Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 55

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 55 f ► I > Þrír Islendingar á HM í Hollandi SKÁK Groningcn og Lausannc MINNINGAR ROY ÓLAFSSON HEIMSMEISTARAMÓT FIDE Mótíð er útsláttannót. Það er nú ijóst hveijir mætast í fyrstu umferð. 8. desember 1997-9. janúar 1998 ÍSLENSKU keppendurnir þrír mæta allir stórmeisturum í fyrstu umferð. Það er ljóst að Jóhann Hjartarson á langmesta möguleika þeirra á að komast áfram í aðra umferð. Hann mætir Litháan- um Sarunas Sulskis, sem er Hjartarson u.þ.b. eitt hund- rað skákstigum lægri en Jóhann. Þessu er þveröfugt farið hjá Mar- geiri Péturssyni sem teflir við Eist- ann Lembit 011 og Helga Áss Grétarssyni sem mætir Spán- vetjanum Miguel Illescas- Cordoba. Þeir Margeir og Helgi Áss eru báðir u.þ.b. 100 stig- um lægri en and- stæðingarnir. Tefldar eru tvær skákir í fyrstu umferðinni. Sú fyrri fer fram á þriðjudaginn, en sú seinni á mið- vikudag. Standi leikar þá 1-1 verður tíminn styttur og farið í bráðabana- hraðskákir ef með þarf. Úrslit fást þá strax um kvöldið, enda hefst önnur um- ferðin á fimmtu- daginn. í för með íslensku keppendunum í Groningen í Hollandi verða m.a. þeir Ágúst Sindri Karlsson, forseti Skáksambands íslands og Gunnar Eyjólfsson, leikari, en hann hefur oft áður aðstoðað íslenska landslið- ið við að auka einbeitinguna. Hefur það gefist mjög vel. Sulskis taugaóstyrkur? Litháinn Sulskis er sterkur skák- maður og afar vel lesinn eins og flestir stórmeistarar frá fyrrum Sovétríkjunum. En taugarnar hafa stundum gert honum grikk og í viðureign íslands og Litháens á Ólympíumótinu í Moskvu 1994 féll hann í yfirlið í skák sinni við Mar- geir Pétursson. Það var samið jafn- tefli án frekari taflmennsku þá, enda ekki um útsláttarmót að ræða. Jóhann hefur aldrei teflt við Sulsk- is og sama er að segja um þá Helga Áss og Illescas, sem hefur um ára- bil verið fremsti skákmaður Spán- veija. Illescas hefur ekki náð sínu besta í ár og fyrri hluta ársins tap- aði hann 50 stigum, samkvæmt útreikningi FIDE. Margeir Pétursson og 011 hafa teflt eina kappskák, í London 1994, og lyktaði henni með jafntefli eftir afar harða baráttu. A árinu 1995 tefldu þeir styttri skákir í atskák- mótum PCÁ-atvinnumannasam- bandsins. í New York vann Oll, en í Hastings skömmu síðar vann Margeir hann í úrslitahraðskák, sló hann út úr keppninni og komst sjálfur í úrslitakeppni sem haldin var í London. Röðun í fyrstu umferðina: 1) Alexandrov, Hvíta-Rússlandi (2.660)-Gulko, Bandaríkjunum (2.580) 2) Zvjagíntsev, Rússl. (2.635)-Benj- amin, Band.(2.580) 3) Rúblevskí, Rússl. (2.650)-Sprag- gett, Kanada (2.575) 4) Yermolinsky, Band.(2.650)-Kinder- mann, Þýskal.(2.570) 5) Rosentalis, Litháen (2.645)-Lemer, Úkraínu (2.560) 6) 011, Eistlandi (2.645)-Margeir Pét- ursson (2.555) 7) Krasenkov, Póllandi (2.645)-Van der Sterren, Hollandi (2.555) 8) Andersson, Svíþjóð (2.640)-Christ- iansen, Band. (2.550) 9) Chemin, Ungverjal.(2.640)-Istrat- escu, Rúmeníu (2.550)ep 10) Leko, Ungverjal.(2.635)-Slobodjan, Þý- skal.(2.550) 11) Seirawan, Band.(2.630)-Anasta- sjan, Armeníu (2.545) 12) Granda, Chile (2.625)-Kurajica, Bosníu (2.545) 13) Giorgadze, Georgíu (2.625)-Bacrot, Frakkl.(2.545) 14) Tkatsjev, Kasakstan (2.615)-Fom- inyh, Rússl. (2.535) 15) Malanjúk, Úkraínu (2.615)-Hamdo- uchi, Marokkó (2.535) 16) Almasi, Ungveijal. (2.615)-Peng, Kína (2.530) 17) Alterman, ísrael (2.615)-Wells, Englandi (2.530) 18) Ehlvest, Eistlandi (2.610)-Van der Wiel, Hollandi (2.525) 19) Kortsnoj, Sviss (2.610)-Hemandez, Mexíkó (2.525) 20) Portisch, Ungveijal.(2.610)-Luther, Þýskal.(2.525) 21) Adianto, Indónesíu (2.610)-Wang, Kína (2.520) 22) Hracek, Tékklandi (2.605)-Bama, Indlandi (2.515) 23) Jóhann Hjartarson (2.605)-Sulsk- is, Litháen (2.510) 24) Nijboer, Hollandi (2.605)-Glek, Rússlandi (2.505) 25) Hansen, Danm. (2.600) -Milad- inovic, Grikkl. (2.500) 26) Morovic, Chile (2.600)-Shaked, Band. (2.500) 27) Milos, Brasilíu (2.590)-Murshed, Bangladesh (2.490) 28) Morosevitsj, Rússl.(2.590)- Smyslov, Rússl.(2.480) 29) Sutovsky, ísrael (2.590)-Garcia, Kólumbíu (2.480) 30) Illescas, Spáni (2.585)-Heigi Áss Grétarsson (2.475) 31) Kotronias, Grikkl. (2.585)- Mohammed, Egyptal.(2.460) 32) Nenashev, Úsbekistan (2.585)— Hoeksema, Hollandi (2.400) 33) A. Sokolov, Rússl.(2.585)-Kobese, S-Afríku (2.315) 34) Bologan, Moldavíu-Umgaev, Rússl. (án stiga) 28 útvaldir keppendur komast beint áfram f aðra umferð. Það eru þeir Anand, Indlandi (2.765), Topalov, Búlgaríu (2.745), ívantsjúk, Úkraínu (2.725), Beljavskí, Slóveníu (2.710), Shirov, Lettlandi (2.700), Adams, Englandi (2.680), Salov, Rússlandi (2.680), Barejev, Rússlandi (2.670), Júdit Polgar, Ung- verjalandi (2.670), K. Georgiev, Búlgaríu (2.670), Sadler, Eng- landi (2.665), Short, Englandi (2.660), Akopjan, Armeníu (2.660), Svidler, Rússlandi (2.660), Lautier, Frakklandi (2.660), Khalifman, Rússlandi (2.655), Van Wely, Hollandi (2.655), Azmajparashvili, Ge- orgíu (2.650), Drejev, Rússlandi (2.640), Júsupov, Þýskalandi (2.640), Vaganjan, Armeníu (2.640), Piket, Hollandi (2.630), I. Sokolov, Bosníu (2.630), P. Nikolic, Bosníu (2.630), Tim- man, Hollandi (2.625), Kaid- anov, Bandaríkjunum (2.600), Tivjakov, Rússlandi (2.590) og Episín, Rússlandi (2.570). Gelfand (2.695) fær sæti í þriðju umferð, hann tekur sæti Gata Kamskís, áskoranda Karpovs í fyrra, en hann er nú hættur að tefla. Anatólí Karpov, heims- meistari FIDE, teflir síðan við sigurvegarann í útsláttarkeppn- inni, kemur því ekki inn fyrr en í lokaumferðinni. Tveir stigahæstu skákmenn f heimi, þeir Gary Kasparov, heims- meistari eigin samtaka atvinnu- manna og Vladímir Kramnik, kusu að vera ekki með á mótinu. Kasparov taldi mótið geta leitt til of tilviljanakenndra úrslita og vildi ekki leggja titil sinn undir. Kramnik hætti við nýlega, vildi með því mótmæla forréttindum Karpovs. Atskákmót öðlinga Júlíus Friðjónsson sigraði alla andstæðinga sína níu að tölu. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Júlíus Friðjónsson 9 v. 2. Jóhann Öm Siguijónsson 8 v. 3. Siguijón Sigurbjömsson 5'A v. 4. -8. Magnús Gunnarsson, Guðbjöm Sigurmundsson, Bjarni Magnússon, Ami Kristinsson og Halldór Garðarsson 5 v. o.s.frv. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgríms- son, alþjóðlegur skákdómari, en hann hefur séð um þessi vinsælu mót frá upphafi. Jólaskákmót grunnskóla í Reykjavík Keppnin í eldri flokki fór fram 3. desember. Mótið er haldið í samvinnu íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar voru 6 um- ferðir með 15 mín. umhugsunar- tíma. Röð efstu sveita varð sem hér segir: 1. Réttarholtsskóli 21 v. af 24 möguieg- um. 2. Hagaskóli 19 v. 3. Hólabrekkuskóli B 14 v. 4. Árbæjarskóli A 14 v. 5. Hólabrekkuskóli A 13 v. o.s.frv. í skáksveit Réttarholtsskóla voru þau Davíð Kjartansson (6 v. af 6), Þórir Júlíusson (2 v. af 4), Sveinn Þór Wilhelmsson (5 v. af 6), Guðni Stefán Pétursson (4 v. af 4) og Jóhannes Ingi Árnason (4 v. af 4). Fyrir Hagaskóla tefldu: Stefán Kristjánsson (5 v. af 6), Sigurður Páll Steindórsson (5 v. af 6), Aldís Rún Lárusdóttir (5 v. af 6) og Hallgrímur Jensson (4 v. af 6) Fyrir B-sveit Hólabrekkuskóla tefldu þau Valtýr Njáll Birgisson (4 v. af 6), Magnús Magnússon (4 v. af 6), Ágústa Guðmundsdóttir (4 v. af 4) og Inga Jóna Sveinsdótt- ir (2 v. af 6). Keppni í yngri flokki fer fram nk. sunnudag. Skákforrit fyrir blinda Þegar fyrsta Blindskákmót ís- lands var sýnt á alnetinu í haust komu fram vangaveltur um það hvort blindir gætu ekki tekið þátt í slíkum skákmótum. Það var ekki tæknilega mögulegt þá, en Hall- dór Grétar Einarsson hefur nú kannað þessa hugmynd betur. Honum datt í hug að tala við Don Fong, sem er höfundur vinsælasta forritsins sem er notað til að tefla á alnetinu. Forrit þetta er þekkt undir nafninu „Chessbd" eða „SLICS“. Halldór Grétar bað Don Fong um að kanna hvort ekki væri mögulegt að breyta forritinu hans þannig að það „talaði“ leikina í stað þess að sýna þá myndrænt. Hann tók strax mjög vel í hug- myndina og hefur nú samið hljóð- útgáfu af forritinu. Halldór Grétar hefur nú prófað þessa nýju útgáfu og þótt hér sé um frumgerð að ræða er hún vel nothæf. Að sögn Halldórs er forritið þó helst til „málglatt“, sérstaklega í tíma- hrakinu. Þetta er þó vandamál sem auðvelt er að ráða bót á. Meðal kosta þessarar útgáfu er að það er hægur vandi að íslenska það. Þegar nöfn taflmannanna og tölu- stafanna hafa verið hljóðrituð á íslensku er hægt að setja þau í stað ensku útgáfunnar. Don Fong hefur ekkert tekið fyrir forritunarvinnu sína og vill láta reyna á það hvprt blindir geti notað þetta forrit. í framhaldi af reynslu þeirra hefur hann síðan í hyggju að endurbæta forritið þannig að það henti blindum sem best. Þessi útgáfa er „shareware“, sem þýðir að allir geta náð í forrit- ið á alnetinu. Með því að senda Don Fong 12 dollara eða meira (og taka fram að það sé vegna hljóðút- gáfunnar) stuðla menn að áfram- haldandi þróun forritsins. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér forritið nánar geta náð í það á alnetinu: http://www.dfong.com/chessbd/. Þessi útgáfa hefur fengið nafnið „Audics“. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson +Roy Ólafsson, skipstjóri, var fæddur i Reykjavík hinn 2. ágúst 1933, en ólst upp í Borgarnesi. Hann lést á Land- spítalanum 12. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ 17. október. Barn sem elst upp á sjómanns- heimili upplifir fjölskyldulíf á ann- an hátt en þeir sem koma frá hefð- bundnari heimilum. Móðirin er allt í öllu og sér að mestu ein um upp- eldið, fjármálin eru einnig hennar meðan heimilisfaðirinn stundar sína vinnu. Ábyrgðin er því mikil. En svo þegar faðirinn kemur í land breytist heimilislífið og allt verður svona aðeins frjálsara. Einmitt svona upplifði ég að eiga sjómann sem föður. Nær öll uppvaxtarár okkar systkinanna var pabbi á sjó, en þegar hann kom í land vorum við að tínast að heiman, ýmist að stofna okkar heimili eða fórum í burtu í skóla. Pabbi kom sjálfur frá sjómannsheimili og vissi vel hvaða áhrif fjarvera föður hefur á heimilislífið. Ég kynntist pabba varla að ráði fyrr en hann kom í land. Hann var svo lánsamur að fá vinnu sem hafnsögumaður, það hæfði honum vel og hann hafði ánægju af. Svo er ég sannfærð um það að vinnuveitendur hans og vinnufélagar nutu góðs af fjöl- breyttri reynslu hans af sjó- mennsku. Hann pabbi sem ætlaði að hætta að vinna um leið og hann yrði 67 ára og njóta lífsins með mömmu í fallegasta sumarbústaðnum í Borgarfirðinum, bústaðnum sem hann lagði svo mikla vinnu og alúð í að byggja. Það er þyngra en tár- um taki að riija upp hversu erfitt líf hans oft var sl. 18 mánuði. En það eru góðu stundimar sem ég ætla að muna. Fallega vorkvöldið þegar við tókum á móti honum og félögum hans við Reykjavíkurhöfn, en þeir höfðu farið nokkrum dög- um áður og sótt Magna, nýja drátt- arbátinn. Þá gerði vart við sig gamalkunnug tilfinning við að sjá pabba sigla bátnum inn í höfnina, svona rétt eins og í gamla daga þegar við vorum lítil og fórum með mömmu niður á bryggju að taka á móti honum. Pabbi, við áttum ljúfar stundir saman þegar við Sigga skiptumst á um að vera „selskapsdömurnar" þínar nokkra daga í sumar. Við borðuðum saman í hádeginu, hlust- uðum á fréttir og veður, spjölluðum heilmikið saman, tókum á móti Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. gestum, sem var daglegt brauð og stundum þögðum við saman. Þegar veðrið var gott sátum við svo úti svolitla stund. Elsku pabbi minn, sú vissa að nú sért þú laus við alla verki, að maður tali nú ekki um öll lyfin sem þú tókst, hjálpar okkur og mömmu að takast á við lífið án þín. Þín, Jóhanna Guðríður. Elsku afi, þú varst eini afinn sem við þekktum. Við áttum góðar stundir með þér og ömmu, bæði heima í Garðabænum og svo í fal- lega sumarbústaðnum sem þú byggðir og við hjálpuðum þér smá. Við erum vissir að nú líður þér betur og ert orðinn fallegur engill sem passar ömmu og okkur öll hin. Ásgeir og Jónas Roy. Túnið og teigurinn fagna þeim týndu, koma heim, og það er ódáinsilmur, sem angar á móti þeim. Þér hlýnar um hjartarætur, er heyrir þú fólksins mál þvi þú ert blóð af þess blóði og brot - af landsins sál. Orti uppáhaldsskáldið mitt Dav- íð Stefánsson, og mig grunar að Roy Ólafsson hafi haft þessa til- finningu í hvert skipti, þegar hann kom til landsins úr siglingum, því hann var háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann elskaði landið, þjóðina og fjölskylduna sína. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér, Roy, fyrir síðustu 10 árin. Við áttum sameiginlegt bama- bam, hana Alexöndru. Eg gleðst yfir að hafa fengið að kynnast ykk- ur hjónunum og bömum ykkar. Þegar ég kom til þín á spítalann viku áður en þú kvaddir, gmnaði mig ekki að ég væri að sjá þig S síðasta sinn, þrátt fyrir þjáningar og veikindi leistu svo vel út. Ég fann þína sterku og öraggu hönd, það gaf mér von og gleði. Þetta dýrmæta augnablik geymi ég innra með mér. Ég og bömin mín fundu ævinlega styrk og kær- leik frá ykkur hjónum og fyrir það er ég svo þakklát. Ég geymi falleg- an grip sem þú smíðaðir handa mér með þinni snillings hönd. í söknuði eigum við fallegar minningar um Roy Ólafsson, afa Alexöndru okkar. Elsku Sigríður mín, ég vil votta þér og ijölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Ykkar Kjuregej Alexandra Argunova. Sérfræðingar I blúmaskrevtinyum við úil tækifæri I blómaverkstæói I I ISlNNA I Skólavörðuslíg 12. j á liorni Bergslaðastrælis. sími 551 909(1 -kjarni málsins! Jóhann Helgi Áss Grétarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.