Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 60
,>50 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MINNIIVIGAR MORGUNBLAÐIÐ + Arnþór Angan- týsson skóla- stjóri var fæddur að Selvík á Hauga- nesi 8. nóvember 1949. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri föstudaginn 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Arn- þórs voru Dagmar ^ Þorvaldsdóttir frá Gilsbakka á Ar- skógssandi, f. 25.11.1916, d. 1972, og Angantýr Elías Jóhannsson frá Selá, f. 23.8. 1915, d. 1983. Systir Arnþórs er Þóra, f. 4.3. 1939. Arnþór og eftirlifandi kona hans Kolbrún Ólafsdóttir, f. 28. júní 1953, hófu sambúð 1972. Á jóladag 1978 gengu þau í hjóna- band. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Arnar Már, f. 12. nóv. 1973. Hann er í sam- búð með Ragnheiði Valdimars- dóttur frá Dalvík og saman eiga þau dótturina Onnu Rósu sem fædd er 4. nóv. 1995. 2) Almar Örn, f. 17. febrúar 1977. 3) Dagmar Erla, f. 8. apríl 1983. 4) Edda Björg, f. 5. maí 1991. Arnþór ólst upp hjá foreldrum sínum í Selvík á Hauganesi. Frá blautu barnsbeini stundaði hann störf tengd sjónum yfir sumar- tímann allt fram að 1987. Hann lauk skyldunámi í Ár- skógarskóla og tók gagnfræðapróf frá Dalvíkurskóla 1966. Um tíma vann á skrifstofu hjá KEA. Hann stundaði nám við Samvinnuskól- ann á Bifröst á ár- unum 1970-1972 og lauk þaðan sam- vinnuskólaprófi. 1972-73 kenndi hann við Árskógarskóla en 1973-5 var hann í námi við framhaldsdeild Samvinnuskól- ans í Reylgavík og lauk þaðan stúdentsprófi. 1975 hóf hann aftur störf við Árskógarskóla og lauk kennaraprófi í fjarnámi nokkru síðar. Arnþór varð skólastjóri Árskógarskóla 1984 og var í því starfi til dauðadags en skólaárið 1996-1997 var hann í orlofi og stundaði nám í gæðastjórnum við Rekstrar- deild Háskólans á Akureyri. Amþór gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sveitunga sína og stéttarfélög. Útför Arnþórs verður gerð frá Stærri-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Undir lapaðan'si syndir fiskurinn minn ásamt fiskinum þínum. Veiðitíminn er úti.“ (Ingi St.) Þar sem veiðitíminn er nú úti langar okkur veiðifélagana og maka okkar að kveðja þig með örfáum orðum. „Skjótt skipast veð- ur í lofti,“ segir máltækið. í dag eru nákvæmlega fjórir mánuðir síð- an við fórum í síðasta og árangurs- ríkasta veiðitúrinn okkar saman. Þar varst þú aflaklóin og fjögurra ára starfsþjálfun bar árangur. Silfruðu vatnabúarnir urðu loksins að lúta í lægra haldi. Við náðum að gera það sem við höfðum svo oft talað um í veiðifélaginu; að vera allir saman og upplifa veiðiæs- inginn og veiðigleðina í árangurs- ríkri veiðiferð. Okkur langar að þakka þér hve þú gafst okkur mikla gleði og vin- áttu og lagðir mikið af mörkum til félagsskaparins okkar. Gilti þá einu hvort við höfðum tjaldað í Siggu- staðaskógi eða sátum yfir kræsing- um á heimili einhverra okkar, hvort við stóðum með stöng í hönd á árbakkanum eða sungum við gítar- leik og munnspil einhvers staðar úti í náttúrunni. Alltaf varst þú eins; gefandi, glaður og reifur með hnittnar athugasemdir í réttum takti við tilefnið. Fyrir það viljum við þakka og allt annað. Nú skiljast leiðir að sinni. Kollu og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning þín, vinur. Veiðifélagar og makar. „Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima“... Góður vinur og félagi er horfinn á braut. Við munum sakna hans sárt eins og fleiri. Honum hefur verið ætlað hlutverk annars staðar. Því verðum við að vera án hans um stund en minningarnar um góðan dreng og ánægjulegar sam- verustundir tekur enginn frá okkur. Arnþór eða Addi eins og hann var oftast kallaður ólst upp og átti heima lengst af í litlu sjávarþorpi, Hauganesi, þar sem lífið snerist löngum um saltfisk. Eins og aðrir krakkar í plássinu byijaði hann í línuvinnunni um leið og hann náði upp fyrir stampbrúnina og fljótlega eftir ferminguna fór hann á skakið á sumrin með frændum sínum, Kristjáni og Jóa, á Draupni EA 70. Það var góður skóli í sjómennsku, og vandvirkni og nákvæmni höfð í fyrirrúmi. Seinna var hann með mági sínum Árna Óla á trillunni Trausta. í nokkur ár átti Arnþór sjálfur trillu, Villa, sem hann nýtti til færaveiða á sumrin þar til fyrir u.þ.b. 10 árum. Þegar Arnþór var á fímmta ári tók faðir hans við stjórn útibús KEA á Hauganesi. Það var reist á móti æskuheimili hans, Selvík. Ekki er ósennilegt að það hafi haft áhrif á framhaldskólanám hans því 1972 lauk hann Samvinnuskóla- prófi frá Bifröst. Eftir það kenndi hann eitt ár við Árskógarskóla, en fór síðan í nýstofnaða framhalds- deild Samvinnuskólans í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófí 1975. Að því loknu kom hann aftur til starfa við Árskógarskóla og á næstu árum lauk hann kennara- prófi að mestu með fjarnámi. Hann tók við skólastjórastarfi af undirrit- uðum og var þar réttur maður á réttum stað. Hann var farsæll, vandvirkur og samviskusamur í starfi. Ekki minnumst við hans öðruvísi en í miklu jafnvægi og í góðu skapi. Síðasta skólaár bjó hann sig undir að mæta kröfum tímans með því að fara í orlof og stunda nám í gæðastjórnun við Háskólann á Akureyri. Arnþór var virkur félagi i Lions- klúbbnum Hræreki og var bar í t Litli drengurinn okkar, ARON ÖRN, lést að morgni fimmtudagsins 4. desember. Jóhann Örn Logason, María Greta Einarsdóttir. + Móðir okkar, ALFA HJALTALÍN, Skarðshllð 10e, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. desember. Börnin. t Elskuleg móðir mín, amma okkar og systir, MARGRÉT HÓLMGEIRSDÓTTIR frá Hellulandi, Aðaldal, Dyrhömrum 8, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 3. desember. Karen Hólmgeirs Jóhannsdóttir, Benedikt Rúnar, Margrét Rós, Sara Jamí, systkini hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. “S t innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, ÞORSTEINS STEFÁNSSONAR, Ósi, Skilmannahreppi. Sérstakar þakkir til Guðlaugar Westmann fyrir vináttu og umhyggju. Stefán Jónas, Sigurður, Engilhert, Helgi Ómar, Ólafur, Sigríður og fjölskyldur. ARNÞÓR ANGANTÝSSON stjóm oftar en einu sinni. Hann var endurskoðandi hreppsreikninga í fjölda ára, varamaður í hrepps- nefnd í nokkur ár og í stjórn síns stéttarfélags í Norðurlandi eystra urn^ skeið. Á meðan Arnþór var við nám í Bifröst kynntist hann verðandi eig- inkonu sinni Kolbrúnu Ólafsdóttur. Þau hófu sambúð 1972 og fljótlega eftir að Arnþór kom alfarið til starfa við Árskógarskóla byggðu þau sér framtíðarheimili að Klapp- arstíg 13 á Hauganesi þar sem þau bjuggu lengst af. Þau giftu sig á jólum 1978. Þau voru samrýnd og samhent og þau var gott heim að sækja. Arnþór hafði yndi af því sem hann var að gera hveiju sinni, hvort sem um var að ræða leik eða starf. Hann var vinmargur og kom sér alls staðar vel með glaðlyndi, nett- um húmor og góðum ráðum. Fjölskyldan ferðaðist mikið yfir sumarið á ferðabílnum og var þá oft glatt á hjalla bæði á vegum úti og í náttstað, t.d. þegar munnspilið var dregið fram. Ekki var Arnþór síðri þegar við veiðifélagamir og makar komum saman til að und- irbúa glímuna við konung breið- unnar með hátíðahöldum að vetri, og síðan í hópi veiðifélaganna á árbakkanum að sumri. Það var dýrmætt að fá að kynnast Arnþóri og eiga hann að vini. Að leiðarlokum langar okkur hjón að þakka áratuga samvinnu og vináttu til sjós og lands, í leik og starfi. Far þú í friði, vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Við biðjum guð að blessa og styrkja Kollu og aðra ástvini og gefa þeim styrk í sorginni. ... „Ljós var leið þín og lífsfögnuður; æðra eilífan þú öðlast nú.“ (Jónas Hallgrimsson.) Blessuð sé minning Arnþórs Angantýssonar. Rósbjörg og Birgir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast félaga okkar Arnþórs Angantýssonar skólastjóra, sem fallinn er frá langt um aldur fram. Starfsvettvangur hans var Árskóg- arskóli í Eyjafírði. Hann var starfs- samur og hafði lifandi áhuga á vinnu sinni og fjölmörgum hugðar- efnum sínum. Fyrir starfsfélaga hans og vini til margra ára er margs að minn- ast og sakna. Hann bar með sér góðan þokka sem laðaði fólk að honum, þannig að það treysti hon- um til að leiða bæði samstarf og leik. Arnþór bar ætíð hag skólans fyrir bijósti og rækti starf sitt af mikilli trúmennsku. Virðing hans fyrir samstarfsfólki og nemendum var ómetanleg. Glaðværð, lipurð og lagni einkenndu hann og þannig leiddi hann mál til lykta að allir urðu sáttir. Með honum var Ijúft að starfa og við sem höfum starfað með honum til fjölda ára minnumst hans sem okkar yfirmanns, en ekki síður sem samstarfsmanns, félaga og vinar. Orð mega sín lítils á stundu sem þessari. Harmafregnin er komin og komið er að kveðjustund. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til allrar fjölskyldu hans. Samstarfsfólk við Árskógarskóla. í minningu bekkjarbróður „Tíminn sem var er nú minning. Þess tíma sem var nú minnst er með gleði. Tíminn sem var kemur ekki aftur. Seinna átti að vera meiri tími en enginn hafði þann tíma. Hvers vegna? Samt er tími hvers dags jafn langur og þá. Minn- ingin um tímann sem var mun allt- af lifa. Með þökk í huga fyrir tím- ann sem var.“ (María J. Einarsd.) Við erum í blóma lífsins. Við erum að heíja nám í Samvinnuskól- anum að Bifröst haustið 1970. Við erum 40 ungmenni sem hittumst þarna i fyrsta sinn og komum viðs veerar að af landinu. Á Bifröst myndast sterk tengsl milli nem- enda, ekki síst vegna þess að á þessum árum var einungis farið burt af staðnum um stórhátíðar og við urðum eins og stór fjölskylda. Að námi loknu dreifðumst við aftur um landið en tengslin héldust. Við hófum lífsbaráttuna, vinnan kallar - börnin fæðast og tíminn líður. Við erum ung og hittumst öðru hveiju. Þess á milli teljum við okk- ur vita hvert af öðru og allt gengur vel hjá öllum. Allt í einu hriktir í þessari áhyggjulausu vitneskju um að allt gangi vel hjá öllum. í lok ágúst fáum við þær fréttir að hann Addi okkar hafí fengið krabbamein í nýra og gengist undir aðgerð en læknarnir eru bjartsýnir. Bjartsýn- ir? Gott - við erum það líka því við erum jú í blóma lífsins. Aðeins þremur mánuðum síðar er öllu lok- ið og við skiljum ekki hvernig þetta getur gerst, við sem erum enn svo ung. Allt leit svo vel út og allir voru bjartsýnir. Við getum ekki áfellst læknana en við erum sár út í almættið fyrir að taka hann frá okkur svona ungan. Oft er talað um að í lífsbarátt- unni gleymum við þeim sem næst okkur standa og því sem máli skipt- ir. Það verður ekki sagt um hann Adda okkar. Hann mundi vel eftir að rækta sína fjölskyldu og sjálfan sig. Hann hefur verið einna ötulast- ur okkar við að bæta við þekkingu sína. Hann fór í framhaldsdeild Samvinnuskólans og tók síðan Kennaraháskólann utanskóla til að öðlast þau réttindi og nú síðastlið- inn vetur var hann í háskólanum á Akureyri. Hans aðalstarf hefur verið kennsla og síðan skólastjórn í heimabyggð sinni á Árskógsströnd, auk þess að aðstoða hana Kollu sína við hennar fyrirtæki. Þau hafa staðið þétt saman í starfi og leik ásamt börnunum sínum fjórum. Og í þeirra myndarlegu fjölskyldu er komin lítil afastelpa. Við erum kannski ekki lengur svo ung. Gráum hárum hefur að- eins fjölgað og kollvik hækkað og afa- og ömmutitlarnir hafa sest á suma. Við verðum að reyna að sætta okkur við að almættinu hafi legið svona mikið á að fá hann Adda okkar til æðri starfa. Og kannski skiljum við líka að hann hafi verið talinn hæfastur okkar til þess. Elsku Kolla, þú ert ung og sterk og áfram standið þið þétt saman, þú og börnin ykkar og við stöndum með ykkur. Við eigum öll góðar minningar um þennan hægláta og ljúfa bekkj- arbróður og biðjum Guð að blessa hann og leiða á ljóssins vegum. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Sigurlaug Halldórsdóttir. Úr djúpura geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan, - og lof sé þér, blessaða líf, og þér, himneska sól, og lof sé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðm. Böðvarsson) Með þessum fátæklegu orðum og fáu línum langar okkur að kveðja Arnþór vin okkar og starfs- félaga. En á milli orðanna og á milli línanna er miklu, miklu meira sem hvert okkar vildi segja og gera. Öll áttum við gott og mikið sam- starf við Adda sem ávallt var reiðu- búinn þegar eftir því var kallað. Við söknum góðs vinar og vonum að minningin um hann hjálpi okkur að vinna með sorgina og söknuðinn „og lof sé þér elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann“. Kolbrúnu og börnum þeirra, svo og ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur og óskum þess að guð ykkar megi styrkja og hjálpa ykkur. Kveðja frá skólastjórum við utanverðan Eyjafjörð og Félagi skólastjóra á Norðurlandi eystra ÍFSNEl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.