Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ s I * 1 I ] I I I 5 1 i ] c c 8 c c c c c i c -f ________MINNINGAR JÓNAS GUÐVARÐARSON + Jónas Guðvarð- arson fæddist á Sauðárkróki 17. október 1932. Hann andaðist á Landspít- alanum 29. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðvarður Steinsson, bQstjóri, vélstjóri og síðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga, og kona hans Bentína Þor- kelsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Jónas kvæntist 5. desember 1953 Hall- dóru Guðmundsdóttur, farar- stjóri og húsmóðir, f. 8. mars 1933 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar eru Jakobína Grímsdóttir, veit- ingamaður í Reykjavík, og Guð- mundur Kristinn sjómaður og síð- ar húsvörður í Landsbankanum í Reykjavík. Jónas og Halldóra eignuðust þijú börn, þau eru: Björg, flugfreyja, f. 21.5. 1952, og hún tvær dætur. Bergur Grím- Enn hefur dauðans armur ætt minni slegið sár, særir því hjartað harmur, hm'ga af aupm tár. (Kristján Jónsson) Elskulegur bróðir minn, Jónas, hef- ur fengið lausn frá þrautum þeim sem hijáði hann síðastliðin þijú ár. Jónas var mér meira en bróðir því þegar hann fæddist sló ég eign minni á hann, þess vegna fannst mér hann vera mitt bam. Árið 1947 kom hann til mín og fór ekki frá mér fyrr en hann stofnaði sitt eigið heimili. Á meðan hann var í Flensborg fékk hann mikla löngun til að mála. Aldrei gleymi ég þeirri gleði þegar hann gaf mér fyrstu myndina sem hann mál- aði, og seinna urðu þær fleiri. Hann sýndi mér þakklæti sitt í svo mörgu, hann bauð mér í mína fyrstu ferð til Spánar og mörg falleg bréf fékk ég frá honum á meðan hann var við myndlistamám í Barcelona á Spáni. Oft kom ég til þeirra hjóna á þeirra fallega heimili í Stekkjarkinn 17 og í fallega garðinn þeirra sem var þeim til sóma enda fengu þau verðlaun fyrir hann, og voru þau sammála um að fegra allt í kringum sig, því þau voru miklir fagurkerar, og eiga Dóra og bömin þeirra marg- ar fagrar minningar frá þeim árum. Ég bið Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg að sjá á eftir góðum eig- inmanni og föður. „Vinátta er eitt af því fallegasta sem þú getur eignast og eitt af því besta sem þú getur orðið. Vinur er lifandi fjársjóður og ef þú átt einn slíkan, þá átt þú eina verðmætustu og gjöf lífsins. Vinur er sá sem stendur alltaf við hlið þér gegnum gleði þína og sorgir. Vinur er sá sem þú getur alltaf treyst á, sá sem þú getur alltaf opnað þig fyrir, sú dá- samlegasta persóna, sem alltaf trúir á þig á sinn einstæða hátt. Vinuer er sem heilagur, vinur er sem bros. Vinur er hönd sem heldur í þína, sama hvar þú ert, sama hve langt eða stutt er á milli ykkar. Vinuer er sá sem er alltaf til staðar og sýn- ir þér - alltaf umhyggju. Vinur er tilfínning um eilífa tryggð. Vinur eru þær dyr sem alltaf standa þér opn- ar. Vinur er sá sem þú getur gefið lykilinn þinn. Vinur er það besta sem þú getur eignast og það besta sem þú getur orðið.“ (Höf. ók.) Halldóra systir. Fyrsta æskuminning mín, þá fjög- urra ára gutti, var þegar þau giftu sig, Dóra systir mín og Jónas Guð- varðarson. Ég man líka að það var hellirigning og ég fékk að fara með í ieigubílnum frá prestinum. Þá vann Jónas á Keflavíkurflugvelli, hjá Kan- anum og kom stundum heim með amerísk hasarblöð sem þá voru fátíð. Þá varð maður vinsælastur í hverf- inu. Hann málaði líka fyrir lítinn mág á skjöldinn og sverðið áður en haldið ur, innanhússarki- tekt í Palm Desert í Kalifomíu, f. 6.4. 1954, kona hans er Janes Linn Spry, og eiga þau tvo syni. Jónas Bragi, gler- listamaður, f. 12.10. 1964, kona hans er Catherina Margaret Dodd og eiga þau tvo syni. Jónas varð gagn- fræðingur árið 1949 frá Flensborg, lauk meiraprófi bílsljóra 1957, var við mynd- listamám í Myndlist- arskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofu- stjóri hjá Sölunefnd vamarliðsins 1964-1968, fararstjóri á Mallorca hjá Sunnu 1969-1971 og hjá Úr- val 1971-1977 jafnframt farar- stjóri hjá Flugfélagi íslands og síðan Flugleiðum til 1978. Út- för Jónasar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. var til orustu á Klambratúni, beina- grind á grímubúninginn og ótal margt fleira sem litlum gutta var nauðsyn í þá tíð og enginn var pabb- inn tiltækur til að framkvæma svona bráðnauðsynlega hluti. Brátt fæddust bömin þeirra sem voru mér líkt og yngri systkini og öll bjuggum við undir sama þaki á Háteigsveginum. Átta manns í þriggja herbergja íbúð. Jónas og Dóra hófu brátt að byggja sér hús í Hafnarfírði. Stein fyrir stein var hlaðið hús og tók mörg ár. Unninn fullur langur vinnu- dagur og síðan byggt á kvöldin og um helgar. Allt lék þetta í höndunm hans. Hvert verk var hugsað til enda áður en hafist var handa. Húsið í Stekkjarkinn 17 var að öllu leyti þeirra verk frá fyrstu teikningu til síðustu pensilstroku og bar höfund- um sínum fagurt vitni. Smám saman rýmkaðist um þröngan fjárhag og Jónasi voru falin betur launuð störf. Ég minnist hans sem skrifstofu- manns hjá heildsölu á gömlum blöðr- uskóda og skrifstofustjóra hjá Sölu- nefndinni á flottri amerískri drossíu. En í Jónasi sló hjarta listamanns. Með daglegu amstri hversdagsins málaði hann og teiknaði í fátíðum frístundum, var í Handíða- og mynd- listarskólanum, fór á söfn og mynd- listarsýningar, var frístundamálari með drauma. Sýndi stundum með í samsýningum og þótti efnilegur. Það var svo árið 1968 að traustu og vellaunuðu starfi var sagt upp. Húsið góða leigt og Jónas og Dóra fluttu til Spánar með börnin sín þijú, Björgu, Birgi Grím og Jónas Braga. Barcelona var fyrsti áfangastaður, virtur listaskólinn tekinn með trompi. Síðan fluttu þau sig um set til Palma á Mallorca. Þar var annar skóli stundaður af engu minni ákefð. Jónas málaði og sköpunargleðin blómstraði, lífsins var notið með jafningjum, sýningar með frægum málurum víðsvegar um Spán og lof- samlegir dómar. Eiginkonan prútt- aði á útimörkuðum um verð á lif- andi hænsfugli, fersku grænmeti eða öðrum varningi sem síðan endaði í pottunum hjá fjölskyldunni í litlu íbúðinni fyrir ofan bílaþvottastöðina í hjarta Palmaborgar. Þetta voru dýrðardagar, lifað var að hætti innfæddra og sól skein í heiði og rautt var í glasinu. Þá voru íslenskar ferðaskrifstofur nýfarnar að fara með skipulagðar hópferðir til Mallorca. Þeim hjónum voru strax falin störf við fararstjórn og næstu sumur fóru í ótrúlegt amstur í þjón- ustu þúsunda íslenskra sólarlandaf- ara. Lítill frítími gafst til listsköpun- ar þau sumur en spánskir vetrardag- ar þess betur nýttir. Börnin uxu úr grasi og ákvörðun var tekin um að halda heim. Spánn var kvaddur með söknuði eftir nokkurra ára samfellda dvöl og haldið heim í rigninguna. Fyrsta verk eftir heimkomuna var að sýna afrakstur Spánardvalar. Þvílík sýning! Biðröð var eftir því að fá að kaupa myndir og nær öll verkin í Bogasal Þjóðminjasafnsins seldust á augabragði. Gagnrýnendur þóttust skynja ferskan tón í verkum Jónasar. í nokkur ár eftir heimkom- una starfaði hann eingöngu við list- sköpun og fararstjórn. Hélt nokkrar sýningar, gekk vel og lifði á list sinni. Svo tóku við önnur störf með mynd- listinni, en minningar Spánaráranna yljuðu á dimmum slagveðursdögum á íslandi og gerðu tilveruna stundum léttbærari. Börnum sínum og vinum var hann dijúgur er þau hófu sinn búskap, og var oft ótrúlegt að sjá hvað hann gat skapað mikið úr litl- um efnum. Hann var einfari seinni árin, vann mest einn að list sinni og hugðarefn- um, blandaði lítt geði við aðra lista- menn en gat verið hrókur alls fagn- aðar á góðri stundu. Eftir hann liggja ótal listaverk og skreytingar um allt land og engin tala er yfir verk hans í útlöndum. Fyrir um fímm árum greindist hann með krabba- mein. Tóku þau hjónin þeim tíðind- um með æðruleysi og höfðu á tíma- bili nokkra von um bata. Þegar ljóst var að tíminn var að að renna út, undirbjó hann dauða sinn af sömu vandvirkni og önnur verk, baðst undan frekari læknishjálp og kvaddi með reisn þetta líf með eiginkonu og fjölskyldu sér við hlið. Hans verður sárt saknað en verk hans munu halda minningunni á loft um ókomin ár. Kæri mágur, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Bragi Guðmundsson. Elsku pabbi minn, þessir síðustu dagar hafa verið eiifiðir. Nýlega kvöddum við Hiddý vinkonu okkar og nú kveð ég þig með trega í hjarta. Það er sárt að uppgötva þá stað- reynd að fá ekki oftar að snerta þig, heldur bara að finna fyrir ná- vist þinni í hjarta mínu. Allt í kring er minningin um þig, þú varst ótrú- legur maður, pabbi minn. Við áttum samfylgd í 45 ár, við- burðarík ár, og minnist ég þess að sjaldan hafir þú setið auðum höndum bróðurpartinn af þeim tíma. Þú varst listamaður af Guðs náð og handlag- inn með eindæmum. Ég mun aldrei gleyma dúkkurúminu sem þú smíð- aðir handa mér eða tveggja hæða bensínstöðinni sem Birgir bróðir fékk ein jólin þegar við vorum lítil. Peningar voru af skornum skammti þá sem ekki kom að sök hjá okkur því alltvarð að listaverki í höndunum á þér. í dag er gjarnan haft að orði að öll þau þúsund viðvik sem þú hefur gert á heimili mlnu séu ekki bara snilld heldur „kjarnorkuheld“. Æskuheimili okkar í Stekkjarkinn 17 bar handverki þínu glöggt vitni. Til að geta klárað húsið réð mamma sig sem ráðskona í sveit með tvo gemlinga. Þú hins vegar lifðir á rúg- brauði og skyri í Firðinum, og heima- smfðaðir heilt hús, vers go! Eftir tíu ára búsetu í Hafnarfírði og fyrstu einkamálverkasýningu þína í Bogasalnum var ákveðið að salta Frón í bili, halda til Spánar í mynd- listarnám í Escuela Masana í Barcel- ona, 16 ára stúlkan var ekki ánægð með hugmyndina, en var dregin með þrátt fyrir kröftug mótmæli sín. Það var upphaf að stórfelldu lífsævintýri fyrir okkur öll, ekki síst fyrir ungling- inn með fylusvipinn. Árin okkar í Barcelona og síðar á Mallorca í frum- bemsku íslensku „sólarferðanna" eru mér ógleymanleg. En eggið fór frá hænunni og upp- lifði misjafna daga. Alltaf varst þú samvinnuþýður og sýndir skilning, sama hvað eggið tók sér fyrir hend- ur. Um þetta leyti átti listagyðjan hug þinn allan og þá naust þú þín og hélst málverkasýningar hér heima og á Spáni. Síðan tóku við árin í Uthlíðinni, bamabörnin og brauðst- ritið. Alltaf þótti stelpunum mínum gott að vera hjá þeim gömlu í Út- hlíð. Þú varst þeim ávallt traustur og góður afi. En krabbameinið lætur ekki að sér hæða, það hefur nú lagt þig að velli eftir tveggja ára stríð. Ég kveð þig með þakklæti og söknuð í hjarta en veit að hvíldin er þér kærkomin. Far þú í guðs friði. Þín, Björg. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 61~* Faxafeni 5 - Sími 533 2323 to!vukjor@itn.is Trust TOLVUBUNAÐUR Irust Intel Pentium 166 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni 4,3 Gb Quantum harður diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort 24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar 15" Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald Trust Intel Pentium 200 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb ED0 minni - 512 Kb skyndiminni 6,4 Gb IBM Deskstar UDMA diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort / 24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar 15" Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald Það nýjasta og flottasta á heimabíómarkaðjoum a. . Tá Creative Labs Með DVD-drifinu getur þú horft á kvikmyndir i tölvunni þinni í ótrúlegum gsðum, spilað nýjustu leikina á svo raunverulegan hátt að hárin rísa og svo getur þú tengt tækið við sjónvarpið og þá ertu kominn með þitt eigið kvikmyndahús! Þú finnur kraftinn i leikjunum með þessum pinna því hann tekur verulega í þegar mikið gengur á! Allir viðskiptavinir fá frábæran jólageisladisk með Sixties í kaupbæti sé keypt fyrir meira en kr. 1.000, Internet Kit fylgir öllum tölvum og prenturum .Tölvukjör ÍOlVUr verslun heimilanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.