Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 65

Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 65 I I I ) i I i 3 1 i 3 j i j R 1 I 3 I 1 ð FRÉTTIR Þingeyri Ný íþróttamiðstöð vígð Hátíð í Kjama í Mosfellsbæ MOSFELLINGAR halda í dag daginn hátíðlegan í Kjarna í Mos- fellsbæ, með samfelldri lista- og menningardagskrá frá kl. 11 til kl. 17. Dagskrá hátíðarinnar er eftir- farandi: Kl. 11 leikur lúðrasveit, kl. 13 syngur Álafosskórinn, tísku- sýning er kl. 13.30 og að því loknu syngur Diddú af nýju plötu sinni kl. 14. Steinunn Sigurðardóttir les úr bók sinni, HANAMI, kl. 14.30, Bubbi syngur lög af plötu sinni, Trúir þú á engla, kl. 15, Fjögur K. leika kl. 15.30, Reykjalundar- kórinn syngur kl. 16 og kl. 16.15 verður haldin tiskusýning. Eyvindur Pétur Eiríksson kynnir bók sína Landið handan fjarskans sem fékk bókmennta- verðlaun Laxness árið 1997 og einnig verða tvær listakonur frá Heildversluninni LÍN með sýni- kennslu í skreytingagerð. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Þingeyringa verður vígð laugardaginn 6. desember við hátíðlega athöfn í húsinu og hefst athöfnin kl. 14. Við sama tækifæri verður þess minnst að Grunnskóli Þingeyringa fagnar aldarafmæli á þessu ári og Tónlistarskóli Þingeyringa er tíu ára. Salur íþróttamiðstöðvarinnar miðast við stærð körfuboltavallar eða 14x26 m og er salargólfið 20x30 m. Til viðbótar allri íþrótta- starfsemi er salurinn einnig ætlað- ur til samkomuhalds auk tónlistar- flutnings og hverskyns sýninga. Einnig er mögulegt að gestir á tjaldsvæðinu geti fengið hann til afnota. Allt var þetta haft til hlið- sjónar við hönnun salarins, einkum í efnisvali og hljómburði. Hægt er að draga út áhorfendapalla í saln- um eftir þörfum og gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta saln- um í tvær einingar. Sundlaugin var tekin í notkun áður en salurinn komst í gagnið, eða 27. maí 1995. Hún er 8,2x16,67 m að stærð en sjálfur sundlaugarsalurinn er 12x21 m. Sundlaugin er léttbyggð og klædd plastdúki. Botnplatan er staðsteypt og á hana eru reistar stálhliðar. Fyllt er að lauginni með malarfyll- ingu. Salargólfið er klætt gang- stéttarhellum en undir þeim eru hitalagnir. í laugarsalnum er heit- ur pottur og í framtíðinni er gert ráð fyrir því að salurinn opnist út á afgirt, sólríkt og skjólgott útivist- arsvæði. Jólahlutavelta Sjálfsbjargar SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, verður með jólahlutaveltu, lukku- pakka- og kaffisölu laugardag og sunnudag 6.-7. desember kl. 14 í félagsheimilinu Hátúni 12. Allur ágóði rennur til málefna fatlaðra og uppbyggingar á félags- starfi fatlaðra. Allir velkomnir. —---♦ » ♦---- Bann við jarð- sprengjum Island styður samninginn RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkis- ráðuneytisins, Helgi Ágústsson, undirritaði á fímmtudag alþjóða- samning um bann gegn notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki og um eyðileggingu þeirra. Undirritunin fór fram á alþjóða- ráðstefnu í Ottawa þar sem eru saman komnir fulltrúar 125 ríkja til að fylgja samningnum úr hlaði. ---------♦ ♦ ♦ Bæklingur um nónhressingu LEIKSKÓLINN Skólatröð í Kópa- vogi er heilsuleikskóli í samvinnu við Heilsueflingu sem er sam- starfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Land- læknisembættis. Eitt af verkefnum heilsuleik- skólans er gerð bæklings um nón- hressingu. Bæklingurinn er unninn í samvinnu við Borghildi Sigur- bergsdóttur næringarráðgjafa og gefinn út af Heilsueflingu. Til- gangurinn með útgáfunni er að leggja áherslu á mikilvægi þessar- ar máltíðar og einnig að auðvelda starfsfólki leikskóla að setja saman fjölbreyttan og hollan matseðil. t)emanjáklúbbur INNISERÍUR lOljósa kr. 99,- 20 ljósa kr* 179,,- 35 ljósa kr, 359 50 ljósa kr. 490,- lOOljósakr. 899,- 7 perur í Aðventuljós kr« Aðventuljós kr. 999,- gluggamyndir Ik, 999*«* UTISERIUR 40 ljósa kr. 895 80 ljósa kr« 1299 120 ljósa kr, 2249 160 ljósa kr. 2990 240 ljósa kr. 3990 4801jósa kr. 7990 20 ljosa með stærri skrúfaðar perur kr« 2950«« Aðventuljós (12V) íbíla SkTrV 2,99^ Grenilengja 2.75m kr. ^ Hvergi meira úrval - ■ 'íÍÉ- r*" hvergi betra verð Sogskálar fyrir glugga. SÉRTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.