með tónleikahald. Þar flutti hann efni af nýútkomnum liljómdiski sínum „Heimaland" í bland við frásagnir og eldra efni. Með honum á hljómleikaför hans um landið er gítarvitringur- inn Guðmundur Pétursson. Fjöl- mennt var á tónleikunum og gerður góður rómur að tónlistar- flutningi þeirra félaga. Fleira verður á döfinni í Skaft- felli í jólamánuðinum og er næst að nefna bókmenntakynningu sem verður laugardaginn 6. des- ember kl 21. Þar munu lesa úr verkum sínum skáldin Eina Már Gumundsson, Sigurdór Sigur- dórsson, Kristín Maija Baldurs- dóttir, Guðbergur Bergsson, Didda, Arnaldur Indriðason og Kristjana Bergsdóttir. Kynntu sér væntanlegt aðsetur þróunarsviðs Sauðárkróki - Stjórn Byggðastofn- unar kom til Sauðárkróks fyrir skömmu til þess að skoða aðstæður og húsnæð: fyrir þróunarsvið stofnunarinnar sem ákveðið hefur verið að flytja frá Reykjavík til Sauðárkróks. Gert er ráð fyrir að stofnunin verði til húsa í Stjórnsýslumiðstöð- inni við Skagfirðingabraut þar sem starfsmaður Byggðastofnunar hef- ur haft aðsetur en væntanlega þarfnast þróunarsviðið meira hús- rýmis þar sem um er að ræða sex starfsmenn sem þarna munu vinna. Stjórnin snæddi hádegisverð með bæjarstjóm Sauðárkróks og héraðsráði en síðdegis voru fundir með ýmsum aðilum úr atvinnulíf- inu þar sem m.a. forsvarsmenn Máka hf. kynntu hugmyndir sínar um framtíðaruppbyggingu fyrir- tækisins og það að nýta mannvirki Miklalax í Fljótum sem nú eru í eigu Byggðastofnunar til áframeld- is á barra. Hugmyndir fyrirtækis- ins eru enn á vinnslustigi en voru nú kynntar stofnuninni. Meginatriðið í þeim er að Byggðastofnun leggi fram fjárfest- ingar í Miklalaxi sem hlutafé í Máka hf. og komi þannig að upp- byggingu hlýsjávareldis í Skaga- firði. Þá áttu stjómarmenn Byggða- stofnunar ásamt starfsmanni stofn- unarinnar á Sauðárkróki, Jóni Magnússyni, fund með fjölmörgum öðmm aðilum þar sem mál vom rædd og skoðuð. Morgunblaðið/Bjöm Björnsson FUNDUR Byggðastofnunar með forsvarsmönnum Máka hf. F.v. Eg- ill Jónsson, Stefán Guðmundsson, Guðmundur Malmquist, Jón Magn- ússon og Árni Guðmundsson, stjórnarmaður Máka hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.