Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 31 Reuters VEL virtist fara á með þeim Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, er þeir hittust í París í gær. Albright ræðir við Netanyahu í París Ahersla á frek- ari viðræður París. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hitti Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á skyndifundi í París í gær. Að fundinum loknum sagðist Albright hafa lagt áherslu á mikil- vægi þess að leiðtogar ísraels og Palestínumanna hraði frekari friðar- viðræðum, en þær sigldu í strand eftir að Netanyahu heimilaði ný- byggingar gyðinga á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem í mars. Aður hafði Netanyahu sagt að það tæki stjórn sína nokkrar vikur að ganga frá smáatriðum nýrrar áætl- unar um brottflutning ísraelskra hersveita frá hernumdu svæðunum. Israelsstjóm samþykkti nýlega að bjóða Palestínumönnum 6-8% þeirra landsvæða Vesturbakkans sem enn eru undir ísraelskri stjórn. Henni hefur hins vegar ekki tekist að koma sér saman um smáatriði til- boðsins sem Palestínumenn hafa sagt langt frá þvi að vera fullnægjandi. Albright, sem mun hitta Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í Genf í dag, sagði að hún myndi hvetja hann til að taka tilboð Isra- elsmanna alvarlega. Kohl áhyggjufullur Netanyahu átti einnig fund með Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakka, og Hubert Vedrine, utan- ríkisráðherra þeima, í gærmorgun. Eftir fundinn sagðist hann hafa reynt að gera þeim ljóst að ísraelum væri alvara með friðarviðleitni sinni og að það væri rangt að þeir beittu brögðum til að tefja friðarviðræður. Hann sagði Evrópuþjóðir hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna í friðar- viðræðunum en lagði þó áherslu á að helstu bandamenn Israela, Banda- ríkjamenn, gegndu höfuðhlutverki sem sáttasemjarar í deilunni. Netanyahu hitti einnig Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, á meðan á Parísardvöl hans stóð. Eftir fund þeirra sagðist kanslarinn hafa lýst yfír vaxandi áhyggjum af gangi frið- arviðræðnanna fyrir botni Miðjarð- arhafs. Aðstoðarmenn hans vísuðu því hins vegar á bug að ágreiningur hefði komið upp á milli leiðtoganna. ERLENT Sænski ríkissaksóknarinn vill endurupptöku Palme-málsins Ný vitni hafa sann- fært saksóknarann Kaupmannaliöfn. Morgnnblaðiö. VITNI sem hafa breytt framburði sínum eru helsta forsenda beiðni Klas Bergenstrand, ríkissaksókn- ara Svía, til Hæstaréttar um að Christer Pettersson verði dreginn fyrir rétt í þriðja sinn, ákærður fyrir að hafa myrt Olof Palme for- sætisráðherra 28. febrúar 1986. Pettersson var dæmdur í lífstíð- arfangelsi í júlí 1989 fyrir morðið í undirrétti, einkum þar sem Lis- beth Palme benti á hann sem morðingja manns síns. I nóvember sama ár var hann sýknaður í Hæstarétti, þar sem ekki þótti liggja ljóst fyrir hver ástæðan hefði verið fyrir morðinu né hefði morðvopnið fundist. Pettersson fékk síðar greiddar skaðabætur frá ríkinu í maí 1990 upp á rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. A blaðamannafundi ríkissak- sóknara í gær gætti mikillar van- trúar blaðamanna á að nýju vís- bendingarnar dygðu til að sann- færa Hæstarétt um upptöku máls- ins og sama tóns gætti i umfjöllun sænskra fjölmiðla í gær. Það gæti tekið Hæstarétt allt að hálft ár að afgreiða beiðnina. „Getur þú kannski útvegað morðvopnið?" spurði Jan Daniels- son ákærandi í Palmemálinu, þeg- ar blaðamaður nokkur spurði van- trúaður hvernig hægt væri að taka málið upp aftur án morðvopns og einungis með gamlan framburð vitna. Danielsson segir framburð fjögurra vitna undirstöðu beiðn- innar nú. Tvö vitni bera nú að þau hafi séð Pettersson í nágrenni við morðstaðinn kvöldið, sem Palme var myrtur. Þar sem bæði vitnin þekktu Pettersson er ósennilegt að þeim skjátlist. Annað þessara vitna er leigu- bílsstjóri er stundaði ólöglegan akstur og sagði frá því sem hann hefði séð þegar búið var að sýkna Pettersson 1989, en þá þótti ekki hægt að aðhafast frekar. Þriðja vitnið keyrði bíl í námunda við morðstaðinn á milli klukkan 23-24 þetta kvöld, þegar maður með byssu hljóp í veg fyrir bílinn, svo bflstjórinn neyddist til að nema staðar. Viðkomandi er viss í sinni sök. Fjórða vitnið sá sveittan mann koma hlaupandi á móti sér um líkt leyti og er sömuleiðis viss um að það var Pettersson. Danielsson segist harma að vitn- in hafi ekki komið fram fyrr, en segir að þau hafi öll skýringu á hvers vegna þau hafi ekki vitnað fýrr. Þau beri við ótta, til dæmis ef skipulögð samtök hefðu staðið að baki morðinu og hafi einnig ýmsar persónulegar ástæður fyrir að hafa ekki viljað koma fram áður. Auk þessa hafa tveir menn, er nú eru látnir, skilið eftir sig vitnisburð í málinu. Annar var fyrrum samfangi Petterssons, sem sagðist hafa borið hatur til samfélagsins og ætlað að myrða bæði Karl Gústaf Svíakon- ung og Palme. Pettersson hafi verið sama sinnis og samfanginn því fengið Petters- son til að framkvæma ódæðisverk- ið. Fyrir tilviljun hafi Palme orðið fyrra fómarlambið, en þeir síðan ekki þorað að halda áfram. I réttar- höldunum eyðilagði þessi maður fjarvistarsönnun Petterssons, en vitnaði annars ekki gegn honum. Hinn maðurinn sagði frá því í myndbandsupptöku á á banabeði að hann hefði látið Pettersson í té vopn, en aldrei fengið það til baka. Hugsanleg morðástæða: Hatur á samfélaginu A sínum tíma komst Hæstirétt- ur að þeirri niðurstöðu að engin ástæða lægi að baki morðinu, sem sýnt hefði verið fram á. Danielsson sagðist í gær álíta að Pettersson, sem ekki bjó langt frá morðstaðn- um, hefði farið að heiman um kvöldið með byssu og verið á leið að kaupa eiturlyf, en hann var þekktur í undirheimum Stokk- hólms og á langan afbrotaferil að baki. Hann hefði svo af tilviljun séð Palme og ákveðið að ráða hon- um bana. Morðið hefði ekki verið skipulagt. Einnig sagði Danielsson að ýmislegt hefði komið fram undafarin ár, sem fyllti upp í myndina af Pettersson. A fundinum kom fram að beiðnin nú er lögð fram að vandlega yfirveguðu ráði. Fyrir ári hafi það verið hug- leitt, en þá ekki þótt nægilega sterkar for- sendur fyrir því að Hæstiréttur yrði við slíkri beiðni. Síðan hefðu hins vegar bætst við nýjar vísbendingar. Ymsir blaðamenn drógu í efa að upplýs- ingarnar dyggðu, þar sem þær væru í raun ekki nýjar, en Daniels- son undirstrikaði að það væri samspil nýs vitnisburðar og eldri, sem gerði þá vissa í sinni sök. Pettersson er frjáls ferða sinna, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Lars Nylén lög- regluforingi vildi ekki gefa upp í gær hvaða ráðstafanir væru gerð- ar til að vernda Pettersson, ef ein- hver fyndi hjá sér þörf til að gera upp við hann sakir persónulega. Hann hefur ekki fengist til að ræða við fjölmiðla nú, en reyndi á sínum tíma að gera sér mat úr málaferlunum og seldi fjölmiðlum viðtöl. I umræðu sænskra fjöl- miðla í gær gætti tortryggni lög- fræðinga og annarra um að Hæsti- réttur gæti heimilað upptöku málsins á þessum forsendum. Sten Andersson náinn vinur Palmes og fyrrum utanríkisráðherra sagðist í samtali við sænska útvarpið ekki trúa öðru en að saksóknari mæti aðstöðuna rétt og sagðist vona að málið yrði á endanum upplýst, því það hefði grafið mikið undan trú Svía á yfirvöldum, sem ekki væri þjóðinni hollt. Christer Pettersson Bretar taka við forsæti í ESB um áramót Blair heitir breyt- ingum og umbótum London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórn hans myndi leitast við að stýra Evrópusambandinu á braut breyt- inga og umbóta á fyrri hluta næsta árs, en Bretland fer þá með forsæti í ráðherraráði sambandsins. Blair kynnti í gær áherzlur Bret- lands á blaðamannafundi í Wa- terloo-brautarstöðinni. Eurostar- hraðlest, skreytt nýju merki, sem á að vera táknrænt fyrir forsætistíð Bretlands, rann inn á stöðina í upp- hafifundarins. I merkinu eru fimmtán stjörnur, sem skólabörn í öllum ríkjum ESB voru fengin til að mála. Forsætisráðherrann sagði Eurostar-lestirnar og Ermar- sundsgöngin öflug tákn um tengsl Bretlands við önnur Evrópuríki. Prófsteinn á Bret- landog Evrópu „Eg lít á forsætistímabil Bret- lands sem prófstein á Bretland og Evrópu,“ sagði Blair. „Það er próf- steinn á hæfni Bretlands til að taka forystuhlutverkið í Evrópu og prófsteinn á getu Evrópu til að bregðast við þörfinni fyrir breyt- ingar og umbætur." Blair sagðist vilja nota það tæki- færi, sem forsæti í ESB veitti, til að sýna heiminum nútímalegt, öfl- ugt og kraftmikið Bretland. Evr- ópusambandið þyrfti að taka þátt í harðri samkeppni á hnattrænum markaði og bregðast við óskum Austur-Evrópuríkjanna, sem knýðu nú dyi-a. Forsætisráðherrann lagði áherzlu á að stefna stjórnar hans væri ólík Evrópustefnu fyrrver- andi ríkisstjórnar Ihaldsflokksins, sem oft var ein í andstöðu við önn- ur rfld ESB. Hann sagði að á næsta ári myndu Bretar sýna að þeir gætu veitt ESB forystu og að endi væri bundinn á „hik, hálf- velgju og Evrópuandúð fortíðar- innar“. Reuters TONY Blair og kona hans Cherie í hópi barna frá ölluni ríkjum ESB, sem tóku þátt í að hanna merki forsætistíðar Bretlands í ESB. Áherzla á að EMU takist vel Blair sagði að Bretland legði áherzlu á að tiyggja að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) færi vel af stað, jafnvel þótt Bretar myndu ekki eiga aðild að því fyi-st um sinn. „Það er hagur okkar allra að myntbandalagið takist vel. Við munum gera okkar til að tryggja að svo verði,“ sagði hann. Blair sagðist vilja fara hina svokölluðu „þriðju leið“ í atvinnu- málum með því að gera fólk hæfara til fjölbreyttra starfa. „Það er til leið á milli gamaldags ríkisafskipta og frjálshyggju og hana verðum við að fara,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði land- búnaðarstefnu Evrópusambands- ins rándýra sóunarstefnu og krafð- ist breytinga á henni. Hann sagðist einnig vilja skera upp byggða- styrkjakerfi sambandsins. Þá lof- aði Blair harðari baráttu gegn glæpum, eiturlyfjum og mengun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.