Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þáttur Bandaríkjamanna í samningum um efnahagsaðstoð við Suður-Kóreu gagnrýndur „Bandaríkin höfðu IMF í vasanum“ Seoul, Tókýd, Kuala Lumpur. Reuters. BANDARÍSK stjórnvöld tóku virkan þátt á bak við tjöldin í samningaviðræðum um skilyrði fyrir veitingu rúmlega 4.000 millj- arða króna efnahagsaðstoðar AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til Suður-Kóreu, að því er suður- kóreskir embættismenn greindu frá í gær. Lim Chang-yuel, fjár- málaráðherra landsins, viðurkenndi að hefði Bandaríkjunum ekki verið friðþægt hefði ekki fengist sam- þykki fyrir aðstoð frá sjóðnum. „Við verðum að horfast í augu við þann veruleika að áætlun sem Bandaríkjamenn eru ekki sáttir við mun varla fást samþykkt af stjóm IMF, jafnvel þótt vinnuhópur og framkvæmdastjóri IMF séu sam- þykkir," sagði Lim á fréttamanna- fundi í gær, þar sem hann gerði grein fyrir þeim skilyrðum um opnun markaða sem fylgdu aðstoð- inni. Lim hafði verið spurður um komu aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna, Davids Liptons, til Seoul er samningaviðræður suður- kóreskra stjómvalda við IMF stóðu sem hæst nú í vikunni. Suð- ur-kóreskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir þai’lendum embættismönnum að stjómvöldum hefði verið nauð- ugur einn kostur að ganga til samninga við Bandaríkjamenn um leið og samið var við IMF. Bandaríkin hafa þrýst á Suður- Kóreu með að opna fjármagns- markaði í landinu og ryðja úr vegi viðskiptahindrunum, einkanlega í bflasölu innanlands. I október hót- uðu Bandaríkjamenn viðskipta- þvingunum vegna bílasölumálsins. Kóreskt viðskiptadagblað sagði í fyrirsögn í gær að Bandaríkja- menn hefðu haft IMF í vasanum. „IMF-viðræðumar um sldlyrði að- stoðarinnar til Kóreu vom ekkert annað en bandarísk aðgerð," sagði blaðið. „Bandaríkin höfðu fullan sigur.“ Fjármálaráðherrann sagði að Bandaríkjamenn hefðu fyrst og fremst gegnt því hlutverki í samn- ingaviðræðunum að ganga úr skugga um að endanlegt samkomu- lag fengist viðurkennt á alþjóða- vettvangi. Ellefu ríki, auk Alþjóða- bankans og Þróunarbanka Asíu, leggja fram fé til aðstoðarinnar. Camdessus vongóður Samkvæmt áætlun IMF um end- urskipulagningu fjármálakerfisins í Suður-Kóreu verða illa stæðar fjármálastofnanir látnar verða gjaldþrota og erlendum bönkum gert kleift að stofna útibú í landinu frá og með miðju næsta ári. Með þeim hætti á að auka frelsi á mörk- uðum. Michel Camdessus, fram- kvæmdastjóri IMF, sagði í viðtali við Reuters Financial Televison í gær að hann vonaðist til þess að Suður-Kórea yrði síðasta Asíuríkið sem sækti um aðstoð frá sjóðnum. Hann kvaðst þó engan veginn viss um að svo yrði. Camdessus sagðist telja að að- stoðin við Suður-Kóreu væri nægi- lega mikil og að áætlaðar umbætur væru nógu róttækar til þess að trú á landið yxi á ný. Hagkerfi Suður- Kóreu hefði marga kosti, til dæmis sterka fjárhagsstöðu, núverandi staða væri nærri því að vera í jafn- vægi, og þá „gífurlegu atorku“ sem einkenndi framkvæmdir og fólk í landinu. Camdessus sagðist vona að ef umbótaáætluninni yrði hrint í framkvæmd yrði hnignunarskeið í Suður-Kóreu stutt, einungis fáir mánuðir, og lagði hann áherslu á að þetta þyrfti ekki að þýða að samdráttur yrði á því tímabili. Troðfull búð af húsgögnum á góðu verði! ^sss===s: JÍJJJJ usqoqn Hjá okkureru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðsiu Nýkomin sending af Reuters Hæsta jólatré í Evrópu í AÞENU er nú verið að skreyta hæsta jólatré í Evrópu, sem stendur á Syntagmatorgi í miðborginni, rúmlega 36 metra hátt. Þegar allt verður komið heim og saman munu 180 þúsund ljósaperur í öllum litum prýða tréð. ZIOVL • NÝTT GLER • íslensk myndlist • • Nýtt úrval af plaggötum í mörgum stærðum, einnig í country-stíl • Innrammaðir speglar eftir þínu máli. • Úrval ramma úr tré og áli auk rammalista. Opið í dag kl. 11-18 Sunnudag kl. 13-18 RAMMA MIÐSTOÐIN Glært Matt Súper gler • Glært gler sem ekki glampar á. Innrömmun á 2 dögum til ióla. Sérverslun með innrömmunarvörur Sigtúni 10 (Sóltún), sími 511 -1616. I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.