Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Friður við Langá
SÍST ætlaði ég mér
að standa í nágranna-
krytum á opinberum
vettvangi í upphafi að-
ventu, en fréttin á bls.
3 í Degi sl. föstudag
um málaferli Langár
ehf. gegn undirrituð-
um, stærsta eiganda
félagsins, er ekki sann-
leikanum samkvæm.
Nágranni minn og
fyrrum samstarfsaðili
Runólfur Ágústsson í
Laufási við Langá hef-
ur frá því að leiðir okk-
ar skildu varðandi út-
leigu Langár, ítrekað
veist að mér á opinber-
um vettvangi m.a. gegnum Alþýðu-
blaðið, DV og nú síðast Dag. Það er
dapurlegt þegar ungur og ágætlega
greindur piltur er haldinn slikum
hefndarhug að bitnar mest á þeim
sem standa honum næst og honum
þykir vænst um, en ekki undirrituð-
um meintum óvildarmanni hans.
Nokkur atriði til skýringar.
1. I febrúar sl. áttum við Runólf-
ur fund á heimili tengdaforeldra
hans á Litlu-Brekku um framhalds-
samstarf um Langá, þar sem samn-
ingstímabil var á enda. Þar kom
ákveðið fram að færi árleigan yfir
16 milljónir á ári væru þau hætt og
myndu breyta veiðiheimilinu að
Langárfossi í bændagistingu þar
sem hins vegar veiðimenn fengju
ekki þjónustu.
2. Eg skynjaði fljótlega að ekki
voru heilindi að baki hugmyndum
um frekara samstarf og fékk það
síðar að mínu mati staðfest. Eg
ákvað því að bjóða sjálfur í ána alla
með fulltingi góðra vina, með því
skilyrði að veiðifélagið byggði
veiðihús. Þetta tilboð upp á
23.000.000 kr. lagði ég fram á aðal-
fundi félagsins í apríllok, þar sem
einnig var lagt fram undirritað til-
boð frá Langá ehf., sem ég átti
ekki aðild að að semja, sem hljóð-
aði upp á 17.700.000 kr.
3. Áðalfundur ákvað þá að bjóða
veiði í Langá 1998-2002 út á al-
mennum markaði. Mitt tilboð lá
áfram nær óbreytt á borðinu allan
tímann. Akveða átti hvaða tilboði
af 6, sem bárust, yrði tekið 21. júní,
þar á meðal var tilboð frá þeim
Runólfi og Stefáni Ólafssyni ásamt
Áma Baldurssyni upp á 23.300.000.
með húsbótum á Langárfosshús-
inu.
18. júní komu aldursforsetarnir í
veiðifélaginu, Einar Jóhannesson á
Jarðlangsstöðum og Jóhannes
Guðmundsson veiðifélagsformaður
á Ánabrekku fram með sáttatillögu
um að ég leigði 5 stangir, en Run-
ólfur og Stefán og Árni Baldursson
hefðu 7 og ekki yrði byggt veiði-
hús. Þrátt fyrir efasemdir en með
von um að halda frið féllst ég á
þessa tillögu og að leggja hana fyr-
ir Stefán Ólafsson. Það gerði ég
samdægurs á fundi í Búðarkletti í
Borgarnesi og tók Stefán því vel,
en sagðist eðlilega þurfa að ræða
við sína menn og Runólfur væri
f A T1 í U M
t I f t s ’f > l f
Frönsk hönnun
framleidd í Tékklandi
staddur á Spáni. Hann
myndi veita þessari til-
lögu sitt brautargengi.
Næstu þrjá sólar-
hringa beið ég og fékk
einungis þau svör frá
þeim tengdafeðgum,
Jóhannesi og Stefáni,
að málið væri í skoðun
en óljóst um lyktir.
Um kvöldmatarleytið
20. júní brast mig þol-
inmæði, enda aðeins 1-
2 klukkustundir í
stjórnarfund í veiðifé-
laginu sem taka átti
Ingvi Hrafn tilboðin til umfjöllun-
Jónsson ar- Ég hafði einnig vit-
neskju um að meðan
ég beið svara væru félagarnir að
kanna fylgi við sitt tilboð, sem var
eins og fyrr segir 300 þúsund krón-
um hærra en mitt og hvort þeir
þyrftu yfirleitt nokkuð að vinna
með mér. Eg tilkynnti Einari á
Jarðlangsstöðum og stjórn veiðifé-
lagsins að ég félli frá samþykki um
sáttatillöguna og vildi láta atkvæð-
in ráða. Heimsókn þeirra Stefáns
og Jóhannesar til mín þá seint um
kvöldið með samþykki við sáttatil-
löguna breytti þar engu um, trún-
aðarbrestur var orðinn staðreynd.
4. 21. júní samþykktu nágrann-
ar okkar við Langá með 10 atkvæð-
um gegn 3 að byggja veiðihús og 9
atkvæðum gegn 4, að leigja ána
mér og minni fjölskyldu.
5. Skömmu eftir að ég lagði til-
boð mitt fram barst mér krafa og
Það er hryggilegt, seg-
ir Ingvi Hrafn Jonsson,
þegar annars góðir
drengir eru svo tapsár-
ir, að þeir tapa áttum.
síðar stefna frá fyrirtæki mínu
Langá ehf., þar sem ég á 45% hlut
en þeir Runólfur og Stefán sín
27,5% hvor, um ógreidda dráttar-
vexti af umsömdum leigugreiðsl-
um. Eg bar ábyrgð á helmingi leig-
unnar á þremur gjalddögum vegna
7 stanga á mið- og fjallsvæði, þeir
hinum helmingnum vegna 5 stanga
á því neðsta. Hér skal tekið fram
að félagið lagði mér vitanlega
aldrei út fyrir mínum leigugreiðsl-
um þótt þær drægjust stundum
einhverja daga og jafnvel vikur
vegna greiðslutafa erlendis frá. Eg
lét Jóhannes á Ánabrekku og Vífil
Oddsson stjórnarmann vita og
fylgjast með. Einu sinni skiptum
við Runólfur á gjalddögum sem
voru á mismunandi tímum. Langá
ehf. hefur aldrei verið af veiðifélag-
inu krafið um dráttarvexti og hef
ég með höndum kvittun undirrit-
aða af allri stjórn Veiðifélags
Langár fyrir fullnaðaruppgjöri.
Stjórnin vissi allan tímann að ég
stóð fyrir mjög kostnaðarsömum
og tímafrekum framkvæmdum til
að gera fjallsvæði Langár að boð-
legri vöru, sem að vísu hefur skilað
sér nú með miklum ágætum.
6. Þegar öll kurl eru komin til
grafar, gæti ég skuldað Langá ehf.
nokkra tugir þúsunda og félagar
mínir jafnvel einnig, en aðalfundur
hefur ekki verið haldinn í félaginu
sl. 2 ár né heldur lagðir fram end-
urskoðaðir reikningar. Þurfti lög-
maður Langár ehf. vegna þessa, að
biðja um frest í Héraðsdómi
Reykjavíkur fram á næsta ár í
þessu máli. Rétt er að láta þess
getið að lögmaðurinn minn hefur
ítrekað boðið lögmanni Langár ehf.
að kaupa þeirra hlut og yfirtaka fé-
lagið með öllum meintum skuld-
bindingum. Einnig hafa fleiri mæt-
ir menn í héraði reynt að koma á
sáttum, en allt hefur komið fyrir
ekki, hefndarhugur virðist knýja
menn áfram. Alla vega vita menn
þá að málið snýst ekki um peninga.
7. í júlímánuði bjó Runólfur til
forsíðuviðtal við sjálfan sig í Al-
þýðublaðinu heitnu sem flokks-
bróðir hans af Þjóðviljanum sáluga
Sdór. tók upp á forsíðu DV í sam-
ráði við Elínu Hirst þar sem ég var
með stríðsletri sakaður um óheil-
indi og rýtingsstungur í bakið og
yfirvofandi gjaldþrot. Ég mátti þó
segja álit mitt á herlegheitunum,
sem hvorki Alþýðublaðið né Dagur
sáu ástæðu til að bjóða. Ég kaus að
segja sem minnst til að reyna að
halda frið. Gekk maður undir
manns hönd heima í sveitinni að
þakka mér fyrir að láta þetta svo
til kyrrt liggja.
8. Það er hryggilegt þegar ann-
ars góðir drengir eru svo tapsárir
að þeir tapa áttum. Runólfur hefur
í sumar farið víða um sveitina, veif-
að jafnvel brúnum umslögum sem
hann segir innihalda milljónatuga
ábyrgðir frá Sparisjóði Mýrasýslu
til að reyna að fá menn til að rifta
veiðisamningum og semja við sig.
Þannig munaði 1 atkvæði að hon-
um tækist að fá felldan nýgerðan 5
ára samning Veiðifélags Norðurár
og Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
9. Næstu daga verður grunnur-
inn að nýju veiðihúsi við Langá
steyptur og er verktaki að umsjón
með byggingu hússins fyrir Kross-
stál ehf. Stefán Ólafsson stjórnar-
formaður Langár ehf. Byggingin
gæti ekki verið í höndum betri eða
vandvirkari manns, en ansi er
erfitt að sæta hefndaraðgerðum af
hans hálfu á sama tíma og hann er
að byggja húsið.
10. Ekki veit ég hvað þarf að
gera til að leiða þeim fyrir sjónir
hversu fánýtt er að láta svona,
fyrrum vinir og samherjar í sveit-
inni. Mér finnst mál að linni. Ég er
sem fyrr tilbúinn til að kaupa hluti
þeirra tengdafeðga í Langá ehf. og
losa þá úr öllum meintum skuld-
bindingum og innsigla það með
þéttu nágrannahandtaki svo allir
geti átt góð jól, lausir úr fjötrum
hefndarhugs.
Höfundur er fréttastjóri á Matthildi
FM885 og leigutaki Langár á Mýr-
■ ■ VERKFÆRA
TOSKUR
-margar stærðir
SKEIFUNNI 3E-F
SÍMI581 2333 • FAX 568 0215
Kvennaat-
hvarf í 15 ár
í DAG eru liðin 15 ár
frá því að Kvennaat-
hvarfíð var opnað í litlu
timburhúsi í Reykjavík,
eða 6. desember 1982.
Þá var hugmyndin að
kvennaathvarf í
Reykjavík þjónaði að-
eins höfuðborgarsvæð-
inu og suðvesturhomi
landsins og að fleiri
kvennaathvörf myndu
spretta upp úti á lands-
byggðinni. Slík hafði
þróunin verið annars
staðar, t.d., voru á þess-
um tíma hátt í 30
kvennaathvörf í Nor-
egi.
Norðlenskar konur opnuðu síðan
kvennaathvarf á Akureyri árið
1984. Það var aðeins starfrækt í um
það bil eitt ár en reynslan sýndi að
konur kusu fremur að fara út fyrir
I Kvennaathvarfið í
Reykjavík, segir Ásta
Júlía Arnardóttir,
koma konur alls staðar
að af landinu.
heimabyggðina, þ.e. til Reykjavík-
ur, en dveljast þar. Eignir Kvenna-
athvarfsins á Akureyri runnu síðan
til Kvennaathvarfsins í Reykjavík.
Á síðustu árum hefur Kvennaat-
hvarfið verið starfrækt í varanlegu
húsnæði, sem það eignaðist með
stuðningi þjóðarinnar, en í október
1992 var staðið fyrir söfnun meðal
landsmanna undir kjörorðunum
„Allir með tölu“.
Rekstur Kvennaathvarfsins er í
dag að mestu fjármagnaður af ríki,
Reykjavíkurborg og öðrum sveitar-
félögum, en einnig hafa í gegnum
árin komið til framlög og stuðning-
ur í ýmsu formi frá einstaklingum,
félagasamtökum og fyrirtækjum.
I Kvennaathvarfið í Reykjavík
koma konur alls staðar að af land-
inu. Það er opið allan sólarhringinn,
allan ársins hring. Þangað geta kon-
ur komið til dvalar og í viðtöl eða
hringt til að fá aðstoð eða upplýs-
ingar. í Athvarfinu er enginn sem
leggur konur inn og enginn sem út-
skrifar þær. Konumar koma þegar
þær, að eigin mati, þurfa þess og
fara þegar þær eru tilbúnar til þess.
Markmið Samtaka um kvennaat-
hvarf eru eftirfarandi:
1) Að reka athvarf, annars vegar
fyrir konur og börn þeirra, þegar
dvöl í heimahúsi er þeim óbærileg
vegna andlegs eða líkamlegs ofbeld-
is eiginmanns, sambýlismanns eða
annarra heimilismanna og hins veg-
ar fyrir konur sem verða fyrir
nauðgun.
2) Að veita ráðgjöf og upplýsing-
ar, efla fræðslu og umræðu um of-
beldi innan fjölskyldu, m.a. til að
PCIlímogfúgueíni
Ásta Júlia
Arnardóttir
T"J~|.....I n'TT'
wÍiwrflT-
Stórhöfða 17, við Gullinbró,
símt 567 4844
Ofiiö sunnudaga kl. 13-17
Nýbýlavegi 30, simi 554 6300.
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
auka skilning í þjóðfé-
laginu á eðli ofbeldis og
afleiðingum þess og
stuðla að því að þjóðfé-
lagið, lög þess og stofn-
anir, verndi og aðstoði
þá er slíkt ofbeldi þola.
Margar konur búa
við ofbeldi á heimilum
sínum. Það getur birst
í ýmsum myndum og
verið bæði líkamlegt
og andlegt. Fjöldi
kvenna býr við ofbeldi
án þess að bera þess
sýnileg merki. Ofbeldið
læðist oft hægt inn í
sambandið en getur
einnig þróast á
skömmum tíma og þrífst í skjóli
friðhelgi heimilisins.
Hvað hefur Kvennaathvarfið
upp á að bjóða?
- Húsaskjól og stuðning til sjálfs-
hjálpar.
- Nafnleynd og trúnað.
- Samskipti við konur með svipaða
reynslu.
- Bamastarf fyrir þau börn sem
ekki geta sótt eigin leikskóla eða
skóla.
- Viðtalsþjónustu sem konur utan
Athvarfsins geta nýtt sér og síma-
þjónustu sem er opin allan sólar-
hringinn.
Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og
er ætíð á ábyrgð geranda. Frásagnir
þeirra kvenna sem í Athvarfið koma
eru aldrei dregnar í efa. Konumar
em sérfræðingar í eigin málum, sem
þarfnast tímabundið stuðnings til
sjálfshjálpar og það era þær sem
ráða ferðinni. Að losna úr ofbeldi er
„ferli“ sem er einstakt fyrir hverja
konu. Tilgangurinn er að konur finni
eigin styrk til sjálfshjálpar og öðlist
nýja fæmi til að takast á við lífið á
uppbyggilegan hátt, án ofbeldis.
Þegar Kvennaathvarfið tók til
starfa fyrir 15 áram hafði ofbeldi á
heimilum lítið verið rætt opinberlega
hér á landi og fáir gerðu sér grein
fyrir að um útbreitt samfélagsvanda-
mál væri að ræða. Því miður er ekk-
ert sem bendir til þess að ofbeldið sé
að minnka, en það sem hefur áunnist
er að viðhorf fólks hefur breyst og
þeir era orðnir fáir sem segja: „slíkt
gerist ekki hér“.
Fræðsla og kynning er mjög mik-
ilvægur þáttur í starfsemi Samtaka
um kvennaathvarf. Markvisst hefur
verið unnið að því að kynna starfs-
hætti Kvennaathvarfsins fyrir ýms-
um aðilum, er tengjast starfseminni
með óbeinum hætti. Því betur sem
aðilar þekkja starfshætti hver ann-
ars því meiri líkur era á gagnkvæm-
um skilningi, virðingu og trausti.
Einnig hefur fræðsla farið út til
hinna ýmsu hópa þjóðfélagsins en
skólarnir hafa í auknum mæli beðið
um fræðslu fyrir nemendur sína og
þá sérstaklega í framhaldsskólum.
Ennfremur hafa nemendur af hinum
ýmsu skólastigum, sem era að vinna
að verkefnum sem tengjast ofbeldi
gegn konum og bömum, verið dug-
legir að afla sér upplýsinga á skrif-
stofu Samtaka um kvennaathvarf.
Einnig hafa Samtökin reglubundið
staðið fyrir námskeiðum fyrir hinar
ýmsu starfsstéttir.
Samtök um kvennaathvarf era
með í undirbúningi fræðslu- og
kynningarátak sem stefnt er að á
næsta ári og verður væntanlega far-
ið um land allt. Það hefur sýnt sig í
gegnum árin að fræðsla og kynning
er ómetanleg, hún skilar sér ekki að-
eins til þeirra kvenna sem þurfa að
leita til Kvennaathvarfsins heldur til
almennings og það er hann sem er
svo mikilvægur í allri umræðunni,
því það er fyrst og fremst umræðan
sem stuðlar að viðhorfsbreytingu.
Höfundur er fræðslu- og kynning-
iirfulltrúi Samtaka um kvennaat-
hvarf.