Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 VIÐ og við er gott að smakka á sósunni, til að tryggja að maður sé örugglega á réttri leið. MARIA, Helga Sigríður og Steingrímur fylgjast með Sigurði ganga frá smáatriðunum. LAXINN settur á disk eftir kúnstarinnar reglum ÞAÐ er margt sem fer í soðið og best að gefa sér góðan tíma til að það verði sem bragðmest. Það getur verið vandasamt að bjóða kokk- um í mat. Steingrímur Sigurgeirsson þurfti hins vegar ekki mikið að hafa fyrir Sigurði Hall sem fljótlega var sjálfur far- inn að elda upp úr matreiðslubók sinni. Morgunbladið/Asdís SIGURÐUR undirbýr lambið fyrir steikingu með bókina til hliðsjónar, svona til vonar og vara. AÐ ER ekki á hverjum degi sem að við hjónin fáum kokka í mat heim til okkar. Það dró þó tölu- vert úr áhyggjunum að við María höfðum ákveðið að bjóða þeim Sig- urði L. Hall og konu hans, Svölu Ólafsdóttur upp á rétti úr bókinni hans Sigga, „Að hætti Sigga Hall“. Ef maturinn yrði klúður væri því ávallt hægt að yppta öxlum og tauta eitthvað um að þetta hefðu nú verið algjörlega ómögulegar uppskriftir og enginn leið að elda upp úr þeim. Fyrsta skrefið var að lesa í gegn- um bókina til að velja þær uppskriftir sem mér þættu árennilegastar. Það reyndist ekki auðhlaupið því það var ansi margt sem freistaði í bókinni. Ég var svolítið veikur fyrir því að hafa saltfísk enda má segja að eitt af þeim sviðum sem Sigurður hefur sér- hæft sig á sé að færa íslenska salt- fiskinn í spennandi búning. Þegar á hólminn var komið kom í ljós eins og svo oft áður, er ætlunin hefur verið að hafa saltfisk, að það var hægara sagt en gert að finna góðan saltfisk í íslensk- um matvöruverslunum. Enn og aftur varð maður að bíta í það súra epli að besti fískurinn fer til Spánar. Sigurð- ur bjargaði mér úr klemmunni með því að bjóðast til að kippa með mar- ineruðum laxi þannig að hægt væri að bjóða upp á „hunangsmarineraðan lax á melónu" og jafnframt urðum við ásáttir á að tilvalið væri að elda „lambafillet í kryddraspi með fersk- um söxuðum tómötum og sósu il- maðri með salvíu og sérríi“. Það leið heldur ekki á löngu eftir að gestimir komu að ráðin voru tek- in af mér á fleiri sviðum og ég lækk- aður úr tign gestgjafa niður í aðstoð- arkokk. Siggi tók völdin í eldhúsinu, var fljótt farin að gefa skipanir líkt og herforingi og ég mátti hafa mig allan við við að að kafa ofan í skúffur og klifra upp í skápa til að tína til það sem þurfti hverju sinni. Við byrjuðum á að henda lamba- beinum í þykkan pott ásamt gulrót- um, rauðlauk og papriku og kyntum vel undir með gasinu. „Það er best að hamast ekki mikið í pottinum og vera sífellt að hræra í. Miklu betra að leifa þessu að malla og fá á sig góða steik- arskóf þannig fáum við bragðið sem ríð sækjumst eftir,“ segir Siggi. Ég hugga mig við að ég hljóti þó að fá að ráða vínunum með matnum í mínu eigin húsi og fer að huga að karöflunum sem staðið hafa á borð- inu frá því síðdegis og kampavíninu í ísfötunni. Einhvem veginn finnst mér ekkert annað koma til greina sem fordrykkur í góðum matarboð- um annað en kampavín, helst ár- gangskampavín en í algjörum neyð- artilvikum gott freyðivín. Það er ekki til fágaðri stemmningsdrykkur og fallegra vín hugsa ég þar sem ég dá- ist að öflugum loftbólutaumunum í glösunum af Veuve-Clicquot 1989, því yndislega ári í víngerð. En það er farið að kalla skipanir innan úr eld- húsi og kominn tími til að bæta ögn tómatkrafti, vatni og hvítvíni út í lambasoðið. Það verður að gefa sér góðan tíma í soðið og leyfa því að sjóða vel niður til að ná bragði. „Ég er ekki hrifin af því að þykkja sósur með smjörbollu ekki síst vegna þess að ég vil halda tærleika þeirra. Ef ekki nægir að sjóða niður eða ekki gefst tími til þess nota ég miklu frek- ar maíssterkju," segir Siggi. Hann nýtur sín greinilega vel í eld- húsinu og er fljótlega farinn að rata í skúffurnar. „Ég hef séð Sigurð taka völdin í mörgum eldhúsum í gegnum árin,“ segir Svala og hlær en á meðan hann hefur verið upptekinn við að út- búa fillet-sneiðarnar höfum við Svala unnið að því að setja laxinn á diska. Þar sem ekki fundust melónur í þeim verslunum sem heimsóttar voru ákváðum við að sleppa þeim og bera hann fram með salati, sinnepskremi og brauði einvörðungu. Diskarnir fara á borðið og við réttum náum að stöðva Sigurð sem er í þann mund að fara skella kjötinu á pönnuna. „Fyr- irgefið þið, ég gleymdi mér alveg,“ segir hann. „Yfirleitt fæ ég aldrei að borða forréttinn þar sem að ég er fastur í eldhúsinu.“ Laxinn bráðnar í munni, feitur og ljúffengur, og sinnepssósan gefur ögn bita. Vínið, Montes Alpha Chardonnay, nær þó að renna saman við réttinn. Ég spyr Sigga út í upp- skriftina og hann segir þetta vera fastan lið á matarborðinu heima hjá þeim á aðfangadag. „Bæði er hann mjög góður og einnig er það alltaf kostur að vera með forrétt sem er til- búinn fyrirfram. Það er nóg annað að gera í eldhúsinu þennan dag,“ segir Siggi og Svala bætir við að það sé nú ekki síst vegna þess að aðfangadagur fari oftar en ekki í það að gefa fólki um allt land ráð. „Fólk sem kemur til okkar með pakka hristir nú bara yfir- leitt hausinn þegar það sér hvað er í gangi. Einu sinni kom til dæmis fyrir að það hringdi kona, húsmóðir í vest- urbænum, sem var eyðilögð vegna þess að hún hafði gleymt að taka út gæsimar úr frysti. Siggi var úti með pakkana þegar hún hringdi en það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim var að svara þessu símtali.“ En við Siggi erum komnir aftur Sælkerinn Blá mynd afdraumi DRAUMSTAFIR/Kristjáns Frímanns GEIMFARAR segja að jörðin sé blá að sjá úr geimnum og kalla hana bláu plánetuna. Erlendir ljósmynd- arar sem koma hingað tala um sér- staka bláa birtu yfir landinu sem sé ríkjandi yfir aðra liti ljóssins, og það þýði aðrar stillingar á tæki þeirra hér. Þessi blámi plánetunar vitnar til vitræns eðlis og birtan bláa yfir landinu vottar andlegt eðli eyjunnar og þeirra krafta er hana hýsa. En blái litur litrófsins hefur löngum þótt túlka andlegar hliðar tilverunnar og talinn vitna um vitrænan tilgang, þeim er í hann sækti. Hann hefur því verið notaður sem tákn hugsunar og huglægra athafna, sem merki fram- sækni og frelsis ásamt mítunni um dulrænan tilgang og dularfullan, jafnvel göldróttan. Draumurinn spil- ar á þessa þætti í leikmyndagerð sinni þar sem bláa litnum er ætlað að túlka hlutverk sálar, vitundar og æðri veruleika á draumasviðinu. Þar spila tónar blámans margþætt hlut- verk, bæði aðal og auka. Liturinn er í mörgum gervum, frá Ijósi í vatn og yfir í fast form, lifandi sem dautt og litrófið fer frá grænbláum, næstum hvítum lit yfir í dimm bláan lit og lilla. Þá er blái liturinn ímynd fjar- lægða, rýmis, kulda og eimanaleika, enda mikið notaður í tónlist ein- manaleikans, Blues. Þessi fjarræna bláa litarins og svali hentar vel í þeim draumum sem túlka vanmátt dreymandans gagnvart umhverfi sínu og tilfinningum. Hann er átaka- mikill á sviði sálarinnar, þar sem hann notar ýmis brögð til að túlka hlutverk sitt, svo sem í þessu dæmi: „Mig dreymdi að ég kom að ný- byggðu húsi og var enn vinnuhurð fyrir útidyrum, er ég opnaði birtist ljósblár gangur og ég gekk inn, ég hélt inn ganginn og skyndilega fóru veggirnir að rifna og út fossaði tært vatn.“ Aruteiknarar og meistarar í and- legum fræðum sjá hjúp um líkamann í mismunandi litum sem þeir kalla áru. I fræðum þeirra kemur fram að blái liturinn sé meira áberandi en aðrir litir í árum íslendinga og því má segja að við séum blá mynd af draumi á bláum grunni. Draumur Valrúnar Ég er að passa systkini mín, þau eru inni í herbergjunum sínum og ég var að elda „bráðinn ost í potti“ sem var alltaf nærri þvi soðinn uppúr. Svo ætla ég að kíkja á börnin út um gluggann sem var eins og risgluggi með tveim hlerum. Þeir voru upp á gátt og fótin mín út um allt. Ég hrökk við, því ég var viss um að þau hefðu stokkið út um gluggann og væru dáin. Ég fer að gráta og lít svo niður, þá liggja þau á grasinu og eru bæði dáin, eldrauð á hálsinum en ég sé ekkert blóð og þau eru eins og litl- ar dúkkur. Svo koma pabbi og mamma og þegar þau sjá mig grát- andi verða þau bálreið og hreyta í mig: „Hvað kom fyrir?“ Þau líta út um gluggann en fara ekki að gráta, heldur gargar mamma á mig ,Af hverju leistu ekki til þeirra! Varstu svona löt að þú gast ekki farið til þeirra?" Svo. fór ég að hugsa „þegar ég eignast barn ætla ég ekki að vera með svona glugga." Svo hélt ég áfram að gráta. Þá öskrar mamma á mig: „Þetta er allt þér að kenna.“ Ég hleyp grátandi niður og fer í blá/gulu úlpuna hans pabba og bláar regn- pollabuxur, þvi ég ætlaði út og koma aldrei aftur. Þá kemur mamma og gargar ,já, farðu bara og komdu ekki fyrr en á morgun, þetta er allt þín sök.“ Ég fór út á götu og sá pabba í eldhúsi með einni eldavél; hann fór líka að kenna mér um. Ég hleyp í burtu og hendi mér í snjóinn og græt. Allt í einu labbar mamma framhjá með dána bróður minn sér við hönd. Það var eins og hann væri bara sálin, hvítur og mjúkur. Ég greip í hönd hans og sagði „ég elska þig“. Hann tók utan um mig og sagðist elska mig. Ráðning Draumurinn lýsir miklum áhyggj- um og vanlíðan sem virðist fylgja íverustað (húsið með risglugganum) þínum og atvinnu (passa). Áhyggj- umar snúast um að þú standir þig ekki í því starfi sem þú sóttir stíft (osturinn í pottinum) að sinna og ráð- ir ekki við aðstæðumar (gast ekki fylgst með bömunum). Þessar að- stæður virðast þér erfiðar og það er ekki þín sök. Vanlíðanin (bömin dóu) senr veldur þessari nagandi óvissu um eigið ágæti í starfi virðist utanað- komandi (öskrað á þig) og gerir það að verkum að þig langar mest að hætta og fara, en á sama tíma finnst þér þú ekki geta svikið sjálfa þig og þínar ákvarðanir. Það sem þú gerir í draumnum er að yfirfæra vanmátt þinn og áhyggjur (ásamt löngunum) á aðstæður sem þú þekkir (fjöl- skyldu) til að átta þig á raunveruleg- um aðstæðum og geta unnið úr þeim á réttan hátt. Draumur „Óma“ Mig dreymdi frelsarann Jesúm Krist. Ég sá hann í sjónvarpinu og það var sagt að sjónvarpssendingin næði yfir alla jörðina. Hann var með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.