Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 62
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR,
Melabraut 50,
Seltjarnarnesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 4. desember.
Ásgeir Nikulásson,
Björgvin Pálsson, Sigrún Stella Karlsdóttir,
Margrét Pálsdóttir,
Júlía Björgvinsdóttir,
Elísabet Björgvinsdóttir,
Páll Bergmann,
Sverrir Egill Bergmann,
Ásthildur Björgvinsdóttir,
Stefanía Björgvinsdóttir,
Sara Margrét Bergmann.
t
Ástkær eiginmaður minn,
JÓNAS GUÐMUNDSSON,
Sléttuvegi 13,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 9. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Jóhannsdóttir.
t
Innilegar bakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður afa
og langafa,
KRISTJÁNS KARLS HANNESSONAR
fyrrv. bónda
á Kollsá.
Ingiríður Daníelsdóttir,
Erla Karlsdóttir,
Ásdís J. Karlsdóttir,
Steinar T. Karlsson,
Margrét H. Karlsdóttir,
Daníel Karlsson,
Indriði Karlsson,
Sveinn Karlsson,
Sigurhans Karlsson,
Karl Ingi Karlsson,
Sigurður Þórólfsson,
Eiríkur Bjarnason,
Björk Magnúsdóttir,
Sigurður Þórðarson,
Helga Stefánsdóttir,
Herdís Einarsdóttir,
Guðný Þorsteinsdóttir,
Þórey Jónsdóttir,
Steinunn Matthíasdóttir
og fjölskyldur.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við fráfall eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNASAR GUÐVARÐSSONAR,
Úthlíð 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkirtil starfsfólks Landspítalans á
12G og gjörgæsludeildar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeir, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag fslands.
Halldóra Guðmundsdóttir,
Björg Jónasdóttir,
Birgir Grímur Jónasson, Janet Spry,
Jónas Bragi Jónasson, Catherine Dodd
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SELMU ÁSMUNDSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð, suður-
gangi, á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða
Halldór Á. Árnason,
Þórarinn Arnórsson,
Sjöfn Arnórnsdóttir,
Dúna Halldórsdóttir,
Nína Brá Þórarinsdóttir,
fris Hrund Þórarinsdóttir,
Marion Arnórsson,
Rannveig Þorvarðardóttir,
Kristinn Bergsson,
Úlfur R. Halldórsson,
Styrmir Snær Þórarinsson,
Arnór Bergur Kristinsson,
Kristinn Kriistinsson.
ELISABET GUÐRUN
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Elísabet Guðrún Guð-
mundsdóttir fæddist í Engi-
hlíð í Langadal 11. júni 1902.
Hún lést 22. nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Stefánsdóttir og Guð-
mundur Einarsson er bjuggu
þar. Systkini hennar voru: Vil-
borg, síðar húsfreyja á Miðgili
í sömu sveit. Sigurður Einar,
barnakennari og Jakobína Sig-
rún. Elísabet var yngst þeirra.
Utför Elísabetar Guðrúnar
fór fram frá Blönduóskirkju 28.
nóvember.
Afmælis-
o g minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd,
- eða 2200 slög (um 25 dálk-
sentimetrar í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þijú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í text-
amenferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er ennfremur
unnt að senda greinar í sím-
bréfi - 569 1115 - og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Vin-
samlegast sendið greinina inni
í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
Ég get ekki stillt mig um að
reyna að minnast í nokkrum orðum
frænku minnar, Betu. Svo lengi
höfum við átt samleið, allt frá
æskuárum mínum og til hennar
hinsta dags svo að segja.
Beta var móðursystir mín og
átti heima á næsta bæ við foreldra
mína og var mikill samgangur á
milli bæjanna. Hún ólst upp með
foreldrum sínum og systkinum,
þeim Sigurði og Jakobínu, en Vil-
borg giftist Árna föður mínum og
fluttist að Miðgili. Þær systur Jak-
obína og Elísabet stunduðu báðar
nám í Húsmæðraskólanum á
Blönduósi á sínum yngri árum,
einnig lærðu þær saumaskap í
Reykjavík, enda voru þær systur
allar mjög hagar í höndunum, man
ég að þær kunnu bæði að knipla
og baldíra, sem var þó ekki á allra
færi.
Sigurður fór til mennta á Akur-
eyri, og varð síðan um mörg ár
barnakennari sveitarinnar og
sveitanna í kring og var af öllum
talinn mikill afbragðsmaður og ein-
hver sá besti kennari sem þekkt-
ist. Faðir þeirra, Guðmundur afi,
lést um aldur fram eftir erfið veik-
indi. Hann var smiður góður bæði
á tré og járn. Eftir lát afa bjó
amma með börnum sínum þremur
í Engihlíð. Sigurður lést um fimm-
tugsaldurinn og eftir það bjuggu
mæðgurnar áfram.
Amma tók til fósturs ungan
dreng, Ástvald Kristófersson, mik-
inn efnispilt, og ólst hann upp í
Engihlíð og var þeim mikil stoð í
uppvextinum. Hann var oft leik-
bróðir okkar systranna og öllum
þótti vænt um Adda á báðum heim-
ilunum. Hann fór svo ungur
menntaveginn og býr nú á Seyðis-
firði ásamt fjölskyldu sinni.
Eftir lát ömmu voru þær orðnar
einar eftir á heimilinu, Bína og
Beta, en þær bjuggu samt ótrauð-
ar áfram og gengu í öll verk jafnt
úti sem inni, en oft höfðu þær þó
ráðsmann tíma og tíma til hjálpar.
Síðast og lengst var hjá þeim Helgi
Jónsson frá Sauðanesi, sérstaklega
vandaður og dyggur maður.
Þær systur giftust ekki og áttu
engin börn, en við, dætur Villu
systur þeirra, vorum þeim sem
þeirra börn, og alltaf var jafngott
að koma til þeirra. Þær kölluðu
okkur alltaf litlu stúlkurnar á
Miðgili, og oft var kátt á hjalla
hjá þeim, einkum á jólunum, því
þá skiptust heimilin á heimsóknum
og var þá mikið spilað og spjallað.
Árið 1964 brugðu þær búi og
fluttu niður á Ós, eins og kallað
var, enda voru húsakynni { Engi-
hlíð þá orðin mjög léleg. Keyptu
þær lítið hús á Blönduósi, Lindar-
brekku, og héldust ávallt í hendur
og hjálpuðust að enda mjög sam-
rýndar, þó ólíkar væru að ýmsu
leyti. Unnu þær aðallega að handa-
vinnu fyrir fólk, enda völundar í
höndunum og jafnvígar á prjón,
hekl og saumaskap. Einnig lásu
þær mikið og voru fróðar um
margt. En heilsu þeirra var orðið
þannig háttað að þær áttu erfitt
með alla aðdrætti og útréttingar
og tók ég að mér að létta undir
með þeim á því sviði. Kom ég því
mjög oft í Lindarbrekku og átti
með þeim margar góðar stundir.
Bína mín lést árið 1980 og eftir
það bjó Beta ein í húsinu sínu í
mörg ár, meðan heilsa og kraftar
leyfðu. En þar kom að hún varð
að gefast upp og flutti þá á Elli-
deild Héraðshælis Húnvetninga.
Þar undi hún hag sínum vel, aðal-
lega við lestur og að hlusta á út-
varp. Sjónin bagaði hana þó mjög
hin síðari ár. Hennar mesta yndi
var þó ef góðir kunningjar litu inn
til hennar til að spjalla, því andlegu
þreki hélt hún til hins síðasta,
mátti heita. Rifjaði hún þá oft upp
gamla daga og sagði mér sögur
af dýrunum sínum, sem voru henn-
ar bestu vinir. Söng og músík unni
hún mjög, einkum þótti henni gam-
an að hlusta á harmóníku og orgel-
spil, enda spilaði hún nokkuð á
hvort tveggja á yngri árum. Oft
hafði hún yfir vísur og kveðskap
sem lék henni létt á tungu. Minnis-
stæð varð mér vísa sem hún gerði
þá komin langt yfir níræðisaldur-
inn. Hún átti vel við aðstæður og
er svona:
Ellin skerðir, orkan dvín
unga herðir svitinn.
Spari-ferðafötin mín
fara að verða slitin.
Ég veit að hún myndi vilja þakka
vinum sínum og samferðafólki
margar gleðistundir og vináttu, og
sérstaklega þökkum við báðar
starfsfólki Héraðshælisins langa
og góða þjónustu og hjálp.
Svo þakka ég þér, elsku Beta
mín, fyrir allt og mæli ég þar fýr-
ir munn okkar systra allra.
Vertu guði falin að eilífu.
Þín frænka,
Anna Árnadóttir.
SVERRIR
JÓNSSON
+ Sverrir Jóns-
son fæddist í
Óspaksstaðaseli í
Húnavatnssýslu 6.
desember 1937.
Hann lést 15. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Húsavíkur-
kirkju 25. október.
Okkur setti hljóð
þegar dyrabjallan
hringdi laust fyrir
miðnættið og fýrir
utan dyrnar stóð séra
Pálmi, með þær sorgarfréttir að
Sverrir bróðir væri dáinn. Þegar
ég sest niður til að skrifa nokkur
kveðjuorð, streyma minningarnar
fram í hugann ogerfitt er að brjót-
ast út úr þeim. Ég sem ætlaði að
skreppa norður til Húsavíkur og
gleðjast með honum og fjölskyldu
hans á afmælisdegi hans 6. desem-
ber. 60 ár. Það voru líka síðustu
orðin milli okkar þegar Sverrir
kom við hjá mér síðast í septem-
ber. Sjáumst 6. des. nema verði
stórhríð.
Kæri bróðir, saman
munum við öll minn-
ast þín í kærleika og
þökk.
Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði.
Þá styttist leiðin löng og
ströng,
því ljúfan heyrði eg
svanasöng,
já, svanasöng á heiði.
Á fjöllum roði fagur skein.
Og fjær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm
í einverunnar helgidóm
þann svanasöng á heiði.
Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrazt neinum.
I vökudraum ég veg minn reið
og vissi ei, hvernig tíminn leið
við svanasöng á heiði.
(Steingn'mur Thorsteinsson.)
Kveðja.
Þín systir,
Jóhanna.