Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 72
72 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Þórður og Þröstur
Reykjanesmeistarar
ÞÓRÐUR Bjömsson og Þröstur
Ingimarsson sigruðu í Reykjanes-
mótinu í tvímenningi, sem fram fór
í félagsheimilinu Mána við Sand-
gerðisveg um sl. helgi. Þeir fengu
38 stig yfir meðalskor eða einu stigi
meira en Svala K. Pálsdóttir og
Vignir Sigursveinsson sem lentu í
öðru sæti. Óli Þór Kjartansson og
Garðar Garðarsson urðu síðan í
þriðja sæti með 19 stig.
Þátttakan í mótinu var afar
dræm, aðeins 13 pör, og af því til-
efni þykir dálkahöfundi ástæða til
að setja ofaní við þá aðila sem bera
ábyrgð á að auglýsa mótið; annars
vegar þá sem eru í forsvari fyrir
Reykjanesmótin og hins vegar
stjórnendur bridsfélaganna á svæð-
inu. Mótið var ekkert auglýst í fjöl-
miðlum og a.m.k. á Suðurnesjum
var umfjöllun á spilakvöldum lítil
sem engin.
Dræm þátttaka í
bridsmótum almennt
Það hefír borið við undanfarið
að þátttaka í mótum almennt hefir
verið léleg og því nauðsynlegt að
halda vel utan um starf bridsfélag-
anna. Þá er endurnýjun í bridsfélög-
unum mjög lítil þessi árin og spum-
ing hvort ekki sé tími til kominn
að áhugamenn (prímusmótorar)
hittist og ráði ráðum sínum um
hvað gera skal. Staða bridssam-
bandsins hefir styrkst á undanförn-
um árum. Sambandið er komið í
glæsilegt eigið húsnæði sem gefur
alla möguleika til vaxtarbrodds. Þá
má nefna kraftinn í Suðurnesja-
mönnum sem byggðu ásamt hesta-
mönnum gott 300/m húsnæði und-
ir sína starfsemi. Ahugi bridsspilar-
anna virðist fyrir hendi en það vant-
ar farveginn og stjórnendurna til
þess að laða nýtt fólk að félögunum.
SaumaSu sjálf fyrir jólin
Mikið úrval af glæsilegum
samkvæmisefnum.
Góðu verðin eru hjá okkur.
textilline
Laugavegur 101, sími 552 1260.
STEINAR WAAGE
f SKÓVERSLUN \
Unglingaskórnir í ár
Verð 4.995,-
Teg:81769
Stærðir: 40-46
Litir: Svartir, brúnir,
bláir og grænir
JUNdLA ffðÖJiV
Teg: 3067 *
Stærðir: 36-41
Litir: Svartir,
rauðir.grænir
og bláir
JUN6LA$ð^V
Teg: 3092
Stærðir: 36-41
Litir: Svartir,
rauðir, grænir
og gulir
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS.
V
STEINAR WAAGE^
skóverslun/
SlMI 551 8519 ^
STEINAR WAAGE
S K Ó V E R S L U N /
SÍMI 568 9212
J
Yfir 1.200
notendur
iD KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
TIIJJOÐ
líjtíi nu/tuUtó tufu
Qutuuvu JnyimwiAionwt
Suðurveri, sími 553 4852
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Velferðarkerfið
og heilbrigðis-
þjónustan
MAÐUR hefur lesið það
og heyrt, bæði í blöðum
og öðrum fjölmiðlum, hvað
heilbrigðisþjónustan væri
góð hér á landi, svo góð
að ástæða er til að auglýsa
það í útlandinu og hvetja
þarlenda til að nýta sér
þessa ódýru og frábæru
þjónustu, sem við höfum
upp á að bjóða. En það
fylgir ekki sögunni að það
þurfí að taka númer og
bíða síðan í nokkra mán-
uði, eða ár, eftir því að
komast í aðgerð, jafnvel
þó bráðnauðsynleg sé, og
að hér er þrefað við
„hjúkkumar“, sjúkraliðana
og læknana um launamálin
ár eftir ár. Síðan er hótað
að loka öllum spítölum
vegna peningaleysis.
Tryggingastofnun neit-
ar að borga sinn hlut í
aðgerðum og allt stendur
fast. Þetta er sá veruleiki
sem blasir við okkur lands-
mönnum núna, þrátt fyrir
að við höfum, í áratugi,
greitt sérstakt trygginga-
iðgjald til Tryggingastofn-
unar, sem átti að veita
okkur örugga og góða heil-
brigðisþjónustu á komandi
ámm.
Þá kemur rúsínan: Nú
getum við farið í aðgerð
til annarra EES-landa og
komist í biðröðina þar, það
er að segja, ef Trygginga-
stofnun samþykkir að
borga. Er ekki eitthvað að
svona stjórnarháttum?
Þarf ekki að koma upp
sérstakri stofnun fyrir þá
herra sem svona stjórna?
Ég bara spyr.
Jón Friðþjófsson.
Reykjavík
menningarborg?
MIG langar að bera upp
þá spumingu hvernig hægt
sé að hugsa sér að Reykja-
vík verði ein af menningar-
borgum Evrópu fyrst búið
er að gera gamla miðbæinn
að helvíti.
Gamall Reykvíkingur.
Þakkir til Ólínu
fyrir frábæra pistla
ÉG VIL þakka henni Ólínu
Þorvarðardóttur fyrir frá-
bæra pistla sem hún flytur
á þriðjudögum í morgunút-
varpi rásar 2, og útnefna
hana „rödd skynseminnar"
á þeim fjölmiðli. Pistlarnir
hennar era vel samdir og
einstaklega vel fluttir. Nú
síðast talaði hún um jóla-
kvíða, sem afleiðingu af
kaupæði fólks fyrir jólin.
Aður hefur hún talað um
ýmis velferðarmál. Ég hef
ekki hlustað mikið á morg-
unútvarpið fyrr en nú í
haust, en nú er ég farinn
að leggja á minnið hvenær
gistlar Ólínu era fluttir.
Ég vil leggja til að útvarp-
ið endurflytji þessa pistla,
eins og gert er með svo
margt annað gott útvarps-
efni.
Sighvatur Guðmunds-
son, Æsufelli 2.
Banna spilakassa
BJÖRGVIN Kristbergsson
hringdi og sagði að honum
fyndist að banna ætti alla
spilakassa og getrauna-
leiki, sem ekki væru bein-
línis til styrktar líknarmál-
um eða öðrum góðum mál-
efnum. Fólk getur ánetjast
svona leikjum, þannig að
ekki ætti að hafa of mikið
á boðstólum af þessu dóti.
Tapað/fundið
Flísjakki í óskilum
FLÍSJAKKI, rauður,
merktur Einar Orri, fannst
í Engjaseli sl. miðvikudag.
Uppl. í síma 892-9494.
Lyklakippa
týndist
LYKLAKIPPA með mörg-
um lyklum á, týndist sl.
þriðjudag í Holtagörðum,
við Ikea eða Bónus. Þeir
sem hafa orðið varir við
hana hafi samband í síma
554 0970.
Drengjaúlpa
týndist í
Hafnarfirði
GUL og dökkblá drengj-
aúlpa (8 ára) týndist við
Litlu tjömina í Hafnarfirði
við 10-11 sl. sunnudag.
Þeir sem hafa orðið varir
við úlpuna hafi samband í
síma 567 2702, vs.
555 0192 eða 899 7167
(Sigurður).
Svart kvenmanns-
reiðhjól týndist
SVART kvenmannsreið-
hjól, Kalkoff 3ja gíra, týnd-
ist við Sólvallagötu aðfara-
nótt laugardags. Þeir sem
hafa orðið varir við hjólið
hafi samband í síma
551 9438.
HÖGNIHREKKVÍSI
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur.
STAÐAN kom upp á fyrsta
opna meistaramóti Bæ-
heims sem fram fór í nóv-
ember. Rustem Dautov
(2.595), Þýskalandi, var
með hvítt og átti leik, en
Josh Waitzkin (2.435),
Bandaríkjunum, hafði
svart.
22. Rf6+!! — gxf6 23. Bxe5
— Bxc3 Eftir 23. — fxe5
24. Dh5 verður hvíta sóknin
ekki stöðvuð. T.d. 24.
— e4 25. Dxh6 — De5
26. Rxe4! - f5 27.
Hg3+ - Dxg3 28.
Rxg3 — Bxel 29.
Dg6+ - Kh8 30. Rh5
og vinnur eða 24. —
Bc5 25. Hg3+ - Kh7
26. Hh3 og svartur
er varnarlaus) 24.
Hg3+ - Kh8 25. De3
- Bd2 26. Bxf6+ -
Kh7 27. Hg7+ - Kh8
28. Dg3 og svartur
gafst upp.
Rússarnir Khalif-
man og Episín sigruðu á
mótinu með 7'A vinning af
9 mögulegum. Ellefu skák-
menn komu næstir með 7
v., þ.á m. þeir sem tefldu
þessa skák.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA barst á fimmtudag
bréf frá Óskari Magnússyni,
forstjóra Hagkaups, vegna Vík-
verjapistilsins þann dag. Bréf for-
stjóra Hagkaups er svohljóðandi:
„Sæll Víkveiji.
Eg hef þegar gert ráðstafanir til
þess að hægt sé að borga fyrir lottó-
miða með debetkorti. Astæðan fyrir
þessu rugli er tækniþvæla og að-
greining á lottói og öðrum viðskipt-
um okkar en auðvitað skiptir það
þig engu máli. Mér þykir leitt að
þetta skyldi koma upp en sjálfur
hafði ég ekki hugmynd um þetta
furðufyrirkomulag.
Um leið og mér dettur ekki í hug
að bera í bætifláka fyrir þetta get
ég ekki iátið hjá líða að gera smá
athugasemdir við skrif þín.
Mér finnst satt að segja stóryrðin
með miklum ólíkindum. Dæmi:
..hugsaði Hagkaupi þegjandi þörf-
ina.“ Annað dæmi: „Þessi framkoma
er óþolandi...“. Og þriðja: „En lengi
skal manninn...reyna...“ Að síðustu:
„Þetta er viðskiptahroki." Er þetta
ekki dálítið jafnvægislaust að skrifa
svona þótt maður verði fyrir mót-
læti, jafnvel þótt vitleysislegt sé?
Kveðja
Óskar Magnússon"
FORSTJÓRI Hagkaups á heiður
skilinn fyrir viðbrögðin við
Víkveijapistlinum. Það er afskap-
lega ánægjulegt, þegar menn
bregðast við með þessum hætti og
leiðrétta vitleysuna. Um stóryrðin
er það að segja að þegar menn
eiga mikil viðskipti við fyrirtæki
eins og Hagkaup og líkar vel, geta
móttökur sem þær sem Víkveiji
fékk í vikunni hlaupið í skap hans
sem annarra. Það hlýtur forstjór-
inn að skilja - þess vegna er og
mikilvægt fyrir stjórnendur Hag-
kaups sem annarra fyrirtækja að
hafa hluti sem þessa í lagi. En
hafi Óskar Magnússon þökk fyrir
viðbrögðin.
xxx
MEIRA um greiðslur með debet-
korti: Kunningi Víkveija fór
til skattstjórans í Reykjavík fyrr í
vikunni til að fá ljósrit af skattfram-
talinu sínu. Kunninginn bar upp
erindi sitt við starfsmann skattsins
og heyrði að við næsta afgreiðslu-
borð var viðskiptavinur í sömu er-
indagjörðum. Sá fékk ljósritið sitt
afhent á undan kunningja Víkveija
og hugðist greiða uppsett gjald, 200
krónur, með debetkorti. Starfsmað-
urinn tjáði honum að skatturinn
tæki ekki debetkort, en í þetta sinn
slyppi hann án þess að borga. Við-
skiptavinurinn gerði sig ánægðan
með það og fór með ljósritið sitt.
Þegar svo kom að kunningja Vík-
veija dró hann upp debetkortið sitt
og sagði sem var, að hann væri
ekki með aðra greiðslumiðla á sér.
Þá brá svo við að starfsmaður
skattsins, sem afgreiddi kunningj-
ann, sagði að skatturinn tæki ekki
debetkort og kunninginn yrði að
fara í næsta hraðbanka, taka út
peninga og koma aftur. Kunninginn
maldaði eitthvað í móinn og benti
á fordæmið frá næsta afgreiðslu-
borði, en fékk þau svör að það
væri ófrávíkjanleg regla að fólk
borgaði fyrir ljósritin.
Kunningi Víkveija var heldur súr
yfir þessu. í fyrsta lagi þótti honuin
embætti skattstjórans aftarlega á
merinni að taka ekki við nútímaleg-
um greiðslumiðli á borð við debet-
kort. í öðru lagi fannst honum auð-
vitað fyrir neðan allar hellur að við-
skiptavinir skattsins fengju mis-
munandi meðferð eftir því hvaða
starfsmaður afgreiddi þá. Starfs-
reglur starfsmanna skattstjóra eru
augljóslega ekki á hreinu.